Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 29 mörg hús sem áður var áætlað að skyldu standa, en það niðurrif skilar einungis 5.000 fermetrum í viðbót við þá 50 þúsund sem áður voru heim- ilaðir. Ég held að allir sem stóðu að þessari endurskoðun á sínum tíma sjái mjög mikið eftir þeirri vinnu. Viðbrögð við þessari endurskoðun erum við að sjá í fjölmiðlum þessa dagana hvað varðar uppbyggingu við Laugaveginn. Hið nýja deiliskipulag er nú á mörgum stöðum að koma til framkvæmda en menn eru flestir komnir á þá skoðun að hið endur- skoðaða deiliskipulag veiti alltof víð- tækar heimildir til niðurrifs gamalla húsa við Laugaveginn.“ Er ekki hægt að snúa þessari þró- un við? „Það eru áhöld um það. Því er haldið fram að heimildir til deili- skipulags, metið til peninga, skapi Reykjavíkurborg mikla skaðabóta- skyldu.“ Ekkert launungarmál En nú borga Reykvíkingar sín gjöld í sameiginlegan sjóð og vilja kannski hafa áhrif á hvernig þeim er varið, geta íbúar borgarinnar breytt þessu ef þeir vilja láta þau gjöld sem þeir greiða renna til þessa verkefnis en ekki einhvers annars? „Ég vík mér undan þessari spurn- ingu sem stendur. En álit mitt er að byggingararfurinn sé besta fjárfest- ing sem hægt er að láta fjármuni renna til. Varðveisla byggingararfs- ins er mjög góð ráðstöfun að mínu mati.“ Ætlar þú að reyna að fá þessar heimildir endurskoðaðar þegar þú verður forstöðumaður húsafrið- unarnefndar 1. nóvember? „Það er ekkert launungarmál að húsafriðunarnefnd er að huga að þessu máli og líka því hvort borgin hafi sinnt skyldu sinni gagnvart nefndinni um heimildir til niðurrifs. En þess ber að geta að hið nýja deiliskipulag var unnið mjög hratt og er hluti af þróunarvinnu við end- urreisn miðborgarinnar. Góðærið sem kom í kjölfar þessarar vinnu virtist líka kveikja með sumum mönnum hugmyndir að nýjum mögu- leikum. Í raun er ekki alveg klárt í lögum á hvaða stigi deiliskipulags- vinnu ber að kynna minjavörslunni hvað verið er að gera. Eigendur við- komandi bygginga eiga að láta húsa- friðunarnefnd vita af því í góðu tómi áður en þeir hyggjast rífa hús sitt, flytja það eða breyta því. Þarna er vissulega gat sem þarf að huga að við endurskoðun laga um húsafriðun. Samráðið þarf að fara fyrr af stað.“ Hefur verið gengið of harkalega að gömlum húsum í Reykjavík? „Það hefur verið gengið nokkuð harkalega fram en við erum vissu- lega enn með fín eldri hverfi, svo sem Þingholtin og hluta Vesturbæjar, Grjótaþorpið og fleiri. En mörg hús hafa mátt líða sem stóðu við Lauga- veg og jafnvel niðri í Kvosinni. Í nýrri hugmynd að skipulagi Kvos- arinnar kemur fram tillaga um að flytja á svæðið að nýju hús úr Árbæj- arsafni sem áður stóð við Lækj- argötu 4. Fólk virðist vera að bregð- ast hart við þessari þróun sem verið hefur, kannski erum við að týna of miklu af gömlu húsunum okkar.“ Hvað með gamla Ziemsenhúsið? Hafnarmannvirki í kjallara „Það er verið að vinna við að breyta deiliskipulagi Grófartorgs, hugmyndin er að Ziemsenhúsið verði sett á Grófartorg sem er milli Vest- urgötu og Tryggvagötu. En það hef- ur líka komið fram hugmynd um að flytja það nær sínum upprunalega stað. Ég sé mikið eftir kjallara Ziem- senhússins, þar voru elstu leifar af hafnarmannvirkjum sem til voru hér. Bryggjan lá beint út af húsinu og menn tóku þar inn vörur og rúlluðu þeim beint niður í kjallara. Það var glæsilegur rampur niður í kjallarann og geymslan var mjög fín. En stund- um ákveða menn að gamlir hluti séu fyrir framþróun og þá eru gömlu hlutirnir látnir víkja. Menn sjá oft eftir þessu eftir á, þetta er óaft- urkræft. Það ber að hafa í huga að minjavarsla er langhlaup sem verður að halda sig við og styðja – á hverju sem dynur. Niðurrifið er ekki aft- urkræft. Þegar gömlu hlutirnir eru farnir getur eftirsjáin verið sár.