Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Að frumkvæði Vilhjálms Þ.Vilhjálmssonar borg-arstjóra boða hann og lög-reglustjóri höfuðborg- arsvæðisins til opins Miðborgarþings með íbúum í Tjarn- arsal Ráðhússins á morgun, mánu- dag, kl. 17.30. Yfirskrift þingsins er „Miðborgin – Hverfið mitt“ en efnt er til þess í framhaldi af umræðu um umgengni og framkomu fólks í mið- bænum um helgar. Áhersla verður lögð á sjónarhorn íbúa í miðborginni og er það öllum opið. Óásættanlegt ástand „Málefni miðborgarinnar hafa verið mikið til umræðu að und- anförnu og það ætti ekki að koma neinum á óvart, því það hefur margt verið til umfjöllunar sem snýr að ýmsu sem tengist miðborginni, bæði hvað varðar ástandið um helgar og líka umgengni og umhirðu í mið- borginni,“ segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. „Það ástand sem ríkt hefur er í mínum huga óásætt- anlegt,“ segir hann. Vilhjálmur bendir þó á að ástand- ið hafi heldur breyst til batnaðar með því átaki sem lögreglustjóri og hans fólk hafi staðið fyrir. „Ofbeldi, drykkjulæti og hávaði með tilheyr- andi tillitsleysi og virðingarleysi fyr- ir umhverfinu, skemmdarverk, sóða- skapur og slæm umgengni, allt eru þetta þættir sem við þurfum með ákveðnum hætti að ná tökum á og draga úr,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að menn hafi of lengi látið reka á reiðanum. Ljóst sé að ekki sé um einhvern einn sökudólg að ræða og segist Vilhjálmur ekki vera að leita að ákveðnum sökudólg- um þegar unnið sé að því verkefni að bæta ástandið. „Það er greinilegt að það er ákveðinn hópur fólks sem stendur fyrir þessu og það er óþolandi að fólk geti ekki verið tiltölulega öruggt um sig þegar það fer um miðborg- ina. Ekki er heldur hægt að una við þann mikla sóðaskap sem fylgir þessu, þar sem glerbrot eru úti um allt, veggjakrot o.s.frv.“ Vilhjálmur segir að borgaryf- irvöld hafi tekið á þessu með marg- víslegum hætti. „Við höfum til að mynda stóraukið hreinsun hér á miðborgarsvæðinu og aukið fjárveit- ingar til hreinsunar. Þá er verið að fjölga ruslafötum á svæðinu og unn- ið er gegn veggjakroti eins og kostur er. Það er ekki hægt að una því að ákveðinn hópur einstaklinga valdi tjóni á eignum annarra, sem nemur tugum milljóna. Reykjavíkurborg ein og sér ver hundrað milljónum króna í að hreinsa veggjakrot á ári,“ segir Vilhjálmur. Ákveðin viðhorfsbreyting hefur orðið að undanförnu Borgarstjóri er þeirrar skoðunar að núna sé lag til að reyna með sam- stilltu átaki að bæta ástandið. „Öll sú umræða og ákveðin viðhorfsbreyt- ing sem hefur orðið að undanförnu, gefur okkur tilefni til að ætla að við getum náð árangri. Það ber að fagna aðgerðum lögreglunnar sem hafa nú þegar borið sýnilegan árangur. Við eigum öll að stuðla að því að gera miðborgina okkar að skemmtilegum og eftirsóknarverðum stað, hvort heldur sem er að nóttu eða degi,“ segir Vilhjálmur. Borgaryfirvöld gegna lykilhlut- verki í þessu verkefni að sögn hans. Kveðst Vilhjálmur hafa beitt sér sér- staklega fyrir því að undanförnu að snúa þessu vandamáli í verkefni sem unnið er að og hann hafi m.a. rætt við fjölda fólks, íbúa og veit- ingamenn, og haldið fundi með lög- reglustjóra og lykilfólki innan borg- arkerfisins um málið. Ýmislegt hafi komið út úr því sem muni vonandi smám saman leiða til betra ástands í miðborginni. Meðal þess sem tekið hefur verið til skoðunar er nánara samstarf borgaryfirvalda og lögreglu. Segir Vilhjálmur að hann og lögreglustjóri hittist reglulega til að