Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 59 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGIBER MARINÓ ÓLAFSSON plötu og ketilsmiður, Stekkjargötu 3, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 11. september. Jarðaförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 19. september kl.14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Auður Brynjólfsdóttir, Brynja Sif Ingibersdóttir, Óskar Húmfjörð, Marta Rún Ingibersdóttir, Ólafur Örn Ingibersson, María Júlíana Arnardóttir, Guðmundur Þórir Ingibersson, Arthittya Aryamueang, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka, SVAVA HÖSKULDSDÓTTIR BLADES, Lindargötu 61, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 9. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. september kl 13.00. Gísli Höskuldsson, Kristfríður Björnsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Kristján G. Kristjánsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur, svili og barnabarn, SIGMAR ÞÓR EÐVARÐSON verslunarstjóri Bónus Hraunbæ, Sílakvísl 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 20. september kl 13.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð til styrktar sambýliskonu og dætrum hans, Landsbanka austurbæ : 0111 05 272900 kt. 160872-5519. Margrét Friðriksdóttir, Aðalheiður María Sigmarsdóttir, Emelía Rán Sigmarsdóttir, Svanhildur María Ólafsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Aðalheiður Gréta Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson, Ólafur Páll Eðvarðsson, Ásta Friðriksdóttir, Bjarki Traustason, Auður Gunnarssdóttir, Sigríður U. Ottósdóttir, Vigdís Ámundadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR frá Breiðdalsvík, Langholtsvegi 124, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 17. september kl. 15.00. Jóhanna Birgisdóttir, Leif Meyer, Aðalheiður Birgisdóttir, Bergþóra Birgisdóttir, Ágúst Guðjónsson Karl Th. Birgisson, Katrín Ösp Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR G. PÉTURSSON ökukennari, áður Lindargötu 61, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti aðfaranótt fimmtudagsins 13. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Landakots í síma 543 9890. Esther Guðmundsdóttir, Björgvin Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Kristján Eysteinsson, Pétur Steinn Guðmundsson, Anna Toher, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Bjarni Hauksson, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Jóhannes Andri Kjartansson, Róbert Orri Pétursson, Ragnheiður Merima Kristjánsdóttir, Úlfur Kristjánsson, Björgvin Haukur, Inga Sif og Atli Þór. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, INGER TARA LÖVE ÓMARSDÓTTIR, Hjallahlíð 29, sem lést föstudaginn 7. september, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 17. september kl.13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á reikning 525 - 14 - 600605 í Glitni. Vignir Steinþórsson, Vignir Ómar Vignirsson, Gréta Guðný Snorradóttir, Þóra Löve, Ómar Másson, Sigurjón H. Valdimarsson, Guðlaug Elíasdóttir, Steindór Gunnarsson, Þorbjörg Gísladóttir, Sigrún Helga Löve Rud, Svein Erik Rud, Þórhildur Löve og fjölskyldur. Með Böðvari Guð- laugssyni er genginn vandaður maður og drengur góður. Aðal- starfsvettvangur Böðvars var sérkennsla, kennsla barna sem áttu við námserfiðleika að stríða. Fyrst kenndi hann í Höfð- askóla og síðar Öskjuhlíðarskóla. Hann var í hópi þeirra kennara sem fyrst stunduðu eins árs nám í sér- kennslufræðum við Kennarahá- skóla Íslands. Við Böðvar vorum sveitungar, en samskipti okkar þar voru ekki mjög mikil. Þetta breyttist er ég hóf nám í Kennaraskólanum haustið 1944, þá urðum við nánir vinir. Við vorum bekkjarbræður og strax fyrsta vet- urinn minn í skólanum fórum við að læra saman og styðja hvor annan, þótt langt væri á milli okkar. Ég Böðvar Guðlaugsson ✝ Böðvar Guð-laugsson fædd- ist á bænum Kol- beinsá í Hrútafirði 14. febrúar 1922. Hann lést á Vífils- stöðum 16. