Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Guð-jónsson fæddist á Fornuströndum í Eyjafjallahreppi 27. nóvember 1918. Hann lést á líknar- deild Landakots- spítala þriðjudaginn 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar Sig- urðar voru þau Guðjón Einarsson, f. 29.7. 1886, d. 30.8. 1968, og Guðríður Jónsdóttir, f. 20.6. 1886, d. 17.4. 1974. Börn þeirra urðu 8 og var Sig- urður fjórði í aldursröðinni. Systkini Sigurðar eru Pálína, f. 29.10. 1914, Einar, f. 2.2. 1916, d. 29.8. 1982, Jón, f. 27.3. 1917, d. 21.10. 1994, Egill, f. 15.1. 1921, d. 16.2. 1994, Sigríður, f. 17.9. 1923, Elín, f. 4.5. 1926 og Guðlaug, f. 13.10. 1929. 13.1. 1978 kvæntist Sigurður Hólmfríði Ásu Jónasdóttur, f. 13.4. 1929 á Hellissandi á Snæ- fellsnesi. Hólmfríður er dóttir Þórunnar Ásbjörnsdóttur, f. 15.3. 1898, d. 2.11. 1993 og Jónasar Magnússonar, f. 20.9. 1898, d. 29.6. 1937. Dóttir Hólmfríðar er Þórunn Ólafsdóttir, f. 14.3. 1954. Maki Þórunnar er Sigurður H. Björnsson, f. 15.9. 1953 og börn þeirra eru Snorri Páll, f. 13.11. 1979 og Hólm- fríður Björk, f. 6.10. 1985. Árið 1931 fluttist fjölskylda Sigurðar að Berjanesi í Land- eyjahreppi. Sigurður fór til sjós í Vest- mannaeyjum 1934, þar tók hann minna mótorvélstjórapróf 1941. Lauk Iðnskól- anum á Selfossi 1945 og iðnnámi hjá Kaupfélagi Árnes- inga á Selfossi 1946. Árið 1947 lauk Sigurður meira mótorvél- stjóraprófi í Reykjavík. Því næst lauk hann vélstjóraprófi frá Vél- skólanum í Reykjavík 1958 og raf- magnsdeild 1959. Sigurður starfaði sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1948 þar til hann hætti störfum vegna aldurs árið 1984. Eftir það starfaði hann hjá Nesskip þar til hann hætti sjómennsku árið 1993, þá 75 ára að aldri. Sigurður hlaut heiðursmerki Sjómannadagsins 1988. Útför Sigurðar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nafni minn og tengdafaðir Sig- urður Guðjónsson lést á líknardeild Landakotsspítala 31. júlí sl. eftir erfið veikindi. Ég kynntist Sigurði fyrir þrjátíu árum er við kona mín vorum að hefja okkar búskap. Reyndar hafði ég séð Sigurð oft áður, þar sem við bjuggum í sama hverfi. Ég í Skjól- unum og hann á Ægisíðu. Alla mína skólagöngu bæði í Melaskóla og Hagaskóla gekk ég framhjá húsi hans við Ægisíðu á leið minni í og úr skóla. Oft sá ég þennan stóra mann með alpahúfuna vera að dytta að húsi sínu eða vinna eitthvað í bíl- skúrnum. Sigurður var vélstjóri hjá Eim- skip, farmaður í millilandasigling- um. Hann var því mikið fjarverandi og stoppin oft stutt. Þessi veröld hans held ég að hafi mótað Sigurð á ákveðinn hátt. Þrautseigja, áræði og reglufesta eru orð sem mér dett- ur helst í hug þegar ég hugsa til Sigurðar nafna míns. Það var alltaf gott að leita til Sig- urðar þegar mig vantaði aðstoð eða ráðgjöf varðandi hinar ýmsu fram- kvæmdir heima við eða í sumarbú- staðnum. Bílaviðgerðir voru t.d. aldrei mitt áhugasvið og okkar fyrstu bílar voru oft í ódýrari kant- inum og höfðu tilhneigingu til að bila. Alltaf var Sigurður tilbúinn til að skoða málið, en ég varð að vera með honum við verkið. Sjálfsagt hefur hann verið að vonast til að einhver verkkunnáttta eða verk- lagni gæti sigið inn í kollinn á mér. Nú er Sigurður farinn, bílakost- urinn hefur batnað til muna og byggingarframkvæmdun að mestu lokið. Margt hef ég lært af Sigurði, m.a. það að ganga óhikað til allra verka. Byrja á hverju verki og síðan sjá hvert það leiðir þig. Til ömmu Fríðu á