Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 70
Það var rosalega gaman að fá far hjá þessum glæsilega vöru- bílstjóra … 73 » reykjavíkreykjavík FYRSTA plata Védísar, In The Caste, kom út árið 2001, en að sögn Védísar hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. „Ég var 18 þá, en er 25 ára í dag þannig að þeir sem eru að bíða eft- ir einhvers konar framhaldi af þeirri plötu ættu ekki að kaupa þessa,“ segir hún og hlær. „Þessi er nefnilega svolítið ólík hinni.“ Þótt nýja platan komi ekki út fyrr en eftir rúmar tvær vikur er eitt lag af plötunni, „A Beautiful Life“, nú þegar fáanlegt á tonlist.is. „En platan kemur svo út í „hörðum“ eintökum hér á landi, og svo á Netinu líka og þar með er maður kominn með allan heiminn í sjálfu sér, þessi markaður er sífellt að verða stærri og stærri,“ segir Védís, en platan verður bæði fá- anleg á iTunes- og E-music-vefsvæðinu. Fékk lánaðan barnakór Líkt og á fyrri plötu sinni fer Védís ótroðnar slóðir í nafngiftum, en nafnið A Beautiful Life – Recovery Project vekur óneitanlega athygli. „Þetta er þroskasaga, ástarsaga og opinberun allt í senn. Það er ekkert þarna sem á ekki að vera þarna og þannig eru bestu sögurnar að mínu mati. En mér finnst þetta nafn eiga mjög vel við því ég var búin að halda dagbók sem ég kallaði Recovery Project. Þannig að þetta er svona samantekt á því sem ég er búin að vera að gera síðan ég var 18, þetta er heilmikil þroskasaga.“ En hvernig myndi Védís lýsa plötunni? „Hún er mjög vel spiluð og hún er mjög lifandi því það er lítið um húmbúkk og eitthvert auka- dót. Ég myndi segja að hún væri frekar hlý og samspil píanós og gítars er áberandi,“ segir Védís sem hafði góða hljómsveit sér til stuðn- ings, meðal annars þá Sigtrygg Baldursson trommuleikara og Róbert Þórhallsson á bassa. Þá fékk hún heilan barnakór lánaðan til þess að syngja í laginu „A Beautiful Life“. „Það er barnaskóli handan götunnar þar sem hljóð- verið er í London. Þetta voru algjörar dúllur í einkennisbúningunum sínum og ég fékk kór skólans til að taka lagið. Það var mjög einfalt, við trítluðum bara yfir með upptökutækin, og ég er bara mjög ánægð með útkomuna.“ Enginn hljóðmaður Aðspurð segir Védís að grunnurinn að plöt- unni hafi verið lagður í Bretlandi, en hún hafi svo verið tekin upp hér á landi. „Ég átti 28 lög til þess að velja úr þannig að það var svolítið strembið, en ég er mjög ánægð með afrakst- urinn,“ segir Védís, sem samdi öll lög og texta. „Sum lögin á ég reyndar með einum öðrum, önnur alveg ein, en ég á alla textana sjálf. Á fyrstu plötunni tók ég eitt „cover“-lag og það var spilað svo mikið að ég fékk ekkert út úr því,“ segir hún og hlær, en umrætt lag var hið angurværa „Drive“ með hljómsveitinni Cars. „En maður er alltaf að reyna að sanna sig sem lagahöfundur því það eru margir skeptískir á það sem maður getur, sem er alveg í góðu svo sem því það er uppbyggjandi og skemmtilegt að þurfa að sanna sig.“ Védís lærði nýverið hljóðblöndun og útsetn- ingu og kom þónokkuð að vinnslu plötunnar. „Ég skellti mér í nám, þetta var eins árs dip- lóma sem ég tók. Kennararnir unnu með mér þannig að ég gæti nýtt þetta sem best í því sem ég var að gera. Ég ætlaði aldrei að verða ein- hver hljóðmaður, heldur læra að nota þetta út frá því sem ég er að gera,“ segir Védís sem er titluð „executive producer“ á plötunni. Hvað útgáfutónleika varðar segist Védís stefna á eina slíka fljótlega eftir að platan kemur út, en auk þess mun hún koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem fer fram dagana 17. til 21. október. Á fyrir salti í grautinn Védís hefur verið með annan fótinn í Lund- únum undanfarin ár, en hún segir að sér líði þó best heima á Íslandi. „Ég er afskaplega heima- kær hér á Íslandi en ég þarf stundum að vera úti vegna vinnu. Ég tilheyri lagahöfundateymi sem ég vann einmitt plötuna með, og við erum að semja fyrir aðra og fáum alls konar verkefni sem stundum kemur ekkert út úr, en stundum eitthvað aðeins. Það gefur allavega ágætlega í aðra hönd þannig að ég þarf að vera svolítið á flakki,“ segir hún. „Fólk spyr ansi oft hvort þetta sé ekki erfitt og hvort ég lifi af þessu. Mér finnst það mjög fyndið. Þetta er svo ein- kennileg spurning því afkoma mín byggist á sjálfri mér og ég finn best fyrir því sjálf ef ég stend mig ekki í tekjuöflun,“ segir Védís í létt- um dúr, og bætir við að hún geti vissulega lifað af tónlistinni. „Ég er kannski ekki með sam- bærileg laun við vini mína hjá Kaupþingi, en við sjáum til. Ef fólk skellir sér á tonlist.is fer ég kannski að lifa betur af þessu.“ VÉDÍS HERVÖR ÁRNADÓTTIR ÖNNUR SÓLÓPLATA VÉDÍSAR HERVARAR ÁRNADÓTTUR ER VÆNTANLEG Í VERSLANIR FLJÓTLEGA EFTIR MÁN- AÐAMÓT, EN PLATAN HEITIR A BEAUTIFUL LIFE – RECO- VERY PROJECT. JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON SPJALLAÐI VIÐ VÉDÍSI UM NÝJU PLÖTUNA OG HVERNIG HENNI GANGI AÐ LIFA AF TÓNLISTINNI. Morgunblaðið/Árni Sæberg www.vedismusic.com www.myspace.com/vedis jbk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.