Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 26
sjónvarp 26 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að telst til tíðinda þeg- ar íslensk sjónvarps- þáttaröð hefur göngu sína en það gerir Næturvaktin á Stöð 2 í kvöld. Sögusviðið er bensínstöð Skeljungs við Laugaveg. Einn af þeim sem hafa unnið á dagvöktum og ábyggilega einstaka næt- urvöktum við þessa glænýju grás- vörtu gamanþætti er Jóhann Æv- ar Grímsson. Jóhann Ævar skrifar handritið í samvinnu við leikstjórann Ragnar Bragason og aðalleikarana þrjá en hann er jafnframt annar handritshöfundur hinnar vinsælu kvikmyndar Astrópíu. Leikararnir mótuðu mikið til sínar persónur sjálfir en Jón Gnarr leikur Georg Bjarn- freðarson vaktstjóra, Pétur Jó- hann Sigfússon er Ólafur Ragnar Hannesson, starfsmaður á plani, og loks leikur Jörundur Ragn- arsson starfsmann í þjálfun, Daní- el Sævarsson. Jóhann Ævar er 29 ára gamall, fæddur í Reykjavík en alinn upp í Mosfellsbæ. Hann sótti Mennta- skólann við Sund og fór síðan í guðfræði í eitt ár, „aðallega for- vitninnar vegna. Síðan er ég eilífð- arstúdent og er með ókláraða BA- ritgerð í ensku“. Hann hefur alltaf búið yfir fjör- ugu ímyndunarafli og notfært sér það. „Ég var alltaf að semja ein- hverjar sögur þegar ég var krakki. Gerði svosem ekki mikið af viti en horfði mikið á sjónvarp, sem kemur sér vel núna. Ég held að mamma eigi heilu gámana af skissum og skrifum frá þessum tíma. Ég var alltaf með fjörugt ímyndunarafl, sem er fylgifiskur þess að lesa alltof mikið og horfa mikið á vídeó.“ Hrollvekja um búktalara Jóhann Ævar segist ekki hafa byrjað að skrifa af alvöru fyrr en á síðustu tveimur árunum í menntaskóla. „Mig langaði að gera stuttmynd en tókst illa upp. Handritið varð 50 blaðsíður en hefði átt að vera 5-10 síður. Þetta var splatter-hrollvekja, fjallaði um búktalara og hroðalega atburði í sumarbústað úti á landi,“ segir hann en handritið fékk nafnið Hrollaugsstaðir. Hann er sjálflærður í hand- ritaskrifum. „Ég er svolítill nörd í mér, fór að lesa önnur handrit, lesa mér til á netinu og panta bækur. Þannig voru fyrstu kynni mín af formi handritsins. Spurn- ingin sem maður þarf að svara er: Hvernig túlkar maður myndmál í texta? Maður þarf að sjá hlutina skýrt fyrir sér og síðan reyna að lýsa þeim. Sögur þurfa að hafa strúktúr. Áhorf á kvikmyndir og sjónvarpsþætti getur verið góður skóli. Fyrir vikið gleymi ég mér sjaldnar í kvikmyndum núorðið, er of mikið að spá í formið og slíkt! Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum og því er þetta svolítið draumadjobb.“ Á menntaskólaárunum skrifaði hann ennfremur útvarpsleikrit ásamt félaga sínum og líka grín- innslög fyrir menntaskóla- útvarpið. „Ég átti stundum erfitt með að fylgjast með í tímum. Nýtti gjarnan þýskutímana til að skrifa. Ég hef ekkert á móti þýsku en við höfum einhvern veg- inn ekki átt samleið.“ Hann segist einnig hafa gert „tilraun til að leikstýra stutt- mynd“ á þessum tíma. „Ég reyndi að leikstýra eftir öðru stutt- myndahandriti sem ég hafði skrif- að en það var áreiðanlega ein mis- heppnaðasta leikstjórn og upptaka sem ég hef lent í. Við nokkurn veginn rústuðum íbúð frænda míns og svo tók tökumað- urinn yfir efni sem við höfðum tekið og loks rakaði aðalleikarinn af sér skeggið. Við þurftum að yf- irgefa þetta og ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði ekki til að leikstýra.