Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Kristin Benediktsson
FÉLAGARNIR í útskurðarfélaginu Einstakir láta
ekki deigan síga því nú eru þeir að leggja lokahönd á
samsetningu á mótorhjóli sem þeir hafa skorið út í
tré og ætla að sýna á List- og handverkshátíðinni
2007 við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um næstu helgi
og á Ljósanótt í Reykjanesbæ í byrjun næsta mán-
aðar. Hjólið sem er skorið út í 17 mismunandi harð-
viðartegundir er eftirlíking af þýska hermannamót-
orhjólinu Ural sem Þjóðverjar notuðu í seinni
heimsstyrjöldinni.
Nálægt þrjú þúsund vinnustundir
hafa farið í verkið
Þeir félagar Gunnar Örn Sigurðsson, Þórarinn Sig-
valdason, Jón Adolf Steinólfsson, Stefán Ívar Ívarsson
og Örvar Franz Ægisson ásamt Steinþóri Stefánssyni,
sem vantar á myndina, hafa eytt ófáum stundum við
gerð hjólsins en hver og einn fékk með sér smáhluti í
heimavinnu og síðan var komið saman á vinnustofu
hópsins þar sem samsetningin fór fram. Byrjað var á
verkinu fyrir tæpu ári en unnið með hléum í frí-
stundum og lætur nærri að 3 þúsund tímar séu þegar
farnir í verkið sem ekki er mælt í peningum heldur
ánægju. Þeir urðu þekktir af svipuðu uppátæki á síð-
asta ári en þá sýndu þeir risagítar af Fendergerð fyr-
ir norðan sem Jón Ólafsson tónlistarmaður keypti af
þeim og gaf til Rokksafnsins í Reykjanesbæ á Ljósa-
nótt síðastliðið haust. Gítarar eru þeim ofarlega í
huga því hægra megin má sjá alvörugítara sem
Gunnar og Jón Adolf hafa smíðað.
Mótorhjólið verður til sölu á sýningunni fyrir norð-
an auk þess sem efnt verður til verðlaunagetraunar
þar sem spurt verður um heiti viðartegundanna í
hjólinu.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktss
Mótorhjól úr sautján
harðviðartegundum
TEKIST hefur samkomulag milli
Ólafsfells ehf., félags í eigu Björgólfs
Guðmundssonar, og Máls og menn-
ingar - Heimskringlu ehf. um kaup
þeirra síðarnefndu á allri almennri
bókaútgáfu Eddu útgáfu hf. Kaup-
verð verður ekki gefið upp. Jafn-
framt hefur verið ákveðið að bóka-
klúbbar Eddu verði sjálfstæð
rekstrareining í eigu Ólafsfells.
Bækur Eddu útgáfu hafa verið
gefnar út undir merkjum Máls og
menningar, Vöku-Helgafells, Iðunn-
ar, Forlagsins og Almenna bóka-
félagsins. Auk þess hefur félagið ver-
ið öflugt í kortaútgáfu og rekið
Réttindastofu sem komið hefur á
ótalmörgum samningum um útgáfu
á íslenskum skáldverkum erlendis.
Velta almennu bókaútgáfunnar var á
síðasta ári um 950 milljónir.
Árni Einarsson verður forstjóri
útgáfunnar.
Bókaklúbbar Eddu hafa um skeið
verið reknir sem sjálfstæð eining
innan Eddu og hefur verið stöðugur
vöxtur hjá klúbbunum og félaga-
fjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 2002.
Velta bókaklúbbanna á síðasta ári
nam 370 milljónum króna.
Kristinn Arnarson sem stýrt hef-
ur bókaklúbbum Eddu um árabil
mun stýra því félagi.
Áætlað er að formlegur aðskiln-
aður félaganna verði þann 1. október
nk. Allt núverandi starfsfólk Eddu
mun fá störf hjá hinum nýju fé-
lögum.
Bókaútgáfa
Eddu seld
Borgarnes | „Helst hefði ég nú viljað
byrja strax í hinu nýja glæsilega
skólahúsi,“ segir Ársæll Guð-
mundsson, skólameistari Mennta-
skóla Borgarfjarðar, „en nú hefur
verið tekin ákvörðun um að skóla-
hald hefjist þar ekki eins og ráð var
fyrir gert, einfaldlega vegna þess
að húsið er ekki tilbúið“.
Menntaskólinn verður settur 22.
ágúst nk. og var í upphafi gert ráð
fyrir því að allt skólahúsið yrði þá
tilbúið. Nú er ljóst að svo verður
ekki og tók skólameistari ákvörðun
í samráði við stjórn og bygginga-
og framkvæmdanefnd, um að skóla-
hald færi ekki inn í nýtt hús fyrr en
iðnaðarmenn væru búnir að ganga
endanlega frá kennsluálmunni. Í
maí 2007 gerði endurskoðuð áætlun
ráð fyrir að skólahald hæfist í nýja
húsinu, en aðeins í kennslu- og
stjórnunarálmu. Í júlí var orðið
ljóst að það markmið næðist ekki
og var þá ráðist í að breyta neðri
hæð Safnahússins. „Safnahúsið
hentar ágætlega en þar er verið að
innrétta aðstöðu á neðri hæðinni.
Það er rúmt og auðvelt að breyta
því til að mæta kröfum og miðað við
umfang bjargast því skólahald
ágætlega til að byrja með,“ segir
Ársæll.
60 nemendur skráðir
Um 60 nemendur eru skráðir við
skólann, þar af 50 í fullu námi og
eru það fleiri en reiknað var með.
Ársæll segist þó ekki loka á neinar
umsóknir enn og er búinn að ráða
allt starfsfólk, um 10 manns. „Við
höfum fengið nemendur á öllum
aldri, krakka sem enn eru í grunn-
skóla en hafa lokið samræmdum
prófum, sem og fullorðið fólk. Í
skólanum verða engin hefðbundin
annarlokapróf heldur námsmat all-
an tímann, sem við köllum leiðsagn-
armat. Allir nemendur fá lánaðar
fartölvur til að nota við námið.“
Við skólann verða þrjár náms-
brautir auk starfsbrautar og eru
viðræður í gangi um samstarf við
háskólana í héraðinu. Ársæll segist
reikna með að verða í Safnahúsinu
fram í miðjan desember en þá verði
flutt í nýja húsið. Það er Sólfell sem
sér um að breyta neðri hæð Safna-
hússins í skólastofur og eru smiðir
önnum kafnir við verkið þessa dag-
ana því húsnæðið á að vera tilbúið
fyrir næstu helgi.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Smíðar Hannes Heiðarsson og Tom Bialonczyk, smiðir hjá Sólfelli, láta
ekki sitt eftir liggja í Safnahúsinu en þar er unnið öllum stundum til að
Menntaskólinn geti hafist á réttum tíma.
Skólahald hefst
í Safnahúsinu
Bráðabirgðalausn á haustönn hjá
Menntaskóla Borgarfjarðar