Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 69

Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 69 Krossgáta Lárétt | 1 land í Evrópu, 8 sárs, 9 miskunnar, 10 óhljóð, 11 ruddar, 13 ójafnan, 15 hnjóðs, 18 eimyrjan, 21 veðurfar, 22 hani, 23 skorpan, 24 góðu úrræði. Lóðrétt | 2 rotnunarlykt- in, 3 söngflokkar, 4 melt- ingarfæris, 5 róin, 6 hús- dýr, 7 Ísland, 12 rödd, 14 sefi, 15 þefur, 16 fisk- ur, 17 al, 18 skriðdýr, 19 duftið, 20 á stundinni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hláka, 4 festa, 7 asann, 8 örend, 9 afl, 11 illt, 13 ofni, 14 ísöld, 15 hark, 17 datt, 20 Áka, 22 lætur, 23 rógur, 24 trafs, 25 súrna. Lóðrétt: 1 hlaði, 2 ákall, 3 Anna, 4 fjöl, 5 skerf, 6 Andri, 10 frökk, 12 tík, 13 odd, 15 helft, 16 rotna, 18 angur, 19 tirja, 20 árás, 21 arðs. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Breiddu út orðið. Auglýsing er þín leið að peningum og tækifærum fyrir per- sónulegan þroska. Í kvöld skaltu leyfa þér að verða dauðskotinn í einhverjum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhver segir þér að breyta ekki neinu. Þetta er ómöguleg skipun. Þér tekst að hafa hlutina eftir þínu höfði í dag, og finnst notalegt að hafa ástandið næst- um óbreytt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert aðalgestgjafinn og partíið er heima hjá þér. Varaðu þig á fólki sem vill stjórna samræðunum. Því ef það fær tækifæri til, valta þau yfir fólk á annan hátt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ástin er kannski flókinn leikur, en reglurnar eru ansi einfaldar. Komdu fram við hinn aðilann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Þá gerast galdrar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Alheimurinn lætur þig vita þegar þú hefur villst af bestu leiðinni fyrir þig. Í stað þess að verða pirraður skaltu þakka fyrir þig og hlusta á viðvörunina. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Slagsmál um völd eru vita gagns- laus og þú nennir ekki að taka þátt í því. Þess vegna heldur þú áfram að þróa sam- bönd byggð á gagnkvæmri virðingu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það sem gerist seinni partinn mun taka nokkrar vikur að leysa. Líttu á þetta sem fyrsta þáttinn af þremur í leikriti. Sestu niður og njóttu verksins. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Vertu með báða fætur á jörð- inni. Heilbrigðar ákvarðanir hjálpa þér að vera skýr í hugsun og láta af kvíðanum. Áhyggjur þínar eru hvort eð er bara ógn- vekjandi ímyndanir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ný verkefni taka sinn toll – þú borgar í tíma, peningum og jafnvel sambandi. Þegar þú einbeitir þér að ein- hverju sem þú hefur áhuga á, er það best. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Sagan gæti endurtekið sig, en svo þarf ekkert að vera. Reyndu að koma snemma auga á mynstrið og forðaðu þér. Klappaðu þér svo á bakið fyrir þroskann. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hendir þér út í kviksand lífsins án þess að huga að öryggi eða ábyrgð. Þannig á það að vera! Þetta mun líka hafa þau miklu áhrif sem þú vilt fram- kalla. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Vertu til skiptis áhorfandi og skemmtikraftur. Ef þér finnst þú alltaf á sviðinu breyttu þá atriðinu þínu af og til. Þú átt viðurkenningu skilið fyrir hæfileik- ann. stjörnuspá Holiday Mathis HINN síungi Viktor Korsnoj (2.610) er enn að þótt hann nálgist óðfluga áttræðisaldurinn. Á móti í Banja Luka í Bosníu sem lauk fyrir skömmu varð hann efstur ásamt serbneska stórmeistaranum Zlatko Ilincic. Í þessari stöðu hafði hann hvítt gegn serbneska alþjóðlega meistaranum Mihajlo Stojanovic (2.601). 