Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 33 Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Firma Consulting leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað og traust í vinnubrögðum sínum. Firma Consulting veitir m.a. eftirtalda þjónustu: • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja á Íslandi. • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja erlendis í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á því sviði. • Aðstoð við sameiningu fyrirtækja. • Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum. • Aðstoð við gerð kaupsamninga. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskipta- fræðingur og löggiltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endur- skoðunarstörfum, sem rekstrar- ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smárahvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Magnús er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Við finnum kaupendur og seljendur að fyrirtækjum synlegt að fólk geti um tíma leitað í hópa til að fá útrás fyrir sorg sína og komast svo út úr henni. Ef farið er vel í gegnum sorgarferlið skilar það þroskaðra fólki.“ – Hvernig eru prestar almennt í stakk búnir til að sinna sálgæslu- hlutverkinu? „Þegar ég var í guðfræðideildinni þá lærðum við sálgæslufræði, svo voru í boði aukakúrsar í sálgæslu, ég tók þrjá slíka. Það var mikil áhersla lögð á sálgæslufræðina þegar ég var að læra. Ég sótti m.a. kúrs í ágripi af geðsjúkdómafræði og annan í samtal- stækni.“ Sálgæsluþátturinn er mjög stór „Ég tel að sálgæsluþátturinn í starfi prestsins sé svo stór – og eigi að vera svo stór – að það þurfi að leggja miklu meiri áherslu á kennslu og þjálfun í þeim efnum en gert hefur verið hingað til. Hvað mig snertir hef- ur sálgæslunámið komið mér mun betur en öll sú gríska sem ég lærði – án þess að ég sé að gera lítið úr þeim lærdómi! Eins og þjóðfélagið hefur þróast vildi ég persónulega sjá guð- fræðina samfélagsmiðaðari. Það er þörf á aukinni þjálfun í sálgæslu, það þarf að senda prestefni á vettvang og gefa þeim þannig reynslu í þessum efnum. En allt er þetta í þróun og í deildinni er verið að gera góða hluti.“ – Hvaða sjónarmið eru helst uppi þegar prestar eru valdir til starfa? „Til eru reglur um prestaval, en í sumum tilvikum virðist sem í vali presta gildi eitt í dag og annað á morgun. Engu er líkara en menn velji fyrst prestinn og búi svo til eftir á skýringar á hvers vegna viðkomandi varð fyrir valinu. Það er eins og stundum fari af stað eitthvert tilfinn- ingaferli sem ráði ferðinni á kostnað hæfni og kunnáttu. Þessu mætti breyta. Sálgæslukunnátta er til dæmis ekki nægilega mikils metinn þáttur að minni hyggju.“ – Hvar reynir mest á sálgæslu- hlutverkið – á landsbyggðinni eða í þéttbýli? „Þörfin er alls staðar eins, en það er hins vegar meira af öðrum sérfæð- ingum í þéttbýli – læknum og fagfólki á ýmsum sviðum.“ – Er ykkur kennt að verja ykkur á sama hátt og því fagfólki? „Í starfi okkar er boðið upp á hand- leiðslu og í starfsþjálfun er komið inn á slíka hluti. Í dag á þetta að vera inni í starfsþjálfuninni.“ Var róttækur ungur eins og Sigurbjörn biskup – Hvar kemur trúin inn í þetta ferli? „Innst inni í sálarlífi prestsins er trúin nauðsyn, en hann þarf ekkert að vera að tala um slíkt í sálgæslunni. Vel heppnuð sálgæsla endar yfirleitt með því að viðkomandi manneskja verður opnari fyrir trúnni – ég geri aldrei kröfur um að viðkomandi ein- staklingur sem til mín leitar eigi sér trú, en það er eins og hún komi oft í lokin sem árangur eða afleiðing af góðu sambandi – góðri líðan. Um séra Friðrik Friðriksson var sagt að hann „andaði trúnni út um svitaholurnar“ en væri ekki alltaf að tala um hana. Það er betra að miðla trúnni þannig. Þegar fólk hefur farið í gegnum það prógramm sem ég vinn eftir er eins og það sé allt í einu tilbúið að hefja sig upp á hið andlega svið, slaka á og fela hlutina æðri mætti – þá kemur friður og ró inn í líf þess – það er ekki lengur höfundur að velgengi sinni eins og haldið er að fólki t.d. í bókinni The Secret, sem gerð var mynd eftir. Andinn í slíkum sjálfshjálpar- fræðum nútímans er: Verði minn vilji og verði hann fyrir minn mátt – meðan trúin segir aftur á móti: verði þinn vilji og hjálpa þú mér. Það síðarnefnda færir fólki sálarfrið.