Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 79 Hefur þú greinst með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti 6 mánuðum síðan eða ert aðstandandi, þ.e. maki, barn 18 ára og eldri, foreldri, systkini, vinkona eða vinur konu, sem hefur greinst með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti 6 mánuðum síðan? Hvernig litist þér þá á að taka þátt í rannsókn? Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til Persónuverndar. Aðalrannsakendur eru Herdís Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur MSc. og Ingibjörg Hreiðarsdóttir hjúkrunarfræðingur BSc. Meðrannsakendur eru 20 talsins og samanstanda af heilbrigðisstarfsfólki, konum sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og aðstandendum. Þeir eru eftirfarandi: Aðalbjörg Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur MSc. Auður Elísabet Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðíngur BSc. Dóra Júlíussen, félagsráðgjafi BA. Edda Hannesdóttir, meistaranemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Eldey Huld Jónsdóttir, kennari B.ed, félagsráðgjafi MSW og andlegur heilari. Guðrún Þórðardóttir, leikari og kennaranemi við Listháskóla Íslands. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi BA. Jóhanna Björk Briem, sjúkranuddari frá Canada, Craniosacral meðferðanám frá Englandi og MA í uppeldis og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur BSc. Margrét Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari MSc í intergrative psychotherapy. Ragna Dóra Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og meistarnemi í heilsuhagfræði. Ruth Sigurðardóttir, skurðhjúkrunarfræðingur BSc. Sigrún Sæmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc. Sigurður Árnason, sérgrein: krabbameinslækningar. Snorri Ingimarsson, sérgrein: geð- og krabbameinslækningar. Svanhildur Jónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og MA í mannauðsstjórnun. Valgerður Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og djákni. Þóra Baldvinsdóttir, innanhúshönnunarráðgjafi. Þórunn Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og meistaranemi í þýðingum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna með hópviðtölum rýnihópa (focus groups), viðhorf og væntingar kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og aðstandenda þeirra til sérhæfðrar brjóstameinsmiðstöðvar með hliðsjón af hugmynd sem fengið hefur nafnið Lífstré. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort hugmyndin Lífstré samræmist hugmyndum kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og aðstandenda þeirra á þeirri þjónustu sem þau vænta frá greiningu til loka meðferðar og að nýta viðhorf og væntingar þessa tiltekna hóps til frekari framþróunar á þjónustu þeim til handa. Áhætta af þátttöku er í lágmarki þar sem áherslur viðfangsefna rýnihópanna eru á þætti þjónustunnar en ekki á upplifun þátttakenda af sjúkdómi sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í heilbrigðisþjónustu fyrir konur sem greinast með brjóstamein og aðstandendur þeirra. Óskað er eftir 210 þátttakendum.Viðtölin verða á 4-6 vikna tímabili í október og nóvember 2007. Hver hópur hittist einungis einu sinni og mun hvert hópviðtal taka um 1-1½ klst. Leitað er eftir þátttöku fólks af öllu landinu. Fundarstaðir hópviðtalanna verða hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Maður Lifandi Borgartúni, Krabbameinsfélagi Austfjarða og Krabbameinsfélagi Akureyrar. Þeir sem kynnu að hafa áhuga eru beðnir um að leita frekari upplýsinga hjá Herdísi Jónasdóttur í síma 694- 3250 eða Ingibjörgu Hreiðarsdóttur í síma 694-6939. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Hefur þú áhuga á að vera þátttakandi í rannsókn sem snýr að þróun bættrar þjónustu kvenna er greinast með brjóstamein og aðstandenda þeirra? Bubbi og Krebs í Borgarleik- húsinu BUBBI Morthens tók lagið með danska tónlistarmanninum Paul Krebs í Borgarleikhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Bubbi steig á svið með hljómsveit sinni Stríði og friði og lék þrjú ný lög og eitt eldra. Þeir Bubbi og Krebs tóku svo I Shall Be Released úr fórum Bobs Dylan áður en Krebs flutti sinn hluta tónleikanna. Forstjóri Kaupþings í Hollandi stóð fyrir tónleikunum og rann allur ágóði þeirra til góðgerðarmála. Morgunblaðið/Árni Sæberg KVIKMYNDARÖÐIN um galdra- strákinn Harry Potter er orðin sú arðbærasta frá upphafi og hafa myndirnar nú skotið ævintýrum James Bond og Loga Geimgengils ref fyrir rass. Búið er að gera fimm kvikmyndir um Potter og félaga hans en þær hafa alls halað inn um 4,47 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu, að því er fram kemur á vef BBC. Potter hefur því tekið fram úr njósnara hennar hátignar sem átti gamla metið, sem var 4,44 milljarðar dala um allan heim. Þess ber að geta að myndirnar um Bond er nú orðnar 22 talsins. Stjörnu- stríðsmyndirnar sex verma nú þriðja sætið en þær hafa halað inn 4,23 milljörðum dala á heimsvísu. Enn á eftir að klára tvær kvik- myndir til viðbótar um Harry Pot- ter, sem byggjast á skáldsögum breska rithöfundarins J.K. Rowl- ing, en sú sjötta verður frumsýnd á næsta ári og sú síðasta árið 2010. Potter snýr niður Bond og Svarthöfða Miðar James Bond með Harry Potter í sigtinu? Svalur Harry Pot- ter hefur þá alla undir. EMMY-verðlaunin verða veitt í Bandaríkjunum í kvöld, en þar er verðlaunað fyrir það sem best hef- ur þótt í sjón- varpi síðast- liðið árið. Því hefur verið spáð víða að sjón- varpsþátt- urinn Sopr- anos eigi eftir að vinna til margra af þeim 15 verð- launum sem þátturinn er tilnefndur til. Leikkonan Sandra Oh, sem leikur í Grey’s An- atomy, mætir hér til hádegisverð- arboðs síðastliðinn föstudag þar sem boðsgestir voru annars vegar þeir sem tilnefndir eru til verð- launanna góðu en einnig þeir sem eiga að veita verðlaun á hátíðinni. Sandra Oh Emmy- verðlaunin veitt í kvöld FREGNIR herma að Jessica Simp- son ætli að eignast barn með hár- greiðslumeistaranum sínum, sem er samkynhneigður. Hún ætlar í tæknifrjóvgun, og hárgreiðslu- meistarinn hennar og góður vinur, Ken Paves, vill verða faðirinn. Jessica er ógift og ekki í sambúð, en hefur að undanförnu ekki farið í launkofa með löngun sína til barn- eigna. Hún hefur íhugað ættleið- ingu, en haft er eftir heimilda- manni að hana langi til að „upplifa meðgöngu“, því að hún sé „stúlka af gamla skólanum“. Ken langi mikið til að eignast barn, en kærastinn hans sé ekki of æstur í það. Jessica hafi stungið upp á því við Ken að þau notuðu tæknifrjóvgun, og hann hafi sam- þykkt það. Ætli þau að hefja „ferl- ið“ á næstu mánuðum. Jessica er 27 ára. Í fyrra skildi hún við Nick Lachey, en hefur að undanförnu verið orðuð við söngv- arann John Mayer. Aftur á móti eru á kreiki sögusagnir um að hann sé á föstu með Cameron Diaz. Jessica Simpson Hyggur á barneignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.