“ Skrif eru endurskrif Fyrstu skrefin á skrifbrautinni höfðu þó auðvitað sitt að segja. Hann sýndi seinna Ottó Geir Borg, samhöfundi sínum að Astró- píu, Hrollaugsstaðahandritið. Góð kynni tókust með þeim og hófu þeir að skrifa saman handritið að Astrópíu árið 2002. „Þetta tók langan tíma. Við skrifuðum hátt í 20 uppköst. Þetta var mjög góð reynsla en besti skólinn er að gera hlutina. Handritaskrifin eru líka ekkert nema endurskrif. Maður er sífellt að meitla textann og vinna áfram með hann. Boltinn fór síðan að rúlla þegar við fengum Ingvar og Júlla sem framleiðendur,“ seg- ir Jóhann Ævar en myndin sló í gegn hjá íslenskum áhorfendum og hefur verið sú vinsælasta í bíó- húsunum síðustu þrjár helgar. Jóhann Ævar er að sjálfsögðu ánægður með viðtökurnar. „Þetta er alveg æðislegt. Maður er ekki að skrifa fyrir sjálfan sig. Helsta markmiðið er að skemmta fólki, að það geti farið í bíósal og gleymt sér í 90 mínútur. Jákvæðu við- brögðin eru mestu verðlaunin.“ Spuni stór þáttur Mikil eftirvænting ríkir nú vegna Næturvaktarinnar og verð- ur spennandi að sjá hvaða við- tökur þættirnir fá. Jóhann Ævar hafði áður unnið með Ragnari leikstjóra við handritaskrif í gam- anþáttunum Stelpunum. Vinnan við Næturvaktina gekk vel. „Við hittumst daglega í ein- hvern tíma, ég, Raggi, Jón, Jör- undur og Pétur. Við vorum með frekar opinn völl til að leika okkur á og vorum að kasta á milli okkar hugmyndum og láta hver annan hlæja. Samkeppnin var mjög hörð. Þetta gekk svona glimrandi vel. Við unnum mikið saman í því að gera þetta að heilsteyptara verki,“ útskýrir Jóhann Ævar en á seinni stigum var farið í að skipta efninu niður í þætti og brjóta það niður í senur. Spuni skipaði stóran þátt í vinnunni. „Allur spuninn fer fram á æfingum og handritið er síðan skrifað upp úr æfingunum. Á tímabili leið manni frekar eins og ritara en höfundi. Síðan koma endurskrifin inn og vinna með textann en það þurfti að gera mál- ið knappara. Þetta er skapandi og skemmtilegt vinnuferli sem Raggi var búinn að þróa í myndunum Börnum og Foreldrum.“ Hann segir mun á því að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó. „Það er miklu meiri tími í sjónvarpi til að segja sögu. Það eru ákveðnar tak- markanir í bíómyndaforminu hvað varðar framþróun persónanna. Í sjónvarpi getur maður bætt inn nýjum og nýjum lögum á persón- urnar, næstum í hverjum þætti. Karakterarnir fá tækifæri til að gerjast.“ Skrifstofan og allt hitt Þeir sem þekkja til hafa líkt Næturvaktinni við hina vinsælu bresku gamanþætti The Office. „Já, það er eitthvað til í því. Office hefur auðvitað verið mikill áhrifa- valdur í sjónvarpi undanfarið. Helsti samanburðurinn liggur í því að það er stutt á milli hláturs og gráts. Við erum að fást við al- vöru tilfinningar og á köflum stefnir í harmleik.“ Í kjölfarið vaknar sú spurning hvaða sjónvarpsþættir séu í uppá- haldi hjá Jóhanni Ævari. „Arres- ted Development, Office nátt- úrlega, svo er ég einlægur South Park-aðdáandi. Ég held líka upp á Black Adder, Black Books og Fat- her Ted.“ En hvað með kvikmyndir? „Þrjár eru í mestu uppáhaldi, Boogie Nights, JFK og This Is Spinal Tap. Líka get ég nefnt Fargo og flestallt frá Monty Pyt- hon-hópnum.