Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.2007, Blaðsíða 14
Í HNOTSKURN » Steinunn nam fatahönnunvið Parson School of De- sign í New York, útskrifaðist þaðan með láði árið 1986. » Hún hefur unnið fyrirmörg stórfyrirtæki tísku- heimsins, m.a. Gucci á Ítalíu, La Perla og Calvin Klein. » Hjá Calvin Klein þróaðihún kvenfatalínuna, CK Sport og gallabuxnalínuna. Meðfram rekstri kennir Stein- unn fatahönnun í LHÍ. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is STEINUNN Sigurðardóttir fata- hönnuður hlaut í gær norrænu hönn- unarverðlaunin Ginen. Verðlaunin voru veitt á opnunarhátíð tískuvik- unnar í Kaupmannahöfn og var þar haldin tískusýn- ing á fötum Stein- unnar, eða öllu heldur fyrirtækis hennar STEiN- UNN. „Það eru yfirleitt tilnefndir fimm eða sex nor- rænir hönnuðir. Í ár voru það þrír Svíar, einn Ís- lendingur og tveir Danir. Ég hreppti hnossið,“ sagði Steinunn í gær, kampakát með verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur hlýtur þessi verð- laun og voru þau veitt í gær fimmta árið í röð. Meðal hönnuða sem áður hafa hlotið verðlaunin eru Britt Sisseck frá Danmörku og Hanna Sarén frá Finnlandi. Steinunn á langan feril að baki við tísku- og fatahönnun, var yf- irhönnuður hjá Gucci, Kalvin Klein og La Perla og stofnaði eigið fyrir- tæki, STEiNUNNI, fyrir sjö árum. Hún opnaði verslun með sama nafni í þar síðustu viku að Laugavegi 40 í Reykjavík. Steinunn segir það koma að góðu gagni að hafa starfað hjá risafyrir- tækjum í tískuheiminum á borð við þau sem fyrr voru nefnd, hún búi lengi að þeirri reynslu. ,,Hún kemur óneitanlega vel að gagni þegar mað- ur er farinn að kynnast tískuheim- inum,“ segir Steinunn. Hún hafi á þeim árum lært mikið um gæði og gæðastjórnun, mynstur og efni. „Þegar maður fer inn í hátískuna lærir maður svo mikið um fágun. Það er ákveðið element af tísku sem ég held í, í dag.“ Steinunn tekur undir það að tísku- heimurinn, eða -bransinn, sé harður en það eigi við um fleiri geira at- vinnulífsins. „Það er erfitt að komast af, það eru margir fatahönnuðir í heiminum og samkeppnin er mikil. Ég held því fram að ef maður vinnur virkilega að því sem mann langar að gera í heiminum þá skilar það sér til baka. Ég er búin að vera lengi í bransanum af því mér finnst þessi fataheimur mjög skemmtilegur. Það eiga allir bransar sína kosti og ókosti, fataheimurinn líka. „I like to go to work in the morning“ eins og maður segir,“ segir Steinunn og hlær. Það útleggst: ,,Mér líkar að fara til vinnu minnar að morgni.“ Vel geymt leyndarmál á Laugavegi Bækistöðvar STEiNUNNAR eru á Íslandi. „Ég var með verslun í Kjörgarði en ég varð að flytja hana. Ég hef verið vel geymt leyndarmál á Laugaveginum,“ segir Steinunn kímin. Fatalínur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Haldin verður kynn- ing á þeim í verslunarmiðstöðinni Takashimaya í New York 21. ágúst. „Við seljum í verslanir á Englandi, í Japan, Bandaríkjunum, allri Skand- inavíu…,“ telur Steinunn upp. Blaðamaður spyr hvort í ljósi þessa sé ekki hálfgalið að vera með bækistöðvarnar á Íslandi. „Nei, það spyrja mig margir að þessu. Málið er það að á Íslandi verður maður lít- ið fyrir áhrifum frá tískuheiminum stóra,“ segir Steinunn. Hrærigrautur lista og hönnunar hér á landi sé hennar helsti inn- blástur. Hún kjósi því heldur að starfa hér en erlendis. Steinunn Sigurðardóttir Hlaut norrænu hönnunarverðlaunin Ginen Fer glöð til vinnu að morgni Ljósmynd/Maria Ellen Mark Vandað Elísabet Davíðsdóttir fyrirsæta í fötum sem Steinunn hannaði. Steinunn Sigurðardóttir 14 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÝLEGA fannst plötusafn Adolfs Hitlers í húsi ný- látins rússnesks hershöfðingja skammt frá Moskvu en Hitler var sagður þurfa að hlusta á tónlist til þess að geta slakað á. Það kemur líklega fæstum á óvart að nokkrar plötur Richards Wagners voru í safninu en hitt var óvæntara að þar mátti einn- ig finna tónlist Rússanna Tsjæ- kovskís, Rachmaninoffs og Borodins auk píanistans Arthurs Schnabels, sem var gyðingur. Allar voru plöt- urnar slitnar og rispaðar eftir margendurtekna spilun, þrátt fyrir að Hitler hafi fullyrt að framlag bæði Rússa og gyðinga til tónlistar (sem og annarra lista) hefði verið einskis virði. Í ofanálag er tónlist Tsjækovskís spiluð af gyðingnum