Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR HÖNNU JÓHANNSDÓTTUR, Sporhömrum 6, Reykjavík. Flosi Óskarsson, Gylfi Óskarsson, Sigríður Konráðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru JÓHÖNNU JÓHANNSDÓTTUR. Starfsfólki Dvalarheimilisins á Kirkjuhvoli, Hvols- velli, þökkum við sérstaklega fyrir góða umönnun og vináttu. Guðrún Markúsdóttir, Markús James Dempsey. ✝ Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður, bróður, tengdaföður, afa og langafa, BÖÐVARS GUÐLAUGSSONAR sérkennara, Hamraborg 18, Kópavogi. Ósk Ingibjörg Eiríksdóttir, Unnur Hjartardóttir, Jón Bjarni Bjarnason, Þorvaldur P. Böðvarsson, Jenný Sveinsdóttir, Böðvar M. Böðvarsson, Shirly Moralde, Bergþór G. Böðvarsson, Alexía Nótt Ragnheiðardóttir, barnabörn, langafabörn, og systur hins látna. ✝ Af alúð þökkum við hlýhug og vináttu við útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS TRYGGVA ÓSKARSSONAR, Ásvegi 30, Akureyri. Ellý Dagmar Guðnadóttir, Tryggvi Rafn Gunnarsson, Olga Gunnarsdóttir, Gunnar Elvar Gunnarsson, Hulda Rafnsdóttir, Magnús Gunnarsson, afa og langafabörn. Elsku Magga mín. Þegar ég hugsa til þín núna eru mér efst í huga Hafn- irnar þar sem þú bjóst með Gauja Guðbjörg Magnea Jónsdóttir ✝ Guðbjörg Magn-ea Jónsdóttir (Magga) lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 10. ágúst síðastlið- inn. Magnea fæddist 14. mars 1909 í Vorsabæ, Austur- Landeyjum í Rang- árvallasýslu. Magnea var jarð- sungin frá Foss- vogskirkju 20. ágúst sl. þínum og börnunum. Stóri eldhúsglugginn þinn. Það sást illa út um hann fyrir stóru tómatplöntunni þinni þakinni eldrauðum tómötum. Eða fylgjast með bátunum koma inn, það var allt fullt af lífi, krakkarnir að leika sér í fjörunni. Og þú Magga mín alltaf svo hress. Þú og mamma voruð svo fal- legar saman, systurn- ar að austan. Ég kom oft í Hafnirnar með mömmu, þar bjó líka hann Sveinn bróðir ykkar með sinni fjölskyldu. En elsku Magga mín þú varst svo sterk og dugleg þótt þú værir svona nett. Þú hjálpaðir móður minni svo mikið, studdir hana á ákveðnu ferli í hennar lífi. Þökk fyrir það Magga mín. Þú varst mjög hreinskilin og sterk persóna. Við sátum einhvern tíma saman fyrir mörgum árum og töl- uðum um lífið og tilveruna og ég veit að þú varst mjög næm á hlutina. Ég man að ég spurði þig hvað væri svona sérstakt við Guðjón þinn. „Hann kemur mér alltaf til að hlæja og veistu hvað, hláturinn lengir líf- ið,“ sagði hún. Það hefur sannað sig með Möggu. Hún lifði öll sín systkini en þau voru fimmtán. Vantaði tvö ár í að hún yrði 100 ára. Guðjón minn, megi Guð styrkja þig og vera með þér. Og elsku Maddý mín. Þú varst alltaf til staðar fyrir þau. Kveðja frá Eddu móðursystur Magneu. Guð geymi ykkur öll. Lóa Edda Eggertsdóttir. Elsku Alla amma, þú varst alltaf svo dugleg og öllum afkomendum þínum mikil fyrirmynd en við vorum nokkur barnabörn sem unnum með þér á Póstinum og við vorum svo stolt af því að þú værir amman okk- ar. Við unga fólkið komumst ekki með hælana þar sem þú varst með tærnar. Það eru mörg hjörtu sem þú hefur snert og það eru mjög margir sem munu muna eftir þér þegar þeir ganga frá þvottinum með aðferðinni sem þeir lærðu hjá þér en sú arfleifð mun lifa áfram og svo má ekki gleyma hvernig þú braust plastpoka saman, það var algjör snilld. Spilakvöldin á Laugaveginum voru frábær, mér þótti svo gaman að spila Kana við þig, Diddu og mömmu en þess mun ég sakna mik- ið. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var að stoppa þig og elta þig á síðasta afmælisdeginum þínum að- eins átta dögum áður en þú kvaddir, því þú vildir bjóða fólki kaffi og taka til. Þú varst alltaf að hafa hugsa um aðra og hafa áhyggjur af öllum öðr- um nema sjálfri þér þrátt fyrir veik- indin þín. Það var sérstaklega eft- Kristín Aðalheiður Óskarsdóttir ✝ Kristín Aðal-heiður Óskars- dóttir (Alla) fæddist á Akureyri 8. ágúst 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. ágúst síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 24. ágúst. Vegna mistaka féll niður nafn mág- konu Öllu, Þórdísar Kristinsdóttur, ekkju Kristins Óskarssonar, í for- mála minningargreina um Öllu í Morgunblaðinu á útfarardegi hennar. irminnilegt á afmælisdaginn þinn þegar þú varst að hafa áhyggjur af Hönnu sem var sykursjúk en þú vildir passa uppá að hún fengi örugg- lega eitthvað gott líka. Við Lára vorum svo stoltar af þér í út- skriftarveislunni okk- ar í byrjun sumars. Þú mættir í græna ind- verska dressinu sem Dísa gaf þér og þú varst búin að halda tískusýningu