Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 12

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 12
12 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDAVITUND ÍSLENDINGA Þ ú ert bjartsýnn, lagsi. Ætlar að skrifa um eitthvað sem ekki er til,“ sagði ágætur mað- ur þegar til tals kom að ég hygðist skrifa grein um neytendavitund Ís- lendinga. Vissulega var hann með glott á vörum, en öllu gríni fylgir al- vara. Kannski á hann líka kollgát- una? Það er nefnilega ekki örgrannt um að við Íslendingar séum ómeð- vitaðir neytendur, a.m.k. fer það orð af okkur. Ryðjum við ekki bara vörum ofan í körfuna í kjörbúðinni og hirðum hvorki um hillu- né kassa- verð? Reynir nokkur þjóð heldur jafn rækilega á þanþol buddunnar þegar hún fatar sig upp, fer út á ga- leiðuna eða festir kaup á bíl eða hjól- hýsi beint úr kassanum? Eða er þetta ef til vill að breytast? Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, segir það sína reynslu að fólk hafi almennt áhuga á neytendamálum. Það sé aftur á móti flókið að vera neytandi á Íslandi. Markaðsáreitið sé mikið, m.a. á börn, og alltaf eitthvað nýtt að koma fram á sjónarsviðið. Það sem er vin- sælt í dag er gleymt á morgun. „Er nema von að fólk fórni höndum?“ spyr hún. Að dómi Brynhildar vinnur hvat- vísi Íslendinga gegn neytendavit- undinni. „Við erum upp til hópa of hvatvís og höfum heldur ekki tilfinn- ingu fyrir því að samstaðan hefur áhrif. Þegar allt kemur til alls erum það við, almenningur í landinu, sem stjórnum því hvað er á markaði og hvað ekki. Hér er ekkert verðlags- eftirlit. Þetta er í okkar höndum. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir þessu valdi okkar. Samt ætti það að vera okkur í lófa lagið að snúa bök- um saman í þessu litla samfélagi – og vera kröfuharðari.“ Tveir meginþættir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, tekur undir það sjónarmið að Íslendingar mættu hafa meiri neyt- endavitund en hefur þó á tilfinning- unni að hún fari vaxandi hér á landi. Engar rannsóknir liggja fyrir í þess- um efnum en Gísli vonast til að reglulegar mælingar á vegum tals- manns neytenda á því hvort neyt- endur telji sig þekkja rétt sinn í neytendamálum sýni aukningu næsta vetur – sem hugsanlega geti þá endurspeglað aukna neytendavit- und. Gísli telur skort á neytendavitund fyrst og fremst helgast af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi nefnir hann skemmri sögu borgaralegs samfélags hér á landi en í viðmiðunarlöndum. Þar á hann við lönd á borð við Norð- urlöndin, Þýskaland og Bretland. Borgaralegt samfélag kom ekki til sögunnar á Íslandi fyrr en á síðustu öld og í raun og veru ekki í neinni mynd fyrr en eftir seinna stríð. Þessi saga nær því aðeins yfir rúma sex áratugi hið mesta og framan af var landið enn einskonar bænda- og fiskimannasamfélag. Á Norðurlönd- unum tóku borgaraleg samfélög vöxt á 19. öld og jafnvel ennþá fyrr í Bretlandi. Neytendastarf nær fyrst og síðast til hins borgaralega samfélags þar sem fólk verslar – er neytendur – og fyrir vikið er minni hefð fyrir því hér en í þessum nágrannalöndum okkar. Gísli áréttar þó að hér á landi hafi verið starfrækt öflug neytenda- samtök í meira en hálfa öld. Í öðru lagi nefnir Gísli einkavæð- inguna sem átt hefur sér stað und- anfarinn hálfan annan áratug. Mörg lykilfyrirtæki á íslenskum neyt- endamarkaði, svo sem bankarnir og Síminn, hafa verið einkavædd á síð- ustu árum og stjórnartaumarnir fyr- ir vikið færst yfir til aðila sem ekki eru lýðræðislega kjörnir af almenn- ingi í landinu. Upp eru tekin arðsem- ismarkmið sem fylgja einkarekstri. Við þetta minnkar aðhaldið og Gísli telur ljóst að fjárstreymi yfir í neyt- endageirann hafi ekki aukist að sama skapi. Tími af skornum skammti Þegar Gísli er beðinn að tilgreina aðrar ástæður þess að neytendavit- und er lítil á Íslandi nefnir hann fyrst skort á tíma. Það er gömul saga og ný að Íslendingar vinna meira en aðrar þjóðir og stofna fjöl- skyldur tiltölulega snemma á lífs- leiðinni. Þá er atvinnuþátttaka kvenna og eldra fólks óvíða meiri. Tölur staðfesta hvort tveggja. Fólk hefur því fram eftir öllum fullorðins- árum í mörg horn að líta og neyt- endahagsmunir eru meðal þess sem situr á hakanum. „Ég bjó um skeið í Danmörku og þar hafa menn tví- mælalaust meiri tíma til – og líklega áhuga á – að velta þessum málum fyrir sér en hér á landi.