Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hvert fer fangi #38699-079? Erlent | Margir halda að stjórnvöld í Panama fyllist hryllingi við þá tilhugsun eina að Manuel Antonio Noriega verði framseldur. Alþjóðamál |Þótt George W. Bush sé ekki talinn hafa mikla þekkingu á sögunni hamlar það honum ekki að nota hana til að réttlæta stefnu sína. Föst í fréttaneti | Lúis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar er hundskammaður eftir jafnteflið við Íslendinganna. VIKUSPEGILL » Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is E nginn skortur er á samsæris- kenningum; sú áhugaverðasta er á þá leið að herstjórinn gamli verður færður í járnum til Frakklands og endurgjaldið verði fólgið í komu franskra verktakafyr- irtækja að breikkun Panama-skurðsins. Vís- ast höfðu flestir gleymt dómnum, sem kveð- inn var upp yfir Manuel Antonio Noriega að honum fjarstöddum í Frakklandi árið 1999 en lögmenn þessa fyrrverandi einræðisherra í Panama freista þess nú að koma í veg fyrir að framsalskrafan nái fram að ganga. Hald margra er, að stjórnvöld í heimalandi hans fyllist hryllingi við þá tilhugsun eina að hann kunni að snúa aftur. Talsmenn Fangelsismálastofnunar Banda- ríkjanna höfðu gefið til kynna að Noriega yrði sleppt úr haldi um liðna helgi sökum „góðrar hegðunar“ en síðustu 17 árum ævi sinnar hefur hann varið innan fangelsismúra í Miami. Bandarísk stjórnvöld stefna að því að verða við framsalskröfunni og var áætlun þeirra sú að flytja Noriega beint úr fanga- klefanum til Frakklands. Þar var hann á sín- um tíma dæmdur in absentia til 10 ára fang- elsisvistar fyrir peningaþvætti. Lögmenn hans boðuðu að þeir hygðust vísa kröfunni til áfrýjunardómstóls í Atlanta í Georgíu-ríki. Rök þeirra eru þau að við réttarhöldin yfir Noriega í Bandaríkjunum hafi hann verið yf- irlýstur stríðsfangi og því njóti hann verndar samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálanna. Stjórnvöld í Frakklandi viðurkenni ekki stöðu hans sem stríðsfanga og því komi framsal ekki til álita. Dómari í Miami hafn- aði þessari röksemdarfærslu og kvaðst hafa fengið tryggingar fyrir því að Frakkar myndu sjá til þess að herstjórinn alræmdi myndi fá sömu meðferð þar og í Bandaríkj- unum. Þessum úrskurði hyggjast lögmenn Noriega áfrýja. Þangað til botn fæst í málið dvelur hann í fangaklefanum, sem verið hef- ur heimili hans undanliðin 17 ár. Á mála hjá CIA Innrás Bandaríkjamanna í Panama í des- embermánuði árið 1989 kom Noriega gjör- samlega í opna skjöldu. Hann hafði að vísu verið varaður við og honum stóð til boða að fara úr landi gegn loforði um að hann myndi engin afskipti hafa af stjórnmálum. Að sögn lögmanns hans, Franks Rubino, fékk Nor- iega ekki trúað því að gamall vinur hans og samstarfsmaður, George H. W. Bush Banda- ríkjaforseti, faðir núverandi forseta, myndi reynast reiðubúinn að reka rýtinginn í bak honum. Það reyndust alvarleg mistök. Bush forseti, sem átt hafði samstarf við Noriega er hann var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og sá síðarnefndi stjórnandi leyniþjónustu hersins í Panama, blés til innrásarinnar undir yfirskriftinni „Réttlátur málstaður“ (e. „Just Cause“). Um 26.000 hermenn tóku þátt í innrásinni og höfðu Bandaríkjamenn þá ekki beitt svo fjöl- mennu herliði gegn erlendu ríki frá því í Ví- etnam-stríðinu. 