Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 65 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | 21. september. Haust- litaferð. Þingvellir, Uxahryggir, Lundarreykjadalur, Reykholt, Húsafellsskógur, Hvítársíða. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 892-3011. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjá- 20-21.30. Líttu inn í kaffi og kynntu þér dagskrána. S. 568-3132. Vesturgata 7 | Þeir sem eiga pantaðan miða í hálfsdagsferð þriðjudaginn 25. sept. vinsamlegast sæki farmiðana fyrir föstudaginn 21. sept. Nánari uppl. í síma 535-2740. Kirkjustarf Aglow | Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir talar hjá Aglow-konum mánudaginn 17. september kl. 20 í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22. Allar konur vel- komnar. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskólinn hefst í dag kl. 11 og öll börn eru velkomin. Almenn samkoma kl. 14, Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð og fyrirbænir og að henni lokinni kaffi og samfélag. Vinsamlegast athugið breyttan sam- komutíma. Laugarneskirkja | Kl. 13 TTT-hópurinn kemur sam- an undir handleiðslu sr. Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar (5.-6. bekkur). Kl. 16 Harðjaxlar halda sinn fyrsta fund undir handleiðslu Stellu Rúnar Steinþórsdóttur og Þorkels Sigurbjörnssonar. bakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Haustlitaferð 29. september. Þingvellir og Þrasta- skógur, kvöldverður og dans í Básnum uppl. s. 588- 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Nk. þriðjudagskvöld 18. sept. kl. 20 verður íþróttafélagið Glóð með fræðsluerindi í Gjábakka. Ragnheiður Davíðsdóttir flytur þá erindi um fyrstu hjálp og forvarnarstarf á vegum VÍS. Allir velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjöl- breytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, kórstarf o.fl. Á föstud. kl. 10 er „prjónakaffi“ (nýjung), allir velkomnir. Bókband hefst föstud. 5. okt. og dansæfingar í samstarfi við FÁÍA byrja miðvikud. 3. okt. kl. 10. Uppl. á staðnum, s. 575- 7720 og www.gerduberg.is. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Listasmiðjan op- in alla virka daga kl. 9-16. Skapandi skrif, skraut- skrift og magadans kl. 16 mánudaga. Mullersæfing- ar kl. 9 þriðjudag. Bókmenntahópur þriðjudag kl. 70ára afmæli og gullbrúðkaup | Edda Vilhelmsdóttir, Hásæti 7b áSauðárkróki, er sjötug í dag, 16. september. Einnig eiga þau hjónin Edda og Pálmi Jónsson gullbrúðkaup í dag. Þau eru að heiman. 70ára afmæli. Í dag, sunnu-daginn 16. september, er sjötugur Reynir Guðmundsson, Bæjargili 112 í Garðabæ. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Bréf skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er sunnudagur 16. september, 259. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Alþjóðaskrifstofa háskólastigs-ins og Fulbright-stofnunin áÍslandi efna næstkomandimiðvikudag til kynningar- fundar um nám í Bandaríkjunum. Lára Jónsdóttir er framkvæmda- stjóri Fulbright á Íslandi: „Í Bandaríkj- unum er að finna ógrynni af námstæki- færum fyrir íslenska námsmenn, og allir eiga þar að geta fundið vandað nám við sitt hæfi, en þó þarf að undirbúa námið vel, og er fundinum á miðvikudag ætlað að kynna undirbúnings- og umsóknarferlið.“ Á kynningarfundinum verða flutt stutt erindi: „Alþjóðaskrif- stofa háskólastigsins kynnir sitt starf, og þá skiptinámssamninga sem standa þeim íslenskum háskólanemendum til boða sem vilja spreyta sig á námi í hálf- an eða heilan vetur við bandarískan há- skóla,“ segir Lára. „Fulltrúar Fulbright-stofnunarinnar fjalla meðal annars um þá styrki sem stofnunin veit- ir, en Fulbright hefur í 50 ár veitt ráð- gjöf um nám í Bandaríkjunum.“ Á fundinum munu einnig taka til máls fulltrúi LÍN og fulltrúi SÍNE. „Loks munu tveir nemendur vera með stutta framsögu, annars vegar Ful- bright-styrkþegi og hins vegar skipti- nemi á vegum Alþjóðaskrifstofunnar.“ Að sögn Láru getur undirbúningur háskólanáms í Bandaríkjunum hæglega tekið hálft annað ár, enda þarf að huga vel að vali á háskóla, vinna umsóknir og önnur fylgigögn, í sumum tilvikum þreyta sérstök hæfnis- og inntökupróf og síðast en ekki síst afla styrkja og undirbúa fjármögnun námsins: „Nám við Bandaríska háskóla er nokkuð dýrt, en að sama skapi hafa skólarnir oft fjár- ráð til að bjóða góðum nemendum styrki bæði til lækkunar skólagjalda og til framfærslu,“ segir Lára. „Mikill fjöldi Íslendinga stundar nám við bestu háskóla Bandaríkjanna, en Fulbright- stofnunin leitast einnig við að vekja at- hygli á minna þekktum skólum sem standast samanburð við nafntoguðustu menntastofnanir en eru bæði ódýrari og aðgengilegri.