Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 49 Fasteignasalar frá Eignamiðlun verða á staðnum. Glæsilegar íbúðir á frábærum stað við sjávarsíðuna með einstöku útsýni. Húsið er teiknað af Birni Ólafs. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. NORÐURBAKKI 23-25 – HF OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-15 Opið hús í dag! Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Traust þjónusta í 30 ár BÓLSTAÐARHLÍÐ 8 - HÆÐ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15 - 16 Falleg og björt 117 fm efri hæð, ásamt 28 fm sérstæðum bílskúr, samtals 145,5 fm. Hæðin skiptist í þrjú svefnherbergi ( þar af eitt forstofuherb.), tvær stofur, hol, bað og eldhús með hvítlakkaðri innréttingu. Bílskúr er innréttaður sem íbúð og er í útleigu. Gólfefni er parket, teppi og marmaraflísar. Húsið er í mjög góðu ásigkomulagi og er mjög vel staðsett. Þetta er eign sem býður upp á mikla útleigumöguleika ef vill. Garð- ur í góðri rækt. Einnig er hægt að kaupa risíbúðina sem er tvö svefnherbergi, stofa, baðherbergi og eldhús. Gólfefni er parket, teppi og flísar. LAUS STRAX Verð á hæð 41.0 millj. Verð á risi 18.9 millj. Samtals verð 59.9 millj Verið velkominn í dag milli 15-16 Guðrún og sölumaður frá Gimli taka á móti gestum BÓLSTAÐARHLÍÐ 8 – RIS Björt og vel skipulögð 43 fm 3ja herb. íbúð í risi ( gólfflötur 81 fm. ) í góðu fjórbýli. Íbúðin er tvö svefnherbergi, stofa, baðherbergi og eldhús. Útg. úr herbergi á góðar suður svalir. Gólfefni er parket, teppi og flísar. Verð 18.9 millj. LAUS STRAX Einnig er hægt að fá keypta neðri hæð 117 fm ásamt 28 fm bílskúr. Verið velkominn í dag milli 15-16 Guðrún og sölumaður frá Gimli taka á móti gestum NÚ Í vikunni öðlaðist Háskólinn í Reykjavík viðurkenningu á kennslu- og rannsóknarstarfi í verk- og tæknivísindum, en við skólann er kennd tölvunarfræði, verkfræði, tæknifræði og iðnfræði í tveimur deildum, tölvunarfræðideild og tækni- og verkfræðideild. Í grein- argerð þeirra erlendu sérfræðinga sem menntamálaráðuneytið fékk til að vinna að viðurkenningunni, kem- ur skýrt fram hversu miklu Háskól- inn í Reykjavík hefur áorkað á skömmum tíma, bæði í kennslustarfi og rannsóknum. Uppbygging Háskólans í Reykjavík Í greinargerð sérfræðinganefnd- arinnar er lýst yfir aðdáun á þeirri fagmennsku sem ríkir við HR og þeim gæðakröfum sem þar eru gerðar, sérstaklega í ljósi þess hversu nýr háskólinn er. Einnig er tekið fram að ljóst sé að skólinn hafi áorkað gríðarlega miklu á stuttum tíma og fannst sérfræðinganefnd- inni mikið koma til árangurs skólans á sviðum kennslu og stjórnunar, svo og árangurs við uppbyggingu rann- sóknarstarfa. Til enn frekari sönnunar á því hversu mikið hefur áunnist á skömmum tíma í uppbyggingu kennslu og rannsókna við HR, má líka vísa í hina margumtöluðu skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr í sumar þar sem borin voru saman gæði kennslu og rannsókna í tölvunarfræði, viðskiptafræði og lögfræði í háskólum á Íslandi. Þar kom skýrt fram að HR hefur for- ystu í gæðum kennslu og þjónustu við nemendur, þrátt fyrir að vera ungur háskóli. Þessi niðurstaða er einnig í samræmi við ályktanir sér- fræðinganefndarinnar sem segist bæði meta áherslur HR á að halda brottfalli á fyrsta ári innan við- unandi marka, og hrífast af þeirri tryggð og þeim stuðningi sem nem- endur sýna skólanum, enda séu nemendur virkir þátttakendur, ein- beittir