Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 13
ERLENT
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
REGNTÍMABILIÐ hefur staðið í
tvær vikur í Suður-Asíu, hundruð
manna liggja í valnum og milljónir
hafa þurft að flýja heimili sín í Ind-
landi, Bangladess og Nepal. Tekið er
nú að draga úr flóðum, en enn búa
íbúarnir við umtalsverða neyð.
Sameinuðu þjóðirnar og breska
góðgerðafélagið Oxfam fullyrða að
enn vanti tugi milljóna til þess að
líkna megi þeim 28 milljónum manns
sem flúið hafa heimili sín. AFP-
fréttastofan fullyrðir að um 40% af
Bangladess hafi horfið undir vatn í
hamförunum undanfarið og í Ind-
landi er 1,1 milljón hektara af rækt-
arlandi á kafi.
Sótthætta yfirvofandi
Flest vatnsból á flóðasvæðunum
eru ýmist menguð eða hefur flætt í
kaf. Heilbrigðisstarfsmenn vinna nú
að því að sótthreinsa brunna og deila
klórtöflum til þess að setja út í
drykkjarvatn til almennings.
Með skánandi veðri er hægara að
veita neyðaraðstoð, en víða, t.d. í
Nepal, mun vera mjög erfitt að sinna
henni, því vegir sem voru slæmir fyr-
ir hamfarirnar hafa ekki batnað við
vætuna.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
(WHO) og Unicef vara við því að
kyrrstætt flóðavatnið sé gróðrarstía
fyrir fjölda banvænna sýkla á borð
við malaríu, mjógyrmasýki og hita-
beltishitasótt. Neyðarástand er því
yfirvofandi. Börn eru sérstaklega við-
kvæm fyrir slíkum sýkingum, en um
40% íbúanna á flóðasvæðunum eru á
barnsaldri.
Sjúkrahús í Bangladess sögðu
mörg þúsund manns leggjast inn
vegna sjúkdóma sprottinna úr flóða-
vatninu á hverjum sólarhring.
Það eykur enn á sýkingarhættuna
að örðugt er að standa fyrir útförum
þeirra sem látist hafa í hamförunum -
hindúar brenna lík ástvina sinna en
þurr viður er óvíða fáanlegur. Þeir
sem jarða ættingja sína eiga ekki
margra betri kosta völ - AFP-frétta-
stofan hefur það eftir indverskum
viðmælendum sínum að nýgrafin lík í
grafreitum séu tekin að flosna upp og
fljóti á brott á öldum flóðanna.
Þúsundir hafa lagst inn á sjúkra-
hús síðustu daga. Öndunarerfiðleik-
ar, niðurgangur, lifrarbólga, húð- og
augnsjúkdómar eru á meðal þess sem
hrjáir fólkið. „Við sinnum sjúklingum
alls staðar þar sem er gólfpláss á spít-
alanum,“ sagði indverskur læknir í
samtali við AFP-fréttastofuna.
Mikil neyð í Asíu í kjölfar flóða
AP
Þjáningasystkin Indverjar sem urðu fyrir barðinu á flóðunum bíða í röð eftir læknisaðstoð á Norður-Indlandi.
Vatns- og matarskortur hrjáir fólk sem hefur neyðst til að flýja heimili sín og viðbúið er
að ýmsar veirur kvikni í alltumlykjandi flóðavatninu og sjúkdómar taki að herja á íbúana
Í HNOTSKURN
»Um 1900 manns hafa látistvegna flóðanna í Suður-Asíu
síðan í júní.
»28 milljónir manna hafa flúiðheimili sín.
»Eitt fátækusta hérað Ind-lands, Bihar, varð illa úti og
hefur beðið stjórnvöld um 2 millj
tonn af mat til neyðaraðstoðar,
en 2 milljónir manna hafast þar
enn við undir berum himni.
ÓGNVÆNLEG stækkun samfélaga
á Netinu sem hvetja til lystarstols
og lotugræðgi hefur vakið athygli að
undanförnu. Á vef BBC kemur fram
að í netsamfélögunum MySpace og
Facebook hafa svokallaðir „pro-ana/
mia“ hópar eða „með-lystarstoli/
lotugræðgi“ hópar sem hvetja til át-
röskunarsjúkdóma, stofnað svæði og
stækkar félagsskapurinn óðum á
vefsvæðunum og hefur nú þúsundir
notenda.
