Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 18
|fimmtudagur|9. 8. 2007| mbl.is „Saumaverkefnin sem ég fæ til mín hér í sjónvarpinu eru skemmtilega margvísleg. Ég sauma til dæmis klæði á Spaugstofukarlana og ég tek þátt í að búa til brúður fyrir Ára- mótaskaupið. Stundin okkar þarf líka að láta gera ýmislegt fyrir sig hér á saumastofunni og það er oft tengt ævintýraheimum. En vissulega var miklu meira að gera hjá mér hér áður þegar meira var um leikið íslenskt sjónvarpsefni,“ segir Ingibjörg Jóns- dóttir sem hefur saumað fyrir Rík- issjónvarpið í tuttugu og fjögur ár. „Ég er ein hérna en fæ aðstoðar- manneskjur þegar stór verkefni eru framundan. Ef það er til dæmis leik- rit þá er tekið mál af hverjum og ein- um og saumað frá grunni, en ég er nú farin að kunna á stærðirnar hjá strákunum í Spaugstofunni og þarf ekkert að taka mál af þeim, þó þeir vaxi sumir fram og til baka.“ Mamma lét hana rekja upp Ingibjörg segir að jólaleikritin, sem voru árlegur viðburður áður fyrr, hafi krafist þó nokkurs sauma- skapar. „Mér er sérstaklega minn- isstætt leikritið Þið munið hann Jör- und, það var svo skemmtilegt verkefni og það var gaman að sauma búninga á leikarana.“ Ingibjörg er saumakona af Guðs náð sem lærði mikið af móður sinni sem var mikil saumakona. „Hún venti klæðum og bjó til nýtt úr gömlu. Þegar ég kom með handa- vinnuna mína heim úr skólanum þeg- ar ég var krakki, þá var mamma vön að láta mig rekja upp ef hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera. Hún lagði mikið upp úr því að allt væri vel gert. Fyrir vikið er ég mjög þolinmóð enn þann dag í dag ef ég þarf að rekja eitthvað upp. Faðir minn vann hjá hernum og starfaði eitt ár á Horna- firði, þá var ég níu ára gömul og við bjuggum þetta ár í Nesjasveitinni. Þar lærði ég að prjóna útprjónaða vettlinga og ég man enn mjög vel hversu erfitt það var fyrir mína ungu fingur.“ Ingibjörg lærði líka saum í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur þar sem hún settist á skólabekk ung kona og hún saumaði allt á börnin sín þegar þau voru lítil. „En ég byrjaði að vinna hjá Sjón- varpinu fyrir algjöra tilviljun. Ég var heimavinnandi húsmóðir þegar kunningjakona mín sem vann á saumastofu sjónvarpsins bað mig um að aðstoða sig við eitt verkefni. Ég hef verið hér síðan,“ segir Ingibjörg og bætir við að aðstaðan í Efstaleit- inu sé allt önnur en hún var á Lauga- veginum í gamla Sjónvarpshúsinu. „Þar var þröngt og aðeins lítil gluggabora á saumastofunni og inn um hana barst mengun frá umferð- inni.“ Verðlaun fyrir frumlegheit Ingibjörg vinnur í samráði við þá sem sjá um leikmyndir því allt þarf að hljóma saman og ýmsa tæknilega hluti þarf að hafa í huga þegar saum- aðar eru flíkur fyrir sjónvarpsefni. „Stundum er sjónvarpsefni tekið upp í því sem kallað er króma, en það er flötur sem varpað er myndum inn á og er þá bakgrunnur. Ef flöturinn er til dæmis blár, þá má engin flík vera blá sem leikararnir klæðast, því þá hverfur hún.“ Ingibjörg hefur þróað og hannað sérstaka vettlinga fyrir hestamenn sem eru belgvettlingar með þremur þumlum og flísefni að innanverðu. „Ég set leður þar sem taumnum er haldið, það gefur betra grip og þeir slitna ekki eins fljótt. Vinkona mín hér í sjónvarpinu er mikil hestakona og henni hafa dugað tvö pör af svona vettlingum síðustu sex árin. Hún hugsar líka vel um þá og eltir leðrið svolítið eftir þvott. Einnig er gott að bera leðurfeiti á leðrið svo það harðni ekki.“ Ingibjörg hefur líka gert vettlinga sem eru sérhannaðir fyrir skot- veiðimenn og hún fékk verðlaun fyrir frumlegheitin þegar hún sendi hesta- vettlinga og byssuvettlinga í vett- lingakeppni hjá Þingborg. Kann málin á Spaugstofumönnum Morgunblaðið/Frikki Hún saumar klæðin fín á Spaugstofumenn og töfrar fram sérhannaða vettlinga fyrir hestafólk. Kristín Heiða Krist- insdóttir heimsótti völ- undinn Ingibjörgu Jóns- dóttur á saumastofu Sjónvarpsins. Fyrir hestamenn Þessa vettlinga prjónar Ingibjörg úr norsku lopa- bandi. Áhugasamir um hestavettlingana hennar Ingibjargar geta hringt í hana í síma: 892-7806. Mamma með brúðurnar sínar Stjórnmálamenn, Nenni níski og Siggi sæti eru meðal þeirra brúða sem Ingibjörg hefur átt þátt í að gera. Spáð er gosi við Upptyppinga,eins og fram kom í Vísnahorninu í gær, og af því tilefni yrkir Davíð Hjálmar Haraldsson: Margir líkt og brunnin blys bæla skanka lina. Við Upptyppinga er þó ris og öflug skjálftahrina. Jón Arnljótsson orti þegar hann heyrði Ásbjörn í Djúpuvík segja í sjónvarpsþættinum Willtir Westfirðir að síðasta fíflið á Íslandi væri ekki fætt: Ekki er síðasta fíflið fætt, þau fæðast á hverju ári. Því er betra að þess sé gætt, að þetta er ættgengur fjári. Á vísindavefnum má finna svar við spurningunni: „Hvað er hestur?“ Hallmundur Kristinsson furðar sig á því: Mér hefur orðið minnisbrestur; man ekki lengur hvað er hestur. Dettur í hug þegar góðs er getið: gott er að hafa internetið! pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af gosi og fíflum ÞAÐ er óneitanlega nokkuð sérstakt höfuðfatið sem fyrirsætan Abigail Rosenthal ber á þessari mynd. Hatturinn, sem var hannaður af Kate Hartman, nefnist muldurhattur eða „muttering hat“, og er ætlað að vera einskonar könnun á því hvernig það væri að lofa hljóðunum sem fylgja hugsanaferlinu og færast yfir í fast form. Hatturinn var meðal muna á tískusýningu á SIGGRAPH-sýningunni í San Diego í Kaliforníu, en sýningin er ætluð áhugafólki um tölvu- grafík. Reuters Frá hugsun yfir í fast form daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.