Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 22
ferðalög 22 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ M ontreal er önnur fjölmennasta frönskumælandi borg í heimi, að- eins París er fjöl- mennari. Mér reyndist vandalaust að gera mig skiljanlegan á ensku, enda eru flestir heimamanna jafn- vígir á ensku og frönsku. Montreal er ekki stór, samnefnd eyja er 50 km löng og 15 km þar sem hún er breiðust eða um 500 km² og íbúarnir eru tæpar 2 millj- ónir í borginni sjálfri, en alls býr á svæðinu eitthvað á fimmtu milljón. Almenningssamgöngur eru greið- ar, neðanjarðarlestir og stræt- isvagnar aka um eyjuna þvera og endilanga og leigubílar eru ódýrir á íslenskan mælikvarða. Hún sýnir sig líka vera suðupott ólíkra menningarheima, veitinga- staðir margir og fjölbreyttir og fyrir allar buddur. Gistingu má sömuleiðis fá fyrir fáeinar krónur í koju á farfuglaheimili þó einnig sé hægt að leigja sér hótelsvítu með öllum þægindum fyrir um 200 þús- und krónur nóttina – og svo auð- vitað allt þar á milli. Paradís fyrir kaupglaða Fyrir þá sem hafa gaman að versla er Montreal hreinasta para- dís, en vert er að leggja á minnið að uppgefið verð er yfirleitt án söluskatta til ríkisins, 7%, og til sveitarfélags, 7,5%, alls um 14,6% á flestri vöru og þjónustu, þó ekki allri, bækur bera t.d. 7% skatt og matur í verslunum engan (nema tilbúnir réttir). Þjórfé, (tips) er þá yfirleitt 15% á veitingastöðum (nema skyndibitastöðunum), bör- um og næturklúbbum og í leigubíl- um. Montreal er ákaflega græn borg og útivistarmöguleikarnir margir. Göngustígar í náttúrunni eru í kílómetravís og hjólastígar eru góðir. Miðpunkturinn er „fjallið“ sem borgin og eyjan draga nafn sitt af Mont Royal – eða Kon- unglega fjallið. Þangað upp er gott að fá sér göngutúr frá miðborginni – eða jafnvel fara í lautartúr í al- menningsgarðinum, Mont Royal Park, sem prýðir hlíðar fjallsins. Í skjóli trjánna og á flötunum eru borð og bekkir eru fyrir þá sem þess óska og fyrir þá sem kunna að njóta er ótölulegur fjöldi fugla og plantna sem ég kann engin deili á. Útsýnið er frábært og sést jafnt yfir miðbæinn með öllum sínum verslunum og veitingahúsum, sem og yfir ána og Monteregian- hæðirnar, náttúruperlu í nágrenn- inu. Hjólastígar eru um alla borg enda segir bandaríska tímaritið Bi- cycling Montreal vera bestu borg- ina fyrir hjólreiðar í Norður- Ameríku. Eitthvað við allra hæfi Montreal iðar af lífi – hvort sem maður er að leita að menningar- viðburðum, stórum hátíðum eða börum og veitingastöðum. Mont- real hefur þetta allt saman og frá því að rökkva tekur og fram undir morgun er líf og fjör á börum og veitingastöðum. Þannig má nefna að djasshátíðin í Montreal er haldin um mán- aðamót júní-júlí ár hvert og var haldin í 28. sinn í sumar, en hátíð- in er kostuð af Alcan og General Motors í Kanada. Í 11 daga og nætur fremja ríflega 2.500 tónlist- armenn hvaðanæva úr heiminum list sína. Einn allsherjar hræri- grautur á máli sem allir kunna: tónlist. Montreal er á tveimur hæðum. Neðanjarðar eru um 33 kílómetrar af göngustígum sem tengjast neðanjarðarlestum, strætisvögnum og járnbrautarlestum. Á degi hverjum flæða um 500.000 manns um þessa neðanjarðarborg. Þarna eru um 1.700 verslanir og versl- anamiðstöðvar, sumar margar hæðir. Þarna tengjast 400 leikhús, kvikmyndahús og önnur afþreying, hótel, veitingahús, söfn og þannig má áfram telja. Ef veðrið er leiðinlegt er óþarfi að fara út. Maður tekur lyftuna í hótelinu, eða fjölbýlishúsinu heima, niður í kjallara, ekur í neðanjarð- arlestinni að áfangastað og sömu leið til baka, með öllum innkaupum og heim aftur! Quebec-búar taka kaffi, að ekki sé minnst á espresso, af fullri al- vöru. Kaffihús eru órjúfanlegur hluti hverfanna í Montreal og iða af lífi. Kaffimaskínurnar eru auð- vitað í aðalhlutverki en staðirnir bjóða einnig upp á prýðilegar súp- ur, salöt og „croque-monsieurs“, að ekki sé minnst á „croissants“ og sætar kökur. Um helgar er yf- irleitt hægt að fá morgunverð fram yfir hádegi. Allt til útivistar Ég gekk í félag um daginn, eða öllu heldur kaupfélag, Mountain Equipment