Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sími 533 4800 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. 70 fm 2ja herbergja íbúð á rólegum og fallegum stað fyrir eldri borgara 60 ára og eldri. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi, tvöfaldan sól- skála og geymslu. Mikil sameign fylgir eigninni. Íbúð 104. V. 23,5 millj. Opið hús í dag milli kl. 14:00 og 14:30, verið velkomin Sléttuvegur – Opið hús Glæsileg 121,1 fm. 3ja herbergja íbúð, þar af 6,3 fm sérgeymsla, í lyftuhúsi á 4. hæð. Íbúðin skiptist í hol, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu + borðstofu. Góðar suðursvalir, frábært útsýni. Stæði í bílgeymslu fylgir. V. 32,9 millj. Glósalir – glæsileg íbúð 103,6 fm 4ra herbergja efri sérhæð í 2-býli. Íbúðin skiptist í forstofu, stigahús, þrjú herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og búr/þvottahús. Laus við kaupsamn- ing. V. 29,5 millj. Melabraut - sérhæð Góð 98,7 fm 4ra herbergja íbúð á jarðhæð við Hofsvallagötu. Íbúðin skiptist í for- stofu, tvö barnaherbergi , hjónaherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, geymslu og sameiginlegt þvottahús í sameign. V. 27,9 millj. Hofsvallagata ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Bakkabraut 2 - Kópavogi Til leigu mjög gott ca. 480 fm iðnaðarhúsnæði við Bakkabraut í Kópavogi. Húsnæðið sem um ræðir er með mjög góðri lofthæð og stóri innkeyrsluhurð. Nýtist sérstaklega vel sem geymsluhúsnæði. Hér er á ferðinni vel staðsett rúmgott húsnæð sem hentað getur margvís- legri starfsemi. Hagstæð leigukjör. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson sölumaður Húsakaupa í síma 840 4049. Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali flúðasel 4 - fallegt raðhús Opið hús í dag milli kl. 16 og18 Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Nýtt á sölu - Fallegt steniklætt 170,3 fm raðhús á 2 hæðum með bílskúr. Á neðri hæð er flísalögð forstofa, 3 svefnherbergi með eikarparketi, flísalagt baðherbergi, góð geymsla með hillum, þvottahús með útgengi út í bakgarð sem er með hellum, þvotta- snúru og grasbletti. Skemmtilegt skot er undir stiganum sem einnig er með fallegu eikarparketi eins og herbergin. Stálstigi með viðarþrepum er upp á efri hæð en þar er opin og rúmgóð borðstofa, gott eldhús og stofa með sv.svölum og ljósu teppi. Á eld- húsi og borðstofu er eldra parket á gólfi. Á hæðinni er einnig gott herbergi með skáp- um. Efri hæðin er opin og skemmtileg með rúmgóðri borðstofu. Eignin er mjög vel með farin og rúmgóð. Bílskúrinn er stakstæður og góð bílastæði við hann. Verð 35,9 millj. Hafliði tekur vel á móti gestum milli kl. 16 og 18. Teikningar á staðnum. Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli MAÐURINN minn er með syk- ursýki eins og þúsundir annarra Ís- lendinga. Þetta er lífstíðardómur sem hefur í för með sér miklar breytingar á lífs- háttum og hættu á mörgum alvarlegum fylgikvillum. Minn maður er mjög passasamur og fylgir þeim ráðum sem hann fékk við uppgötvun sjúkdómsins. Því betur sem hann passar sig því minna þarf hann af lyfjum, því jafnari sem blóðsykurinn er því sjaldnar þarf hann að mæla hann. Í framtíð- inni eru minni líkur á aukaverkunum eins og t.d. krans- æðasjúkdómum. Þar sem við búum í velferðarsamfélagi eru lyfin hans og blóðsykursmælarnir niðurgreiddir. Þótt passasemi hans sé fyrst og fremst til þess fallin að viðhalda eig- in lífsgæðum hlýst sú hliðarverkun af að útgjöld samfélagsins verða minni. Tala nú ekki um ef honum tekst, eins og ég vona auðvitað, að forðast alvarlegri fylgikvilla syk- ursýkinnar því þeim fylgja dýrar sjúkrahúsvistir, aðgerðir, aflimanir og örorka. Allir vita að sykursjúkt fólk verð- ur að forðast sykur. Það sem færri vita er að líkaminn, og þá meina ég líkami allra, bregst við hvítu hveiti eins og sykri. Því verður sykursjúkt fólk að forðast hvítt hveiti. Og þá er- um við komin að ástæðu þessara skrifa. Á sumrin fara Íslendingar í ferða- lög. Það er gjarnan stoppað í vega- sjoppum eða komið við í grillhúsum og veitingastöðum á viðkomandi stöðum. Ódýrast og einfaldast er að fá sér hamborgara eða samloku. Flestallir skyndibitar eru í brauði. Á öllum stöðum, alls staðar, er hvítt brauð. Stundum er hægt að fá venju- legt heilhveiti-samlokubrauð í stað- inn, oftast ekki. Til að losna við brauðið þarf að velja úr dýrari hluta matseðilsins eða fara á fínni veit- ingastað. Þegar við erum á ferðalög- um standa okkur til boða þrír kostir: 1)Vera alltaf með nesti og setjast hvergi inn. 2) Þurfa alltaf að kaupa einn dýrasta réttinn á matseðlinum. 