“ – Þú trúir því að bænin færi manni frið? „Það er engin spurning. Hún er bæði uppbyggjandi sálfræðilega séð og hún er líka á einhvern óútskýr- anlegan hátt lykill að æðri mætti sem ég kann ekki að skilgreina. Mér finnst ánægjulegt hve margt fólk kennir börnum sínum bænir, það er arfur sem berst milli kynslóða.“ – Þú átt það sameiginlegt með hin- um stóra kirkjuhöfðingja okkar tíma, séra Sigurbirni Einarssyni, að hafa verið róttækur í þjóðfélagsskoðunum á yngri árum? „Já, ég var það en ég get ekki neit- að því að ég hef orðið æ hægri sinn- aðri eftir því sem ég hef öðlast meiri reynslu. Ég var mjög ringlaður á skólaárunum og óviss um hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Ég var hrifinn af hugmyndasögu sem ég hafði lært af Jóni Hnefli Aðalsteins- syni, sem var kennari í MH og sjálfur prestur – þessi hugmyndasaga heill- aði mig. Ég varð líka mjög upptekinn af hinum innblásnu prédikunum Sig- urbjörns biskups, þetta tvennt átti líklega ásamt fleiru einna sterkasta þáttinn í að ég leitaði á þessar brautir. Ég fór þó í hringi – úr guðfæði í lög- fræði og tók þar próf í sifjarétti, og þaðan aftur í guðfræðina. En þegar upp er staðið er ég þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að leita svo víða fanga og hafa fengið samanburð sem hefur nýst mér vel í starfi. Ég var leitandi – ég var vissulega trúaður sem barn en síðan þróaðist trúin innra með mér aftur síðar. Ég fann þetta gerast þegar ég las mér til í Gamla testamentinu, fann þar vænt- ingar sem fengu uppfyllingu í Nýja testamentinu – en mestum áhrifum varð ég fyrir þegar ég fór að lifa mig djúpt inn í líf Jesú Krists.“ Til Jesú er alltaf hægt að leita – Hvað segir þú þá um auglýsingu Símans, þar sem síðasta kvöld- máltíðin er sett á svið ? „Jesús Kristur stendur undir þessu – hann er svo sterkur. Annað mál er að ég minnist þess varla að hafa séð jafn fallega mynd af kvöldmáltíðinni og birtist fyrir skömmu í blöðum. Kannski er Jesús nær fólki eftir þessa auglýsingu. Alltént sýna viðbrögðin við þessari auglýsingu að trúin og kirkjan eiga sterkar og lifandi rætur í samfélaginu. Til Jesú er alltaf hægt að leita. Í hinu andlega samhengi er það hár- rétt, en í hinu daglega amstri er lífið oft óréttlátt. Menn uppskera ekki allt- af eins og þeir sá. Himnaríki er ekki alveg komið, mér þykir leitt að segja það. En menn verða að læra að taka því. Kannski er hinn stóri sálgæslu- boðskapur: Þrátt fyrir allt ætlum við að halda áfram.“ Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson er sóknarprestur í Hraungerðis- prestakalli en býr á Selfossi og hefur þar að eigin sögn mjög góða aðstöðu til að taka á móti fólki. „Það geta allir leitað til mín sem vilja, ekki aðeins sóknarbörn mín,“ segir hann og bætir við: „Ég hef góða aðstöðu, fólk getur smeygt sér inn til mín án þess að neitt beri á. Þetta er mikilvægt, hinn ytri rammi sálgæsl- unnar þarf að vera fyrir hendi og hann hef ég á skrifstofu minni. Ég er þakklátur fyrir það. Ég er lánsamur með mín sóknar- börn, þetta er friðsamt og elskulegt fólk sem hefur gefið mér gleði í starfi. Sunnlendingar eru hógværir í dagfari og drenglyndir, það er engin þjóð- saga, sú er reynsla mín af þeim sem til mín hafa leitað.“ Þess má geta að séra Kristinn er ættaður af Suður- landi í föðurætt en er Strandamaður og Vestfirðingur í móðurætt. Kona hans er Anna Margrét Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðingur og djáknanemi. Þau eiga fjögur börn. „Þau eru öll á hraðri ferð út í lífið eins og gengur og það skilur eftir ákveðið tóm og einmanaleika. En þegar heimilisfólkinu fækkar og hús- ið verður hljóðara verður svigrúmið líka meira og því eru preststörfin og þá ekki síst sálgæslustörfin mér afar dýrmæt.“ Presturinn Séra Kristinn Ágúst hefur sérhæft sig í sál- gæslu og sinnt mörgum, ungum sem öldnum. Sóknarkirkja Hraungerðiskirkja í Flóa þar sem séra Kristinn Ágúst er sóknarprestur.. Merkilegt Þetta altari er eftirmynd merkilegs altaris úr Hraungerðiskirkju sem varðveitt er í Þjóðminjasafni. Frummyndin er líklega frá 17. öld. gudrung@mbl.is 4x20 mínútna sjálfsskoðun. Ritið bara stikkorð. a) Skuggar, sorg, reiði, dep- urð, opin sár, kreppur. b) Styrkur minn c) Sóknarfæri mín (geri ekki en gæti gert til að verða sterk- ari og líða betur). d) Það sem ég þarf að laga (geri en ætti ekki að gera eða gera mera eða minna af). Þetta leggur Kristinn fyrir skjólstæðinga sína áður en hann ræðir við þá. Sjálfsskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.