“ Kynningarfundur miðvikudagsins fer fram í stofu 132 í Öskju, frá 16 til 18. Vakin er athygli á að umsóknarfrest- ur vegna Fulbright-námsstyrkja er til 15. október. Sjá nánar á www.fulbright.is Menntun | Kynningarfundur um nám í Bandaríkjunum á miðvikudag Ógrynni af tækifærum  Lára Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1977, kenn- araprófi frá KHÍ 1984 og M.S.- gráðu í endurhæf- ingarráðgjöf frá San Diego State University í Kaliforníu 1993. Lára var grunnskólakennari við Hlíðskóla um 6 ára skeið, var síðar ráðgjafi í Rauða- krosshúsinu en tók árið 2001 við stöðu framkvæmdastjóra Fulbrightstofn- unarinnar. Lára á börnin Iðunni og Tryggva Jónsbörn. Fyrirlestrar og fundir Seðlabanki Íslands | Málstofa verður haldin á morg- un, mánudaginn 17. sept., kl. 11 í fundarsal Seðlabank- ans, Sölvhóli. Málshefjandi er Alena Munro frá BIS og Seðlabanka Nýja-Sjálands. Erindið ber heitið „What drives the Current account in commodity ex- porting countries? The case of Chile and New Zea- land“. KEPPNIN um heimsbikarinn í ruðningi stendur nú sem hæst í Frakklandi og leggja keppendur mikið á sig til að eiga möguleika á bikarnum. Hér sést liðsmaður enska landsliðsins, Shaun Perry, gefa knöttinn áfram í baráttu við lið Suður-Afríku. Ekki fylgdi sögunni hvort liðið hafði betur í baráttunni. Handagangur í öskjunni Reuters FRÉTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRN Ör- yrkjabandalags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá ákvörðun níu lífeyrissjóða að skerða eða afnema að fullu ör- orkulífeyri á annað þúsund ör- orkulífeyrisþega. „Gangi ákvörðun lífeyrissjóð- anna eftir fer í gang spírall sem á stuttum tíma mun hreinsa við- komandi sjóðsfélaga út úr lífeyr- issjóðakerfinu og yfir á almanna- tryggingakerfið með tilheyrandi óþægindum og skerðingu fyrir öryrkja. Um slíka tilfærslu rétt- inda frá lífeyrissjóðum yfir á rík- ið hefur engin samfélagsleg um- ræða átt sér stað“, segir í ályktuninni. „Það vekur furðu að umrædd- ir lífeyrissjóðir skuli fara fram með þessum hætti á sama tíma og verkefnahópur á vegum for- sætisráðuneytisins, með fulltrú- um stjórnvalda, aðila vinnu- markaðarins, ÖBÍ og lífeyris- sjóða, vinnur að tillögum sem m.a. lúta að stóraukinni endur- hæfingu og atvinnuþátttöku ör- yrkja. Eru aðgerðir umræddra lífeyrissjóða ekki til þess fallnar að skapa traust milli aðila sem er forsenda þess að hægt sé að vinna að sameiginlegum tillög- um með þátttöku öryrkja í sam- félaginu og á vinnumarkaðnum að leiðarljósi. Þá verður ekki séð að staða viðkomandi lífeyris- sjóða gefi tilefni til slíkra að- gerða sem einkum beinast að tekjulægsta fólkinu. Framkvæmdastjórn ÖBÍ mun fela lögmanni að kanna réttar- stöðu örorkulífeyrisþega sem hafa fengið tilkynningu um skerðingu eða afnám örorkulíf- eyris og hvetur þá sem hafa fengið tilkynningu þar um að senda afrit af henni til skrifstofu ÖBÍ, Hátúni 10, 105 Reykjavík,“ segir í ályktuninni. Lögmaður kanni réttarstöðu örorkulífeyrisþega ÞINGFLOKKUR Frjálslynda flokksins leggst gegn áformum um einkavæðingu orkustofnana að svo stöddu. Segir í yfirlýsingu frá flokknum að grundvöllurinn í orkunýtingarstefnu ríkisins og þjóð- arinnar sé að allar auðlindir verði nýttar í almannaþágu fyrir fólk- ið í landinu en ekki einvörðungu fyrir erlenda stórfjárfesta. Gegn einkavæðingu orkustofnana SAMBAND ungra framsóknar- manna hélt miðstjórnarfund sinn dagana 8. og 9. september sl. Á fundinum var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Miðstjórn SUF lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri ringulreið og stefnuleysi sem nú virðist ríkja innan ríkisstjórnar Ís- lands. Opinbert ósætti milli ráðherra stjórnarflokkanna hefur fært þjóð- inni heim sanninn um það að þjóð- arskútuna rekur stjórnlaust á meðan að ráðherrarnir hanga á stólum sín- um án allrar pólitískrar sannfæring- ar. Íslenska þjóðin þarf á betri stjórnarháttum að halda og SUF vill minna ráðherra ríkisstjórnarinnar á ábyrgð sína,“ segir í fréttatilkynn- ingu.“ Minna ráðherra á ábyrgð sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.