Ægisíðu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Við afa Sigga, sem nú er lagður af stað í sína síðustu ferð og sjálf- sagt að hefja sína batagöngu, vil ég segja. Takk fyrir allt, gamli vinur. Góða ferð og Guð blessi minningu þína. Sigurður. Afi minn, Sigurður Guðjónsson vélstjóri, lést 31. júlí sl eftir erfið veikindi. Þær minningar sem koma einna fyrst upp í hugann um afa Sigga eru þegar ég var lítill og ég var í pössun hjá honum hálfan dag- inn. Í raun standa þessar minningar upp úr frá öðrum æskuminningum sem renna oft saman, því umhverfið og hversdagslegir hlutir hjá okkur tveimur voru svo allt öðruvísi en það sem ég hafði vanist á leikskól- anum eða heima. Þessi maður sem drakk lýsi úr einhverskonar dúnki, borðaði súrt skyr í pokkum og hestasaltkjöt úr fötum. Nokkuð sem ég eða mín kynslóð í leikskólanum þekktum ekki, framandi heimur fyrri kynslóða. Við gerðum líka ýmislegt sem jafnaldrar mínir gerðu ekki s.s. hanga út í skúr að gera við bíla, baka flatkökur, leggja kapal, eða fara í hinar ýmsu sendiferðir á verkstæði og bílaumboð, nú eða nið- ur á höfn að skoða skipin. Allt mjög spennandi hlutir fyrir litla gutta eins og mig. Afi var vélstjóri en hafði ekki möguleika á að fara í skóla fyrr en seint á lífsleiðinni. Hann talaði stundum um hvað ég væri heppinn að geta verið í skóla að læra það sem mig lysti og að ég ætti að nota tækifærið sem best. Þegar ég sagði honum svo að ég ætlaði í véla- og iðnaðarverkfræði var hann mjög sáttur við þá ákvörðun mína og þótti honum þá sem við ættum sam- eiginlegan flöt í námi. Oft snerust umræðurnar í heim- sóknum mínum á Ægisíðunni um námið yfir mjólk, harðfisk og ran- dalínum. Fyrir mann af sinni kyn- slóð, og jafnvel mun yngri, var hann einstaklega víðförull og átti margar sögur frá ferðum sínum út um öll heimsins höf. Síðustu árin voru erfið, sérstak- lega þar sem ég hef verið erlendis í framhaldsnámi og hitti afa og fjöl- skylduna ekki nema með margra mánaða millibili. Heilsu afa hefur hrakað síðustu fjögur ár og breyt- ingarnar síðustu tvö árin hafa verið miklar og hef ég séð honum hraka með hverri heimsókn. Margvísleg veikindi tóku sinn toll og það varð æ augljósara með hverri heimsókn heim að hár aldur afa, sem fram að þessu hafði ekki háð honum, var nú farinn að segja til sín mun meira en áður. Ég lauk námi nú í júní en því mið- ur hafði afi ekki tækifæri til að vera viðstaddur útskrift mína en sendi ömmu Fríðu sem sinn fulltrúa. Ég kom síðan heim nú í júlí og náði að heimsækja afa minn nokkrum sinn- um áður en hann lést. Það er mikil söknuður af afa mín- um. Hann var einstaklega jafn- geðja, þolinmóður og góður maður. Hann lifði innihaldsríku og góðu lífi með ömmu Fríðu, sem ég votta nú mína dýpstu samúð. Þrautum afa er nú lokið. Hvíl í friði, afi minn, þín verður sárt saknað. Snorri Páll. Þegar ég hugsa um afa Sigga minnist ég yndislegs manns. Ég sé hann fyrir mér stóran, sterkan og mikinn en samt svo ljúfan og góðan. Afi gat gert við allt, ef maður fór með bilaðan hlut til afa, hvarf hann út í skúr og kom svo með hlutinn eins og glænýjan til baka. Afi var alltaf mjög ákveðinn. Þrjóskari og þrautseigari manni hef ég varla kynnst. Að gefast upp var ekki til í orðaforða hans. Ef hann var búinn að ákveða eitthvað var ómögulegt að láta hann skipta um skoðun. Það sem hann taldi vera rétt var það eina rétta í stöðunni. Hann skellti sér til dæmis í að mála þakið á hús- inu þeirra á Ægissíðunni kominn vel yfir áttrætt. Sama á