fara yfir þessi mál. Fyrir skömmu áttu borgarstjóri og lögreglustjóri einnig fund með veitingahúsaeigendum í miðborginni og segir Vilhjálmur að í ljós hafi komið mjög eindreginn vilji þeirra til að taka þátt í þessu verkefni, m.a. hvað varðar betri umgengni og hreinlæti fyrir utan veitingastaði. Þá minnir hann á að gerð verði sú krafa í nýjum leyfisveitingum til veitinga- húsaeigenda að þeir haldi sínu nán- asta umhverfi hreinu eins og kostur er á og að gestir beri ekki áfengi í glösum eða flöskum út af veit- ingastöðum. „Nánara samráð verður haft við veitingahúsaeigendur og tilgang- urinn er að sjálfsögðu sá að menn setji sér það markmið að bæta ástandið og fari í ákveðnar aðgerðir til að svo verði,“ segir hann. Tilbúin að festa kaup á átta myndavélum til viðbótar Meðal úrræða sem stungið hefur verið upp á til að bæta umgengni og almenna hegðun gesta í miðborginni er að fjölga eftirlitsmyndavélum og auka lýsingu. „Reykjavíkurborg er tilbúin að festa kaup á átta mynda- vélum til viðbótar þeim átta sem fyr- ir eru,“ segir Vilhjálmur. „Við erum um þessar mundir að leita leiða í samráði við lögreglu um hvernig greiða megi fyrir rekstur þeirra. Mér finnst líka vel koma til greina að lýsa betur tiltekin svæði í miðborg- inni. Einnig er borgin tilbúin að leggja lögreglunni lið með mannafla.“ Fleiri kallaðir til ábyrgðar? Nýlega stóð borgin fyrir stofnun félagsins Miðborg Reykjavíkur, sem hefur það hlutverk að efla miðborg- ina í nánu samstarfi við rekstr- araðila, íbúa og þjónustustofnanir borgarinnar. Að sögn borgarstjóra er einnig verið að fara yfir hreinsunarmálin hjá borginni og er m.a. til skoðunar hvort hægt sé að byrja fyrr að hreinsa til í miðborginni, hvar fjölga þurfi ruslafötum og hvort kalla megi fleiri til ábyrgðar í þessum málum. Vilhjálmur leggur áherslu á að í þessu sem öðru er snýr að fram- komu fólks í miðborginni verði að eiga sér stað viðhorfsbreyting meðal almennings. Miklar umræður hafa einnig farið fram að undanförnu um afgreiðslu- tíma veitingastaða og hvaða reglur gilda um rekstur þeirra. Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms er þessa dagana verið að fara yfir verkferla í tengslum við umsóknir um leyf- isveitingar og er m.a. til skoðunar hvort skýra þurfi betur ábyrgð þeirra sem reka veitingahúsin. Fram hefur komið að leigubílstjórar veigra sér sumir við að fara í mið- borgina að nóttu til um helgar. Borgarstjóri segir að boðað verði til fundar með Frama til að ræða úr- bætur í leigubílamálum og vænt- anlegar séu hugmyndir um breyt- ingar sem muni vonandi bæta ástandið. Afla upplýsinga um reglur og aðgerðir í öðrum borgum „Við höfum líka sett í gang vinnu til að afla með skipulegum hætti upplýsinga um ástandið í borgum er- lendis, hvað menn hafa gert þar til að laga það og hvaða reglur gilda í borgum í nágrannalöndum og víðar. Vonandi fáum við þar upplýsingar sem geta gagnast við þau viðfangs- efni okkar að bæta miðborgina,“ segir hann. Íbúar í miðbænum hafa ekki síst kvartað yfir hávaða frá skemmti- og veitingastöðum um helgar og nætur og segir Vilhjálmur mikilvægt að veitingamenn fylgi þeim reglum sem um þetta gilda. Geri þeir það ekki sé að sjálfsögðu hætta á að þeir missi leyfið. