Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 54

Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 54
54 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til sölu eignarhaldsfélag. Fasteign félagsins er fjölbýlishús við Strauss- berger Strasse, í Berlín, Þýskalandi. Húsið er með 20 íbúðum, þar af eru 15 í útleigu. Nánari uppl. hjá HÚSA- NAUST fasteignasölu, Borgartúni 29. Verð 60 millj. BERLÍN - FYRIR FJÁRFESTA Rauðagerði 14 - 1. hæð Opið hús í dag sunnudag frá kl. 16-18 Falleg 166,5 fm hæð, þar af 22,5 fm bílskúr á góðum stað. Stórar og bjartar stofur, 3 svefnherb., tvennar svalir, sérinng. Vel viðhaldið hús með fallegum garði. Búið að teikna upp breytingar á íbúðinni. Laus fljótlega. V. 39,9 millj. Davíð og Sigrún taka á móti áhugasömum í dag, sunnudag, frá kl. 16-18. Þórarinn M.Friðgeirsson lögg.fasteignasali Sími 899-1882 Sími 588 4477 ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Bakkabraut 4 - Kópavogi Til leigu mjög gott ca 625 m2 iðnaðarhúsnæði við Bakkabraut í Kópavogi. Fiskvinnsla hefur verið rekin í húsinu á undan förnum árum. Húsnæðið skiptist í tvo sali með innkeyrsludyrum, kæliklefa, starfsmannaaðstöðu og litla skrifstofuaðstöðu á efri hæð. Gott malbikað plan er fyrir framan. Hér er um að ræða mjög rúmgott húsnæði sem hentað getur margvíslegri starf- semi. Húsnæðið er laust, hagstæð leigukjör. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson sölumaður Húsakaupa í síma 840 4049. Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Tjarnarmýri 39, Seltjarnarnesi Falleg 4ra herb. útsýnisíbúð Opið hús í dag frá kl. 14-15 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Einstaklega björt og falleg 106 fm 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í vönduðu fjölbýli á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í bjart hol, rúmgóða stofu með útsýni til suðurs, opið eldhús með fallegri, hvítri innréttingu, 2 herbergi og baðherbergi, auk vinnu-og /eða sjónvarpsstofu á efri hæð. Mjög góð lofthæð í eldhúsi og stofu og útgangur úr eldhúsi á flísalagðar suðursvalir. Massíft eikarparket á gólfum. Stæði í upphitaðri bílageymslu og 10 fm sér geymsla í kj. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 37,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-15. Íbúð merkt 0302. Verið velkomin. m b l 9 0 9 6 7 0 Á FJÓRÐUNGSÞINGI Vest- firðinga á Tálknafirði um helgina komu fram margar athyglisverðar tillögur. Ein þeirra vakti mikil við- brögð – svo ekki sé kveðið fastar að orði. Innihald hennar var að kanna kostina og gallana við það að lýsa yfir efnahags- legu sjálfstæði Vest- fjarða – stofna fríríki. Mörgum þykir eflaust að hér sé um vitlausa grínhugmynd að ræða sem ekkert erindi eigi inn í umræðuna. Ég er því ósammála. Það myndi vissulega orka tvímælis að senda slíka ályktun óbreytta frá þinginu en tillaga sem þessi snert- ir samt kjarnann í stöðu Vest- fjarða í dag. Það fór að lokum svo að tillagan fór breytt út úr nefnd og var samþykkt að fela stjórn sambandsins að skoða hlutdeild Vestfjarða í efnahagskerfi þjóð- arinnar sl. áratugi. Þessi könnun er mjög svo athyglisverð og fróð- legt verður að fylgjast með nið- urstöðun hennar. Sóknin í fiskinn, sem ekki er lengur frjáls, hefur snúið öllu á hvolf – vissulega er aflaverðmætið mikið en það þarf æ færri hendur til að vinna fiskinn. Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga og skatt- kerfið í heild hafa tekið slíkum breytingum að köld hagkerfi sitja eftir. Stóriðjubjargræðisráð undangenginna rík- isstjórna hafa ekki haft þensluhvetjandi áhrif á Vestfjörðum og sem verra er hefur þenslan annars staðar haft neikvæð áhrif á efnahagslíf Vest- fjarða. Það er með ólíkindum að hagfræði opinberra aðila gangi út á innspýtingu í heit hagkerfi en samdrátt á köldum svæðum. Enn og aftur er vert að minnast þess sem Roosevelt gerði í stöðnuðu hag- kerfi Bandaríkjanna 1933 – og kom hagkerfi þjóðar sinnar aftur í gang á nokkrum misserum. Svæð- isbundin innspýting er alþekkt fyrirbæri og eitt af verkfærum stjórnvalda hverju sinni. Þeir sem keyra frá Brjánslæk norður til Bolungarvíkur fara ekki á mis við gríðarlega náttúrufegurð svæðisins. Ég er sannfærður um að svæðið sé nær fullkomið með tilliti til náttúrufegurðar og um- gjarðar sem fjölskylduvænt um- hverfi. Það vantar hins vegar ým- islegt upp á til þess að hér geti allt blómstrað á ný. Stjórnvöld bera þar mikla ábyrgð og hafa í hendi sér ýmis verkfæri sem geta haft gríðarlega mikil áhrif til góðs. Vestfirðingar sjálfir verða líka að leggja ýmislegt á sig til þess að uppbyggingin megi takast sem best. Téður Roosevelt sagði einnig við bandarísku þjóðina: „Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.“ Það er lykilatriði fyrir fólk á svæðinu að leggja óttann á hilluna því hann mengar og dreg- ur úr bjartsýni og framtakssemi. Nú virðist ljóst að gríðarleg inn- spýting í hagkerfið haldi áfram á suðvesturhorninu með álveri í Helguvík og stækkun Norðuráls. Þetta kallar á frekari virkj- anaframkvæmdir á svæðinu. Rík- issjóður og ríkisfyrirtæki koma til með að dæla fjármagni í sjóðandi heitt hagkerfi höfuðborgarsvæð- isins. Vestfirðingar hafa komið fram með mjög svo raunhæfar og sanngjarnar hugmyndir sem lík- legt er að komi til með að hafa áhrif á uppbyggingu Vestfjarða. Vissulega er mikilvægast að hraða uppbyggingu grunngerðarinnar, þ.e. vega, fjarskipta og raforku- mála, en einstaka aðgerðir hafa áhrif strax. Bygging öldrunardeildar í Bol- ungarvík og skipulagning endur- menntunar á byggingartímanum er aðgerð sem hefði mikil áhrif og það strax. Kostnaðurinn er óveru- legur þegar horft er á heild- armyndina. Stofnun sjálfstæðs há- skóla á Vestfjörðum myndi sömuleiðis skila gríðarlega miklu á stuttum tíma. Fyrir vestan eru nú þegar nokkrir háklassavís- indamenn sem gætu tengst rann- sóknum og kennslu á sínu sviði frá fyrsta degi. Niðurgreiddar strand- siglingar á meðan uppbygging veganna á sér stað myndi skila sér beint í buddu íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Hér er aðeins stiklað á stóru og fleiri raunhæfar og góðar hugmyndir liggja hjá stjórnvöld- um til skoðunar. Boltinn liggur hjá stjórnvöldum en þolinmæðin, sú dyggð sem hef- ur verið Vestfirðingum tömust í gegnum tíðina, er ekki takmarka- laus. Verkefni Vestfirðinga er hins vegar að henda óttanum fyrir róða og sýna fram á mikilvægi fjórð- ungsins frá öllum hliðum. Bjart- sýni fer miklu betur með réttsýn- inni en ótti og gremja. Með bjartsýnina og réttsýnina að vopni er ekkert sem kemur í veg fyrir uppbyggingu Vestfjarða. Réttsýni – bjartsýni Grímur Atlason skrifar um uppbyggingu Vestfjarða »Með bjartsýnina ogréttsýnina að vopni er ekkert sem kemur í veg fyrir uppbyggingu Vestfjarða. Grímur Atlason Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.