við með spilastokkinn hans, ég veit ekki hversu oft við gáfum honum nýjan spilastokk, afi notaði alltaf sama gamla stokkinn. Jafnvel þó ekki hafi sést lengur í tölurnar eða lit spil- anna hélt hann samt áfram að nota sama gamla stokkinn og leggja sama kapalinn. Afi var mjög góður, hjartahlýr og umhyggjusamur maður. Ég man þegar ég fann þrastarunga sem dottið hafði úr tré á Grenimelum. Um leið og ég fann hann, vissi ég upp á hár hver gæti bjargað honum. Ég fór með hann vafinn í klút beint heim til ömmu og afa á Ægissíðuna. Afa fannst þetta vera óttaleg vit- leysa í mér og sagði að ég hefði átt að skilja hann eftir. Stuttu seinna vorum við búin að búa til lítið rúm handa honum í eldhúsglugganum og skíra hann Sillu. Silla bjó í góðu yf- irlæti á Ægissíðunni. Afi fór oft á dag út í garð að tína handa henni ánamaðka og amma sá um að þrífa upp leifarnar eftir hana um allt eld- húsið. Silla bjó hjá ömmu og afa þar til hún var orðin fullfleyg og nógu stór til að geta bjargað sér sjálf. Þá fórum við upp í Heiðmörk og slepptum henni. Ég og Snorri bróðir minn erum einu barnabörn ömmu og afa. Þau hefðu þurft að eiga mun fleiri barnabörn svo þau gætu dreift allri sinni ást og umhyggju sem þau hafa veitt okkur systkinunum. Afi sýndi alltaf mjög mikinn áhuga á öllu sem við gerðum og spurði okkur spjör- unum úr um allt, hvort sem það voru áhugamálin, námið eða hvað eina sem við vorum að gera merki- legt á þeim punkti í lífinu. Þessu hélt hann áfram jafnvel þó hann lægi sárlasinn á spítalanum. Við vissum að við vorum augasteinarnir hans. Við fundum hve stoltur hann var af okkur og hversu vel honum fannst við standa okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Afi hafði legið lengi inn á sjúkra- húsi lasinn. Hann vissi hve veikur hann var orðinn og sagði oft að núna væri það bara biðin ein eftir. Seinustu vikurnar voru mjög erf- iðar, það tók á að fara í heimsókn til hans og horfa upp á hve illa honum leið svona sárkvöldum, sérstaklega síðustu dagana. Loksins er biðin hans á enda og ég veit að hann er kominn á betri stað þar sem tekið hefur verið vel á móti honum. Góði guð, verndaðu ömmu Fríðu og veittu henni styrk í sorginni. Fríða Björk. Mér er þungt um hjartarætur þegar ég kveð síðasta bróður minn. Þó að það sé gott að hann sé laus við kvalirnar er stórt skarð höggvið í fjölskylduna. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann frá langri ævi. Frá því að við vorum krakkar að leika okkur að kögglum og svo áfram þegar við vorum látin hjálpa til við þau störf sem við réðum við hverju sinni. Sækja kýrnar, færa á engjarnar, fara á milli. Það varð að nýta alla krafta til að afla heyja. Þegar bræður mínir Sigurður og Jón voru 8 og 9 ára var þeim sagt að ef þeir gætu slegið á 20 hestburði af heyi úti í Vondukeldu (það var skar- arkelda úti í hagmýri) þá fengju þeir lamb í félagi. Ég man vel þegar þeir voru að labba með orfin sín. En á 20 hestburði slógu þeir. Það þætti mikið vinnuálag á börn í dag, en eru þau nokkuð betur sett að sitja fyrir framan tölvur eða sjónvarp heilu dagana? Foreldrar okkar bjuggu á Fornusöndum undir Eyjafjöllum þar sem föðurafi og -amma höfðu búið og hún síðan með börnum sín- um eftir fráfall afa. Síðan tóku for- eldrar okkar við búinu. Sjór var alltaf sóttur út af söndunum þegar gaf á sjó seinnipart vetrar og á vor- in. Faðir okkar var með bát sem hann átti í félagi við aðra og var ekki eftirbátur annarra að stunda sjóinn. Kaupfélag