Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 24
lífshlaup 24 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ algjörlega afstöðulaus heimild- armynd. Þess vegna ákvað ég að fara alla leið og segja persónulega sögu, fara á langt trúnaðarskeið með þessum konum, sem höfðu frá miklu að segja og voru tilbúnar að deila því með öðrum.“ Hvað þarf maður að hafa til að vera góður leikstjóri? Er þessi áhugi á samfélaginu og sam- ferðafólki ekki nauðsyn? „Maður les ótrúlega mikið af skilgreiningum á því hvaða kostum góður leikstjóri þarf að vera búinn og er oft sammála þeim. Á sama tíma hefur maður heyrt um leik- stjóra sem hafa ekkert af umrædd- um kostum til að bera en gera samt góðar myndir. Ég held að það sé mjög leiðinlegt að vera leikstjóri sem hefur ekki áhuga á lífinu og sögum af fólki.“ Hvaða eiginleika finnst þér sjálfri þú þurfa að rækta með þér til að verða betri leikstjóri? „Ég held það sé gott að vera ágætur í mörgu frekar en að hafa einn afburða hæfileika. Mér hefur oft þótt það vera minn kostur að vera ekki snillingur í neinu! Þetta er spurning um að vera duglegur að fá hugmyndir, sigta miskunn- arlaust úr þeim og þróa þær sem manni finnst góðar. Að vera trúr sjálfum sér og því sem maður er að segja og láta verkefnið alltaf vera stærri en þú. Að bera virðingu fyr- ir verkefninu er númer eitt, tvö og þrjú.“ Hvernig týpa þarf leikstjóri að vera? Vinnudagarnir eru oft langir og miklar tarnir við tökur. „Ég held maður stilli sig bara inn á þetta og venjist þessu, ann- aðhvort á þetta við mann eða ekki. Leikstjóri á setti verður að sýna fordæmi og má auðvitað ekki vera sérhlífinn. Maður getur ekki leyft sér slíkt. Sjálfri finnst mér það geta verið mjög gott frí frá venju- bundna lífinu að fara inn í töku- tímabil. Það getur verið ákveðin slökun í því, þú ert bara með einn fókus. Mér finnst mjög gaman á tökustað, sérstaklega ef maður er vel undirbúinn og með góðu fólki þá er þetta mjög skapandi tími og skemmtilegur.“ Ertu búin að safna ákveðnu sam- starfsfólki í kringum þig? „Þetta er frekar lítill heimur en ég er ekki búin að ættleiða neinn ennþá. Maður verður að passa sig á því að takmarka sig ekki, þrátt fyrir að ég hafi átt gífurlega ánægjulegt samstarf við ákveðið fólk. Við eigum ótrúlega mikið af afar duglegu og hæfileikaríku fólki, svo það er aldrei vandamál í vinnu við stórt verkefni að manna það vel.“ Leikstýrir Stelpunum Silja hefur líka unnið við sjón- varp en hún hefur komið að hand- ritsgerð gamanþáttanna Stelpurnar sem sýndir eru á Stöð 2 og Saga- film framleiðir. Ennfremur leik- stýrir hún væntanlegri þáttaröð af Stelpunum sem tekin var upp á fimm vikum í sumar. Ekki er end- anlega búið að ákveða hvenær þættirnir fara í sýningar en núna er Stöð 2 að sýna næstu þáttaröð á undan, sem leikstýrt er af Sævari Guðmundssyni. „Handritið er skrifað af litlum hópi sem þó er einhver hreyfing á. Ég var með til að byrja með og hef stokkið í þetta inn á milli. Ég er mjög ánægð með þessa þætti.“ Hvernig er að vinna með öllum þessum stelpum? „Það er alveg frábært. Þetta er skemmtilegt verkefni og mikil framleiðsla á stuttum tíma.. Þú þarft að vinna um þrisvar sinnum hraðar en í stórri kvikmynd. Þetta er mjög góður skóli, enginn tími til að velta sér upp úr hlutunum, held- ur verður að taka allar ákvarðanir hratt. Eina spurningin sem þarf að svara er: Er þetta fyndið? Ef því takmarki er náð, þá er haldið áfram.