Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 38
ljósmyndir 38 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tölvur og forritun hafa veriðaðaláhugamál JóhannsGuðbjargarsonar frá þvíhann var unglingur. „Hversu sorglegt sem það nú er,“ segir hann sposkur á svip. Ég spyr ekki hvort hann hafi verið „nörd“, orðið svífur einhvern veginn í loftinu. Núna er hann tölvunarfræðingur með BS gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem þróun- arstjóri hjá AGR, aðgerðagreiningu ehf. Hann er líka með óbifandi áhuga á ljósmyndun, sem hefur leitt hann á vit ævintýra innanlands sem utan. Mannlíf í mismunandi löndum er honum enda hugleiknasta viðfangs- efnið. Hann segir koma sér til góða að vera vel að sér um hugbúnað, mynd- vinnslu, flokkun og annað, sem nauð- synlegt sé að kunna skil á eftir að stafræn ljósmyndatækni kom til sög- unnar. Lýsingarherbergið Svo vel er hann að sér að George nokkur Jardin, sem er þekkt nafn í bransanum, setti sig í samband við hann með svohljóðandi tölvupósti á síðasta ári: „Is this Johann who is posting on The Lighting Room?“ (Er þetta Jóhann, sem skrifar á [spjall- vefinn] Lýsingarherbergið?). Rax, ljósmyndari hér á Morg- unblaðinu, hafði sagt mér undan og ofan af merkilegu samstarfi Jóhanns og Jardins sumarið 2006 og lagði til að tekið yrði viðtal við Jóhann „… því hann væri líka alveg frábær ljós- myndari.“ Það síðastnefnda var auðvelt að sannreyna á myndasíðunni: guð- bjargarson.net, sem vísar á blog.gud- bjargarson.net. Myndir úr ólíkum áttum í hundraðavís bera fegurð- arskyni og frumleika ljósmyndarans eins gott vitni og umgjörðin tölv- unarfræðingnum. Úr verður að Jóhann kemur í við- tal daginn áður en hann leggur upp í enn eina ævintýraferðina með ljós- myndavélina í farteskinu; þriggja mánaða ferð um Búthan, Nepal og Indland, ásamt Sonju Þóreyju Þórs- dóttur, unnustu sinni, sem einnig er áhugaljósmyndari. Á ferð með goðsögnum Hann heldur á þykkri bók, Photos- hop Lightroom Adventure. „Afrakst- ur Adobe-hópsins á Íslandi sumarið 2006,“ útskýrir hann um leið og hann leggur rúmlega þrjú hundruð síðna doðrantinn á borðið. Lag að víkja að verkefninu, sem hann tók þátt í eftir tölvupóstinn frá fyrrnefndum Jardin. „Ég hélt hann ætlaði að skamma mig fyrir eitthvað sem ég hafði látið flakka á spjallvef um þennan nýja hugbúnað, Photoshop, fyrir ljósmyndavélar, sem Adobe var með kynningu á, en hafði ekki sett í almenna dreifingu,“ upplýsir Jóhann, sem hafði þar haft margt til málanna að leggja. En Jardin, sem er kynningarstjóri hjá Adobe og með það helst á sinni könnu að kynna sér óskir ljósmyndara, ætlaði ekki að skammast. Þvert á móti leist honum svo vel á athugasemdir og innlegg Jóhanns að hann bauð honum að vera sína hægri hönd á 10 daga ferðalagi hans og sautján manna hóps atvinnu- og áhugaljósmyndara og starfsfólks Adobe um Ísland. „Markmiðið var að prófa hugbúnaðinn með ljósmyndurum og taka myndir í allt kynningarefnið hér á landi, þar á meðal í þessa bók, sem er í senn kennslu- og uppskriftarbók fyrir þá sem vilja nota forritið til að vinna myndir. George sagði mér að flestir ljósmyndaranna hefðu áhuga á landslagsmyndum, en sjálfan langaði hann að taka myndir af fólki og sig vantaði einhvern staðkunnugan. Ég varð himinlifandi, þótt ég vissi ekkert við hverju mátti búast. Okkur Sonju var boðið að koma með í ferðalag um Reykholt, Snæfellsnes, Nesjavelli og Reykjavík, og ég endaði sem nokkurs konar leiðsögumaður hópsins. Sem áhugaljósmyndurum þótti okkur mikil viðurkenning að vera í hópi með goðsögnum á borð við John Isaac, Bill Atkinson og Michael Reichmann, svo aðeins fáeinir séu taldir, og fá ljósmyndir okkar birtar í sömu bók og þeir sínar,“ segir Jóhann, „stórkostlegur tími,“ bætir hann við og lýsir nánar: „Við vöknuðum snemma, fórum út og tókum myndir og á kvöldin sátum við saman, drukkum vín, unnum myndirnar í tölvunum og bárum saman bækur okkar. Margt sem fyrir mér var hversdagslegt í umhverfinu þótti samferðafólki mínu mjög merkilegt, til dæmis litlu kirkjurnar úti um allt land. Allir voru hrifnir af landi og þjóð, eiginlega hálfdolfallnir.“ Adobe-ævintýrið er ekki úti enn sem komið er því Jóhann er orðinn einn þeirra sem prófa útgáfur hjá Adobe Lightroom áður en þær koma fyrir almenningssjónir. Hann er svokallaður Beta prófari fyrir hugbúnaðinn. Fleiri ævintýri Jóhanni og Jardin hafði orðið vel til vina og þegar þau Sonja ákváðu að fara á ljósmyndaráðstefnu í New York skömmu eftir ferðalagið bauð hann þeim að gista hjá vinafólki sínu. „Hann greiddi götu okkar á allan hátt í tengslum við ráðstefnuna, bauð okkur meira að segja í kvöldverðarboðið, The Pixel Mafia Dinner, sem er lokað matarboð og aðalfólkið í stéttinni slæst um að komast í. Þar sátum við til borðs með ekki ófrægari ljósmyndurum en James Nachtwey og Greg Gorman,“ segir Jóhann. Ekki aðeins þekkir Jóhann nöfn þekktustu ljósmyndara heims, heldur hefur hann kynnt sér verk þeirra og lífshlaup og lætur upplýsingarnar fljóta með jafnharðan og hann nefnir nöfn Kúba Menn fara ekkert í felur með að reykja góða vindla í Havana. Ísland Jónsi í Sigur Rós á tón- leikum á Klambratúni. Pólland Gamli gyðingakirkjugarðurinn í Kraká í Póllandi. Stafróf myndan Taíland Kynskiptingur dansar á sýningu í Norður-Taílandi. Áhugi Jóhanns Guð- bjargarsonar á tölvum og ljósmyndun blandast saman í starfi og tóm- stundum. Líkt og sum- arið 2006 þegar hann var leiðsögumaður hóps frá hugbúnaðarfyrirtækinu Adobe um Ísland. Val- gerður Þ. Jónsdóttir skoðaði afrakstur þeirrar vinnu sem og ljósmyndir Jóhanns héðan og þaðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.