Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 42
Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Höfum verið beðnir um að útvega raðhús, parhús eða stóra sérhæð í Smára eða Lindahverfinu. Ákveðinn kaupandi. Nánari uppl. veitir Óskar R. Harðarson hdl. og lögg. fasteignasali. Óskum eftir 42 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Miðbær, Hf. – Parhús Nýkomið í einkasölu glæsilegt 175,8 fm parhús á friðsælum stað við mið- bæinn og höfnina. Húsið afhendist strax, fullbúið að utan. Búið er að mála að innan. Sjón er sögu ríkari. Batteríið arkitektar. Verðtilboð M bl 9 09 57 9 OPIÐ HÚS í dag á milli kl. 15-16 Ásar við Reykjahvol 16 í Mosfellsbæ NÝTT Á SKRÁ* Mjög glæsilegt einbýlishús á einstökum stað við Reykjahvol í Mosfellsbæ, í jaðri byggðar með alveg svakalega fallegu útsýni. Húsið, sem er hannað af Sverri Norðfjörð, arkitekt, er á þremur pöllum og með mikilli lofhæð. Fal- legur og skjólgóður garð- ur með lítilli tjörn, timbur- verönd og litlum trjálundi. Stórar yfirbyggðar svalir með panorama útsýni. Þetta er einstök eign fyrir vandláta sem vert er að skoða. Sigríður og Garðar taka á móti gestum í dag á milli kl. 15-16. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll, fasteignasali, í síma 899 5159. Verð 115,0 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM Í DAG SUNNUDAG FOLDASMÁRI 5 - FALLEGT RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Traust þjónusta í 30 ár Fallegt, 140 fm, raðhús á einni hæð ásamt innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað í Smáranum í Kópavogi. Fallegar, nýl. innréttingar. Þrjú rúmgóð svefn- herbergi. Flísalagt baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Fullbúinn bílskúr með millilofti. Suðurverönd. Falleg, fullbúin lóð. Hellulagt bílastæði með hitalögnum. Verð 42,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00 - 15.00. NORÐURBRÚ 4 - GARÐABÆ FALLEG 4RA Í LYFTUHÚSI AUK BÍLSKÝLIS Glæsileg, 112 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi auk stæðis í bílageym- slu á þessum eftirsótta stað í Sjálandinu í Garðabæ. 3 rúmgóð herbergi. Stór og björt stofa með útg. á suðursvalir. Fallegar innréttingar og tæki. Parket og flísar á gólfum. Falleg sameign. Lóð fullbúin. Verð 37,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00 - 15.00. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur nú boðað hert eftirlit Vinnu- málastofnunar með erlendum starfsmönnum. Gert verður átak í að hafa samband við öll fyrirtæki sem eru með erlenda starfsmann, einnig verður reynt að samtengja betur eftirlitsstofn- anir, eins og Vinnu- málastofnun, Vinnueft- irlitið, skattstjóra, Útlendingastofu og lögreglu. Í gildi eru mjög skýr og framsækin lög um réttindi og skyldur fyrirtækja hvernig þessum málum skuli háttað, sjá lög nr. 97/ 2002, nr. 139/2005 og nr. 45/2007. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað bent á margskonar misbresti á þessum málum og alloft hefur það leitt til harkalegs uppgjörs og jafn- vel málaferla. Vafalaust telja flestir að málið snúist einvörðungu um skráningu erlendra starfsmanna og uppgjör launatengdra gjalda og skatta og að launagreiðslur séu ekki í samræmi við umsaminn kjör. En það er ekki minna mál að fá fram rétta skrán- ingu starfsréttinda og að launakjör séu í samræmi við þau störf sem viðkomandi erlendur starfsmaður sinnir. Starfsmenn og trún- aðarmenn stéttarfélaganna hitta flesta þá erlendu launamenn sem eru hér á vinnumarkaðinum og þekkja allvel til hvernig þessi mál standa. Ákveðnar starfsmannaleig- ur sigla undir fölsku flaggi og skrá sig sem verktakafyrirtæki, en þær flytja hingað verkafólk og leigja það til stóru byggingafyrirtækjanna. Í störfum starfsmanna stéttarfélag- anna koma aftur og aftur upp sömu nöfnin á íslenskum starfsmannaleig- um, sumar hverjar hafa skipt um nöfn og kennitölur, oft til þess að komast hjá afleiðingum gerða sinna. Starfsmenn stéttarfélaganna fá þær upplýsingar frá hinum erlendu starfsmönnum að umræddar starfs- mannaleigur hafi aug- lýst í þeirra heimalandi eftir iðnaðarmönnum og þeir koma hingað með pappíra sína, en síðan þegar hingað er komið koma þær í veg fyrir að þeir fáist stað- festir. Það er mjög al- gengt að starfs- mannaleigurnar skrái hina erlendu iðn- aðarmenn inn í landið sem aðstoðarmenn iðn- aðarmanna og þá telja starfsmannaleigurnar sig hafa heimild til þess að greiða verkamannataxta, oftast byrjunartaxta unglinga, 700 kr. á tímann, en stundum sem sér- hæfða verkamenn á byrjunartaxta með 820 kr. á tímann, jafnvel þó um sé að ræða fullorðið fólk með langa starfsreynslu, en þeir eru síðan leigðir út sem fullgildir iðn- aðarmenn til byggingafyrirtækja. Hinir erlendu félagar okkar kvarta mikið undan geypilegu okri starfs- mannaleiganna á vistarverum sem þær eru með á sínum snærum þar sem oft eru um 10 menn í 80 m2 íbúð eða þá í einhverjum her- bergjum sem hafa verið útbúin í húsnæði sem ætlað er til iðn- aðarstarfsemi. Þar rukka starfs- mannaleigurnar húsaleigu sem oft er um 40 þús. kr. á mánuði fyrir hvern einstakling og einnig eru þeir oft rukkaðir um verulegar upphæðir fyrir mat. Hinir erlendu launamenn fá lélegan aðbúnað og lakar að- stæður til þess að vinna störf sín sem síðan hefur leitt til þess, eins og komið hefur fram í fréttum und- anfarna daga, að það húsnæði sem byggingafyrirtækin eru að selja er stundum gallað og það eru kaup- endur þessa húsnæðis sem sitja í súpunni. Þessi svikamylla umræddra starfsmannaleiga er eins og kom fram í nýlegum upplýsingum frá Hagstofunni farin að hafa þau áhrif á laun íslenskra iðnaðarmanna í byggingariðnaði, að þau hafa hækk- að að jafnaði 5-6% minna en í öðrum starfsgreinum. Allt í kringum um- ræddar starfsmannaleigur, sem sumar hverjar segjast vera verk- takafyrirtæki, er sviðin jörð. Bláfá- tækir fjölskyldufeður sem fara að vinna fjarri heimilum sínum til þess að geta framfleytt fjölskyldum sín- um eru blákalt sviknir. Launatengd- um gjöldum er ekki skilað og það er að koma í ljós að sumir kaupendur húsnæðis sitja uppi með meingölluð hús. Það í þessu efni eins og svo mörgum að það eru fáir sem verða til þess að setja þarf í sífellu strang- ari lög og herða eftirlit. Eftirlit með fyrirtækjum og erlendum starfsmönnum þeirra Guðmundur Gunnarsson telur að víða sé pottur brotinn í sam- skiptum við erlenda starfsmenn sem vinna hérlendis » Þessi svikamylla erfarin að hafa umtals- verð áhrif á laun iðn- aðarmanna. Allt í kring- um umræddar starfsmannaleigur er sviðin jörð. Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðn- aðarsambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.