Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDAVITUND ÍSLENDINGA áherslu á að það byggi hann á til- finningu enda efnislegum gögnum ekki til að dreifa. Eflaust geta marg- ir tekið undir þetta. Nægir þar að virða fyrir sér bílaflota landsmanna sem ekki er sprottinn upp á skran- sölum – nema síður sé. Þá hefur löngum verið sagt að Íslendingar falli þjóða fyrstir fyrir allskonar nýj- ungum, allt frá fótanudd- og sódast- rímtækjum yfir í felli- og hjólhýsi. Að ekki sé minnst á sumarbústaðina sem spretta nú upp eins og gorkúlur um allt land. Þetta leiðir yfir í þriðja atriðið sem Gísli nefnir en það er fé- lagslegur þrýstingur. Hjólhýsi, jeppi og sumarbústaðir eru allt stöðutákn og þau eru hvergi mik- ilvægari en í litlum samfélögum þar sem allir þekkja alla eða því sem næst. Ef Nonni í næsta húsi festir kaup á hjólhýsi verð ég að gera það líka – helst dýrara og flottara hjól- hýsi. Gildir þá einu hvort ég hef ein- hverja þörf fyrir það. Eða er ekki svo? Gísli og Brynhildur segja það einnig einkenni á íslensku þjóðarsál- inni að það þyki hallærislegt að kvarta. „Fólk biður helst ekki um af- slátt í verslunum af ótta við að vera litið hornauga. Það þykir ekki nógu fínt,“ segir Gísli. Síðasta ástæðan sem Gísli segir að hafi áhrif á það hvers vegna Ís- lendingar hafa ekki meiri neyt- endavitund er sú að stutt er síðan verðlagseftirlit var í formi verðlags- ákvarðana stjórnvalda. Með slíkum ákvörðunum var neytendum ekki sjálfum fengið það vald sem þeir ættu nú að hafa og fyrir vikið leiddi fólk þetta hjá sér. Stjórnvaldsíhlut- unum af þessu tagi mun hafa lokið mun fyrr í viðmiðunarlöndunum. Verðtrygging er tengd þessu en Gísli segir ekkert vafamál að hún geti deyft neytendavitund manna. Ýmsir samningar, svo sem lán, eru oftar en ekki tengdir vísitölu neyslu- verðs og þegar hún hækkar hækka lánin sem því nemur sjálfkrafa, í stað þess að á það sé lagt mat hverju sinni. Um þetta hefur almenningur ekkert að segja. Skortur á samstöðu Oft hefur verið rætt um dugleysi íslensku þjóðarinnar í neytenda- málum, ekki síst í sambandi við olíu- samráðsmálið svonefnda fyrir fáein- um misserum og orð á borð við „meðvitundarleysi“ látin falla. Þótti mörgum þjóðin hafa sofnað þar á verðinum. Fá dæmi eru um fjöldamótmæli neytenda á Íslandi og í fljótu bragði koma bara tvö mál upp í hugann. Hið fyrra var þegar Síminn, sem þá var ríkisfyrirtæki, hugðist hækka gjald fyrir aðgang að Netinu fyrir nokkrum árum. Þá risu neytendur upp á afturlappirnar og létu í sér heyra. Stjórnvöld tóku þau andmæli til greina og drógu ákvörðunina á endanum til baka. Seinna málið var þegar Neyt- endasamtökin stóðu fyrir undir- skriftasöfnun vegna hárra tolla á grænmeti og fengu mikil viðbrögð. Í kjölfar almennrar óánægju voru innflutningstollar á fersku græn- meti felldir niður en íslenskir græn- metisbændur styrktir með öðrum hætti. Verð á ávöxtum lækkaði í kjölfarið jafnvel þótt engir tollar hafi verið á þeim. „Þarna er alveg klárt að óánægja og sterk viðbrögð neytenda höfðu áhrif,“ segir Bryn- hildur. Með nokkurri sannfæringu má segja að eftir það hafi neytendavit- undin sofnað aftur værum blundi. Það var svo á þessu ári að hún rumskaði á ný í tengslum við það að virðisaukaskattur á matvælum var lækkaður 1. mars sl. og grunur lék á því að lækkunin skilaði sér ekki í öll- um tilfellum til neytenda. Ekki kom til fjöldamótmæla í það skiptið en umræðan var fyrirferðarmikil úti í samfélaginu og í fjölmiðlum. Gísli vonar að þarna hafi ekki verið um snarpt eldgos að ræða heldur muni hraunið verða seigfljótandi. „Mér finnst eins og það sé einhver vakn- ing í gangi og vonandi munu sífellt fleiri taka við sér á næstu misserum. Nú er lag.“ Lögum þarf að fylgja fé En ábyrgðin liggur ekki bara hjá almenningi. Gísli og Brynhildur eru á einu máli um að stjórnvöldum sé einboðið að herða róðurinn. „Það hlýtur að vera hlutverk stjórnvalda að leggja áherslu á neytendamál. Sterku aðilarnir á markaði hafa mikið fé til að kynna sig og sína vöru eða þjónustu en einkarekin fyr- irtæki hafa fyrst og fremst arðsem- ismarkmið að leiðarljósi í sínu starfi. Það er ekkert óeðlilegt eða ljótt við það en það breytir ekki því að skipu- legt aðhald verður ennþá mikilvæg- ara við þær aðstæður. Stjórn- málamenn eru afskaplega duglegir að setja lög en gleyma oft að fé þarf að fylgja,“ segir Gísli. „Ennfremur lít ég á það sem mitt hlutverk að hafa áhrif á sterka aðila í þjóðfélag- inu – ekki síst fyrirtæki og samtök þeirra – til að taka meira tillit til neytenda, bæði hagsmuna og rétt- inda þeirra.