“ Er borg sem rúin hefur verið gömlum minjum kannski líkt á vegi stödd og alzheimersjúklingur? Vænt um sögulegt umhverfi „Ég sagði eitt sinn á fundi um verndun bygginga í miðborg Reykja- víkur að þann dag sem við verðum búin að gera Laugaveginn útlítandi eins og innviði Kringlunnar þá hefur fólk ekkert þangað að sækja lengur. Þá er betra að vera undir þaki í Kringlunni eða Smáralind. Stað- reyndin er sú að fólk kann vel við sig í sögulegu umhverfi, þykir vænt um það. Þarna kemur því inn rann- sóknar- og miðlunarskylda minja- vörslunnar. Við verndum einungis það sem okkur þykir vænt um, okkur þykir einungis vænt um það sem við þekkjum og þekkjum einungis það sem við höfum séð, mælt og rann- sakað og miðlað frá okkur. Starfsemi Árbæjarsafns hefur orðið til að fólk þekkir sögu sína betur en ella og þykir vænna um hana. Það vill ekki missa gömlu húsin, ég veit til þess að unglingar í nágrannasveitarfélögum taka strætó niður á Laugaveg, þeir skynja söguna það vel þar.“ Hvað með ástandið í miðbænum, eins og það er kallað? „Það er hræðilegt að heyra að fólk sé orðið hrætt að ganga um miðbæ- inn vegna ofbeldis. Það er ástand sem okkur á að þykja óþolandi og verið er nú að reyna að bregðast við. Húsafriðunarnefnd getur haft ein- hverja skoðun á hvaða starfsemi á að fara fram í gömlum húsum. Það er grundvallarregla í húsafriðun að gömlum húsum sé fundið hlutverk. Reynt var að gera átak fyrir 15 árum til að gera efri hæðir gömlu húsanna í miðbænum að íbúðarhúsnæði. Reynt hefur verið með þróunaráætlun mið- borgar að koma í veg fyrir að veit- ingastaðir leggi undir sig allan miðbæinn fyrir starfsemi sína. Veit- ingastaðir mega ekki fara upp fyrir vissa prósentu í nýtingu þessara gömlu húsa. En hvað varðar lok- unartíma þá er það ákvörðun yf- irvalda sem minjavarsla hefur ekkert með að gera. Þjóðarsálin þarf að eiga slíkt við sjálfa sig. En í London og París eru staðir opnir eftir miðnætti ekki áberandi, starfsemi slíkra staða fer gjarnan fram í úthverfum eða í kjöllurum og þarf þá jafnvel aðgang- skort inn á þá. Þetta skipulag hér er mjög sérstakt. Við hjónakornin gengum einn sunnudag fyrir skemmstu yfir Austurvöll og þar var slíkur haugur af glerbrotum að þar var varla vettvangur fyrir fjöl- skyldufólk.“ Kona Nikulásar Úlfars er Þor- björg Sóley Ingadóttir hjúkr- unarfræðingur. „Hún reynir að við- halda fólki meðan ég reyni að halda í gömul hús,“ segir Nikulás og brosir. Ég spyr hvort gengið hafi kannski verið of nærri Lækjartorgi? „Ég held að því hafi verið illa sinnt. Að sjálfsögðu á minjavernd að hafa skoðun á þessu aðaltorgi Reykjavík- ur, þar sem íbúarnir hafa löngum komið saman til að fagna eða mót- mæla. Útlit Lækjartorgs nú er nán- ast okkur til skammar. Þess vegna settum við sterklega inn þá forsögn í Hugmyndaleit í Kvos að hugað yrði að yfirborði Lækjartorgs, fegrun þess og endurnýjun. Margar fínar hugmyndir komu í þá veru og nú fer vinna við deiluskipulagið í gang og hún á að vinnast hratt og vel. Lækj- artorg þarf að öðlast aftur sinn gamla ljóma sem það hefur alltaf átt í huga Reykvíkinga.“ Skilningur mikilvægur Heldur þú að það mæði mikið á þér sem forstöðumanni húsafrið- unarnefndar? „Ég vona það. Mér finnst það ekki kvíðvænlegt heldur er þetta vinna sem þarf að vinnast í sátt og sam- lyndi við alla. Hún þarf að vera gegnsæ og byggjast á sterkum grunni. Skilningi á sögu. Það getur ekki orðið nein framþróun án skiln- ings á sögunni. Ég hef setið í húsa- friðunarnefnd og tel að innan hennar sé unnið mjög gott starf varðandi rannsóknir en ég held að starfsemi nefndarinnar mætti vera meira áber- andi og taka stundum betur af skarið en gert hefur verið. Nýlega voru Torfusamtökin endurvakin, kannski geta frjáls félagasamtök