Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 55 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sýnum í dag glæsilegt 214 fm endaraðhús, staðsett innst í rólegum botlanga með góðri aðkomu og nægum bílastæðum. Húsið skiptist í tvær aðalhæðir. Stór stofa og eldhús á neðri hæð, ásamt innb.bílskúr, þvottahúsi og gesta wc. Suðurgarður með verönd og skjólgirðingum. Efri hæðin skiptist í 2-3 barnaher- bergi, hjónaherbergi, hol, ásamt rúmgóðri sjónvarpsstofu með hurð út á suður- svalir. Stórt baðherbergi, sturta og baðkar. Nýtt parket og hurðir í hluta hússins ásamt því að nýlega var skipt um járn á þaki. Húsið er teiknað af Einari Sveinssyni. Verð 68,9 millj. Steinar Orri sölumaður frá fasteign.is tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 15. Gsm: 895-8221. OPIÐ HÚS Í DAG BOLLAGARÐAR 55, SELT.NESI ENDARAÐHÚS Sýnum í dag vandað og vel staðsett alls 230 fm einbýlishús á þessum vinsæla stað í Vesturbænum. Húsið skiptist í aðalhæð og bjartan og rúmgóðan kjallara sem innangengt er í, en hefur einnig sérinngang. Aðalhæðin skiptist: Forstofa, gesta wc., rúmgott eldhús, borðstofa, stórar stofur með hurð út í suðurgarð með skjólgirðingum og palli. Svefnálma með þremur barnaherbergjum og bað- herbergi. Kjallarinn skiptist: Stór stofa, stórt hjónaherbergi með baðhergi inn af. Þvottahús og geymslur. Auðvelt að breyta kjallara í séríbúð. Verð 73 millj. Steinar Orri sölumaður frá fasteign.is tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 15,30 og 16,30. Gsm: 895-8221. OPIÐ HÚS Í DAG FROSTASKJÓL 5 EINBÝLISHÚS Sýnum í dag mjög fallega 117 fm. íbúð á 2. hæð í lágreistu fjölbýli, ásamt tveggja bíla stæði í bílgeymslu. Tvær geymslur fylgja með og er þvottahúsið innan íbúðar sem er mjög vel skipulögð. Parket á gólfum og fallegar innrétting- ar. Vestursvalir. Stutt í alla þjónustu, ss. skóla, íþróttir, líkamsrækt, Smáratorg og Smáralind. Verð 29,8 millj. Steinar Orri sölumaður frá fasteign.is tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 17 og 17,30. Gsm: 895-8221. OPIÐ HÚS Í DAG LÆKJARSMÁRI 7 – KÓPAVOGI 4RA HERBERGJA MEÐ BÍLSKÝLI-LAUS STRAX Glæsilegt þríbýlishús í byggingu við Gullteig, hverfi 105, í Reykjavík. Á fyrstu og annari hæð eru tvær fjögurra herbergja, 147,2 fm íbúðir, hvor með sérinngangi, önnur með yfirbyggðu bílastæði en hin með bíl- skúr. Á efstu hæð er 164,6 fm íbúð, með sérinngangi, ásamt yfirbyggðu bílastæði. Tvö svefnherbergi, stór stofa. Tvennar svalir og sólskáli. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar í desember 2007, en hægt er að semja um skil á fyrri stigum byggingar- ferlisins. Gott tækifæri til þess að eignast nýja íbúð í gamalgrónu hverfi. Örstutt í skóla, leikskóla og útivistarsvæði í Laugardalnum. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu HÚSANAUSTS, Borgartúni 29. GULLTEIGUR - 105 REYKJAVÍK VERKEFNIÐ Frítt í Strætó fær áfram jákvæða athygli í fjölmiðlum. Verkefnið gengur vel og í október hefjast talningar á því hversu mikil aukn- ingin er. Vagnstjórar eru almennt ánægðir með verkefnið og full- yrða að verkefnið skili miklu fleiri farþegum, sérstaklega á álags- tímum. Verkefnið verður metið á marg- víslegan hátt. Mæld verður nýting á Strætó á nokkrum tímapunktum samfara umferðarþungamæl- ingum auk þess sem viðhorfskannanir segja okkur hvernig nýir notendur upp- lifa vagnana. Strætó léttir á umferðinni Mikið er rætt og ritað um þunga umferðarinnar á morgnana og seinni partinn. Sumir leggja til ný umferðarmannvirki og aðrir nýjar leiðir sem eru umhverfisvænni. Mikilvægt er að huga að hvoru tveggja, huga að bættum umferð- armannvirkjum en styrkja stöðu al- menningssamgangna, hjólreiða- manna og gangandi vegfaranda þannig að fólk eigi val um ferða- máta. Hafa ber í huga þessu til við- bótar að mörg þúsund einstaklingar hafa flust búferlum hingað frá öðr- um löndum á undanförnum 2-3 ár- um til að vinna á Íslandi. Allir þess- ir einstaklingar þurfa fararkost og bætast við í umferðinni. Sala á bíl- um heldur áfram að aukast ár frá ári og gatnakerfi borgarinnar þolir ekki meiri umferð en nú er á álags- tímum. Á öðrum tímum dags renn- ur umferð ágætlega. Mikilvægt er að benda á að ef ekki væri fyrir til- raunaverkefni sveitarfélaganna væri umferðarþunginn mun þyngri og staðan enn verri, sérstaklega á álagstímum þegar flestir vagnar eru nýtt- ir mjög vel. Strætó er raunveruleg leið til að draga úr umferð- arþunga. Margar breytingar Samfara þessu góða tilraunaverkefni er unnið að því að gera Strætó meira aðlað- andi og auka þjónustu. Nú hafa raun- tímatöflur verið settar upp á öllum stoppistöðvum. Þær sýna miklu skýrar hvenær vagninn er á við- komandi stoppistöð og ekki þarf lengur að áætla tímann út frá tveimur fjarlægum lykilstoppistöðv- um. Bæklingar hafa verið gefnir út fyrir hvert hverfi svo hægt sé á ein- faldan hátt hægt að glöggva sig á sínum leiðum og leiðabókin er gormuð og mjög meðfærileg með nýjum tímatöflum. Reykjavík- urborg hefur nýtt sér góðar hug- myndir bæjarbúa eins og hugmynd Inga Gunnars Jóhannssonar um að merkja biðstöðvar í borginni. Bið- stöðvarnar í Reykjavík hafa nú fengið nöfn og glöggir bíleigendur sjá nú hvaða stoppistöðvar eru á leið þeirra í vinnu. Kannski hefur þetta einhver áhrif á að foreldrar kenni börnum sínum á vagnkerfið eða prófi það jafnvel sjálfir. Það munar um minna að leggja einum af bílum heimilisins en talið er að beinn rekstrarkostnaður sé um 700.000 kr. á ári. Uppbygging heldur áfram Nýjasta viðbótin í Strætó er Blaðið. Nú liggur Blaðið í vagninum handa farþegum til að lesa. Mér finnst þetta framsýnt og jákvætt framtak hjá eigendum Blaðsins og það felast mikil tækifæri í að nálg- ast þennan neytendahóp sem nem- endur eru. Blaðið hefur líka stutt Strætó í að endurvinna blöðin þeg- ar þau koma út úr vagninum. Ég vona að þetta gangi vel og hlakka til að heyra hvað fólki finnst um þetta. Næstu verkefni eru að telja og reyna að auka tíðnina á þeim leiðum sem mikil ásókn er í, laga þær sem ganga verr og byggja upp betra leiðakerfi. Samfara þessu er nauðsynlegt að búa til for- gangsakreinar fyrir Strætó og koma vögnunum hraðar í gegnum umferðina. Þetta er ein mikilvæg- asta aðgerðin til að gera Strætó að góðum kosti í samgöngum og sveit- arfélögin og ríkið þurfa að setja þetta mál á oddinn í samgöngu- málum næstu ára. Áfram Strætó Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vill auka vægi strætisvagna í samgöngum í borginni » Samfara þessu ernauðsynlegt að búa til forgangsakreinar fyrir Strætó og koma vögnunum hraðar í gegnum umferðina. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. MEÐ nokkru millibili hefjast umræður um öryggismál á hálend- inu. Oftast að gefnu sorglegu til- efni. Aukið öryggi hlýtur að þræða mjótt bil á milli kerf- is og reglna og þess frelsis sem við viljum halda í þegar kemur að því að njóta nátt- úrunnar við útivist. Gæta verður þess að kerfi og reglur verði ekki of flóknar eða strangar og skrifræði fylgi. Í umræðu vilja menn stundum herma eftir erlendum aðilum í þessum efnum en gæta sín ekki á því að víðast hvar eru miklu meiri fjármunir til reiðu en hér og ferðamenn miklum mun fleiri. Fyrir allmörgum árum benti ég á að sumar hálendisferðir ættu að vera tilkynningarskyldar. Ég end- urtók þetta í fréttaviðtali í tilefni leitarinnar að þýsku fjallamönn- unum. Valfrjáls tilkynningarþjón- usta hefur verið til reiðu hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í mörg ár. Þar er einnig hægt að fá leiðbeiningar um útbúnað o.fl. og eins á að minnsta kosti einni heimasíðu, en miklu betur mætti þó gera í þeim efnum. Á und- anförnum árum hafa svo tækni- framfarir gert að verkum að ein- faldur neyðarsendir er til reiðu fyrir hálendisfara ef vel er að gáð. Einnig þarf að gera betur hvað þá varðar. Ég legg til að eftirfarandi til- lögur verði upphaf umræðu og að- gerða í þessum efnum:  Skilgreind verði til bráða- birgða helstu landsvæði sem menn tilkynna ferðir um. Það á þó ekki við um ökuferðir (þar gilda alm. varúðarráðstafanir, s.s. að láta vita af ferðum sínum heima fyrir eða annars staðar). Hér á ég að- allega við fimm stærstu jöklana og ferðir um þá sem ekki eru á veg- um fyrirtækja/samtaka, á tinda í Skaftafellsþjóðgarði og við jaðra Vatnajökuls sem eru hærri en 1.200 m, Eyjafjallajökul og fjöll á Tröllaskaga vestan Öxnadals sem eru hærri en 1.000 m, auk samfelldra göngu- ferða á hálendinu sem taka meira en 1-2 daga og eru ekki á vegum fyrirtækja/ samtaka eða fylgja ekki stikuðum og/eða fjölförnum leiðum. Tilkynningarstaðir yrðu miðlægir í Reykjavík og á nokkr- um stöðum utan borg- arinnar (mism. eftir árstíðum og svæðum), auk eins símanúmers.  Mun stærri hluti björgunarkerfisins en nú er verði byggður á launavinnu. Þannig væru t.d. allmargir tugir manna sístarfandi sem björgunarmenn en nýttust milli leita/björgunar við t.d. landvörslu, öryggisgæslu o.fl. Stór hópur sjálfboðaliða væri eftir sem áður til reiðu.  Unnið verði að því að koma litlum neyðarsendum á almennan markað og til leigu. Til þess þarf bæði að skrá tækin skipulega og byggja jarðstöð fyrir gervi- hnattamerki í landinu sem kemur í veg fyrir of langa bið eftir að merki komi fram. Töluverður kostnaður við hana dreifist á mörg ár. Sendarnir kallast Micro PLB/ MRCC (300 grömm að þyngd) og kerfið/jarðstöðin, heitir MEOSAR- stöð.  Farsímakerfið verði byggt upp í framtíðinni með það fyrir augum að sem flestir hálend- isstaðir séu í símasambandi.  Tryggðar verði aðgengilegar og vandaðar upplýsingar um há- lendisferðir og útbúnað. Kostnaður við suma þessara liða sparast fljótt þegar þess er gætt að hver meðalleit kostar milljónir króna. Flestir telja ekki rétt eða æskilegt að fólk þurfi að greiða fyrir neyðaraðstoð þannig að að- gerðir eiga að miða að því að halda leitar- og björgunarkostnaði í lágmarki til langs tíma litið. Aukið öryggi í óbyggðum Ari Trausti Guðmundsson vill að hálendisferðir verði tilkynningaskyldar og leggur fram tillögur »Með auknum upplýs-ingum, takmarkaðri skráningarskyldu, nýj- um neyðarsendum og breytingum á rekstri björgunarsveita er unnt að auka öryggi í óbyggðum. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um fjallamennsku. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.