Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til sölu eignarhaldsfélag. Fasteign félagsins er fjölbýlishús við Strauss- berger Strasse, í Berlín, Þýskalandi. Húsið er með 20 íbúðum, þar af eru 15 í útleigu. Nánari uppl. hjá HÚSA- NAUST fasteignasölu, Borgartúni 29. Verð 60 millj. BERLÍN - FYRIR FJÁRFESTA Rauðagerði 14 - 1. hæð Opið hús í dag sunnudag frá kl. 16-18 Falleg 166,5 fm hæð, þar af 22,5 fm bílskúr á góðum stað. Stórar og bjartar stofur, 3 svefnherb., tvennar svalir, sérinng. Vel viðhaldið hús með fallegum garði. Búið að teikna upp breytingar á íbúðinni. Laus fljótlega. V. 39,9 millj. Davíð og Sigrún taka á móti áhugasömum í dag, sunnudag, frá kl. 16-18. Þórarinn M.Friðgeirsson lögg.fasteignasali Sími 899-1882 Sími 588 4477 ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Bakkabraut 4 - Kópavogi Til leigu mjög gott ca 625 m2 iðnaðarhúsnæði við Bakkabraut í Kópavogi. Fiskvinnsla hefur verið rekin í húsinu á undan förnum árum. Húsnæðið skiptist í tvo sali með innkeyrsludyrum, kæliklefa, starfsmannaaðstöðu og litla skrifstofuaðstöðu á efri hæð. Gott malbikað plan er fyrir framan. Hér er um að ræða mjög rúmgott húsnæði sem hentað getur margvíslegri starf- semi. Húsnæðið er laust, hagstæð leigukjör. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson sölumaður Húsakaupa í síma 840 4049. Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Tjarnarmýri 39, Seltjarnarnesi Falleg 4ra herb. útsýnisíbúð Opið hús í dag frá kl. 14-15 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Einstaklega björt og falleg 106 fm 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í vönduðu fjölbýli á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í bjart hol, rúmgóða stofu með útsýni til suðurs, opið eldhús með fallegri, hvítri innréttingu, 2 herbergi og baðherbergi, auk vinnu-og /eða sjónvarpsstofu á efri hæð. Mjög góð lofthæð í eldhúsi og stofu og útgangur úr eldhúsi á flísalagðar suðursvalir. Massíft eikarparket á gólfum. Stæði í upphitaðri bílageymslu og 10 fm sér geymsla í kj. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 37,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-15. Íbúð merkt 0302. Verið velkomin. m b l 9 0 9 6 7 0 Á FJÓRÐUNGSÞINGI Vest- firðinga á Tálknafirði um helgina komu fram margar athyglisverðar tillögur. Ein þeirra vakti mikil við- brögð – svo ekki sé kveðið fastar að orði. Innihald hennar var að kanna kostina og gallana við það að lýsa yfir efnahags- legu sjálfstæði Vest- fjarða – stofna fríríki. Mörgum þykir eflaust að hér sé um vitlausa grínhugmynd að ræða sem ekkert erindi eigi inn í umræðuna. Ég er því ósammála. Það myndi vissulega orka tvímælis að senda slíka ályktun óbreytta frá þinginu en tillaga sem þessi snert- ir samt kjarnann í stöðu Vest- fjarða í dag. Það fór að lokum svo að tillagan fór breytt út úr nefnd og var samþykkt að fela stjórn sambandsins að skoða hlutdeild Vestfjarða í efnahagskerfi þjóð- arinnar sl. áratugi. Þessi könnun er mjög svo athyglisverð og fróð- legt verður að fylgjast með nið- urstöðun hennar. Sóknin í fiskinn, sem ekki er lengur frjáls, hefur snúið öllu á hvolf – vissulega er aflaverðmætið mikið en það þarf æ færri hendur til að vinna fiskinn. Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga og skatt- kerfið í heild hafa tekið slíkum breytingum að köld hagkerfi sitja eftir. Stóriðjubjargræðisráð undangenginna rík- isstjórna hafa ekki haft þensluhvetjandi áhrif á Vestfjörðum og sem verra er hefur þenslan annars staðar haft neikvæð áhrif á efnahagslíf Vest- fjarða. Það er með ólíkindum að hagfræði opinberra aðila gangi út á innspýtingu í heit hagkerfi en samdrátt á köldum svæðum. Enn og aftur er vert að minnast þess sem Roosevelt gerði í stöðnuðu hag- kerfi Bandaríkjanna 1933 – og kom hagkerfi þjóðar sinnar aftur í gang á nokkrum misserum. Svæð- isbundin innspýting er alþekkt fyrirbæri og eitt af verkfærum stjórnvalda hverju sinni. Þeir sem keyra frá Brjánslæk norður til Bolungarvíkur fara ekki á mis við gríðarlega náttúrufegurð svæðisins. Ég er sannfærður um að svæðið sé nær fullkomið með tilliti til náttúrufegurðar og um- gjarðar sem fjölskylduvænt um- hverfi. Það vantar hins vegar ým- islegt upp á til þess að hér geti allt blómstrað á ný. Stjórnvöld bera þar mikla ábyrgð og hafa í hendi sér ýmis verkfæri sem geta haft gríðarlega mikil áhrif til góðs. Vestfirðingar sjálfir verða líka að leggja ýmislegt á sig til þess að uppbyggingin megi takast sem best. Téður Roosevelt sagði einnig við bandarísku þjóðina: „Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.“ Það er lykilatriði fyrir fólk á svæðinu að leggja óttann á hilluna því hann mengar og dreg- ur úr bjartsýni og framtakssemi. Nú virðist ljóst að gríðarleg inn- spýting í hagkerfið haldi áfram á suðvesturhorninu með álveri í Helguvík og stækkun Norðuráls. Þetta kallar á frekari virkj- anaframkvæmdir á svæðinu. Rík- issjóður og ríkisfyrirtæki koma til með að dæla fjármagni í sjóðandi heitt hagkerfi höfuðborgarsvæð- isins. Vestfirðingar hafa komið fram með mjög svo raunhæfar og sanngjarnar hugmyndir sem lík- legt er að komi til með að hafa áhrif á uppbyggingu Vestfjarða. Vissulega er mikilvægast að hraða uppbyggingu grunngerðarinnar, þ.e. vega, fjarskipta og raforku- mála, en einstaka aðgerðir hafa áhrif strax. Bygging öldrunardeildar í Bol- ungarvík og skipulagning endur- menntunar á byggingartímanum er aðgerð sem hefði mikil áhrif og það strax. Kostnaðurinn er óveru- legur þegar horft er á heild- armyndina. Stofnun sjálfstæðs há- skóla á Vestfjörðum myndi sömuleiðis skila gríðarlega miklu á stuttum tíma. Fyrir vestan eru nú þegar nokkrir háklassavís- indamenn sem gætu tengst rann- sóknum og kennslu á sínu sviði frá fyrsta degi. Niðurgreiddar strand- siglingar á meðan uppbygging veganna á sér stað myndi skila sér beint í buddu íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Hér er aðeins stiklað á stóru og fleiri raunhæfar og góðar hugmyndir liggja hjá stjórnvöld- um til skoðunar. Boltinn liggur hjá stjórnvöldum en þolinmæðin, sú dyggð sem hef- ur verið Vestfirðingum tömust í gegnum tíðina, er ekki takmarka- laus. Verkefni Vestfirðinga er hins vegar að henda óttanum fyrir róða og sýna fram á mikilvægi fjórð- ungsins frá öllum hliðum. Bjart- sýni fer miklu betur með réttsýn- inni en ótti og gremja. Með bjartsýnina og réttsýnina að vopni er ekkert sem kemur í veg fyrir uppbyggingu Vestfjarða. Réttsýni – bjartsýni Grímur Atlason skrifar um uppbyggingu Vestfjarða »Með bjartsýnina ogréttsýnina að vopni er ekkert sem kemur í veg fyrir uppbyggingu Vestfjarða. Grímur Atlason Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.