Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 16.09.2007, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Flug-menn ákváðu að neita að vinna yfir-vinnu frá og með sunnu-deginum fyrir viku, vegna vinnu-deilu við Icelandair. Fjöldi fólks varð stranda-glópar um lengri eða skemmri tíma, en sumum var komið í aðrar vélar eða til annarra flug-félaga. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-fulltrúi Icelandair, sagði að flest, ef ekki öll, flug-félög reiddu sig á að flug-menn væru reiðu-búnir til að vinna yfir-vinnu til þess að áætlun héldi. For-maður Félags íslenskra atvinnu-flugmanna sagði að félagið stæði ekki í að-gerðum, menn væru bara að fylgja kjara-samningi, en stjórn-endur hunsi hann. Flugfreyju-félag Íslands hélt félags-fund á mánu-daginn. Þar var sam-þykkt ályktun og upp-sagnir harmaðar. Auk þess var sam-þykkt að fara að for-dæmi Fél-ags íslenskra flug-manna og vinna ekki um-fram vinnu-skyldu. Verið er að finna lausn á málinu. Neita að vinna yfir-vinnu Morgunblaðið/Golli Margir urðu fyrir von-brigðum með þjónustu Icelandair á sunnu-dag. Tveir helstu ráð-gjafar George W. Bush Bandaríkja-forseta um mál-efni Íraks svöruðu í vikunni spurningum þing-manna í Washington um stöðu mála. Þetta voru David Petraeus, hers-höfðingji og yfir-maður banda-ríska her-aflans í Írak, og Ryan Crocker, sendi-herra Banda-ríkjanna í Írak. Petraeus sagði að Bandaríkja-her hefði að mestu náð mark-miðum Bush um að auka öryggi íbúa Íraks með því að fjölga her-mönnum. Hann er á móti til-lögu demó-krata um að megin-hluti her-liðsins yrði kallaður heim í byrjun næsta árs. „Ótíma-bær heim-kvaðning her-liðs okkar myndi líklega hafa hrika-legar af-leiðingar,“ sagði hann. Skýrslurnar gætu tryggt að stefna Bush í mál-efnum Íraks haldist óbreytt, og hann geti kvatt Hvíta húsið í janúar 2009 án þess að neyðast til að láta í minni pokann fyrir and-stæðingum sínum. Óbreytt stefna í mál-efnum Íraks David Petraeus Britney veldur von-brigðum Söng-konan Britney Spears kom fram á MTV-verðlauna-hátíðinni sem sem haldin var á mánudaginn. Atriðið var kynnt sem hin lang-þráða endur-koma söng-konunnar en fjöl-miðlar segja það hafa verið dauf-legt og að rödd Spears hafi augljós-lega verið leikin af segul-bandi. Rapparinn Kanye West gagn-rýndi forsvars-menn hátíðarinnar fyrir að mis-nota Britney. Hann segir þá hafa fengið hana til að koma fram á hátíðinni til að auka áhorf þrátt fyrir að þeir hafi vitað að hún væri ekki tilbúin í það. Gullna ljónið í annað sinn Ang Lee hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir myndina Losti, varúð (Se Jie) sem gerist í Sjanghæ í seinni heims-styrjöldinni. Fyrir 2 árum hlaut hann gullna ljónið fyrir myndina Brokeback Mountain. Lee er fjórði leik-stjórinn sem hlýtur ljónið gullna tvisvar. Stutt Ríkis-stjórnin hefur kynnt mótvægis-aðgerðir sínar vegna niður-skurðar á þorsk-kvótanum. „Þetta eru öflugustu mótvægis-aðgerðir sem nokkur ríkis-stjórn hefur gengið til vegna erfið-leika í atvinnu-lífi lands-manna,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðar-ráðherra. Til-lögur eru um stuðning, endur-menntun og störf við skráningu o.fl., fyrir þá fjöl-mörgu sem misstu vinnu á sjó eða við fisk-vinnslu. Halldór Halldórsson, bæjar-stjóri á Ísafirði, lítur ekki svo á að til-lögurnar séu endan-legar og ef þörf væri á yrði bætt í. Mótvægis- aðgerðir kynntar Foreldrar Madeleine McCann, 4 ára breskrar stúlku sem hvarf spor-laus í byrjun maí í Portúgal, hafa nú réttar-stöðu grunaðra við rann-sóknina á hvarfi henni. Þau fóru til Bret-lands fyrir viku eftir að portúgalska lög-reglan til-kynnti þeim að þau væru grunuð um að hafa óvart banað dóttur sinni með svefn-lyfi. Þau eiga að hafa geymt líkið í poka í mánuð og síðan losað sig við það í bíl sem hjónin leigðu 25 dögum eftir hvarfið. Lög-reglan í Portúgal segir að sýni, sem fundust í skotti bílsins séu „líkams-vökvar“. Um 88% sam-ræmi á að vera milli erfða-efnisins sem fannst í bílnum, og erfða-efnis Madeleine. Lögreglan segist einnig hafa fundið svo mikið af hári úr Madeleine í bílnum að það hafi ekki getað borist þangað með fatnaði eða leik-föngum. Sak-sóknari sem rann-sakar hvarfið hefur nú af-rit af dag-bók móðurinnar og lög-reglan vonast til að finna í henni vís-bendingar. For-eldrarnir grunaðir REUTERS For-eldrar og syst-kini Madeleine heima. Ís-lenska lands-liðið í knatt-spyrnu vann lið Norður-Írlands 2:1 á miðvikudags-kvöld, í spennandi leik í F-riðli Evrópu-keppni lands-liða sem haldin var á Laugardals-velli. N-Írinn Keith Gillespie skoraði sjálfs-mark. Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu í 30-35 mínútur en hann lék ekki með í leiknum þar á undan gegn Spán-verjum vegna hné-meiðsla. „Það er meiri-háttar fínt að vera kominn í fót-boltann aftur,“ sagði Eiður Smári. Ísland vann N-Írland 2:1 Morgunblaðið/Árni Sæberg Barist um boltann. Bók-mennta-hátíðin í Reykjavík var haldin í 8. skipti í vikunni, og lauk henni í gær. Samspil veraldar-sögu, skáld-skapar og ævi-sagna var í brenni-depli á hátíðinni í ár. Há-tíðin hefur aldrei verið jafn fjöl-menn, og gestirnir mjög áhuga-verðir. Meðal þeirra voru suður-afríski nóbels-verðlauna-hafinn J.M. Coetzee og hin sómalíska Ayan Hirsi Ali sem berst fyrir bættum mann-réttindum. Há-tíðin var sem fyrr gríðar-lega vin-sæl, og oft fullt út að dyrum á upp-lestrum. Bók-mennta- hátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Ayaan Hirsi Ali Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.