Síðurnar eru eins og stuðnings-
félagsskapur, stúlkurnar bera sam-
an reynslu sína, hvetja hver aðra og
gefa hver annarri „góð ráð“, nema
stuðningurinn snýst um að halda át-
röskuninni gangandi í stað þess að
berjast á móti. Á síðunum er oftar en
ekki yfirlýsing um að átröskun sé
lífsstíll og sjúdómurinn settur fram
sem tískubóla. Staðreyndin er sú að
átraskanir eru afar hættulegir geð-
sjúkdómar og rannsóknir sýna að
um 20% þeirra sem þjást af alvar-
legri átröskun eru í mikilli lífshættu.
Ekki talið skaðlegt efni
Á bæði MySpace og Facebook eru
reglur sem banna birtingu skaðlegs
efnis. Talsmaður MySpace sagði í
viðtali við BBC að yfirleitt væri erf-
itt að vita hvort um væri að ræða
stuðningshópa eða „pro-ana/mia“
hópa. Í stað þess að ritskoða síður
þeirra hefði verið ákveðið að beina
auglýsingum um hjálparúrræði að
fyrrnefndum síðum.
Hvatt til lystarstols á
Myspace og FacebookKAÞÓLSKUR prestur í Colorado
hefur það fyrir vana að skokka
hring á hlaupabraut á skólasvæði í
grennd við heimili sitt en ekki eru
allir sáttir því presturinn hleypur
án fata. Hann segist svitna mikið
og hafa haldið að enginn væri á
ferli svona snemma morguns.
Presturinn verður líklega kærður
fyrir ósæmilega hegðun á al-
mannafæri og ef hann verður
dæmdur fer hann á lista yfir kyn-
ferðisafbrotamenn.
Kærður fyrir
nektarhlaup
KÍNVERSKI Baji-höfrungurinn er
talinn útdauður. Hópur vísinda-
manna frá Kína, Japan og Banda-
ríkjunum fór í sex vikna leiðangur í
fyrra til þess að leita að hinum
hvíta ferskvatnshöfrungi en án ár-
angurs. Talið er að mengun, ólög-
legar veiðar og mikil flutninga-
umferð hafi gert náttúrulegt
umhverfi höfrungsins honum
óbyggilegt. Er þetta fyrsta spen-
dýrið sem hverfur úr dýraríkinu í
rúmlega 50 ár.
Kínverskur höfr-
ungur útdauður
Öflugur jarðskjálfti skók Indónesíu
um fimmleytið í gær og mældist
hann 7,5 á Ricther-kvarða. Engar
skemmdir né slys á fólki hafa verið
tilkynntar en skjálftinn varð um 100
km austur af Jakarta, höfuðborg
Indónesíu. Íbúar borgarinnar sögðu
byggingar hafa skolfið ógnvænlega.
Ekki er talin hætta á flóðbylgju í
kjölfar skjálftans.
Byggingar
skulfu í Jakarta
Bagdad. AP. AFP. | Mikil hátíð Sjía
múslíma stendur fyrir dyrum í Bag-
dad. Þúsundir múslíma þyrpast til
hinnar stríðshrjáðu borgar til þess
að minnast eins af höfuðklerkum
þeirra, Imam Moussa ibn Jaafar al-
Kadhim, sem lést árið 799. Nokkurs
titrings gætir í Bagdad vegna
þessa, m.a. var í gær sett þriggja
daga langt bann við bílaumferð í
borginni til þess að gera hryðju-
verkamönnum erfiðara fyrir að ráð-
ast gegn mannþrönginni með bíla-
sprengjum.
Fyrir tveimur árum létust að
minnsta kosti tæplega þúsund þátt-
takendur í sambærilegri hátíð þeg-
ar grunur um návist sprengju
kviknaði í mannþrönginni og upp-
hófst mikill ruðningur þar sem
fjöldi manna tróðst undir.
Búist er við að ríflega milljón
manna muni flykkjast að helgidómi
klerksins í dag.
Trúarhátíð í Bagdad
Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda.
VELDU ÍSLENSKAR TRJÁPLÖNTUR, SÉRMERKTAR ÞÉR.
Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
G
B
3
81
65
0
8/
07
„Íslenskar trjáplöntur
eru aðlagaðar okkar veðráttu.“