“ Í annan stað tilgreinir Gísli meiri neyslu- eða efnishyggju en í sam- anburðarlöndunum en leggur Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Morgunblaðið/Skapti Morgunblaðið/Sverrir Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins. „Við erum upp til hópa of hvatvís og höf- um heldur ekki tilfinningu fyrir því að samstaðan hefur áhrif.“ „Fólk biður helst ekki um afslátt í versl- unum af ótta við að vera litið hornauga. Það þykir ekki nógu fínt.“ B rynhildur Péturs- dóttir og Gísli Tryggvason eru sam- mála um að ein helsta skýringin á því að neyt- endavitund er ekki meiri hér á landi en raun ber vitni sé skortur á umræðu. „Ég kenni fjölmiðlum svo- lítið um það,“ segir Brynhild- ur. „Ég bjó í fimm ár í Dan- mörku og þar er neytendamálum miklu betur haldið á lofti af fjölmiðlum en hér. Það er helst að ís- lenskir fjölmiðlar hafi áhuga á verðkönnunum. Þær eru ágætar til síns brúks en duga ekki til einar og sér. Neyt- endamál eru svo stór og fjöl- breyttur málaflokkur.“ Hún segir fjölmiðla víða erlendis líta á það sem hlut- verk sitt að vernda hagsmuni almennings, ekki bara gagn- vart stjórnvöldum heldur líka samsteypum og fyr- irtækjum. „Í Danmörku er ekki óalgengt að sjá for- svarsmenn fyrirtækja „grill- aða“ í fjölmiðlum ef tilefni er til.“ Brynhildur segir áberandi að íslenskir fjölmiðlar hafi mun meiri áhuga á mark- aðnum, ekki síst stærstu fyr- irtækjunum, en neytendum og séu óþreytandi við að gefa út blaðauka um það hugð- arefni sitt. „Orðið „hluthafi“ kemur mun oftar fyrir í ís- lenskum fjölmiðlum en orðið „neytandi“. Það er merki- legt. Í Neytendablaðinu er þessu að vísu öfugt farið en því miður lesa það ekki all- ir,“ segir hún og hlær. Stöðug og fagleg umfjöllun Gísli segir það engum vafa undirorpið að hlutverk fjöl- miðla sé afar mikilvægt í þessu sambandi. „Fjölmiðlar munu alltaf hafa áhuga á ein- stökum málum, ekki síst hneykslismálum, en svo er það gleymt og grafið eftir sólarhring. Það þarf meira til. Umfjöllun þarf að vera í stofnuðu embætti talsmanns neytenda fyrir um tveimur árum kveðst hann hafa ritað útvarpsstjóra bréf á þessum nótum en undirtektir hafi verið dræmar. „Ég vísaði m.a. til erlendra fyrirmynda en löng hefð er fyrir neyt- endaþáttum á Norðurlönd- unum, bæði í útvarpi og sjón- varpi. Þekkingin er víða til hér eins og erlendis og hana mætti nýta til innslaga á besta útsendingartíma, þau þurfa ekki að vera löng.“ Þegar vetrardagskrá Rás- ar 1 var kynnt á dögunum kom í ljós að þáttur um neyt- endamál og fleira, Dr. RÚV, verður á dagskrá alla virka daga í vetur kl. 15.30. Fagna Gísli og Brynhildur þeim áfanga. Að dómi Brynhildar eru ís- lenskir fjölmiðlar á heildina litið aðeins að færa sig upp á skaftið. „Ég sé mun á dag- blöðunum frá því fyrir fimm árum. Þau eru að koma til. Ljósvakamiðlarnir eru hins vegar rólegri í tíðinni. En kannski verður „neytand- inn“ orðinn fyrirferðarmeiri en „hluthafinn“ áður en langt um líður. Það er altént verðugt markmið.“ senn stöðug og fagleg. Þetta stendur ekki síst upp á Rík- isútvarpið sem hefur þrátt fyrir breytt rekstrarform ennþá lögum samkvæmt hlutverk í almannaþágu – þ.m.t. gagnvart neytendum.“ Þegar Gísli tók við ný- MEIRI ÁHUGI Á HLUTHÖFUM EN NEYTENDUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandfundið Viðmælendur Morgunblaðsins eru á því að erfiðara sé að finna orðið „neytandi“ en „hluthafi“ í íslenskum fjöl- miðlum. Þeim þykir brýnt að fjölmiðlar taki þátt í umræðunni og segjast sjá þess merki að prentmiðlarnir séu að taka við sér. » Það sem er vinsælt í dag er gleymt á morgun 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.