Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 32
sálgæsla 32 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ U m daginn heyrði ég um samning sem ungir foreldrar höfðu fyrir milligöngu prests gert við dóttur sína, sem tekin er að nálgast ískyggilega unglingsárin og þann uppreisnar- anda sem þá gagntekur gjarnan ungar en óþroskaðar sálir. Samfélag okkar er mótað miklum hraða svo fólk má varla vera að því að staldra við og hugsa sig um, hvað þá að miðla öðrum af hugsunum sínum. „Sálgæslan er að verða aukinn og æ mikilvægari þáttur í starfi presta,“ segir séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sem gerði fyrrnefndan samning. „Það hefur þróast þannig hvað mig sjálfan snertir að allt upp í 23 klukkutíma á viku er ég í beinum viðtölum við fólk vegna sálgæslu, sem á í ýmiskonar vanda,“ segir Kristinn. – En hvernig flokkar hann sál- gæsluhlutverkið? „Ég lít á það sem sálgæslu- hlutverk þegar manneskja getur ekki lengur ráðið við sín mál, varnir eru allar farnar – hún getur ekki meira. Hún þarf að fá einhvern með sér til að fara í gegnum vandamálin, sem geta verið stór eða smá eftir at- vikum,“ segir Kristinn. – Er í vaxandi mæli þörf fyrir for- eldra að fá aðstoð vegna unglinga? „Síðustu ár hafa verið börnum, unglingum og foreldrum þeirra óhagstæð. Við vitum hvernig lífið er almennt talað – valmöguleikar, freistingar og áreiti, það er orðið margt sem brýtur niður bæði unglinginn sjálfan og eðlilegt fjölskyldulíf. Unglingurinn er kannski að upplagi hin besta manneskja, en ræður ekki við allt sem á honum dynur. Það er óneit- anlega kvíði og spenna í okkar sam- félagi. Í auknum mæli er komið til mín með börn á því skeiði þegar þau eru að detta inn í unglingsárin og ég reyni að hjálpa foreldrum við þau margs konar vandamál sem komið geta upp þá.“ Vinnur eftir ákveðnu kerfi „Yfirleitt leysast málin með reglu- bundnum viðtölum þar sem ég vinn eftir ákveðnu kerfi sem ég hef þróað. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu síðustu árin að árangurinn marg- faldast þegar unnið er eftir þessu kerfi. Þetta er raunar 8 punkta kerfi sem ég vinn eftir með öllum, hvort sem um er að ræða unglinga, hjón eða fullorðna einstaklinga. Heimurinn er að verða börnum, unglingum og foreldrum æ erfiðari. Sum vandamál leysast með við- tölum. Það er hægt að koma barninu eða unglingnum í gegnum ákveðinn öldugang en til þess þarf að vinna traust viðkomandi einstaklings, kenna honum að hugsa hlutina upp á nýtt og horfast í augu við það sem þarf að laga.“ – Er algengt að fólk lendi á blind- götu? „Já, það er nokkuð algengt. Fólk fer í hring og hrópar þá á hjálp. En sem betur fer er þróunin sú að fólk áttar sig fyrr nú en áður á því að það er hjálparþurfi. Og það er óhræddara að leita sér aðstoðar – fara til heim- ilislækna, geðlækna og presta. Kost- urinn við úrlausn presta sem hafa sérhæft sig í sálgæslu er trúnaðurinn. Prestur í þessari stöðu setur ekkert á blað eða inn í tölvuna – og þá er eins og fólk geti oft sagt hluti sem það hefði ella ekki sagt annars. Komið er að kjarna málsins í sálgæslunni.“ Fólk skrifar niður vandamál sín – Og þú leitast við að greina hvar vandamálin liggja? „Ég reyni að fá fólk til að gera það sjálft. Fyrsti liðurinn í vinnuáætl- uninni sem ég fer alltaf eftir er að ég fæ viðkomandi til að setjast niður með blað og blýant og skrifa niður stikkorð um allt það sem veldur vanda í lífi hans. Ég fer út af skrif- stofunni á meðan – gef fólki svona 20 mínútur – síðan kem ég aftur inn og þá er viðkomandi búinn að vera einn og með sjálfum sér – búinn að horfa inn á við. Út frá þessum stikkorðum finn ég vandamálin. Fyrst er tekið fyrir málefnið sem varð til þess að fólk leitaði til mín – en síðan hlaðast upp alls konar önnur mál – um getur verið að ræða allt að 15 til 20 atriði. Með samtali einu saman tæki það mig sennilega marga klukkutíma að toga allt þetta upp úr viðkomandi. Alls konar afleidd vandamál koma í kjöl- far hinna. Ég reyni að hraða þessu starfi – komast að einu kjarnaatriði – og niðurstaðan er oft einhverskonar samningur.