af því tagi stutt vel við starf Húsafrið- unarnefndar ríkisins. Ég hlakka til að takast á við starfið. Með setu í Húsafriðunarnefnd síðastliðin 6 ár hafi ég vissulega komið að athug- unum og endurbótum á varð- veisluverðum húsum út um allt land en nú gefist tækifæri til að koma með beinum hætti að þessum mikilvæga málaflokki á landsvísu. “ gudrung@mbl.is » Því er haldið fram að heimildir til deiliskipulags, metið til peninga, skapi Reykjavíkurborg mikla skaðabótaskyldu. Morgunblaðið/Kristinn Æskuheimilið Var Hverfisgata 40 en er nú Bergstaðastræti 36. Í þessu húsi fæddist og ólst Nikulás upp. » Byggingararfurinn er besta fjárfesting sem hægt er að láta fjármuni renna til - varðveisla hans er mjög góð ráðstöfun. Kr. 1450 fyrir fullorðna Kjötsúpa og ferjutollur Kr. 800 fyrir börn Heit samloka, safi og ferjutollur Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Kjötsúpa ogViðey Uppgötvaðu Viðey Veitingasala kl. 11:30 – 17:00 Dagskrá 09:10 Geir Gunnlaugsson, formaður Félags um lýðheilsu og Hermann Óskarsson, deildarforseti Heilbrigðisdeildar HA bjóða gesti velkomna. Setning: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar. 09:30 Municipal indicators for children's health in Sweden. Lennart Köhler, Norræna lýðheilsuskólanum í Gautaborg, Svíþjóð. 10:20 Landnotkun og lýðheilsa. Salvör Jónsdóttir, Alta ehf. 11:10 Að byggja stórt í litlu landi: Viðhorf og væntingar starfsmanna í vinnubúðum á Austurlandi. Tryggvi Hallgrímsson, HA. 11:30 Unglingar og borgarmenning í Evrópu. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, HR. 11:50 Búseta, uppruni og heilsa íslenskra skólanema. Kjartan Ólafsson, HA. 13:15 Munnheilsa barna eftir búsetu. Hólmfríður Guðmundsdóttir, Miðstöð tannverndar og Lýðheilsustöð. 13:35 Námsárangur og búseta. Júlíus Björnsson, Námsmatsstofnun. 13:55 Lífshættir og holdafar kvenna í borg og bæ. Laufey Steingrímsdóttir, LHÍ. 14:15 Örorka og búseta. Sigurður Thorlacíus, HÍ. 14:55 Eru hjúkrunarheimilin spítalar? Fjölbreyttari úrræði fyrir aldraða sem ekki geta búið sjálfstæðri búsetu. Soffía Egilsdóttir, Hrafnista. 15:15 Hreyfing aldraðra í þéttbýli og dreifbýli. Sólveig Ása Árnadóttir, HA. 15:35 Allt hefur áhrif - einkum við sjálf: Niðurstöður nýrrar rannsóknar. Jórlaug Heimisdóttir, Lýðheilsustöð. 15:55 Samantekt. Þórólfur Þórlindsson, Lýðheilsustöð. 16:10 Verðlaunaafhending fyrir veggspjöld. Kristinn Tómasson, Félag um lýðheilsu. Þingslit. Þorvaldur Ingvarsson, FSA. 16:20 Móttaka í boði Akureyrarsjóðs og Háskólans á Akureyri. Fundarstjórar: Pétur Pétursson og Guðrún Pálmadóttir. Þingið er opið öllu áhugafólki um lýðheilsu og ráðstefnugjald er 2.000 kr. Gefinn er kostur á þátttöku með fjarfundabúnaði. Nánari upplýsingar og skráning eru á ráðstefnuvef Háskólans á Akureyri: http://unak.is/?d=2&m=radstefna Lýðheilsuþing Félags um lýðheilsu haldið í samstarfi við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri og Vaxtarsamning Eyjafjarðarsvæðis Búseta og lýðheilsa Háskólinn á Akureyri 19. september 2007 Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Farið verður á söguslóðir Berlínar 21.- 25. október næstkomandi. Bókun hjá Bændaferðum í síma 570 2790 hið fyrsta. Fullgreiða þarf ferðina við bókun. Parísarferð 2. - 5. nóvember næstkomandi. Bókun hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar í síma 511 1515. Jólaferð til Rüdersheim í Þýskalandi 7. - 10 desember næstkomandi. Bókun hjá Bændaferðum í síma 570 2790. Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting, morgunverður, skoð- unarferðir, einn kvöldverður og íslensk fararstjórn. Allar upp- lýsingar hjá ferðaskrifstofunum. Efnt verður til kynningarfunda fyrir allar ferðirnar. Stjórnin m bl 9 09 64 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.