3) ,,Svindla“ á mataræðinu. Þetta er það sem við höfum gert undanfarið, valið bara einn af þessum kostum. En þetta er náttúrlega ekki mjög hátt þjón- ustustig. Ef við færum hring- inn í kringum landið þyrftum við skv. val- kosti eitt alltaf að passa upp á að vera í kaup- stað þegar verslanir eru opnar, það mætti ekkert út af bregða. Við værum í slæmum málum ef það spryngi dekk. Skv. valkosti tvö þyrftum við að vera ívið ríkari en annað fólk. Við erum það ekki. Valkostur þrjú er ekki ósvipaður því að óvirkur alkó- hólisti væri á ferð og hvergi fengist neitt nema áfengi. Hva! Er ekki allt í lagi að fá sér einn? Þegar upp er staðið snýst þetta ekki bara um okkur eða ferðalög. Ekki er langt síðan að birt var viðtal við ungan mann í sjónvarpinu sem var orðinn blindur vegna ómeð- höndlaðrar og/eða illa meðhöndl- aðrar sykursýki. Viðtalið var tekið vegna þess að börn og unglingar með sykursýki sinna sjúkdómnum mjög illa. Börn og unglingar vilja vera eins og hinir. Hinir krakkarnir fá sér nammi, drekka kók og borða hamborgara. Það er hægt að fá syk- urlaust kók. Hugsið ykkur ef það væri nú hægt að fá hamborgara í heilhveitibrauði. Unglingurinn getur fengið sér kók og hamborgara eins og hinir krakkarnir án þess að leggja heilsu sína að veði. En það er ekki bara sykursýki. Reglulega birtast fréttir um það að offita sé að verða alvarlegt vanda- mál. Það er talað um offitufaraldur. Börn og unglingar eru víst líka að verða alveg sérstaklega feit. Nú má segja að hver og einn eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér og foreldrar á börnum sínum. Við vitum það hins vegar fullvel að fólk eyðir ekki jafn miklum tíma í matargerð og það gerði. Ef allir væru mjög meðvitaðir og hefðu nægan tíma gengju ekki allir þeir matsölustaðir sem ganga í dag. Ef öll börn hefðu alltaf komið nestuð í skólann hefði væntanlega ekki komið fram sú krafa að það ættu að vera mötuneyti í öllum skól- um. Nú má mér sem öðrum vissulega vera það ljóst að skyndibitar eru eðli sínu samkvæmt óhollir og það öllum. Hins vegar er skyndibitamatur í Danmörku ekki nándar nærri jafn óhollur og á Íslandi því þar er búið að banna notkun á hertri fitu. Í Sví- þjóð er hægt að fá mjólkurlausan mat því margir eru með mjólk- uróþol. Þá eru ótaldir allir þeir sem eru með glútenóþol. Á Íslandi er hægðatregða algilt vandamál hjá eldra fólki. Hægða- tregða stafar yfirleitt af trefjaskorti. Það eru engar trefjar í hvítu hveiti. Þær eru hins vegar í heilhveiti. Ef einhver þarf að passa línurnar eða heilsuna þarf viðkomandi að borða ,,vondan“ mat. Það er ímyndin sem við höfum. Þegar við heyrum að einhver þurfi að passa mataræðið sjáum við viðkomandi umsvifalaust fyrir okkur að naga gulrót. Þetta þarf ekki að vera svona. Danir hafa sýnt okkur það. Svíar hafa sýnt okk- ur að það er hægt að taka tillit til allra. Það er hægt að selja hamborg- ara í heilhveitibrauði, franskar kart- öflur úr alvöru kartöflum sem eru ekki djúpsteiktar í hertri fitu og eggjalausa kokteilsósu. Ef viljinn er fyrir hendi er þetta hægt. En ég er ekki að fara fram á þetta. Ég er að- eins að óska eftir þeim valmöguleika að geta fengið heilhveitibrauð í stað- inn fyrir hvítt. Fá allir að sitja við sama borð? Ásta Svavarsdóttir skrifar um mataræði sykursjúkra og „þjóðvegafæði“ » Flestallir skyndibit-ar eru í brauði. Á öll- um stöðum, alls staðar, er hvítt brauð. Ásta Svavarsdóttir Höfundur er grunnskólakennari. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.