5.000 manna stjórnarher Pa- nama gat litla sem enga mótspyrnu veitt. Noriega leitaði skjóls í sendiráði Páfa- garðs í Panama-borg. Hann leitaði ákaft eft- ir hæli erlendis en fékk alls staðar neitun. Bandaríkjamenn sátu um sendiráðið og beittu sálfræðihernaði, sem m.a. fólst í því að geysiöflugum hátölurum var komið upp við sendiráðið og rokktónlist leikin allan sólar- hringinn. Slíkt fær enginn venjulegur maður þolað og svo fór að Noriega gafst upp 3. jan- úar 1990. Hann var snimhendis handtekinn og fluttur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir eiturlyfja- smygl og peningaþvætti. Bush forseti fagn- aði niðurstöðunni sem mikilvægum áfanga í „eiturlyfjastríðinu“ svonefnda og lofsöng bandaríska réttarkerfið, sem tryggt hefði að sakamaðurinn hefði hlotið réttláta málsmeð- ferð. Þótt fáir yrðu til þess að koma Noriega til varnar varð ekki hjá því komist að upplýst væri um langt samstarf hans og Bandaríkja- manna. Og nú þegar herstjórinn fyrrverandi, sem er orðinn er 73 ára gamall, á yfir höfði sér fangelsisvist í Frakklandi beinist athygl- in enn á ný að þeirri samvinnu sem Banda- ríkjamenn áttu við herforingja og illfygli í Rómönsku-Ameríku á dögum Kalda stríðs- ins. Í þeim heimshluta hefur Bandaríkja- mönnum löngum gengið illa að veðja á réttan hest. Sú lýsing á augljóslega við um Manuel Antonio Noriega; vitað er að bandarískum ráðamönnum var um margra ára skeið kunn- ugt um samstarf hans og eiturlyfjasmyglara í Kólumbíu auk þess sem mannréttindabrot- in og ofbeldið gátu ekki farið framhjá nokkr- um manni. Noriega var á hinn bóginn talinn mikilvægur bandamaður og því álitið ráðlegt að líta framhjá óþægilegum staðreyndum um stjórnarfarið með tilvísun til stærri hagsmuna í heimshlutanum. Þetta mat fór ekki framhjá herstjóranum og mistök sín töldu bandarískir ráðamenn aðeins geta leiðrétt með stórfelldri innrás. Í réttarhöldum yfir Noriega í Bandaríkj- unum komu ýmsar óþægilegar staðreyndir í ljós. Noriega hafði unnið sig upp innan hers- ins og í skóla þeirrar stofnunar á sjöunda áratugnum hafði hann gerst málaliði banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA. Sem yfirmað- ur leyniþjónustu Panama-hers gat hann miðlað mikilvægum upplýsingum til Banda- ríkjamanna. Í réttarhöldunum yfir Noriega árið 1991 var frá því greint að CIA hefði alls greitt honum 320.000 dollara í laun fyrir störf sín auk þess hann hefði hlotið „styrki til tiltekinna verkefna“, sem samtals hefðu numið um 11 milljónum dollara (rúmum 700 milljónum króna). Bandaríkjamenn fengu að nýta Panama sem njósnamiðstöð í Mið-Ameríku. Þeirri starfsemi var ekki síst beint gegn komm- únistastjórn Fídels Castro á Kúbu. En ný „ógn“ hafði skotið upp kollinum í álfunni undir lok áttunda áratugarins. Þar ræddi um byltingarstjórn sandinista í Níkaragva, sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti taldi öldungis nauðsynlegt að koma frá völdum. Fyrir liggur að Oliver North, ofursti og að- alskipuleggjandi ólöglegrar vopnasölu til Írans og aðstoðar við Contra-skæruliða í Níkaragva, átti fund með Noriega á Ritz- glæsihótelinu í London í septembermánuði árið 1986. Heimildir eru fyrir því að No- riega hafi boðist til að láta drepa helstu leiðtoga sandinista. Ekki kom til þess að það boð væri þegið en Bandaríkjamenn vissu vel hvern mann Noriega hafði að geyma. Raunar höfðu upp- lýsingar um samstarf hans við eiturlyfja- baróna í Kólumbíu lengi legið fyrir og ráða- mönnum hafði þráfaldlega verið bent á að stjórnarfarið hefði farið síversnandi frá því að Noriega hafði gerst einráður í Panama árið 1983. Heiðraður í Frakklandi Þrátt fyrir þetta naut Noriega stuðnings bandarískra ráðamanna allt þar til í byrjun árs 1988 er hann var formlega ákærður fyr- ir eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna. Eftir það varð rás atburða hröð. Noriega segir að í marsmánuði 1988 hafi hann átt fund með tveimur fulltrúum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, sem