“ Koma önnur vandamál upp en á setti bíómyndar? „Vinnan þarf að vera mjög fljót- andi hvað varðar hvað gert er á hverjum degi. Planið getur auð- veldlega riðlast og maður þarf að vera tilbúinn að miðla málum. Þitt hlutverk sem leikstjóri er að vernda verkefnið, sama hvað það er. Þú ert að svíkja verkefnið ef þú gerir vondar málamiðlanir.“ Núna er ekki mikið um vinnu við gerð íslenskra þáttaraða. Það hlýt- ur að vera ákveðið tækifæri að fá að taka þátt í svona ævintýri? „Það er það sem er svo skemmti- legt við þetta; að gera leikið efni og mikið af því á stuttum tíma, finna að maður þjálfast upp og hópurinn pússast saman. Það er svo mik- ilvægt að við Íslendingar einbeitum okkur að leiknu efni í sjónvarpi. Það er svo augljóst mál að það á eftir að skila sér í betra sjónvarpi og mögulega betri kvikmyndum. Raddirnar varðandi að það sé við- vaningsblær á íslenskum bíómynd- um er að lægja en það þarf að halda áfram á þessari braut og framleiða meira íslenskt efni.“ Erum gagnrýnni á íslenskt efni Íslendingar virðast gagnrýnni á íslenskt efni en annað, á meðan horfa þeir kannski á hvaða amer- ískt efni sem er. „Ég held að við séum gagnrýnni á íslenskt efni og ég skil það alveg, svo lengi sem gagnrýnin er á faglegum for- sendum. Fólk er gagnrýnna á það sem stendur því nær. Þetta er okk- ar raunveruleiki. Maður tekur frek- ar eftir vondum leik á íslensku en á erlendu tungumáli. Mér finnst þessi gagnrýni eiga fullan rétt á sér á meðan við höldum áfram að fara í bíó og tökum saman þátt í uppalendahlutverkinu.“ Silja vill gjarnan sjá meira leikið efni í sjónvarpi. „Það er ekki hægt að halda því fram endalaust að það sé ekki hægt að framleiða leikið efni af því það sé svo dýrt. Þú sest þá bara niður með höfund á launum og skrifar þáttaröð sem gerist bara í einu eldhúsi. Það er alveg hægt. Miklu máli skiptir að setja pening í þróunarkostnað, handritaskrifin,“ segir Silja en henni finnst það svið vanrækt. „Ef peningaskortur hefur þau áhrif að þú ferð of snemma í fram- leiðslu, sem gerist oft því undirbún- ingstími er líka dýr, þá ertu búinn að tapa fyrirfram. Eðlilegra er að eyða meiri pening í þróun og end- urskrif handrita og sníða sér stakk eftir vexti, frekar en að framleiða þátt sem gerist á Mars og Júpíter til skiptis í mörgum tímabeltum og hafa lítinn tíma til að þróa hann. Hins vegar sýnist mér að það séu miklar og jákvæðar breytingar í leiknu sjónvarpsefni um þessar mundir og ég vona innilega að þær haldi áfram í rétta átt.“ Meiri tíma í handritagerð Silja segir að það sé mikilvægt að Íslendingar bæti sig á þessu sviði. „Standardinn er orðinn mjög hár hvað allt annað varðar en við klikkum enn á þróun handrita því tíminn er aldrei nægur. Mjög fáir handritahöfundar eru að störfum á Íslandi. Ég veit allavega ekki um neinn sem starfar í fullri vinnu við að skrifa handrit. Einhver mætti þá kynna okkur! Við verðum að fara að eyða meiri tíma í þróun og skrif. Fagleg þekking er komin á öllum öðrum vígstöðvum. Það er hægt að gera allt frá Hollywood- myndum í afar ódýrar myndir, sem gefa hinum fyrrnefndu ekkert eftir, eins og sannast hefur undanfarið. Eina sem vantar er skilningur og meðvitund um að lengja þróun- artímabilið og að fleiri komi að því.“ Silja hefur starfað nokkuð við auglýsingagerð. „Síðasta árið hef ég unnið með Sagafilm en þar hef ég verið í mörgum ólíkum auglýsingaverk- efnum, bæði minni og stærri.“ Er auglýsingaleikstjórn góður skóli? 1 2 3 4 »Ég held að maður eigi að sleppa öllum meistaratöktum í sínu plani og láta heiðarleikann gagnvart hverju verkefni fyrir sig stjórna ferðinni.“ »Kannski var ég svona hrokafull en mér fannst þetta eðlilegt framhald á þessum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.