“ Markaðurinn til staðar Hann vill endilega sjá meira leikið íslenskt efni í sjónvarpi. „Það er tvímælalaust markaður fyrir íslenskt sjónvarpsefni og kvikmyndir. Ég held að íslenskir áhorfendur hafi einlægan áhuga á því að sjá sögur af Íslendingum, það er bara spurning um að gera þetta, áhorfendahópurinn er fyrir hendi. Helst er að maður er í sam- keppni við svo mikið annað erlent efni, en ég tel að við höfum ákveðna forgjöf því fólki finnst gaman að heyra fréttir um sjálft sig, um Íslendinga.“ Næturvaktin samanstendur af 12 þáttum. „Hver þáttur á að vera sjálfstæður svo þú getir stokkið inn í seríuna hvenær sem er. En ég mæli með því að horfa á hana alla því þarna eru líka stærri at- riði sem tengja saman alla þætt- ina.“ Árið hefur verið gott hjá Jó- hanni Ævari og stefnir í að það næsta verði enn betra. Af næstu verkefnum „er ekkert sem ég má nefna nema kannski Skaupið“, segir hann en það er aldeilis stórt verkefni. „Ég, Jón og Raggi höf- um verið að skrifa fyrir það og búa til ramma utan um þetta. Síð- ar koma fleiri handritshöfundar inn. Það er stressandi að vinna við að búa til Áramótaskaupið, eitt- hvað sem öll þjóðin horfir á!“ Hann segir vinnuna við Næt- urvaktina hafa verið mjög skemmtilega. Sjálfur hlakkar hann til að sjá fyrsta þáttinn full- unninn á skjánum í kvöld. „Það verður gaman að sjá sköp- unarverkið lifna við. Við allir fimm höfundarnir vonum að þetta falli í kramið og fólk skemmti sér vel yf- ir þessu.“ ingarun@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Jóhann Ævar „Það er miklu meiri tími í sjónvarpi til að segja sögu. Það eru ákveðnar takmarkanir í bíó- myndaforminu. Í sjónvarpi getur maður bætt i nn nýjum lögum á persónurnar, næstum í hverjum þætti.“ Sögur af Íslendingum Jóhann Ævar Gríms- son er einn handrits- höfunda Næturvakt- arinnar en fyrsti þátturinn fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um grínið, skrifin, Astró- píu og fjörugt ímynd- unarafl. Það er stutt á milli hláturs og gráts. Við erum að fást við al- vöru tilfinningar og á köflum stefnir í harmleik. „ÞETTA er bara FM-hnakki, það er stysta lýsingin á honum. Innblásturinn kemur frá Óla Geir og Ásgeiri Kolbeins, samkrull af flottum gaurum eins og þeim. Hann langar að verða „Umboðsmaður Íslands“. Hann er einfaldur karakter og sympatísk- ur, þú finnur alltaf til með honum. Hann er voða góð sál og vill öllum vel en einhvern veginn ganga hlutirnir aldrei upp hjá hon- um.“ Pétur Jóhann um Ólaf Ragnar: „HANN er háskólanemi, sem er orðinn ofboðslega leiður á lífinu og er búinn að missa sjónar á tilgangi þess. Hann er þunglyndur og kvíðasjúklingur. Hann fer á næturvaktina til að flýja raun- veruleikann og erfiðleika lífsins. Hann er sennilega einna best gefinn af þeim þremur. Hann kemur þarna inn al- gjörlega týndur og hugsar þetta sem stað sem hann getur fengið frið frá öllu og öllum. Það er nú ekki þannig en allt virðist elta hann uppi. Hann er kúgaður af öllum í kringum sig og hefur aldrei staðið upp á afturlappirnar og mótmælt einu eða neinu.“ Jörundur um Daníel: „HANN er gífurlegur félagshyggju- maður í orði en eigingjarn og nískur á borði, eins og algengt er með mikla fé- lagshyggjumenn. Hann er vel menntað- ur en ákaflega sjálfmiðaður og barna- legur, eins og algengt er með mikla menntamenn. Hann er maður þver- sagna. Hann er samansafn af öllu því leiðinlegasta fólki sem ég hef kynnst. Hann er hrokafullur, smámunasamur og haldinn mörgum stórum göllum sem flestir hafa en fæstir vilja kannast við.“ Jón Gnarr um Georg:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.