Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 22
lífshlaup 22 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ún er með fjöl- breyttan feril að baki, hefur leikstýrt bæði heimildarmynd og kvikmynd í fullri lengd, leikið aðalhlutverk í bíó- myndum og leikstýrt bæði auglýs- ingum og sjónvarpsþáttum. Silja Hauksdóttir er 31 árs kvikmynda- gerðarkona í Reykjavík sem und- irbýr nú sína næstu leiknu kvik- mynd. Silja ólst að mestu upp í Bú- staðahverfinu og gekk í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla og Hvassaleit- isskóla. En hvernig barn var hún? „Ég veit það ekki. Ég var frekar orkumikill og glaður krakki, held ég. Það fór örugglega mjög mikið fyrir mér en foreldrum mínum fannst ég víst mjög skemmtileg sem er kannski frekar algengt að foreldrum finnist um börnin sín.“ Leikarastarfið heillaði ekki Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, skrifstofustjóri fé- lagsvísindadeildar Háskóla Íslands, og Haukur Haraldsson, grafískur hönnuður. Hún á eina systur, Örnu, sem er fjórum árum eldri, og býr nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún leggur lokahönd á doktorsnám í sálfræði. Silja hefur hinsvegar komið sér fyrir í bjartri og fallegri íbúð í gamla Vest- urbænum. Íbúðin er smekklega innréttuð og með karakter. Greini- legt er að íbúi hennar hefur auga fyrir hlutunum. Kom sköpunargáfa þín snemma í ljós? Var eitthvað sem benti til þess á unga aldri hvað þú tækir þér fyrir hendur síðar meir? „Ég held það hafi allavega ekki komið neinum á óvart, hvorki for- eldrum né kennurum, að ég tæki mér eitthvað svona frekar skapandi fyrir hendur,“ svarar hún til en það var ekki fyrr en í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem Silja fór að taka þátt í listrænu starfi. „Það var nú ekki fyrr en í seinni hlutanum í MH að ég var orðin nógu þroskuð til að taka þátt í skipulögðu tóm- stundastarfi og fór þá að starfa með leikfélaginu og hafði mjög gaman af. Ég var líka í Sumarleik- húsinu og sótti lýðháskóla í Dan- mörku í eina önn og fór svo að leika í bíómyndum,“ segir hún en í lýðháskólanum var áherslan á fjöl- breytt og skapandi nám. Ennfremur var Silja í aðal- hlutverki í Draumadísum, kvik- mynd Ásdísar Thoroddsen frá 1996 og í Fíaskó eftir Ragnar Bragason frá 2000. „Þá fyrst sprakk út áhugi minn á kvikmyndum og þá frekar því að vera á bakvið myndavélina heldur en fyrir framan hana. Ég varð ekki ástfangin af leikarastarf- inu, fannst að aðrir gætu gert það betur og áttaði mig á því að hitt hentaði mér frekar.“ Silja er með gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands. „Mér fannst ég ekki tilbúin að taka stórar ákvarðanir um hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór og fannst gráupplagt að hugsa það mál í Há- skólanum. En samhliða náminu var ég að vinna í kvikmyndabransanum og var líka í einhverjum leikhópum. Eftir útskrift langaði mig til þess að starfa við sjónvarps- og kvik- myndagerð og hóf störf á Skjá ein- um við framleiðslu sjónvarpsþátta og fór í kjölfarið að vinna í lausa- mennsku við bíó og auglýsingar.“ Hagnýtt nám í Tékklandi Eftir þessa vígslu inn í heim kvikmyndanna ákvað Silja að taka næsta skref og fara í nám í faginu. Hún hélt til Prag í Tékklandi í FAMU-kvikmyndaskólann þar sem margir þekktir kvikmyndagerð- armenn hafa staldrað við. Námið tók eitt ár og byggðist upp á hag- nýtum aðferðum. „Ég var að leita mér að stuttu og praktísku námi en langaði ekki að sitja við hliðina á 18 ára krökkum að ræða strauma og stefnur. Ég var orðin 25 ára, fannst ég háöldruð og því engan tíma mega missa. Námið byggðist upp á verkefnavinnu sem mér þótti mikill kostur. Ég var heldur ekki tilbúin að skuldbinda mig í þriggja ára leikstjórnarnám og fannst gott að reyna mig við þetta í staðinn. Lærdómurinn var líka fólginn í því að fara frá heimaslóðum og viðra sig aðeins. Ég kynntist góðu fólki, til dæmis er stelpa úr skólanum eini kvenleikstjórinn á mínum aldri sem ég þekki og við höldum miklu sambandi.“ Strax eftir námið leikstýrði Silja kvikmyndinni Dís, samtímasögu úr Reykjavík þar sem Álfrún Örnólfs- dóttir fór með titilhlutverkið. Handritsvinnan hafði farið fram áð- ur en handritið var gert eftir bók sem Silja skrifaði ásamt Birnu Önnu Björnsdóttur og Oddnýju Sturludóttur. Myndin var frumsýnd 2004 og var Silja því ung að aldri þegar hún frumsýndi sína fyrstu leiknu bíómynd. „Kannski var ég svona hrokafull en mér fannst þetta eðlilegt fram- hald á þessum tíma. Ég var ekkert mikið að velta mér upp úr því hvort ég væri tilbúin eða ekki, ég bara gerði þetta. Við Birna Anna og Oddný vorum búnar að ganga með þetta í maganum í tvö ár og mér fannst þetta tilvalið fyrsta skref. Þegar málin þróuðust þannig að framleiðandinn, Baltasar Kor- mákur, og fyrirtæki hans Sögn, buðu mér að leikstýra myndinni af framleiðandanum, Baltasar Kor- máki og fyrirtæki hans, Sögn, var ekki hægt að segja nei, nema mað- ur ætlaði sér að vinna við eitthvað annað í framtíðinni!“ útskýrir Silja en myndin fékk afar góðar við- tökur. Í dómi Heiðu Jóhannsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu, segir m.a.: „Hér er t.d. brugðið upp einkar litríkri og lifandi Reykjavík- urmynd, um leið og snúið er dálítið skemmtilega upp á þann „land- kynningarflöt“ sem vill loða við ímynd borgarinnar út á við.“ Heiða segir síðar í dómnum að Silja sé „að stíga sín fyrstu spor í leik- stjórnarstólnum, og má kannski segja að þar sé hún ennþá að finna sig, en er gædd bæði krafti og innsæi sem getur af sér alls konar skemmtilega hluti.“ Nálægð við náu Morgunblaðið/Kristinn Hún setur gjarnan upp samtímagleraugu og rýnir í umhverfið. Silja Hauksdóttir hefur áhuga á lífinu og því að segja sögur af fólki. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við þennan kvikmyndaleikstjóra með meiru um Afríkuferðalög, handritanámskeið í Amsterdam, hlutverk leikstjórans, nándina í Reykjavík, sköpunargáfuna og stuðið með Stelpunum. »Ég held að það sémjög leiðinlegt að vera leikstjóri sem hef- ur ekki áhuga á lífinu og sögum af fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.