Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 46
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 46 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Baughús - efri sérhæð ásamt bílskúr Vel skipulögð 128 fm efri sérhæð ásamt 34 fm bílskúrá góðum útsýnis- stað. Rúmgóð stofa/borðstofa, 3 góð herbergi og rúmgott eldhús. Aukin lofthæð og innfelld lýsing að hluta. Góð suðurverönd með skjólveggjum. Glæsilegt útsýni er frá stofum og svölum til norðurs og vesturs. Hiti í bílaplani og að húsi. Verð 45,0 millj. Laugavegur - tvær íbúðir í nýju lyftuhúsi Fjöruborðið – Stokkseyri Til sölu er rekstur veitingas- taðarins Fjöruborðsins á Stokkseyri, staðsettur á frábærum stað við sjávarsíðuna. Húsnæðið hefur verið mikið endurnýjað á undanförum árum og tekur um 250 manns í sæti í þremur sölum auk útiaðstöðu. Staðurinn er opið allt árið. Rekstaraðilar hafa haft húseigni- na á leigu, en möguleiki er að kaupa fasteignina samhliða kaupunum. Veitingastaður sem hefur skapað sér sérstöðu í bæ sem hefur verið í miklum blóma síðustu ár. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Álfkonuhvarf - Kópavogi. 4ra herb. útsýnisíbúð á efstu hæð Falleg 128 fm 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð, efstu í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Sérinngangur af svölum. Björt stofa, þrjú svefnherbergi, þvot- tahús og fallegt eldhús með innibyggðri uppþvottavél. Góðar suðvestursvalir með miklu útsýni yfir Elliðavatn og Bláfjöll. Verð 33,5 millj. Vættaborgir - glæsilegt parhús Glæsilegt 162 fm parhús á tveimur hæðum á frábærum útsýnisstað í lokaðri götu. Rúmgóð og björt stofa/borðstofa með arni, vandað opið eldhús með fallegri hvíti innréttingu, 3 góð herbergi, sjónvarpshol með útgangi á flísalagðar svalir og flísalagt baðherbergi auk gesta w.c. Gott útsýni er af báðum hæðum og aukin lofthæð á efri hæð. Falleg ræktuð lóð með tim- burverönd og skjólveggjum. Verð 57,0 millj. Eden - Hveragerði Um er að ræða fyrirtæki sem hefur fest sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þ.e. þjónustu- og afþreyingarmiðstöð fyrir ferða- menn. Miklir möguleikar eru í að þróa starfsemina frekar og tengja hana í ríkari mæli við Hveragerði sem er vaxandi bær fyrir heil- sutengda þjónustu. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir 1.500 fm stækkun gróðurhúsa og tengibyggingar aftan við núverandi veitingasal. Einnig er gert ráð fyrir fjögurra hæða hótelbyggingu með fjölda herbergja, auk kj., á aus- turhluta lóðarinnar. Nánari uppl. á skrifstofu Glæsilegar 89 fm og 93 fm íbúðir á 2. hæð í nýju og vön- duðu lyftuhúsi í miðborginni. Íbúðirnar eru vel innréttaðar með sérsmíð.innréttingum í eldhúsi. Vandað baðherbergi með stórum sturtuklefa. Svalir til suðurs út af herbergi með heitum potti og útg. á svalir út stofu er vísa út að Laugavegi. Verð 33,4 millj. og 34,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fagraþing - Kóp, Einb. Útsýni yfir vatnið Nýkomið í einkasölu stórglæsilegt tvílyft einbýli m. bílskúr/bílskýli, samlals stærð húss ca. 400 fm. Húsið er teiknað af Ark Þing Arkitektum og afhendist fljótlega, fullbúið að utan og fokhelt að innan. Frábær staðsetning. Verðtilboð. Í DAG eru tuttugu ár liðin frá því að Montreal-bókunin um efni sem eyða ósonlaginu var undirrituð í Montreal í Kanada. Hún er af mörgum talinn einn best heppnaði alþjóðasamningur sem gerður hefur verið – hvort tveggja vel upp byggður og eftirfylgni hans vel heppnuð og skilvirk. Af þeirri ástæðu hefur hann gjarnan verið notaður sem fyrirmynd nýrra alþjóðasamninga. Ísland gott fordæmi Í kjölfar undirrit- unar Montreal- bókunarinnar 1987 létu íslensk stjórnvöld fljótt til sín taka og bönnuðu þegar árið 1989 CFC í úðabrúsum. Síðar var CFC bannað í nýjum frysti- og kælibúnaði, halónar voru bannaðir í nýjum slökkvibúnaði eftir 1. janúar 1994 og alfarið teknir úr land- kerfum árið 2000. Efni eins og me- tylbrómið komu aldrei á markað