Hallgeirseyjar hafði reist pakkhús á Gljábakkanum fram af Lambhúshóli og fékk vörur með skipi upp söndunum sem var síðan skipað upp og fluttar með hestvögn- um í pakkhúsið. Við krakkarnir vor- um ólöt við að fara í sandinn og þeg- ar Siggi var 4 ára tók pabbi hann með eina ferð út í skipið sem hér Borg. Skipsmönnum fannst mikið til um að fá svona lítinn mann í heimsókn og leystu hann út með gjöfum. Segja má að hann hafi byrj- aði snemma á sjónum og varð far- mennskan hans ævistarf. En árin liðu við störf og leik. Vorið 1931 fluttum við að Berjanesi í Landeyj- um. Ærnar voru ekki allar bornar og varð Siggi eftir til að hugsa um þær þá 12 ára. Gunnar nýi ábúand- inn dáðist mikið að samviskusem- inni í honum þegar hann var að fara á nóttunni til að líta eftir þeim. Þessi mikli dugnaður og áreiðan- leiki fylgdi honum alla tíð. Við Siggi hugsuðum um skepnurnar i 3 vetur þegar faðir okkar var við sjóróðra. Ég vann aldrei á ævinni með nein- um sem var eins gaman að vinna með. Þetta lifandi kapp að stoppa aldrei fyrr en búið var að gera það sem þurfti hverju sinni. En svo fór Siggi að fara á sjóinn og var um stundar sakir á vélbátum og 1942 var hann á Öldu frá Vestmanna- eyjum þegar mikið fárviðri skall á og fórust 2 bátar en Ölduna rak á land í Grindavík eftir miklar hrakn- ingar en mannbjörg varð. Siggi lauk síðan vélstjóraprófi og starfaði sem vélstjóri lengst af hjá Eimskip eða í 40 ár. Hann kom oft hingað austur þegar hann átti frí og spurði þá hvað væri bilað núna, sem ég er hrædd um að hafi oft komið sér vel og ég nú að leiðarlokum færi inni- legt þakklæti fyrir. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín systir, Pálína Guðjónsdóttir. Siggi frændi dáinn. Það er erfitt að trúa því þrátt fyrir löng og erfið veikindi. Siggi sýndi mikið þrek og skapfestu í baráttunni við illvígan sjúkdóm og kom það engum sem þekkti hann á óvart. Siggi frændi var í augum okkar æðri vera, stór og sterkur, fallegur, gjafmildur og umburðarlyndur. Þegar hann bjó um tíma á heimili foreldra okkar fylgdumst við daglega með skipaf- réttunum í útvarpinu því við ferð- uðumst með honum í huganum. Hvar væri hinn eða þessi Fossinn sem hann sigldi á hjá Eimskip – Boulogne, Rotterdam, Gdansk eða Halifax? Og svo þegar hann kom í land, þá upphófst veislan. Lyktin úr her- berginu hans angaði af blandi af vindlareyk og Wrigleys-tyggi- gúmmíi. Mackintosh-dósirnar voru risastórar. Og jólin, þá var alltaf byrjað á því að opna pakkann frá Sigga frænda sem var auðvitað stærsti pakkinn. Siggi frændi eign- aðist ekki börn sjálfur en það er víst að hann átti mikið í öllum systkinabörnunum og líka í systkinabarnabörnum. Alltaf, þegar hann var í landi, var opið hús í bílskúrnum hjá honum til að líta á bílana og vélhjólin hjá frændunum ef eitthvað bilaði. Heimili þeirra Hólmfríðar var ávallt opið og gestrisnin þeim með- fædd. Hólmfríður hefur staðið sig sem hetja í veikindum Sigga. Við sendum henni og fjölskyldu innileg- ustu samúðarkveðjur. Nína Gautadóttir, Skúli Gautason og börn. Sigurður Guðjónsson, fæddur á Fornu-Söndum undir Eyjafjöllum, hefur nú kvatt þennan heim. Siggi frændi, eins og við systkinin, börn Egils bróður Sigurðar, kölluðum hann alltaf, munum fyrst eftir hon- um þegar hann var á skipum Eim- skipafélagsins, að minnsta kosti við sem yngri erum. Þá birtist hann oft austur á Selfossi, alltaf með eitt- hvað gott í pokahorninu handa okk- ur systkinunum. Hann var eitthvað svo framandi í