Bronislaw Hu- berman sem var í útlegð sem opin- ber óvinur Þriðja ríkisins. Um hundrað plötur voru í safninu sem rússneski hershöfðinginn Lew Besymenski geymdi allt til dauða- dags af ótta við að vera kærður fyrir gripdeildir. Þegar hann lést, 86 ára að aldri, fékk þýska blaðið Spiegel aðgang að safninu. Plötusafn Hitlers Tónlist gyðinga og Rússa áberandi Tónlistarunnand- inn Adolf Hitler. NÝ uppfærsla Brúðuheimilis Henriks Ibsens hefur verið afar umdeild í Banda- ríkjunum. Sýn- ingin, sem nú er verið að sýna á Edinborgarhátíð- inni, heitir á ensku DollHouse og sker sig frá öðrum uppfærslum á verki Ibsens að því leyti að allir karl- mennirnir í leikritinu eru leiknir af dvergum, en sá hæsti þeirra er að- eins 135 sentímetrar. Mark Povinelli er tuttugu sentí- metrum lægri (115 sentímetrar) en hann leikur aðalkarlhlutverkið, Tor- vald, eiginmann Nóru. Lee Breuer, sem leikstýrir sýningunni, kallar Po- vinelli „vasaútgáfuna af Jean-Paul Belmondo“ enda gefi hann franska sjarmörnum ekkert eftir í persónu- töfrum. Konurnar eru hins vegar í eðli- legri hæð og því algjörir risar við hlið dvergana sem þær leika á móti. Þetta telur Breur að varpi enn betra ljósi á hversu afkáralega heimskuleg hin stöðluðu kynjahlutverk eru, en verk Ibsens var á sínum tíma mikil- vægt framlag í jafnréttisbaráttu kvenna. Brúðuheim- ili dverga Henrik Ibsen Í KVÖLD munu þær Ingunn Snædal rithöfundur og Úlfhild- ur Dagsdóttir bókmenntafræð- ingur leiða næstsíðustu kvöld- gönguna úr Kvosinni þetta sumarið. Miðborgin verður lit- in hýrum augum og stoppað á stöðum sem með einhverjum hætti tengjast bókmenntum þar sem samkynhneigð kemur við sögu, svo og sögu samkyn- hneigðra í borginni. Lagt verð- ur af stað úr Grófinni kl. 20 og gengið í um klukkutíma, en gangan endar að þessu sinni í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10, þar sem trúbadúrinn Stella Hauksdóttir tekur lagið. Ganga Miðborgin litin hýrum augum Úlfhildur Dagsdóttir LISTASAFN Árnesinga fram- lengir sýninguna Að flytja fjöll og verða sýningarlok við lok fjölskylduhátíðarinnar Blómstrandi daga, sem haldin er í Hveragerði 23.-26. ágúst. Á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á fjallamálverk eftir Ásgrím Jónsson og hvern- ig átta núlifandi listamenn á ólíkum aldri fást við hefðina þegar viðfangsefnið er fjall. Má þar m.a. nefna Ólaf Elíasson, Magnús Pálsson, Georg Guðna, Brynhildi Þorgeirsdóttur og Þor- björgu Þorvaldsdóttur. Listasafnið er í Hvera- gerði og er opið alla daga, frá kl. 12 til 18. Myndlist Listasafn Árnes- inga framlengir Ásgrímur Jónsson SÝNING á verkum bandarísku myndlistarkonunnar Joan Perlman verður opnuð í Hafn- arborg í dag kl. 17. Perlman sýnir þar málverk. Hún hefur lengi haft áhuga á Íslandi, lesið íslenskar bækur og kynnt sér íslenska menn- ingu. Hún kom hingað árið 1995 og hélt fyrirlestur í Ný- listasafninu. Hin hrjúfa nátt- úra Íslands hefur upp frá því verið algengt viðfangsefni í verkum hennar. Hún leitast þó ekki við að túlka landslagið á raunsæjan hátt heldur reynir að fanga dulúðina sem býr í því og kjarna náttúrunnar. Myndlist Joan Perlman sýnir í Hafnarborg Málverk án titils eftir Joan Perlman ♦♦♦ HINN svokallaði langlisti Man Boo- ker-verðlaunanna var kynntur í gær. Listinn hefur komið helstu bók- menntasérfræðingum heims á óvart fyrir það hversu fáa þekkta rithöf- unda er á honum að finna, en að Ian McEwan frátöldum eru nær allir rit- höfundarnir tiltölulega óþekktir. Man Booker-verðlaunin eru einkar virt bókmenntaverðlaun sem veitt eru árlega fyrir bókmenntaverk rit- að á enskri tungu. Höfundar skáld- verkanna verða að vera þegnar Samveldisins eða Írlands. Fyrri handahafar Booker-sins eru m.a.: J M Coetzee, Yann Martel, Salman Rushdie og Kiran Desai. Langlistinn 2007 Nicola Barker – Darkmans Edward Docx – Self Help Tan Twan Eng – The Gift Of Rain Anne Enright – The Gathering Mohsin Hamid – The Reluctant Fundamentalist Peter Ho Davies – The Welsh Girl Lloyd Jones – Mister Pip Nikita Lalwani – Gifted Ian McEwan – On Chesil Beach Catherine O’Flynn – What Was Lost Michael Redhill – Consolation Indra Sinha – Animal’s People AN Wilson – Winnie & Wolf Langflestir óþekktir Reuters J M Coetzee Hefur hlotið Booker- inn tvívegis, 1983 og 1999.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.