21. Rxf6+! gxf6 22. Dg4+ Dg7 23. Dxb4 Dxg3 24. Hf3 Dg7 25. He7 Hf7 26. Dc4! Haf8 27. Hxc7 hvítur hefur nú léttunnið tafl. Fram- haldið varð: 27. … Kh8 28. Hxf7 Hxf7 29. Df4 Dg5 30. Db8+ Kh7 31. Hg3 Dc1+ 32. Kh2 Hg7 33. Hxg7+ Kxg7 34. Dxa7+ Kg6 35. Db8 f5 36. Dd6+ Kg5 37. De7+ Kg6 38. De6+ Kg5 39. h4+ Kxh4 40. Dc4+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Strípun og innkast. Norður ♠ÁK3 ♥ÁKDG9 ♦Á52 ♣94 Vestur Austur ♠G109 ♠D764 ♥7 ♥6432 ♦93 ♦G1076 ♣KG108732 ♣5 Suður ♠852 ♥1085 ♦KD84 ♣ÁD6 Suður spilar 6G. Ellefu slagir beint og tólf ef tígullinn fellur eða ef laufkóngur liggur rétt. En sagnhafi veit að hvorugt er líklegt, því vestur hóf sagnir með þriggja laufa hindrun. Sér lesandinn vinningsleið með spaðagosa út? Lykilhugmyndin er að byggja upp endastöðu þar sem vestur á ekkert eft- ir nema kóng þriðja í laufi. Hann er þá sendur þar inn til að spila upp í ÁD. En það er ekki alveg einfalt mál að koma þessu í kring. Til að byrja með tekur sagnhafi fjóra slagi á hjarta (og hendir spaða heima). Síðan prófar hann tígul- inn með kóng, drottningu og ás. Sagn- hafi spilar nú síðasta hjartanu og hend- ir TÍGLI heima. Vestur er í vondum málum með 109 í spaða og KG10 í laufi. Hendi hann spaða er kóngurinn tekinn og lauf dúkkað, annars er lauf dúkkað strax. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Félag um melrakkasetur átti að stofna í gær, hvar ásafnið að vera? 2 Í hvaða leikriti leika sjö ára stúlka níræða ömmu oghálffertugir karlar litla stráka? 3Merki hvaða Danakonungs er á Alþingishúsinu? 4 Töluverð verðbólga er í pípunum, segir forstöðumað-ur greiningadeildar Kaupþings. Hvað heitir forstöðu- maðurinn? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Jón Þórarinsson var heiðraður á tón- leikum Sinfóníu- hljómsveitar Ís- lands á níræðis- afmæli sínu á fimmtudag. Hvaða tónverk Jóns var flutt af þessu til- efni? Völuspá. 2. Veiðimönnum var vísað úr Hítará í vikunni vegna brots á reglum. Hvert var brotið? Fyrir að beita maðki í stað flugu. 3. Stefnt er að auknu samstarfi þjóðminjasafna Íslands og Írlands. Hver er þjóðminjavörður? Mar- grét Hallgrímsdóttir. 4. Kappaksturslið í Formúlu-1 var sektað og svipt stigum. Hvaða lið er um að ræða? Ferrari. Spurter… ritstjorn@mbl.is Reuters dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR ERNA Karen Stefánsdóttir, starfs- maður Sjóvár í Kringlunni, datt í lukkupottinn sl. fimmtudag í þætti Ásgerðar Jónu Flosadóttur sem er á dagskrá alla fimmtudaga frá 16 til 18 á Útvarpi Sögu. Til að lenda í pott- inum þarf einhver að senda bréf til þáttarins og segja hvers vegna við- komandi á skilið að fá stóru gjöfina. Skv. upplýsingum Ásgerðar er oft- ast hringt í þann sem fær gjöfina í beinni útsendingu og honum til- kynnt um happafenginn. Það eru bíl- stjórar Hreyfils-Bæjarleiða sem sækja gjöfina og keyra henni til við- komandi. Þau fyrirtæki sem leggja til gjafarinnar eru Hreyfill/ Bæj- arleiðir með akstrinum, Nói-Síríus með tveggja hæða hágæða konfekt- kassa, Ostabúðin Skólavörðustíg með ostakörfu, Blómálfurinn Vest- urgötu gefur blómvönd og að lokum er það sjávarréttastaðurinn Vitinn í Sandgerði sem gefur gjafabréf fyrir tvo í veislumat hjá þeim. Gjöf Alexander, sonur Ernu Karenar, sendi bréf um móður sína sem síðan datt í lukkupottinn hjá Útvarpi Sögu. Hér tekur Erna Karen við gjöfinni úr hendi Svavars Guðmundssonar hjá Hreyfli- Bæjarleiðum. Íslensk fyrirtæki og Útvarp Saga gleðja hlustendur með gjöfum MANNÚÐAR- og mannræktar- samtökin Höndin efna til fræðslu- fundar undir yfirskriftinni „Klepp- ur er víða“ í Áskirkju, neðri sal, á þriðjudaginn klukkan 20.30. Til- efnið er hundrað ára afmæli Klepps- spítala á þessu ári. Frummælendur eru Einar Már Guðmundsson rithöf- undur og Héðinn Unnsteinsson, sér- fræðingur í stefnumótun á geðheil- brigðissviði. Helga Hallbjörnsdóttir setur fundinn en fundarstjóri er Ás- laug Ragnars rithöfundur. Kaffi og umræður að erindum loknum. Höndin er alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök. Þau leitast við að vera vettvangur fólks til sjálf- styrkingar og samhjálpar, aðstoða, liðsinna og styðja þá sem til þeirra leita. Þá hjálpa þau fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll og eru farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu. Kjörorð Handarinnar eru: Leið til sjálfs- hjálpar, allir með. Fræðslufundur um geðheil- brigðismál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.