okkar litla heimi, stór, höfðinglegur, öðruvísi klæddur og alltaf góður við okkur krakkana. Seinna þegar við urðum eldri og við bræðurnir vorum í sveit í Berja- nesi munum við eftir honum þegar hann kom þar í sínum fríum og lag- aði allt sem þurfti að laga og meira til, því Siggi gat lagað allt og ég held að hann hafi stundað fyrir- byggjandi viðhald löngu áður en menn fóru að gera það almennt. Einu sinni þegar ég var í Berjanesi þá var Siggi að taka upp vatnsdæl- una sem var í kjallaranum og ég hékk yfir honum. Þá kom Palla frænka og vildi endilega láta mig gera eitthvað en Siggi tók það ekki í mál því ég væri að hjálpa honum. En ég man ekki eftir því að hafa gert nokkuð, en mikið var ég ánægður. Það var engin tilviljun að við fjór- ir af fimm bræðrum gerðumst sjó- menn um lengri eða skemmri tíma og þrír vélstjórar eins og Siggi, því við litum upp til hans og bárum fyr- ir honum mikla virðingu enda sótt- um við í að heimsækja hann þegar færi gafst. Þegar ég heimsótti Sigga fyrir nokkru á Landspítalann þá stiklaði hann á stóru. Siggi sagði mér frá því þegar hann var innan við tíu ára aldur og fór á sjó með pabba sínum. Þau bjuggu þá á Fornu-Söndum en pabbi hans var þá formaður á bátn- um. Sigga gekk vel að draga fisk og voru hásetarnir ánægðir með stubb- inn, hann var hörkuduglegur, gaf fullorðnum ekkert eftir og ekki skemmdi fyrir að aflinn hans skipt- ist jú á milli þeirra. Siggi byrjaði því sína sjómennsku snemma. Hann sagði mér frá því að þegar hann fór í Vélskólann þá vann hann og safn- aði fyrir öllu sínu námi sjálfur. Reri mikið á bátum frá Vestmannaeyj- um, s.s. tvílembingum (tveir bátar sem reru með eina síldarnót) og fleiri bátum sem hann var á. Hann var aldrei í vandræðum með að fá pláss. Sigga fannst hann hafa átt gott lífshlaup og mjög heppinn að hafa fengið að kynnast og búa með Fríðu því hún væri einstök kona, hún og dóttir hennar hefðu reynst sér ein- staklega vel. Siggi frændi er nú farinn á sjó annars staðar, annaðhvort á síld- arbát eða fraktara. Ef hann er ekki að því þá er hann örugglega að gera við eitthvað. En við systkinin gleymum Sigga aldrei, hann var okkur öllum mikil hvatning í lifanda lífi. Pálmi Egilsson. Nú er Siggi frændi fallinn frá og hugurinn hvarflar til baka aftur til æskuáranna. Við systkinin kölluð- um Sigurður Guðjónsson föðurbróð- ur okkar alltaf Sigga frænda. Hann var góður frændi sem reyndist okk- ur systkinunum vel á okkar upp- vaxtarárum. Hann var vélstjóri hjá Eimskip meirihluta af sinni starfsævi m.a. á Tröllafossi sem sigldi mest til Am- eríku. Þar keypti hann marga hluti fyrir okkur systkinin, leikföng, ávexti o.fl. sem ekki var til á Íslandi á þessum árum. Siggi frændi átti myndavél sem hann notaði óspart, tók myndir í út- löndum sem hann varpaði á vegg og sagði okkur frá framandi slóðum, eins tók hann myndir af systkina- börnum sínum, því eru margar skemmtilegar myndir til frá þessum árum. Þegar við systkinin vorum orðin níu þá kom hann með sjálfvirka þvottavél handa móður okkar og varð þetta algjör bylting í heimilis- haldinu. Siggi frændi var góða fyrirmynd fyrir okkur öll. Hann var reglusam- ur, snyrtilegur og alltaf að auka við þekkingu sína. Siggi frændi átti alltaf flotta ameríska bíla og bauð okkur oft í ferðalög sem var nú ekki ónýtt á þess árum. Eins fóru bræð- urnir með honum í siglingar til út- landa á þeim skipum sem hann var vélstjóri. Sigurður Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.