á líknardeildinni þegar þú fékkst það, því þér þótti það svo smart. Náðir að verða vitni að því að þessum merka áfanga okkar og stóðst upp og hélst smá ræðu. Lára að útskrifast úr Verslunarskóla Ís- lands og Alla varð fyrsti afkomandi til að útskrifast úr háskóla sem við- skiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri í fjarnámi. Í Portúgal gátum við spilað saman og allir höfðu mjög gaman af því að spila hinn fjölda spila sem Siggi var að kenna okkur. Við systurnar mun- um aldrei gleyma þessari ferð með þér sem reyndist svo vera síðasta ferð þín til útlanda. Það var svo sætt á markaðinum að þú keyptir alveg eins skó og sólgleraugu og við og varst algjör gella! Þú naust þess svo mikið að vera í sólarlandaferðum og þá aðallega á Mallorca og maður sá alltaf sérstakan ljóma yfir þér þegar þú talaðir um þær ferðir og hvað væri margt í boði þar. Þú gast dans- að á ströndinni, enda varstu búin að panta ferð með Diddu systur þinni þegar við fengum fréttirnar um krabbameinið. Enda vissir þú þetta en það tók læknana alltof langan tíma að finna það. Það er ótrúlegt að þú konan sem varst búin að standa þig eins og hetja við að ala upp þrjár dætur ein og vinna mikið að þú skyldir fá krabbamein stuttu eftir að hafa farið á eftirlaun. Fékkst því miður ekki að njóta þín eins og þú áttir skilið en því miður er lífið ekki alltaf dans á rósum en þú tókst veikindum hetju- legu og barðist vel og lengi. Þú áttir þetta ekki skilið eins og við töluðum um en örlögin eru nú ansi skrýtin en það hlýtur að vera góð ástæða fyrir þessu og við trúum að nú ertu ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr. Sért kominn til Sigurjóns afa og þið dansið endalaust eins og ykkur þótti svo gaman. Ég mun vera dugleg og þér til fyr- irmyndar svo þú getir verið virki- lega stolt og ánægð og montað þig við afa, því ég veit að þið fylgist með á hliðarlínunni og passið okkur öll. Ég er svo þakklát og heppin að þú varst amma mín. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir. Elsku Alla frænka. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, þú sem alltaf varst svo dugleg og hörð af þér en samt svo blíð og góð. Ég vil þakka allar góðu stundirnar sem ég og fjölskyldan okkar áttum saman, bæði í Mið- strætinu og Þórufellinu. Alltaf var tekið vel á móti okkur og kræsingar bornar fram, ég tala nú ekki um kæfuna þína og besta slátur sem ég fékk var hjá þér. Það var alltaf svo gaman á að- fangadagskvöld þegar Alla, Sigur- jón og stelpurnar komu í heimsókn í Kópavoginn, og að sjálfsögðu á am- erískum bíl en Sigurjón hafði mikið yndi af bílum og fengum við krakk- arnir oft að fara í bíltúr í þessum flottu bílum sem hann átti. Leiðir skildu um tíma eins og gengur. Allir að vinna, koma upp börnum og þetta venjulega brauð- strit, en það var alltaf gaman þegar að við hittumst, þá var mikið hlegið og skipst á skoðunum. Ég kveð þig, Alla mín, og bið guð að vera með stelpunum þínum, Dísu, Eyju, Rósu og fjölskyldum. Kveðja frá Svandísi, Ósk, Dísu, Magga, Hreggó og fjölskyldum, og biður mamma fyrir sérstaka kveðju til ykkar allra. Þorbjörg Ársælsdóttir. „Kallið er komið, komin er nú stundin“ orti sálmaskáldið góða og hinn 3. september síðastliðinn kom þitt kall elsku Gróa. Blásið var til brottfarar í Gróa Kristjánsdóttir ✝ Gróa Kristjáns-dóttir fæddist á Brúsastöðum í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu 12. maí 1915. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarnes- kirkju 30. ágúst, í kyrrþey. ferð þinni til handan- landsins eftir langa kveðjustund og við- skilnaður þinn viðbú- inn, enda hafði þrek þitt smám saman gefið sig undanfarnar vikur. Þér auðnaðist ekki að eignast fjölskyldu, en okkur barnabörn- um systkina þinna varstu ugglaust mörg- um líkt og þriðja amm- an, svo var allavega um mig og mín systk- ini. Enda lifa margar minningarnar um þær stundir er þú dvaldir hjá okkur og gefið var í spil eða setið að spjalli. Þú varst víðlesin og fróð: mennta- kona; heimsborgari og bóhem. Þér hefði því ugglaust farið betur að vera skáld á Vinstribakkanum í París en að vera kennslukona búsett í Norð- urmýrinni, en slík voru þín örlög og sinntir þú starfi þínu af köllun, enda var kennslan þér í blóð borin. Elsku Gróa, hafðu þakkir fyrir allt og allt og eigðu góða ferð til hand- anlandsins. Ömmu Ingibjörgu og Árna, sem og öðrum eftirlifandi ætt- ingjum og vinum, sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Jörundur Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.