Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 20
|sunnudagur|16. 9. 2007| mbl.is G laðleg föt héldu innreið sína í New York í vik- unni en þar stóð yfir tískuvika. Hönnuðir sýndu komandi vor- og sumartísku og það lítur út fyrir bjart- og sólríkt vor vestra. Hlutverk litríks fatnaðar getur ver- ið að lífga upp á stemninguna. „Maður skoðar blaðið á hverjum degi og það er ekkert endilega mikið af gleðifrétt- um í því. Það er umfjöllun um stríð, áhyggjur af efnahaginum, kosningar og svo framvegis. Mín viðbrögð eru þau að þegar þungt er yfir fer maður í aðra átt í tískunni, ekki síst hvað varð- ar sumartísku. Eina leiðin til að bjarga skapinu er að fara í eitthvað æðislegt. Litir eru svo upplífgandi,“ sagði einn hönnuðanna á tískuvikunni, Michael Kors, í samtali við fréttastofu AP. Svart efnahagsútlit þýðir litríkari föt í verslanir Ákveðinn flótti felst því í þessari litagleði. Tom Julian, ráðgjafi í tísku- straumum og -stefnum hjá McCann- Erickson, tók eftir því að útgangs- punkturinn hjá mörgum hönnuðum var spennandi sumarleyfisstaðir á borð við Biarritz og St. Tropez í Frakklandi eða ámóta staður á ítölsku rivíerunni. „Síðustu tvær tískuárstíðir hafa margar línurnar verið mjög nátt- úrulegar,“ sagði Julian og var þar með að vísa til litanotkunarinnar. „Í vikunni notuðu margir hönnuðir óvenjulegar litasamsetningar á borð við ljósbláan við hindberjarauðan eða bananagulan við dökkbrúnan, en á sama tíma eru líka þarna ýmsir fjólubláir tónar og ljósir skeljalitir.“ Linda Wells, ritstjóri tímaritsins Allure, segir að þegar efnahagsfrétt- irnar séu svartar seljist litir betur. Viðskiptavinum líði betur þegar þeir gangi inn í búð fulla af litríkum fötum og það hvetji fólk til að eyða í föt. Hvað á fólk ekki? Þetta viðurkennir Kors. Hann seg- ist vita að viðskiptavinir sínir eigi nóg af svörtum fötum í fataskápnum og ef hann vilji fá þá í verslanir sínar þurfi hann að bjóða þeim upp á eitthvað nýtt og ferskt. „Föt eru dýr. Fólk vill ekki henda því sem það á. Hvað á fólk ekki? Litrík föt,“ útskýrði hann. Lita- gleðin ætti líka að vera góð fyrir tíma- ritin. Litirnir vekja athygli og draga augað til sín, sama hvort það er sí- trónugulur, skærbleikur eða fjólublár. Ástæðan fyrir litagleðinni er vænt- anlega líka sú að tískan skiptir skapi reglulega. Dekkri tónar og grátt er áberandi í vetrartískunni og þá er tískan samkvæm sjálfri sér og breytir aðeins um gír næsta vor. ingarun@mbl.is Diane von Furstenberg Margir lit- ir notaðir saman á flottan hátt. Phillip Lim Sítrónugult pils frískar uppá hefðbundna fatasamsetningu. Marc Jacobs Sýning hans var óhefðbundin og óvenjuleg. Marc Jacobs Skemmtilegur og upplífgandi sumarkjóll. Narciso Rodriguez Dökkrauður og stuttur, allavega líflegra en svart. Litríkt og líflegt AP DKNY Donna Karan blandaði saman sterkum litum og hlutlausum og er útkoman skemmtileg. Tískuheimurinn tók yfir New York í síðustu viku en þar sýndu hönnuðir vor- og sumartískuna 2008. Inga Rún Sigurð- ardóttir kynnti sér það helsta sem þeir ætla að bjóða upp á. Ralph Lauren Afmælissýning hönnuðarins var skrautleg. Tracy Reese Allt í stíl. daglegtlíf Jóhann Ævar Grímsson, einn handritshöfunda Næturvakt- arinnar á Stöð 2, er með fjörugt ímyndunarafl. » 26 sjónvarp Arkitektinn Nikulás Úlfar Más- son er nýskipaður forstöðu- maður Húsfriðunarnefndar rík- isins.» 28 hús Séra Kristinn Ágúst Friðfinns- son leggur áherslu á sálgæslu , sem hann segir æ þýðing- armeiri í prestsstarfinu. » 32 sálgæsla Í fyrst skáldsögu bosníska rit- höfundarins, Sasa Stanisic, er fólgin ádeila á það hvernig krakkar voru heilaþvegnir. » 34 bækur Silja Hauksdóttir, kvikmynda- leikstjóri, setur oft upp sam- tímagleraugu og rýnir í um- hverfi sitt. » 22 lífshlaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.