Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 39
Of þung drottning.
Norður
♠ÁG2
♥ÁKDG5
♦Á1073
♣9
Vestur Austur
♠7 ♠K98
♥9732 ♥10
♦K9864 ♦D52
♣1087 ♣ÁKG632
Suður
♠D108543
♥864
♦G
♣D54
Suður spilar 5♠.
Skýringin á þessum „ónáttúrulega“
samningi liggur í því að suður vakti á
veikum tveimur í spaða og norður
freistaðist til að spyrja um lykilspil í
slemmuleit. En suður átti ekkert
slíkt og þá var bara að vona að spilið
þyldi fimmta þrepið.
Vestur hitti á gott útspil eða
hjarta. Sagnhafi óttaðist skiljanlega
stungu og spilaði því spaðaás og
meiri spaða, sem austur tók með
kóng og velti fyrir sér framhaldinu.
Komst svo réttilega að þeirri niður-
stöðu að eina von varnarinnar fælist í
því að koma vestri inn á lauf til að
spila hjarta. Austur lokaði því aug-
unum og spilaði litlu laufi undan ÁK.
Þegar hann opnaði augun aftur, hafði
vestur tekið slaginn á lauftíu. Eins og
oft vill verða í slíkum stöðum, reynd-
ist laufdrottningin of þungt spil fyrir
sagnhafa.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 39
Krossgáta
Lárétt | 1 flakkari, 8 hár-
flóki, 9 rýja, 10 skaut,
11 þrátta, 13 sár, 15 karl-
dýrs, 18 dreng, 21 hreysi,
22 lyktir, 23 hófdýr,
24 taugatitringur.
Lóðrétt | 2 lætur höggin
dynja á, 3 dorga, 4 planta,
5 fiskum, 6 rekald, 7 at,
12 smávegis ýtni,
14 blóm, 15 slydduveður,
16 rotni, 17 lásar, 18 gafl,
19 hlupu, 20 umgerð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fætur, 4 fegin, 7 ólíft, 8 ódæði, 9 tóm, 11 afla,
13 haka, 14 græða, 15 görn, 17 flóa, 20 eir, 22 öskur,
23 orðan, 24 garða, 25 sonur.
Lóðrétt: 1 fjóla, 2 trítl, 3 rótt, 4 fróm, 5 glæta, 6 neita,
10 ólæti, 12 agn, 13 haf, 15 glögg, 16 rakur, 18 lúðan,
19 agnar, 20 erta, 21 roks.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Pláneturnar hvetja þig til að
víkka út ímyndunaraflið, athyglisgáfuna
og minnið. Þú þarft þess ekki til að rétt
lifa af en til að blómstra er það nauð-
syn.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú reynir að læra af meistaranum
en best er að gera hlutina bara sjálfur.
En mundu að einbeita þér einungis að
því sem þú hefur áhuga á.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefur yndi af því að reyna
fyrir þér á nýjum sviðum. Nú ertu að
vinna án þess að vita hverju útkoman á
að líkjast. Svona verða snillingar til.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Kíkirinn þinn er vanstilltur en
þú ert samt trúr sýn þinni. Sérviska þín
er mjög svo aðlaðandi fyrir þá sem geta
samsamað sig henni og skilið.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þvert á það sem margir ættingjar
þínir vilja halda fram, er ekki sjálfs-
elska að lifa lífinu eins og maður vill.
Hver fyrir sig er þitt mottó.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þér finnst lítið gerast í kringum
þig og saknar umtals. En símtalið lang-
þráða kemur í kvöld og þú ert aftur á
réttri leið.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú þráir hluti sem eru svo ónauð-
synlegir að þegar öllu er á botninn
hvolft, felst fegurð þeirra í því. Ef þú
vildir bara hagnýta hluti myndi þér
mjög svo leiðast.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þegar maður fær eitthvað
lánað, ætlar maður að skila því. Annars
er maður þjófur. Segðu það sem þér
finnst. Leyfðu þjófnum að bæta sig.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú vilt frekar vera skilinn
út undan en að finnast þú fastur. Flýðu
frá kæfandi fólki og fyrirtækjum.
Kannski að flóttinn reynist sannur inn-
blástur.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er á meðan bið stendur –
í röð, í umferð eða milli stefnumóta –
sem þú skynjar guðdómleika þessa
dags. Drekktu í þig litina, villta og
breytilega.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þegar lífið fer út af sporinu,
skaltu ekki álíta að þú eigir það skilið
og taka því þegjandi. Fyndu út hvað er
virkilega að. Hefurðu heyrt um karma?
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Pældu í þessari róttæku hug-
mynd: Hugsaðu um sjálfan þig áður en
þú hugar að þörfum annarra. Árangur-
inn verður líka róttækur: Gleði í hjarta.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 e5 7. Rf3 Rbd7 8.
a4 Be7 9. Bc4 Da5 10. De2 b5 11. Bb3
Bb7 12. Bd2 b4 13. Ra2 Rxe4 14.