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort æskilegt sé að áfengisverslun sé í miðbænum og segist Vilhjálmur vera þeirrar skoðunar að þessi þjón- usta þurfi að standa til boða á mið- borgarsvæðinu. „Því fylgja vandamál,“ segir Vil- hjálmur um staðsetningu verslunar ÁTVR í Austurstræti. „Það hefur átt sér stað mikil útidrykkja og áreitni í Austurstræti og í grennd við verslun ÁTVR, og einnig innan um fjöl- skyldur á Austurvelli. Það er alveg ljóst að töluverður hópur drukkinna einstaklinga heldur til í grennd við áfengisverslunina og eru dæmi um að þeir áreiti vegfarendur og biðji þá um peninga. Þetta á sér stað í hjarta miðborgarinnar. Ég held að hvorki íbúar né þeir sem eiga þarna leið um séu sáttir við viðlíka hegðun. Íbúar sem hafa komið í viðtöl til mín hafa kvartað mjög undan þessu.“ Veitingastöðum lokað fyrr? Vilhjálmur segist vilja setja fram áleitnar spurningar og leita svara. Á hvern hátt taka eigi á úti- drykkju ölvaðs fólks í miðborginni. Hvort loka eigi veitingastöðum fyrr á nóttunni eins og verið hefur í um- ræðunni. Hvort rétt sé að hækka sektir vegna brota á lögreglu- samþykktum og hvernig megi nota hana til að ná tökum á ástandinu. Hvernig viðhorfsbreytingu verður náð fram, ólík sjónarmið sætt og hvernig leyst úr hagsmuna- árekstrum. „Það liggur ljóst fyrir að borg- aryfirvöld eru reiðubúin að leita allra leiða til að ná tökum á þeim vanda sem við höfum verið að fjalla um. En borgin gerir þetta ekki ein. Samstarf fjölda aðila þarf til og vilja allra til að leggja sitt af mörkum. Þetta tekur tíma en aðalatriðið er að við stígum rétt skref í þessum að- gerðum. Það er mikilvægt að allur almenningu leggi sitt af mörkum eins og kostur er og við þurfum líka að höfða til þess fólks sem hefur staðið fyrir áreitni og ólátum í mið- borginni, veggjakroti og slæmri um- gengni. Það er ekki hægt að sætta sig við að fólk telji sig hafa frelsi til þess að valda öðrum óþægindum, eignaspjöllum eða líkamstjóni.“ Samstillt átak gegn ástandinu Morgunblaðið/Golli Ótækt „Það er ekki hægt að una því að ákveðinn hópur einstaklinga valdi tjóni á eignum annarra, sem nemur tugum milljóna,“ segir Vilhjálmur. „Það er ekki hægt að sætta sig við að fólk telji sig hafa frelsi til þess að valda öðrum óþægindum, eignaspjöllum eða líkamstjóni,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri um miðbæjarmálið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að bæta þurfi umgengni og almenna framkomu gesta í miðbænum um helgar. Nú þurfi með sam- stilltu átaki að kortleggja og bæta ástandið. BÚAST má við líflegum umræðum á Miðborgarþingi Reykjavíkur í Ráðhúsinu á morgun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, ríður á vaðið með um- fjöllun um aðgerðir borgaryf- irvalda til stuðnings jákvæðara mannlífi og aukinni virðingu gagn- vart fólki og umhverfi í miðborg- inni. Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins, fjallar því næst um nýjar áherslur í skipulagi löggæslu í miðborginni. Að því loknu taka tveir íbúar í miðborginni til máls. Í erindi undir yfirskriftinni „Heimsborgarölt“ fjallar Fríða Björk Ingvarsdóttir um stærilæti og minnimáttarkennd – sjálfsímynd þjóðar. Því næst mun Árni Einarsson fjalla um nauðsyn þess að leita nýrra leiða til að end- urreisa virðingu miðborgarinnar. Þá fjallar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, doktorsnemi í borg- arskipulagi og hagfræði, um rann- sóknir sínar á fylgni fegurðar mið- borga og efnahagslegrar velgengni þeirra. Að lokum verður efnt til pall- borðsumræða með þátttöku fyr- irlesaranna og áheyrenda úr sal. Gert er ráð fyrir að Miðborg- arþingið sem er öllum opið muni standa frá kl. 17.30 til 19.30. „Endurreisa virðingu miðborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.