Coop nefnist það. Ég var búinn að skoða framboðið örlít- ið á Netinu, áður en ég mætti á staðinn. Þeir leggja ekkert upp úr innréttingum eða skrauti en þarna fæst allur útivistarfatnaður á hag- stæðu verði að mér finnst. Sjálfur var ég fyrst og fremst að leita að hjólafatnaði og fann nóg af honum. Félögum mínum heyrðist ég ætla að fara að kaupa mér jólaföt og biðu spennt að sjá varninginn. Ég á eftir að kaupa margt og mikið í þessu kaupfélagi. Póstverslunin okkar (ég er félagi!) er líka góð! esso@mbl.is Um 330 þúsund formúlu- áhugamenn alls staðar að úr heiminum streyma til Mont- real aðra helgina í júní ár hvert, en þá er F1 Grand Prix of Canada haldin á Gilles- Villeneuve-kappakstursbraut- inni. Hinir láta sér nægja að fylgjast með herlegheitunum á sjónvarpsskjánum heima í stofu, enda eru hótelin bókuð langt fram í tímann. Ég fékk að fara salíbunu á kappakstursbrautinni og ég sá menn líka hjóla þarna. Geri það næst. www.grandprix.ca Formúlan Vinalega heimsborgin Montreal Montreal er heimsborg eins og þær gerast bestar, enda á hún sér um 400 ára sögu og er blanda þess besta frá Norður-Ameríku og Evrópu. Stefán Ólafs- son upplifði Montreal sem suðupott ólíkra menningarheima. Mannlíf í Montreal Götur og torg í þessari skemmtilegu kanadísku borg hreinlega iða af mannlífi á góðviðrisdegi. Auðveld yfirferðar Það er ákaflega auðvelt að komast um í Montreal, gangandi, á línuskautum eða á hjóli, sem og með neðanjarðarlestinni. Leikgleði Heimamenn bregða á leik fyrir ferðalanginn. Á vef upplýsingaskrifstofu ferða- mála, www.tourisme-montreal-org er hafsjór upplýsinga um borgina og þar finnur maður einnig lista yfir óteljandi hátíðir og atburði ár- ið um kring. www.montrealjazzfest.com Mountain Equipment Coop Montreal Central, 8989, boulev- ard de l’Acadie. www.mec.ca Reuters Suðupottur þjóðanna Uppruni íbúanna er margvíslegur og menn leggja mikla rækt við uppruna sinn og flagga honum óspart, samanber Vestur-Íslendingana. Þetta end- urspeglast í veitingahúsaflórunni. Fyrsta spurningin er því hvað viltu borða? Viltu mat frá Asíu, Afríku, Evrópu eða Ameríku, og þá hvaðan í þessum álfum. Algengt verð á réttunum er 500 til 1.500 krónur, auk drykkjarfanga og söluskatta. House of Jazz, 2060, Aylmer Street. Afbragðs úrval suðurríkjarétta, súp- ur, salat, smáréttir, kjúklingaréttir, rif og steikur, svo fátt eitt sé talið sem hægt er að neyta meðan hlýtt er á ljúfan djass. Verð réttanna er frá 4 og upp í 19 dali, svo kvöldið verður ljúft. www.houseofjazz.ca Restaurant et Taverne Magnan 2602, rue St. Patrick. Roast beef, lax og humar, vænar steikur og rif af grillinu. Verðið fer eftir stærð steikarinnar. 170 g roast beef kostaði 14,45 dali og 566 g kostuðu 35,95 dali, þegar ég leit þar inn. www. magnanresto.com Les Beaux Jeudis, 1449, Crescent Street. Klassískur franskur matseðill, steik tartare, lambalæri Provençale og piparsteik flamberuð við borðið. Verð á aðalréttum er 20 til 45 dalir. www.thursdaysbar.com Globe, 3455, Boulevard Saint-Laurent. Matseðillinn er ákaflega ferskur og ræðst af því hráefni sem er í boði hverju sinni. Verð á aðalréttum er frá 50 dölum og á forréttum frá 15 dölum. Það er vissara að panta því stað- urinn er ákaflega vinsæll en afgreiðslan er ljúf og fagmannleg. www.restaurantglobe.com Restaurant de l’Institut, 3535, Saint-Denis Street. Einstök reynsla fyrir bragðlaukana þar sem kokkar og prófessorar Institut de tourisme et d’hô- tellerie de Quebec leiðbeina snillingum framtíðarinnar. Verð á aðalréttum er frá 50 dölum og á forréttum frá 15 dölum. www.ithq.qc.ca Briskets, 1093, Beaver Hall Hill. Sérhæfir sig í reyktu kjöti sem borið er fram í einskonar samloku. Afgreiðslan er hröð og verðið innan við 20 dali. info@briskets.ca Komdu með vínið með þér Þar sem vínveitingaleyfi er afar dýrt í Kanada hafa sumir veitingamenn kosið að halda matarverðinu í hófi og bjóða gestum að koma sjálfir með vínið með matnum. Skilti í glugga gefa til kynna hvort vín sé selt eða hvort gestir geti haft það með sér (Apportez votre vin).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.