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn í kyrr- þey. bjó þá á Fálkagöt- unni, en Böðvar inn- arlega á Hverfisgötu. Þegar ég var í þriðja og fjórða bekk Kennaraskólans var ég til heimils hjá for- eldrum Böðvars. Þar var gott að vera. Við Böðvar vorum saman í herbergi og ég var eins og einn af fjöl- skyldunni. Samvinna okkar á Kennaraskólaárunum var alla tíð mjög góð og ég held báðum til hagsbóta. Böðvar hafði næma tilfinningu fyrir fallegu málfari, þar var hann mér miklu fremri. Ég man er við vorum að þýða úr dönsku eða ensku hvað hann var vandlátur með að textarn- ir væru á góðri íslensku. Oft var því þýðingum breytt til að ná fram sem bestu orðalagi. Ungur fór Böðvar að búa til vís- ur. Hann átti ekki langt að sækja þann hæfileika. Faðir hans var mjög góður hagyrðingur. Innan við fermingu gerði Böðvar vísu sem fór víða, mér liggur við að segja varð landsfræg. Ég held að alla tíð hafi Böðvar verið að yrkja. Eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur. Mörg ljóða hans eru myndræn og hugljúf. Fyrsta ljóðabók hans, Klukkan slær, kom út 1948. Þar eru alþýðleg og falleg ljóð. Líklega er Böðvar þekktastur fyrir skop- og gaman- kvæði, sem sum eru frábær. Mér kemur þá fyrst í hug Heilsufar- skvæðið, sem oft er flutt á sam- komum. Í daglegri umgengni var Böðvar hlédrægur og frábitinn því að trana sér fram. Hann var að eðlisfari al- varlega þenkjandi, en hafði þann dýrmæta hæfileika að geta séð bjarta og stundum skoplega hlið á flestum málum. Við andlát Böðvars koma upp í huga minn mörg atvik frá Kenn- araskólaárunum. Síðastliðið vor átti bekkurinn okkar sextíu ára út- skriftarafmæli. Þrátt fyrir að Böðv- ar væri hversdagslega hógvær þá var hann, er við átti, t.d. á ferðalög- um og samkomum, mjög skemmti- legur. Hann lífgaði upp á andrúms- loftið hjá okkur bekkjarsystkin- unum með vísum sem hann hafði á hraðbergi og fáorðum setningum í gamansömum tón. Þetta er ómet- anlegt og ber að þakka. Við minnumst Böðvars Guðlaugs- sonar sem gleðigjafa og góðs fé- laga. Fjölskyldu hans, systrum og öðru venslafólki votta ég samúð mína. Þorsteinn Ólafsson. Það koma upp ótal minningar þegar ég hugsa aftur í tímann. Sóltúnið, í minningunni var alltaf pönnukökulykt hjá ömmu og afa, enda voru pönnukökurnar hennar ömmu Lúllu bestu pönnukökur í heimi. Amma var oftast að gera handavinnu og afi sat í stólnum sín- Lovísa Þorgilsdóttir ✝ Lovísa Þorgils-dóttir fæddist á Þórshamri í Sand- gerði 25. febrúar 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík 31. ágúst síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 7. september. um að lesa blöð eða hlusta á útvarpið. Elsku amma mín, allt það sem þú hefur föndrað, prjónað og saumað út handa mér geymi ég nú sem enn meira gull en áður, þú varst algjör listakona. Appelsínuguli bangs- inn sem þú prjónaðir handa Guðnýju Helgu nú síðast er í miklu uppáhaldi hjá henni og Lúlli litli eins og við köllum hann er alltaf með í för. Ég man þegar þú varst að kenna mér að prjóna, það var nú ekkert lít- ið sem við hlógum yfir því, vegna þess að ég prjónaði svo fast að það ískraði í prjónunum og allt sat fast. Þannig að ég prjónaði eina umferð með herkjum og þú þurftir alltaf að fara til baka og laga. Það var alltaf gott að koma til ykk- ar afa á Hlévang og þegar Guðný Helga var með mér þá ljómaðir þú öll, þú hafðir svo gaman að öllum ömmu og langömmubörnunum þín- um. Guðnýju Helgu fannst ekkert meira spennandi en að fá „far“ með þér á göngugrindinni þinni og líka að príla upp og sitja hjá þér í „háa“ rúminu. Elsku amma mín, nú ertu komin í faðminn hans afa eftir stuttan að- skilnað. Ég sakna þess svo að geta ekki komið í heimsókn lengur í Kefló til ykkar, en ég veit að nú ertu ekki sorgmædd lengur. Elsku Helga systir hefur tekið vel á móti þér veit ég, kysstu hana frá mér. Mér líður vel elsku amma mín því ég veit að þér líður vel núna, minningin um þig mun lifa með mér alltaf. Þín ömmustelpa, Lovísa H. Ingibjörg mín, það var gaman að kynnast svona góðri konu. Sérstak- lega var gaman að hitta þig á Reykjalundi þar sem við spjölluðum um daginn og veginn. Alltaf þegar við komum til Ástu dóttur þinnar varst þú þar. Alltaf varstu hress og kát. En núna er kall- ið komið og ég þarf að kveðja þig, þessa sómakonu. Ég sendi ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Far vel, mín kæra. Stefán Konráðsson. Ingibjörg Ólafsdóttir ✝ Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist íReykjavík 24. júlí 1927. Hún lést á Landakoti 27. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar fór fram frá Langholtskirkju 10. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.