boðið hafi honum tvær milljónir dollara fyrir að fallast á að fara úr landi. Þessa frásögn staðfestir Everett Ellis Briggs, sendiherra Bandaríkjastjórnar í Panama frá 1982 til 1986, að hluta í grein er hann ritaði í dagblaðið International Herald Tribune í liðinni viku. Briggs segir að í fyrstu hafi verið leitað eftir samkomulagi við Noriega í þá veru að hann gæfi sig fram gegn því að hljóta mildari dóm. Þessu hafi herstjórinn hafnað. Þótt að sönnu megi það teljast ótrúlegt hafi Noriega þá verið boðið að segja af sér og halda í útlegð t.a.m. til Venesúela eða Spánar. Þessu boði hafnaði herstjórinn einnig og virðist ekki hafa gert sér ljóst, að Bandaríkjamenn höfðu þá ákveðið að koma honum frá völdum. Örlög Manuels Noriega voru ráðin. Talið er að um 3.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi í herförinni gegn Noriega árið 1989. Mannfall í herjum beggja var lítið. Auk Frakka hafa stjórnvöld í Panama einnig farið fram á að Noriega verði fram- seldur en þar á hann yfir höfði sér 40 ára fangelsisdóm fyrir morð, mannréttindabrot og spillingu í sex ára stjórnartíð sinni. Efa- semdir hafa á hinn bóginn vaknað um að hugur fylgi máli. Noriega þekkir vel til margra þeirra sem nú eru við völd í heima- landi hans og hann kann að búa yfir óþægi- legum upplýsingum. Margir óttast og að Noriega gæti hæglega komið sér undan dómi með því að bera fé á menn innan dómskerfisins í Panama, sem annálað er fyrir spillingu. Margir óttast og að her- stjórinn gamli gæti hæglega komið sér und- an dómi með því að bera fé á rétta aðila innan dómskerfisins í Panama, sem annálað er fyrir spillingu. Þá nýtur sú skoðun nokk- urs fylgis, að Noriega gæti reynst frið- arspillir og raskað stöðugleika í landinu en margir eru raunar þeirrar hyggju að ástæðulaust sé að óttast hann. Fylgi við hann sé lítið sem ekkert og óhugsandi sé að hann geti komið róti á stjórnmál og sam- félag. Ein kenningin er því sú, að ráðamenn í Panama hafi leitað til franskra stjórnvalda og farið þess á leit að framsals yrði krafist með tilvísun til dómsins, sem Noriega hlaut þar árið 1999. Á móti verði tryggt að horft verði með velvilja til franskra verktakafyr- irtækja þegar hafist verður handa um að breikka Panama-skurðinn, sem verður gríð- arlega fjárfrekt og umfangsmikið verkefni. Í valdatíð sinni átti Noriega umtalsvert samstarf við Frakka og hermt er að hann hafi ítrekað heimilað frönskum skipum með kjarnakleyf efni innanborðs að sigla um Pa- nama-skurðinn á leið til kjarnorkutilrauna í Pólynesíu á Kyrrahafi. Allt að einu er ljóst að Frakkar höfðu nokkrar mætur á No- riega. Hann var t.a.m. sæmdur heiðursorð- unni frægu, Légion d’Honneur, árið 1987. Líklegt er að þau samskipti öll verði rifjuð upp fari svo, að herstjórinn gamli, fangi #38699-079, haldi í afar langa heimsókn til Frakklands. Til stóð að sleppa Manuel Antonio Noriega, fyrrverandi einræðisherra í Panama, eftir 17 ára vist í fangelsi í Bandaríkjunum en nú hefur þess verið krafist að hann verði framseldur til Frakklands AP Endalok Manuel Antonio Noriega í janúarmánuði árið 1990, er hann var færður fyrir dómara í Miami í Bandaríkjunum, nokkrum dögum eftir að hafa gefist upp í Panama-borg. ERLENT» Í HNOTSKURN »Manuel Antonio Noriega Morenofæddist í einu af fátækrahverfum Panama-borgar 11. febrúar árið 1934. Hann gekk ungur í herinn og hlaut þar skjótan frama. Noriega lýsti sjálfan sig hershöfðingja árið 1983 og varð þá í raun einráður í landinu þó svo hann skipaði sjálfan sig aldrei forseta. » Í fangelsinu mun hann hafa lesiðheimspeki og herfræði af kappi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.