og meðvitaðir um metnað sinn og markmið. Í greinargerðinni er enn fremur bent á að nemendur í HR finni fyrir stuðningi og metnaði innan skólans, og að kennarar séu jákvæðir, hjálpsamir og aðgengileg- ir. Háskólinn í Reykjavík er rann- sóknarháskóli Af skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem náði til áranna 2003-5, mátti ætla að HR væri ekki í forystu á Ís- landi hvað varðar rannsóknarvirkni í tölvunarfræði, sem var sú tækni- og verkfræðigrein sem skoðuð var í þeirri skýrslu. En þegar litið er til ungra háskóla í örum vexti, þá mun- ar um hvert ár. Það er því áhuga- vert að skoða eina mælistiku Rík- isendurskoðunar, fjölda birtinga á hvern akademískan starfsmann, þegar árinu 2006 er bætt við. (Sjá meðfylgjandi línurit.) Út úr þessu má auðveldlega lesa að Háskólinn í Reykjavík hefur í dag tekið forystu í rannsóknum í tölvunarfræði á Ís- landi. En öllum tölulegum mæli- kvörðum skal tekið með varúð og því óráðlegt að draga af þessu álykt- anir um hvort HR eða HÍ „dúxi“ í rannsóknarvirkni. Það er hins vegar enginn vafi á því að Ísland hefur nú tvo öfluga rannsóknarháskóla. Það eru góðar fréttir, bæði fyrir metnað þjóðarinnar í menntamálum og fyrir uppbyggingu og þróun hátækniiðn- aðar á Íslandi í framtíðinni. Jákvæð þróun í háskólastarfi á Íslandi Aukið framboð háskólanáms má rekja til þeirrar ákvörðunar stjórn- valda að auka frelsi í háskóla- menntun á Íslandi. Sú ákvörðun hrinti af stað mjög jákvæðri þróun, enda hefur háskólum og náms- leiðum fjölgað mikið undanfarinn áratug. Háskólinn í Reykjavík hefur sýnt og sannað að einkaframtak á vel við háskólanám. Lykillinn að þeirri þró- un hefur verið trygging þess að stjórnendur, fræðamenn og kenn- arar skólans hafi fullt frelsi til þess að byggja upp nám og rannsóknir, án íhlutunar þeirra hagsmunaaðila sem hlut eiga í skólanum. Þetta hef- ur tekist vel hjá HR, enda tekur sér- fræðinganefndin sérstaklega fram að atvinnulífið styðji vel við bakið á skólanum en skipti sér þó ekki af kennslu eða rannsóknum á neinn hátt sem óeðlilegur gæti talist. Síðastliðinn áratug hefur verið mikil gróska í háskólastarfsemi á Ís- landi. Háskólum og námsleiðum hef- ur fjölgað, og að sama skapi þeim sem stunda háskólanám. Á sama tíma hafa rannsóknir eflst verulega í háskólum landsins. En vöxtur má ekki koma niður á gæðum, og því er nauðsynlegt að tryggja að háskól- arnir, bæði á sviði rannsókna og kennslu, uppfylli ströngustu gæða- kröfur og að tryggt sé að fjármagni því sem veitt er til kennslu og rann- sókna sé vel varið. Við fögnum þeirri áherslu sem menntamálaráðuneytið leggur á gæðaeftirlit fyrir háskóla á Íslandi, og þeirri stefnu að nota alþjóðlega viðurkenndar aðferðir, eins og óháð- ar sérfræðinganefndir fyrir við- urkenningarferli. Slík vinnubrögð eru lykilatriði þess að tryggja gæði kennslu og rannsókna í háskólum Íslands í framtíðinni. Verk- og tæknivísindi við Háskólann í Reykjavík Gunnar Guðni Tómasson og Ari Kristinn Jónsson skrifa um gæði og gæðaeftirlit háskóla » Í greinargerð sér-fræðinganefnd- arinnar er lýst yfir að- dáun á þeirri fagmennsku sem ríkir við HR og þeim gæða- kröfum sem þar eru gerðar. Birt greinarígildi á hvern starfsmann í tölvunarfræði Gunnar Guðni er forseti tækni- og verkfræðideildar HR og Ari Kristinn er forseti tölvunarfræðideildar HR. Gunnar Guðni Tómasson og Ari Kristinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.