Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 57 HUGVEKJA  Það er gott að vera kristinn og vita það en það er betra að vera kristinn og sýna það. Óþekktur höfundur  Sorg lítur um öxl, áhyggjur horfa í kringum sig en trúin horfir fram á veginn. Óþekktur höfundur  Flestir gleyma Guði í önn dagsins en biðja hann að minn- ast sín að kveldi. Óþekktur höfundur  Sumir kvarta yfir því að Guð hafi sett þyrna á rósirnar. Aðrir lofa hann fyrir það að hafa sett rósir innan um þyrnana. Óþekktur höfundur  Við opinberum hvaða mann við höfum að geyma með því sem við gerum þegar enginn sér til. Óþekktur höfundur  Hjartað er aldrei hamingju- samara en þegar það slær fyrir aðra. Óþekktur höfundur  Sá sem bíður eftir því að eitt- hvað gerist ætti að byrja á því að bretta upp ermarnar. Óþekktur höfundur  Sá sem þjónar kærleikanum minnst þarfnast hans mest. Óþekktur höfundur  Kærleikurinn er ávallt skap- andi, aldrei eyðandi. Í honum felst eina von mannsins. Leo Buscaglia  Lítið hús rúmar fullt eins mikla hamingju og stórt hús. Óþekktur höfundur  ;Maðurinn er aldrei stærri en þegar hann krýpur. Blaise Pascal  Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi  Því fáorðari sem bænin er, þeim mun betri er hún. Marteinn Lúther  Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun. Mahatma Gandhi  Stundum eru mennirnir svo önnum kafnir við að frelsa heiminn, að þeir gleyma að sýna hver öðrum kærleika. Olfert Ricard  Lærðu eins og þú eigir að lifa eilíflega. Lifðu eins og þú eigir að deyja á morgun. Mahatma Gandhi  Fegursta blóm jarðarinnar er brosið. Henrik Wegerland  Það versta sem maður get- ur gert sjálfum sér er að gera öðrum órétt. Henrik Ibsen  Undrunin er móðir hugs- unarinnar. Sigurbjörn Einarsson  Guð er sá eini, sem aldrei þreytist á að hlusta á mennina. Sören Kirkegaard  Kærleikurinn er ávöxtur sem hægt er að tína á öllum árstíðum og í seilingarfjarlægð fyrir alla. Móðir Teresa  Fólkið klappar fyrir flug- eldasýningum en aldrei fyrir sólarupprás. Friðrik Hebbel  Öðru hverju verður þú að loka augunum til að sjá betur. Páll la Cour  Sé hjarta þitt trútt og vilj- irðu vel er veröldin björt og fögur. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli  Hin raunverulega hætta á tækniöld er ekki fyrst og fremst fólgin í þeim möguleika að vélarnar fari að hugsa eins og menn, heldur miklu fremur í því að mennirnir fari að hugsa eins og vélar. Sydney J. Harris  Guð deyr ekki fyrir neinum eldflaugum eða dauðageislum úr smiðjum vísinda. En hann lifir ekki í dauðu hjarta. Sigurbjörn Einarsson Undir vetur sigurdur.aegison@kirkjan.is Nú þegar sumarið er liðið og haustið tekið við, er öllum hollt að rifja upp nokkur fleyg orð um hið góða, áður en veturinn heldur innreið sína með kulda og myrkur í farteskinu. Sigurður Ægisson er að þessu sinni með eftirfarandi birtuauka fyrir hjarta og sál. Ljósmynd/Sigurður Ægisson MINNINGAR ✝ Ásdís Stein-grímsdóttir fæddist á Siglufirði 28. júlí 1929. Hún lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 1. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Steingrímur Ey- fjörð Einarsson sjúkrahúslæknir á Akureyri og Siglu- firði, f. á Hömrum í Eyjafirði 19.5. 1894, d. 29.7. 1941, og Þorbjörg Ásmundsdóttir hús- freyja og yfirhjúkrunarkona á Akureyri og Siglufirði, síðar for- stöðukona á Sólvangi í Hafnar- firði, f. á Brekkulæk í Miðfirði 13.9. 1893, d. 16.6. 1959. Systkini Ásdísar eru Einar Ásmundur, f. 2.1. 1927, d. 12.10. 1927, og Rósa Margrét læknaritari í Reykjavík, f. 7.12. 