“ – Er algengt að gera samning milli foreldra og unglinga? „Ég get ekki sagt að það sé al- gengt, en það má segja að reynslan af þeim sem gerðir hafa verið sé sú að ég muni í framtíðinni gera slíka samninga í auknum mæli.“ – Er þetta ný stefna? „Ég hef ekki heyrt um nákvæm- lega svona starf áður, en hjón hafa á stundum gert með sér samninga þeg- ar þau gifta sig. Slíkt er þó ekki stundað hér að ráði svo ég viti. Þá er leitast við að gera samninga þar sem kveðið er upp úr um úrlausn á ákveðnum vandamálum.“ Netvandi, peningamál og óregla „Í samningnum sem við ræddum um í upphafi milli foreldranna og dótturinnar eru tvö atriði sem ég er stoltur af: annað er ákvæði sem tak- markar internet-notkun; ef barnið situr við nám í einn klukkutíma, getur það verið á netinu í jafn langan tíma. Hitt atriðið varðar peningamál. Ef unglingurinn leggur t.d. 1.000 kr. í sparnað á viku, þá koma foreldrarnir og leggja til 1.000 kr. á móti. Þetta eru tvö lítil dæmi þar sem unglingurinn er að gera góða hluti og fær umbun á móti.“ – Hvað veldur mestum erfiðleikum milli foreldra og barna? „Á aldrinum 11-12 ára er það int- ernet-notkunin og peningamálin. Vandamál vegna óreglu byrja oftast við 16–17 ára aldur. Ég er raunar á þeirri skoðun að eit- urlyfjaneysla sé rót alls ills í okkar samfélagi. Hún ruglar unglinga meira en nokkurn grunar.“ – Eiturlyf eru ekki ný á nálinni. Þú ert til dæmis sjálfur af þeirri kynslóð manna sem voru ungir á hippatím- anum. Sýnist þér meira um fíkniefni nú en þá var? „Vandamálin eru miklu meiri núna og svo eru líka komin önnur og harð- ari efni til sögunnar. Neysla amfeta- míns er algeng, svo og neysla kók- aíns. E-pillur eru og enn ein viðbótin. Sjálfur man ég eftir ýmsum „hass- hausum“ frá blómatímunum sem fylgdi í kjölfar stúdentaóeirðanna 1968. En þá eins og nú byrjaði óregl- an með neyslu áfengis. Nú er algeng- ast að unglingar byrji neyslu með bjórsulli, svo skiptist hópurinn – ann- ar hluti hans fer í önnur vímuefni, en hinn heldur áfram í alkóhólinu. Mér finnst síðari hópurinn vera fámennari en hinn, að minnsta kosti koma færri vandamál af því tagi inn á borð til mín.“ – Eru foreldrar í stakk búnir að gera samninga við unglinginn sinn ef þeir eru sjálfir í vímuefnaneyslu? „Sagt að fyrirmyndin sé sterk. Fé- lagsleg vandamál eru á vissan hátt arfgeng, virðast stundum nánast smitandi. Einkum þegar baklandið er veikt. Það kemur oft fyrir að glíma þarf bæði við óreglu foreldra og ung- linga, en það er erfitt. Í slíkum til- vikum eru foreldar oft í afneitun gagnvart eigin vanda og taka því ekki þátt í verkefninu af heilum hug.“ Fólk þarf að læra að axla ábyrgð – Svo þetta er líka foreldravandi? „Það er ekki spurning. Rót hinna stærri vandamála er í einhvers konar vímuefnaneyslu og spilafíknin kemur inn í þetta líka. Svo kemur inn í þetta hin gífurlega neysluhyggja samtím- ans, það að þurfa sífellt að vera að kaupa allt mögulegt. Það er algengt að fólk fái skammvinna ánægju af því að kaupa – minna er um að fólk leggi verulega á sig og uppskeri ríkulega vellíðunartilfinningu vegna þess að það hefur staðið sig vel. Að verkefnin sjálf gefi fólki hamingju og vellíðan.“ – Þarf að kenna fólki að njóta verka sinna? „Já, það er ekki óalgengt. Ég byrja gjarnan á einföldum atriðum. Til dæmis reyni ég alltaf að fá fólk til að ganga úti. Finna að þegar maður gengur þá er maður að byggja sig upp og í leiðinni að leysa vandamál sem maður hefði ella setið uppi með. Vandamál sem var fyrir hendi er þar stundum ekki lengur þegar göngunni er lokið. Reynslan sýnir að alls kyns flækjur leysast í góðum göngutúr. Þetta er nú bara afmarkað dæmi um það að fólk verði að leggja eitthvað á sig til þess að því líði vel. Menn verða að læra að axla per- sónulega ábyrgð. Þetta á við t.d. í fjármálum sem oft eru rót mikils vanda í lífi fólks. Þegar verst gegnir hefur ég verið svo lánsamur að geta vísað skjólstæðingum mínum til Ingi- mars Pálssonar sem hefur nánast sérgáfu til að leiðbeina fólki og end- urskipuleggja fjármál þess og er þar að auki nærgætinn í sálgæslu og mik- ill áhugamaður um það málefni. Því er ekki að neita að borið hefur á ákveðinni lausung hjá börnum hippakynslóðarinnar. Samfara því að tekjur hafa verið að aukast og fólk upplifað mikla velmegun hafa ým- iskonar vandamál vaxið í fjármálum og ekki síst í uppeldismálum.“ Samtalstækni reynist vel – Er þörf á sérstökum nám- skeiðum fyrir uppalendur? „Já, þar er vakningarþörf. Ég tel að fræðsla væri til bóta – þótt margir standi sig vel í uppeldisstarfinu. En oft og tíðum þarf að hjálpa fólki til að leysa einföld mál – kenna því að tala saman, kenna því ákveðna samtal- stækni. Þegar fólk þarf til dæmis að koma viðkvæmum skilaboðum til skila er gott að segja fyrst eitthvað jákvætt og koma síðan á framfæri því neikvæða sem ætlunin er að vekja máls á. Og svo að loka málinu með því að segja aftur eitthvað jákvætt. Þetta er dæmi um samtalsaðferð sem dugir mjög vel og margir hafa sagt mér að hafi hjálpað til að leysa vand- mál.“ Önnur samtalsaðferð er svokölluð speglunaraðferð – að leyfa fólki að tjá sig og spegla það svo – segja aftur það sem fólk var að segja með öðrum orðum. Þá finnur viðkomandi að það er allt í lagi að tjá sig – finnur að: „Ég má vera ég.“ Í staðinn fyrir að strax sé byrjað að andmæla eða rökræða eða draga í efa það sem viðkomandi segir finnur hann að hann má segja sína skoðun, og segir svo þar af leiðandi örlítið meira næst. Með þessu móti kemst fólk oft að kjarna málsins, ein- hverjum þeim vanda sem það þarf að koma á framfæri, en hefði ella ekki gert það. Allt hefði lent í rökræðum – sem stoppar fólkið. Ég gæti sagt ótal sögur úr mínu starfi þar sem fólk hefur opnað sig með þessari aðferð. Vel heppnuð speglun getur orðið til þess að eftir kannski hálftíma er manneskjan búin að segja eitthvað það sem hún hefur kannski þagað yf- ir í áratugi. Ég veit um dæmi þar sem fólk hef- ur verið í miklum óskilgreindum vanda – og hefur þá fengið sjúkdóms- greininguna „þunglyndi“. Mikið er gert af því að gefa þung- lyndislyf en ekki jafn mikið gert af því að tala við fólk, þetta mætti breytast. Stundum er það eitthvað úr æsku sem veldur því að fólk hefur þróað með sér kvíða sem verður síðar að þunglyndi. Um getur t.d. verið að ræða misnotkun hjá ungum stúlkum. Hafi ég grun um slíkt vísa ég æv- inlega á Stígamót.“ Sorgin verður að hafa sinn gang – Hvað með ástvinamissi? „Fólk gefur sér oft ekki nægan tíma til að syrgja – það eru svo marg- ir með „asasótt“. Svo deyr kannski einhver annar ástvinur fimm árum síðar eða svo – og þá allt í einu fær viðkomandi manneskja útrás fyrir sorgina sem hefði átt að vinna úr fimm árum fyrr – en þá er kannski ýmislegt slæmt búið að gerast í milli- tíðinni sem hefði ekki þurft að gerast. Manneskja sem situr uppi með óuppgerða sorg er miklu móttæki- legri fyrir alls konar kvillum.“ – Hjálpa svokölluð sorgarfélög eða ala þau á sorgardekri? „Æskilegast væri að úr sorginni væri unnið með þeim náttúrlega hætti sem áður var, þegar fjöl- skyldan var saman, margir ættliðir – og afi og amma deildu sinni reynslu – en það hefur slitnað talsvert bandið á milli kynslóða, svo það er oft nauð- Vakningar er þörf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í sálgæslustarfi Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson hlustar áhugasamur á einn skjólstæðing. Í samfélagi þar sem flest virðist á hverfanda hveli er hlutverk presta mikil- vægt, þeir eru sálna- hirðar í losaralegu um- hverfi okkar. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við séra Kristin Ágúst Frið- finnsson, sóknarprest í Hraungerðisprestakalli, sem leggur mikla áherslu á sálgæslu í starfi sínu, en sálgæslan er þáttur í preststarfinu sem verður æ þýðingarmeiri. »Menn uppskera ekki alltaf eins og þeir sá. Himnaríki er ekki alveg komið, mér þykir leitt að segja það. En menn verða að læra að taka því. Kannski er hinn stóri sálgæsluboðskapur: Þrátt fyrir allt ætlum við að halda áfram.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.