Bxb4 Dd8 15. O-O-O O-O 16. fxe5
dxe5 17. Rxe5 Bxb4 18. Rxd7 Dg5+
19. Kb1 Rd2+ 20. Hxd2 Dxd2 21.
Dxd2 Bxd2 22. Rxf8 Kxf8 23. Hf1 f6
24. Hd1 Hd8 25. Rb4 Bxg2 26. Rxa6
Bf3 27. Hg1 Hc8 28. c3 f5 29. Hf1 Bg4
30. Kc2 Be3
Staðan kom upp á Politiken Cup
sem lauk fyrir skömmu í Kaupmanna-
höfn. Stórmeistarinn Þröstur Þór-
hallsson (2461) hafði hvítt gegn Þjóð-
verjanum Patrick Zelbel (2195). 31.
h3! Bxh3 32. Hf3 Bg2 33. Hxe3 og
svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
1 Þekktur leikstjóri mun hugsanlega leikstýra kvikmyndeftir skáldsögunni Slóð fiðrildanna. Hver er hann?
2 Íslenskir stórmeistarar í skák eru orðnir 13 talsins.Hver var fyrstur til að fá þessa nafnbót?
3Meiðslasaga landsliðsmanns í handknattleik lengist oglengist. Hver er hann?
4 Tvær miklar hátíðir verða haldnar um næstu helgi. Hvaðheita þær?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Iðnaðarráðherra hefur
ákveðið að framkvæmd
virkjunar í Seyðisfirði
verði skoðuð. Hvað heitir
virkjunin? Svar: Fjarðarár-
virkjun. 2. Íslenskur skák-
maður náði um helgina
stórmeistaranafnbót.
Hvað heitir hann?
Svar: Héðinn Stein-
grímsson. 3. Þekkt söngkona frá fyrri tíð söng með Stuðmönn-
um í Laugardal á sunnudaginn. Hvað heitir hún? Svar: Shady
Owens. 4. Hið árlega golfmót „Einvígið á Nesinu“ fór fram um
helgina. Hver sigraði í mótinu? Svar: Sigurpáll Geir Sveinsson.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson,
FRÉTTIR
ÁRLEG Hólahátíð verður haldin í
Hjaltadal dagana 10.–12. ágúst
Hólahátíð hefst að kvöldi föstu-
dagsins 10. ágúst kl. 20 með mál-
stofu í Auðunarstofu þar sem skoðuð
verður saga prentlistar á Íslandi frá
fagurfræðilegu sjónarmiði. Umsjón
með dagskránni hefur Guðmundur
Oddur Magnússon, prófessor við
Listaháskóla Íslands.
Á laugardeginum verður fjöl-
breytt dagskrá. Pílagrímaganga
verður frá Svarfaðardal að Hólum
um Heljardalsheiði. Boðið verður
uppá sætaferðir frá Hólum kl. 7, en
gangan hefst frá Atlastöðum í Svarf-
aðardal kl. 9. Skráning er á malfrid-
ur@holar.is. Dagurinn á Hólum
hefst kl. 9 með morgunbæn í Hóla-
dómkirkju. Eftir hádegi kl. 13 verð-
ur helgiganga í Gvendarskál þar
sem vígslubiskup, Jón Aðalsteinn
Baldvinsson, syngur stutta messu
við altari Guðmundar góða og dr.
Einar Sigurbjörnsson flytur hug-
vekju. Sú nýbreytni verður að halda
fótboltamót Hólahátíðar, þar er gert
ráð fyrir fimm manna liðum sem
keppa sín á milli, og hefst mótið við
Grunnskólann á Hólum kl. 14.
Skráning er hjá Árna Gísla Bryn-
leifssyni í síma 847 0563. Klukkan 18
verður tekið á móti pílagrímum í
dómkirkjunni. Um kvöldið kl. 20
verður grillað í ,,Lautinni“ ef veður
leyfir.
Sunnudagurinn hefst í Hóladóm-
kirkju með morgunbæn kl. 9 og
klukkan 11 verður athöfn við Auð-
unarstofu. Afhent verður gjöf úr
minningarsjóði sr. Ragnars Fjalars
Lárussonar, margmiðlunarbúnaður
til kynningar á ,,Hólabókunum“,
fornprentinu sem ríkisstjórnin af-
henti Hóladómkirkju í fyrra í tilefni
900 ára afmælis Hólastaðar. Hátíð-
armessa hefst í Hóladómkirkju kl.
14 þar sem Ólafur Skúlason biskup
prédikar. Vígslubiskup þjónar fyrir
altari ásamt sóknarpresti og prófasti
Skagafjarðarprófastsdæmis. Organ-
isti verður Jón Bjarnason, hátíðar-
kór syngur og einsöngvari er Hall-
veig Rúnarsdóttir. Kirkjukaffi í boði
Hólanefndar.
Hátíðarsamkoma verður í dóm-
kirkjunni kl. 16.30. Hátíðarræðu
flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra. Skáld Hólahátíð-
ar, Þóra Jónsdóttir, flytur ljóð. Jón
Bjarnason leikur á orgel og Hallveig
Rúnarsdóttir syngur.
Hólahátíð haldin um helgina
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig