Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Flug-menn ákváðu að neita að vinna yfir-vinnu frá og með sunnu-deginum fyrir viku, vegna vinnu-deilu við Icelandair. Fjöldi fólks varð stranda-glópar um lengri eða skemmri tíma, en sumum var komið í aðrar vélar eða til annarra flug-félaga. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-fulltrúi Icelandair, sagði að flest, ef ekki öll, flug-félög reiddu sig á að flug-menn væru reiðu-búnir til að vinna yfir-vinnu til þess að áætlun héldi. For-maður Félags íslenskra atvinnu-flugmanna sagði að félagið stæði ekki í að-gerðum, menn væru bara að fylgja kjara-samningi, en stjórn-endur hunsi hann. Flugfreyju-félag Íslands hélt félags-fund á mánu-daginn. Þar var sam-þykkt ályktun og upp-sagnir harmaðar. Auk þess var sam-þykkt að fara að for-dæmi Fél-ags íslenskra flug-manna og vinna ekki um-fram vinnu-skyldu. Verið er að finna lausn á málinu. Neita að vinna yfir-vinnu Morgunblaðið/Golli Margir urðu fyrir von-brigðum með þjónustu Icelandair á sunnu-dag. Tveir helstu ráð-gjafar George W. Bush Bandaríkja-forseta um mál-efni Íraks svöruðu í vikunni spurningum þing-manna í Washington um stöðu mála. Þetta voru David Petraeus, hers-höfðingji og yfir-maður banda-ríska her-aflans í Írak, og Ryan Crocker, sendi-herra Banda-ríkjanna í Írak. Petraeus sagði að Bandaríkja-her hefði að mestu náð mark-miðum Bush um að auka öryggi íbúa Íraks með því að fjölga her-mönnum. Hann er á móti til-lögu demó-krata um að megin-hluti her-liðsins yrði kallaður heim í byrjun næsta árs. „Ótíma-bær heim-kvaðning her-liðs okkar myndi líklega hafa hrika-legar af-leiðingar,“ sagði hann. Skýrslurnar gætu tryggt að stefna Bush í mál-efnum Íraks haldist óbreytt, og hann geti kvatt Hvíta húsið í janúar 2009 án þess að neyðast til að láta í minni pokann fyrir and-stæðingum sínum. Óbreytt stefna í mál-efnum Íraks David Petraeus Britney veldur von-brigðum Söng-konan Britney Spears kom fram á MTV-verðlauna-hátíðinni sem sem haldin var á mánudaginn. Atriðið var kynnt sem hin lang-þráða endur-koma söng-konunnar en fjöl-miðlar segja það hafa verið dauf-legt og að rödd Spears hafi augljós-lega verið leikin af segul-bandi. Rapparinn Kanye West gagn-rýndi forsvars-menn hátíðarinnar fyrir að mis-nota Britney. Hann segir þá hafa fengið hana til að koma fram á hátíðinni til að auka áhorf þrátt fyrir að þeir hafi vitað að hún væri ekki tilbúin í það. Gullna ljónið í annað sinn Ang Lee hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir myndina Losti, varúð (Se Jie) sem gerist í Sjanghæ í seinni heims-styrjöldinni. Fyrir 2 árum hlaut hann gullna ljónið fyrir myndina Brokeback Mountain. Lee er fjórði leik-stjórinn sem hlýtur ljónið gullna tvisvar. Stutt Ríkis-stjórnin hefur kynnt mótvægis-aðgerðir sínar vegna niður-skurðar á þorsk-kvótanum. „Þetta eru öflugustu mótvægis-aðgerðir sem nokkur ríkis-stjórn hefur gengið til vegna erfið-leika í atvinnu-lífi lands-manna,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðar-ráðherra. Til-lögur eru um stuðning, endur-menntun og störf við skráningu o.fl., fyrir þá fjöl-mörgu sem misstu vinnu á sjó eða við fisk-vinnslu. Halldór Halldórsson, bæjar-stjóri á Ísafirði, lítur ekki svo á að til-lögurnar séu endan-legar og ef þörf væri á yrði bætt í. Mótvægis- aðgerðir kynntar Foreldrar Madeleine McCann, 4 ára breskrar stúlku sem hvarf spor-laus í byrjun maí í Portúgal, hafa nú réttar-stöðu grunaðra við rann-sóknina á hvarfi henni. Þau fóru til Bret-lands fyrir viku eftir að portúgalska lög-reglan til-kynnti þeim að þau væru grunuð um að hafa óvart banað dóttur sinni með svefn-lyfi. Þau eiga að hafa geymt líkið í poka í mánuð og síðan losað sig við það í bíl sem hjónin leigðu 25 dögum eftir hvarfið. Lög-reglan í Portúgal segir að sýni, sem fundust í skotti bílsins séu „líkams-vökvar“. Um 88% sam-ræmi á að vera milli erfða-efnisins sem fannst í bílnum, og erfða-efnis Madeleine. Lögreglan segist einnig hafa fundið svo mikið af hári úr Madeleine í bílnum að það hafi ekki getað borist þangað með fatnaði eða leik-föngum. Sak-sóknari sem rann-sakar hvarfið hefur nú af-rit af dag-bók móðurinnar og lög-reglan vonast til að finna í henni vís-bendingar. For-eldrarnir grunaðir REUTERS For-eldrar og syst-kini Madeleine heima. Ís-lenska lands-liðið í knatt-spyrnu vann lið Norður-Írlands 2:1 á miðvikudags-kvöld, í spennandi leik í F-riðli Evrópu-keppni lands-liða sem haldin var á Laugardals-velli. N-Írinn Keith Gillespie skoraði sjálfs-mark. Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu í 30-35 mínútur en hann lék ekki með í leiknum þar á undan gegn Spán-verjum vegna hné-meiðsla. „Það er meiri-háttar fínt að vera kominn í fót-boltann aftur,“ sagði Eiður Smári. Ísland vann N-Írland 2:1 Morgunblaðið/Árni Sæberg Barist um boltann. Bók-mennta-hátíðin í Reykjavík var haldin í 8. skipti í vikunni, og lauk henni í gær. Samspil veraldar-sögu, skáld-skapar og ævi-sagna var í brenni-depli á hátíðinni í ár. Há-tíðin hefur aldrei verið jafn fjöl-menn, og gestirnir mjög áhuga-verðir. Meðal þeirra voru suður-afríski nóbels-verðlauna-hafinn J.M. Coetzee og hin sómalíska Ayan Hirsi Ali sem berst fyrir bættum mann-réttindum. Há-tíðin var sem fyrr gríðar-lega vin-sæl, og oft fullt út að dyrum á upp-lestrum. Bók-mennta- hátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Ayaan Hirsi Ali Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.