Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDAVITUND ÍSLENDINGA Þ ú ert bjartsýnn, lagsi. Ætlar að skrifa um eitthvað sem ekki er til,“ sagði ágætur mað- ur þegar til tals kom að ég hygðist skrifa grein um neytendavitund Ís- lendinga. Vissulega var hann með glott á vörum, en öllu gríni fylgir al- vara. Kannski á hann líka kollgát- una? Það er nefnilega ekki örgrannt um að við Íslendingar séum ómeð- vitaðir neytendur, a.m.k. fer það orð af okkur. Ryðjum við ekki bara vörum ofan í körfuna í kjörbúðinni og hirðum hvorki um hillu- né kassa- verð? Reynir nokkur þjóð heldur jafn rækilega á þanþol buddunnar þegar hún fatar sig upp, fer út á ga- leiðuna eða festir kaup á bíl eða hjól- hýsi beint úr kassanum? Eða er þetta ef til vill að breytast? Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, segir það sína reynslu að fólk hafi almennt áhuga á neytendamálum. Það sé aftur á móti flókið að vera neytandi á Íslandi. Markaðsáreitið sé mikið, m.a. á börn, og alltaf eitthvað nýtt að koma fram á sjónarsviðið. Það sem er vin- sælt í dag er gleymt á morgun. „Er nema von að fólk fórni höndum?“ spyr hún. Að dómi Brynhildar vinnur hvat- vísi Íslendinga gegn neytendavit- undinni. „Við erum upp til hópa of hvatvís og höfum heldur ekki tilfinn- ingu fyrir því að samstaðan hefur áhrif. Þegar allt kemur til alls erum það við, almenningur í landinu, sem stjórnum því hvað er á markaði og hvað ekki. Hér er ekkert verðlags- eftirlit. Þetta er í okkar höndum. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir þessu valdi okkar. Samt ætti það að vera okkur í lófa lagið að snúa bök- um saman í þessu litla samfélagi – og vera kröfuharðari.“ Tveir meginþættir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, tekur undir það sjónarmið að Íslendingar mættu hafa meiri neyt- endavitund en hefur þó á tilfinning- unni að hún fari vaxandi hér á landi. Engar rannsóknir liggja fyrir í þess- um efnum en Gísli vonast til að reglulegar mælingar á vegum tals- manns neytenda á því hvort neyt- endur telji sig þekkja rétt sinn í neytendamálum sýni aukningu næsta vetur – sem hugsanlega geti þá endurspeglað aukna neytendavit- und. Gísli telur skort á neytendavitund fyrst og fremst helgast af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi nefnir hann skemmri sögu borgaralegs samfélags hér á landi en í viðmiðunarlöndum. Þar á hann við lönd á borð við Norð- urlöndin, Þýskaland og Bretland. Borgaralegt samfélag kom ekki til sögunnar á Íslandi fyrr en á síðustu öld og í raun og veru ekki í neinni mynd fyrr en eftir seinna stríð. Þessi saga nær því aðeins yfir rúma sex áratugi hið mesta og framan af var landið enn einskonar bænda- og fiskimannasamfélag. Á Norðurlönd- unum tóku borgaraleg samfélög vöxt á 19. öld og jafnvel ennþá fyrr í Bretlandi. Neytendastarf nær fyrst og síðast til hins borgaralega samfélags þar sem fólk verslar – er neytendur – og fyrir vikið er minni hefð fyrir því hér en í þessum nágrannalöndum okkar. Gísli áréttar þó að hér á landi hafi verið starfrækt öflug neytenda- samtök í meira en hálfa öld. Í öðru lagi nefnir Gísli einkavæð- inguna sem átt hefur sér stað und- anfarinn hálfan annan áratug. Mörg lykilfyrirtæki á íslenskum neyt- endamarkaði, svo sem bankarnir og Síminn, hafa verið einkavædd á síð- ustu árum og stjórnartaumarnir fyr- ir vikið færst yfir til aðila sem ekki eru lýðræðislega kjörnir af almenn- ingi í landinu. Upp eru tekin arðsem- ismarkmið sem fylgja einkarekstri. Við þetta minnkar aðhaldið og Gísli telur ljóst að fjárstreymi yfir í neyt- endageirann hafi ekki aukist að sama skapi. Tími af skornum skammti Þegar Gísli er beðinn að tilgreina aðrar ástæður þess að neytendavit- und er lítil á Íslandi nefnir hann fyrst skort á tíma. Það er gömul saga og ný að Íslendingar vinna meira en aðrar þjóðir og stofna fjöl- skyldur tiltölulega snemma á lífs- leiðinni. Þá er atvinnuþátttaka kvenna og eldra fólks óvíða meiri. Tölur staðfesta hvort tveggja. Fólk hefur því fram eftir öllum fullorðins- árum í mörg horn að líta og neyt- endahagsmunir eru meðal þess sem situr á hakanum. „Ég bjó um skeið í Danmörku og þar hafa menn tví- mælalaust meiri tíma til – og líklega áhuga á – að velta þessum málum fyrir sér en hér á landi.