hérlendis. Hreinsi- og leysiefni voru bönnuð 1995 og svona mætti lengi telja. Ísland hefur nú minnkað notkun sína á ósoneyðandi efnum um 99% frá því hún var mest 1987. Í dag eru ósoneyðandi efni þó enn nýtt nokkuð af fiskiskipaflotanum, eitthvað er af þeim í kælikerfum í landi og í astmalyfjum. Allt frá upp- hafi hafa Íslendingar verið virkir í alþjóðlegu samstarfi um þróun Montreal-bókunarinnar og á þessu ári höfum við tekið þátt í flutningi þriggja tillagna að ákvörðunum um að hætta notkun ósoneyðandi efna. Ástæður velgengni Á þeim tíma þegar Montreal- bókunin var undirrituð voru óson- eyðandi efni í geysimörgum algeng- um heimilisvörum. Má þar nefna loftkælingar, kæli- skápa, gólfteppi, hús- gögn, snyrtivörur, slökkvitæki, og lyf af ýmsu tagi. Bann við slíkri efnanotkun hafði því gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks um allan heim. Finna þurfti ný efni í staðinn sem ekki voru óson- eyðandi, og fá fram- leiðendur og neyt- endur að hætta notkun og framleiðslu þessara efna. Það flókna verk- efni gekk óvenju vel, ekki síst vegna öflugrar kynningar á afleiðingum eyðingar ósonlagsins. Einnig hefur það vafalaust skipt máli að iðnaðarsamfélagið tók virk- an þátt í samningaviðræðunum. Auk þess er samningurinn byggður á vísinda- og tækniþekk- ingu og tekur mið af nýjustu rann- sóknaniðurstöðum. Hagsmuna- aðilum er gefinn kostur á að taka þátt í rannsóknum og sérfræðivinnu á vegum samningsins. Aðildarríkin veita upplýsingar um framleiðslu og notkun á ósoneyðandi efnum á hverju ári, svo grannt er fylgst með þróun í notkun þessara efna. Ákvæði samningsins eru sveigj- anleg og geta aðildarríkin að nokkru lagað hann að sínum að- stæðum við innleiðingu. Í honum er ákvæði um eftirlit með milliríkja- verslun með ósoneyðandi efni. Þá er þróunarríkjunum tryggð þátt- taka í samningnum, en þau fengu 15 ára aðlögunartíma að honum. Hafa þau fengið aðstoð við innleið- inguna í gegnum svokallaðan Marg- hliðasjóð. Samningurinn gerir ráð fyrir að það þurfi að fullgilda allar bókanir sem gerðar eru við hann. Hann inniheldur einnig ákvæði um að ef ekki næst samstaða um ákvarðanir skuli kosið um þær, og gildir þá aukinn meirihluti atkvæða, eða tveir þriðju. Slíkar atkvæðagreiðsla hafa hins vegar aldrei farið fram því samvinna hefur verið um þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það er einmitt einn helsti styrkur Montreal-bókunarinnar og ástæða þess að hann telst fyrirmynd ann- arra samninga. Framtíðarhorfur Ef staðið verður við allar skuld- bindingar, ef ekki koma ný efni á markaðinn, og ef þróunarlöndin taka fullan þátt í því að draga úr notkun ósoneyðandi efna er talið að ósonlagið geti náð sama þéttleika og það hafði 1980 eftir 65-70 ár. Þetta eru auðvitað mörg EF, en í ljósi reynslunnar síðastliðin 20 ár er talsverð ástæða til bjartsýni. Þó er ljóst að það er lykilatriði að það takist að stemma stigu við fram- leiðslu og notkun ósoneyðandi efna í þróunarlöndunum, einkum Ind- landi, Kína og Kóreu, en þar eykst framleiðslan um þessar mundir um 20-50% á milli ára. Í því sambandi skiptir miklu hvort tekst að styrkja áðurnefndan Marghliðasjóð. Það er stefna stjórnvalda að halda áfram á sömu braut og hætta allri notkun ósoneyðandi efna jafn- hliða því að taka á þeim staðgeng- ilsefnum sem valda gróðurhúsa- áhrifum. Ljóst er að verkefnin eru ærin. Við búum að þeirri mikilvægu og góðu reynslu sem fengist hefur af Montreal-samningnum og hún mun vissulega nýtast okkur við það starf sem framundan er. Tuttugu ár liðin frá undirrit- un Montreal-bókunarinnar Ísland hefur minnkað notkun á ósoneyðandi efnum um 99% frá því hún var mest 1987 segir Þórunn Sveinbjarnardóttir »… einn best heppn-aði alþjóðasamn- ingur sem gerður hefur verið, hvort tveggja vel upp byggður og eft- irfylgni hans vel heppn- uð og skilvirk. Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er umhverfisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.