1930, börn hennar eru Steingrímur Eyfjörð Kristmunds- son og Ásdís Hlökk Theódórs- dóttir. Ásdís giftist 19. maí 1956 Guð- mundi Péturssyni lækni og síðar Menntaskólanum á Akureyri 1952. Hún stundaði nám við heimspekideild Háskóla Íslands 1952-1953, cand.phil. þaðan 1953. Hún stundaði nám við Hjúkrunar- kvennaskóla Íslands 1952-1954 og læknadeild Háskóla Íslands 1954- 1957. Einnig stundaði hún nám í frönsku við Háskóla Íslands 1969- 1970. Ásdís var húsfreyja í Reykjavík og í Vestmannaeyjum 1956-1960, í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Sviss 1960- 1967 og í Reykjavík frá 1967. Hún kenndi við Laugalækjarskóla 1969-1970. Hún fór að vinna sem rannsóknarmaður hjá Rannsókn- arstofu Sauðfjárveikivarna á Keldum 1971-1985. Var síðar meinatæknir á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði frá 1985 þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Ásdís vann ýmis trúnaðar- störf fyrir Starfsmannafélag ríkis- stofnana og BSRB á starfsferli sínum. M.a. var hún í ritstjórn Fé- lagstíðinda. Einnig tók hún virkan þátt í starfi Samtaka kvenna á vinnumarkaði. Ásdís hafði unun af ferðalögum og stundaði útivist og fjallgöngur í ríkum mæli á meðan heilsan leyfði. Ásdís var jarðsungin í kyrrþey 14. september. forstöðumanni Til- raunastöðvar Há- skólans í meinafræði á Keldum, f. í Nesi í Selvogi 8.2. 1933. Foreldrar hans voru Pétur Magnússon læknir, f. í Reykjavík 30.4. 1911, d. 4.11. 1949, og Bergljót Guðmundsdóttir kennari, f. á Hvammi í Lóni 18.2. 1906 , d. 19.6. 1980. Börn Ás- dísar og Guðmundar eru: 1) Pétur Magnús leiðsögumaður, f. 21.10. 1956, d. 9.11. 2006. Maki Sveinn Haralds- son, f. 11.7. 1962. 2) Bergljót Björg sérkennsluráðgjafi, f. 14.6. 1958, börn hennar eru Halla Björg, f. 12.4. 1993, og Guð- mundur Páll, f. 14.5. 1998, Sig- urþórsbörn. 3) Steingrímur Ey- fjörð hljóðmeistari, f. 8.1. 1960, börn hans eru Sigurður Árni, f. 15.12. 1987, búsettur í Þýskalandi, og Sindri Már, f. 12.4. 1995, bú- settur á Írlandi. Ásdís ólst upp á Siglufirði og á Akureyri. Hún varð stúdent frá Vinkona mín, Ásdís Steingríms- dóttir, er látin. Ég sakna vinkonu minnar. Vinátta okkar hófst á menntaskólaárunum á Akureyri. Ég var nýgræðingur og einhvern veginn æxlaðist það svo að við fór- um að lesa saman heima. Það var latínan sem við glímdum við. Við plöntuðum okkur í stofuna heima hjá Dísu við Möðruvallastræti þar sem Þorbjörg Ásmundsdóttir bjó með dætrum sínum Ásdísi og Rósu sem báðar voru í MA. Þóra Davíðs slóst gjarnan í hópinn. Mikið var latínan skemmtileg, að minnsta kosti hlógum við mikið. Stundum settist Dísa við píanóið og spilaði „hasta hestinn“ okkar. Mér fannst Dísa greind á bókina og vitur á lífið. Þráður vináttunnar rofnaði aldrei þó að leiðir okkar lægju ekki saman. Ég man bréfin hennar frá Sviss með sterku per- sónulegu skriftinni hennar þar sem hún skrifaði mér um barnauppeldi og kennslu þar. Dísa var mjög næm og minnug, hafði áhuga á lífsgát- unni og því sem máli skiptir. Það gat liðið langur tími á milli þess að við hefðum samband, tilfinningin var samt eins og við hefðum hist í gær. Stundum þegar við litum upp úr latínunni í þann tíð sagði hún mér ýmislegt úr bernsku sinni á Siglufirði og frá dvölinni í sveitinni í Fljótunum. Stutt er síðan Dísa rifjaði upp með mér minningabrot úr sveitinni. Dísa tæpra sex ára var farin að lesa. Átti alltaf að lesa upphátt og gerði það. Hún sat í stofu og las. Bókin var Sesselja síðstakkur. Gestur á bænum gekk inn í stofuna og hlust- aði á barnið. Þegar Dísa þagnar segir gesturinn, sem var Halldór Kiljan Laxness: „Þú lest vel, betur en margir sem eru að lesa í útvarp- ið.“ Dísa lokaði bókinni og gekk út. Nú hefur vinkona mín lokið að lesa úr bók þessa lífs. Blessuð sé minning Ásdísar Steingrímsdóttur. Ég sendi fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Þórey Kolbeins. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Kveðjustundin er upprunnin. Ásdís vinkona mín og mágkona hefur kvatt þetta jarðlíf. Ég var unglingur þegar Dísa kom fyrst inn í fjölskylduna og giftist Guðmundi bróður. Okkur varð strax vel til vina. Svo fæddust þeim börn- in: Pétur Magnús, Bergljót Björg og Steingrímur Eyfjörð. Yndisleg börn og ég elskaði að vera með þeim. Ég kynntist þeim vel, því ég bjó hjá þeim bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Pétur Magnús lést í nóv. sl. og var okkur öllum mikill harmdauði. Það er því skammt stórra högga á milli. Dísa fékk margar góðar gjafir í vöggugjöf. Hún hafði einstaklega gott skap, var létt í lund, þolinmóð með afbrigðum og skilningsrík. Hún var góð manneskja og vel greind. Hún var mikil móðir og sinnti móð- urhlutverkinu vel. Dísa var sjarm- erandi og með mikla útgeislun. Hún brosti fallega og hún brosti oft. Henni lá lágt rómur, hafði dökka og fallega rödd, sem ég heyrði hana aldrei hækka. Hún hafði gaman af að segja frá og spjalla. Oft lásum við ljóð saman í Eski- hlíðinni í gamla daga. Það voru góð- ar stundir og gjöfular. Börnin sofn- uð. Kyrrð og ró. Og við: Dísa, Rósa systir hennar og ég, lásum upphátt ljóð og ræddum þau. Ég lærði margt af Dísu. Hún kenndi mér m.a. að hekla og margt fleira. Mest lærði ég af henni með óbeinum hætti. Það sem ég sá og heyrði og hún gerði í daglegu lífi. Ég er þakklát fyrir það. Við erum búnar að þekkjast í rúmlega hálfa öld og aldrei varð okkur sundur- orða. Dísa var nægjusöm og nýtin. Hún fór vel með og kunni að sníða stakk eftir vexti. Ég minnist þess þegar við bjuggum í New York og hún sneri sængurverunum við eins og það var kallað en hún var bráðflink í höndunum. Dísa var sterk í lífinu og endalokunum tók hún af æðruleysi. „Allir eiga sína endastöð,“ sagði hún. Ég gætti barnanna hennar. Síðar gætti hún barnanna minna. Ég sé hana fyrir mér með börn í kringum sig. Börn löðuðust að henni enda var hún með eindæmum barngóð. Hún sinnti ömmuhlutverkinu vel. Hún var sterk eiginkona og stóð fast við hlið eiginmanns síns. Ég sendi Guðmundi bróður sam- úðarkveðjur á sorgarstund, svo og Systu, Bróa, Sveini, Rósu, Höllu Björg, Sigga Árna, Sindra og Guð- mundi Páli. Dísu kveð ég með virðingu og þakklæti. Sigríður Eyþórsdóttir. Ásdís Steingrímsdóttir Minn kæri vinur Sigurdór Hermundarson er nú lát- inn eftir baráttu við krabbameinið. Hann var mér kær enda náðum við vel saman strax á yngri árum. Á þeim tíma starfaði hann hjá Jóni Mathiesen kaupmanni og þar sem Sigurdór var vinnuveitanda sínum ákaflega staðfastur og trúr var hann Sigurdór Sævar Hermundarson ✝ Sigurdór SævarHermundarson fæddist á Norður- braut 21 í Hafnar- firði 2. febrúar 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. ágúst síðastliðinn. Útför Sigurdórs fór fram frá Víði- staðakirkju mið- vikudaginn 5. sept- ember sl. ávallt kallaður Siggi Math. Margar voru okkar gleðistundir sem við áttum m.a. á veitinga- staðnum Skiphól. Ekki þeim Skiphól sem nú er horfin þ.e. hóll sem stóð fyrir of- an núverandi suður- hafnargarð í Hafnar- firði. Okkar leiðir skildu um tíma, en lágu síðan saman aftur eftir að við hófum störf hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík, ÍSAL. Þar starfaði hann á lagernum við almenn lager- störf. Hann hafði óbilandi minni og var því oft á tíðum kvaddur til starfa um nætur og helgar til að bjarga málum til að finna þá varahluti sem vantaði á hverjum tíma en fundust ekki þar sem Sigurdór var ekki á staðnum. Já, hann hafði alveg ótrú- lega gott minni. Margar voru þær ferðirnar sem við félagarnir fórum í, bæði innan- lands sem utan. Innanlands var ekið á jeppum, oft í góðra vina hópi, hvort heldur sem var inni í Jökuldali eða á Lónsörævi. Oft þurfti Sigurdór tíma til að meta aðstæður t.d. þegar aka skyldi yfir ár eða mikinn bratta, en eftir að hafa fengið sér vel í nefið þá lá allt mikið ljósara fyrir. Eftirlifandi kona hans var alltaf ómissandi enda sá hún um að allir strengir væru á lagi á gítarnum ef fólkið vildi taka lagið eftir strangan jeppadag og komið var í náttstað. Nú við leiðarlok kveðjum við þig með eftirfarandi ljóði. Svo vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heiti, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. Góða ferð kæri vinur. Ragnar Jóhannesson. Unnur Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.