“ Í annan stað tilgreinir Gísli meiri neyslu- eða efnishyggju en í sam- anburðarlöndunum en leggur Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Morgunblaðið/Skapti Morgunblaðið/Sverrir Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins. „Við erum upp til hópa of hvatvís og höf- um heldur ekki tilfinningu fyrir því að samstaðan hefur áhrif.“ „Fólk biður helst ekki um afslátt í versl- unum af ótta við að vera litið hornauga. Það þykir ekki nógu fínt.“ B rynhildur Péturs- dóttir og Gísli Tryggvason eru sam- mála um að ein helsta skýringin á því að neyt- endavitund er ekki meiri hér á landi en raun ber vitni sé skortur á umræðu. „Ég kenni fjölmiðlum svo- lítið um það,“ segir Brynhild- ur. „Ég bjó í fimm ár í Dan- mörku og þar er neytendamálum miklu betur haldið á lofti af fjölmiðlum en hér. Það er helst að ís- lenskir fjölmiðlar hafi áhuga á verðkönnunum. Þær eru ágætar til síns brúks en duga ekki til einar og sér. Neyt- endamál eru svo stór og fjöl- breyttur málaflokkur.“ Hún segir fjölmiðla víða erlendis líta á það sem hlut- verk sitt að vernda hagsmuni almennings, ekki bara gagn- vart stjórnvöldum heldur líka samsteypum og fyr- irtækjum. „Í Danmörku er ekki óalgengt að sjá for- svarsmenn fyrirtækja „grill- aða“ í fjölmiðlum ef tilefni er til.“ Brynhildur segir áberandi að íslenskir fjölmiðlar hafi mun meiri áhuga á mark- aðnum, ekki síst stærstu fyr- irtækjunum, en neytendum og séu óþreytandi við að gefa út blaðauka um það hugð- arefni sitt. „Orðið „hluthafi“ kemur mun oftar fyrir í ís- lenskum fjölmiðlum en orðið „neytandi“. Það er merki- legt. Í Neytendablaðinu er þessu að vísu öfugt farið en því miður lesa það ekki all- ir,“ segir hún og hlær. Stöðug og fagleg umfjöllun Gísli segir það engum vafa undirorpið að hlutverk fjöl- miðla sé afar mikilvægt í þessu sambandi. „Fjölmiðlar munu alltaf hafa áhuga á ein- stökum málum, ekki síst hneykslismálum, en svo er það gleymt og grafið eftir sólarhring. Það þarf meira til. Umfjöllun þarf að vera í stofnuðu embætti talsmanns neytenda fyrir um tveimur árum kveðst hann hafa ritað útvarpsstjóra bréf á þessum nótum en undirtektir hafi verið dræmar. „Ég vísaði m.a. til erlendra fyrirmynda en löng hefð er fyrir neyt- endaþáttum á Norðurlönd- unum, bæði í útvarpi og sjón- varpi. Þekkingin er víða til hér eins og erlendis og hana mætti nýta til innslaga á besta útsendingartíma, þau þurfa ekki að vera löng.“ Þegar vetrardagskrá Rás- ar 1 var kynnt á dögunum kom í ljós að þáttur um neyt- endamál og fleira, Dr. RÚV, verður á dagskrá alla virka daga í vetur kl. 15.30. Fagna Gísli og Brynhildur þeim áfanga. Að dómi Brynhildar eru ís- lenskir fjölmiðlar á heildina litið aðeins að færa sig upp á skaftið. „Ég sé mun á dag- blöðunum frá því fyrir fimm árum. Þau eru að koma til. Ljósvakamiðlarnir eru hins vegar rólegri í tíðinni. En kannski verður „neytand- inn“ orðinn fyrirferðarmeiri en „hluthafinn“ áður en langt um líður. Það er altént verðugt markmið.“ senn stöðug og fagleg. Þetta stendur ekki síst upp á Rík- isútvarpið sem hefur þrátt fyrir breytt rekstrarform ennþá lögum samkvæmt hlutverk í almannaþágu – þ.m.t. gagnvart neytendum.“ Þegar Gísli tók við ný- MEIRI ÁHUGI Á HLUTHÖFUM EN NEYTENDUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandfundið Viðmælendur Morgunblaðsins eru á því að erfiðara sé að finna orðið „neytandi“ en „hluthafi“ í íslenskum fjöl- miðlum. Þeim þykir brýnt að fjölmiðlar taki þátt í umræðunni og segjast sjá þess merki að prentmiðlarnir séu að taka við sér. » Það sem er vinsælt í dag er gleymt á morgun 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.