“ Brynhildur segir það hafa verið mjög jákvætt skref að setja á lagg- irnar embætti talsmanns neytenda fyrir tveimur árum. Það sé þegar farið að skila árangri. „Þá bind ég vonir við nýja við- skiptaráðherrann. Hann virðist a.m.k. gera sér grein fyrir því að þessi málaflokkur heyrir undir hann. Það er meira en sumir for- verar hans gerðu,“ segir hún. Þau Gísli segja fyrirtækin í land- inu heldur ekki geta skorast undan ábyrgð. „Fyrsta ábyrgð fyrirtækja hlýtur alltaf að vera við neytendur því þegar öllu er á botninn hvolft vekur ekkert betra umtal en góð vara og góð þjónusta. Séu þessir þættir ekki í lagi þarf að slá ryki í augu neytenda og það gengur aldrei til lengdar,“ segir Gísli. Leiðarkerfi neytenda Markviss úrræði fyrir neytendur er líka, að dómi Gísla, lykilatriði ef efla á neytendavitund þjóðarinnar en það getur verið snúið að leita réttar síns í kerfinu, ekki síst eftir að Evrópureglum tók að fjölga. „Réttarbæturnar koma nú í aukn- um mæli í pósti frá Brussel og það má vel vera að flækjustigið fæli fólk frá því að láta slag standa ef það tel- ur á sér brotið,“ segir Gísli. Til að sporna við þessu er tals- maður neytenda með stuðningi Stjórnarráðsins að hrinda af stokk- unum vefgáttinni „Leiðarkerfi neyt- enda“ sem felst í því að benda neyt- endum á reglur og úrræði í kerfinu. „Þetta verður ekki nýr vett- vangur fyrir neytendur heldur er til- gangurinn að aðstoða þá við að finna farveg sem þegar er til staðar í kerf- inu. Bæði er þetta fyrirbyggjandi verkefni en ekki síður til þess fallið að hjálpa neytendum að leita réttar síns ef ágreiningur hefur risið. Regl- urnar og úrræðin sem til eru hér á landi eru að mörgu leyti góð en gall- inn er sá að fólk þekkir upp til hópa ekki reglurnar og veit ekki af úr- ræðunum. Því viljum við breyta.“ S kömmu eftir að Tómas Bickel flutti bú- ferlum frá Þýskalandi til Íslands þurfti hann á reiðufé að halda eftir lokun banka á virkum degi. Tók hann gleði sína þegar hann var upplýstur um að sumir bankar væru hér opnir fram eftir. Hélt Tómas rakleiðis í næsta opna banka. Þegar hann var búinn að taka út 1.000 krónur runnu aftur á móti á hann tvær grímur þegar gjald- kerinn tjáði honum að hann þyrfti að borga gjald, 190 kr., fyrir úttektina þar sem hún færi fram utan hefðbundins afgreiðslutíma bankans. Þetta þótti Tómasi undarlegt og fullhátt hlutfall af hinni útteknu upphæð. Hann hætti því við út- tektina og tjáði gjaldkeranum að hann kæmi aftur næsta dag – á venjulegum afgreiðslutíma. Tómas er viðskiptafræðingur að mennt er af þýsku og íslensku foreldri. Hann ólst að mestu upp í Þýskalandi en hefur verið búsettur hér frá árinu 2003. Hann viðurkennir að þarna hafi þýska eðlið gripið í taumana. „Á þessum tíma fannst mér þetta órökrétt, að greiða gjald fyrir að taka út mína eigin peninga. Það má alveg kalla þetta neytendavitund. Hins vegar er mað- ur fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum og hugsanlega myndi ég taka aðra ákvörðun ef ég stæði í sömu sporum í dag,“ segir hann. Eyða í sýnilega hluti Tómas lýsir hinu þýska eðli á þann veg að menn eyði gjarnan í „sýnilega hluti“, s.s. bíla og fatnað. Þjóðverjar séu á hinn bóginn líklegir til að gæta aðhalds við kaup á hlutum sem skapa enga viðurkenningu, s.s. eldsneyti eða matvöru. „Þegar upp er staðið skiptir engu máli hvort þú hefur keypt mjólkurfernuna á 50 kr. eða 100 kr. – hún lítur alveg eins út í ísskápnum.“ Í samtímanum er flest falt fyrir peninga. Tíminn er að vísu undanskilinn og flest viljum við verja honum af skynsemi. Við vitum jú aldr- ei hvenær hann er á þrotum. „Eru menn sáttir við að verja ótakmörkuðum tíma í það að eltast sífellt við lægsta verðið?“ spyr Tómas. Því verð- ur hver og einn að svara fyrir sig en Tómas bendir á að þetta skipti minna máli á Íslandi en t.d. í Þýskalandi þar sem flestar vegalengdir hér eru styttri. Fjárhagur er líka mikilvæg breyta þegar leggja á mat á neytendavitund. „Atvinnulaus maður eða ellilífeyrisþegi með nauman fjárhag er mun líklegri til að sækjast eftir því að borga lægsta verð fyrir vöru en t.d. forstjóri Glitnis. Væntanlega skiptir það hann engu máli hvort hann borgar 100 kr. meira eða minna fyrir bux- ur, meðan það getur haft áhrif á ákvörðun þess atvinnulausa,“ segir Tómas. Matvara er stór partur af útgjöldum heim- ilanna og Tómas segir ekkert vafamál að lág- vöruverðsverslanir hafi gert heilmikið fyrir þá sem minnst bera úr býtum á Íslandi. „Ég er sannfærður um að margt eldra fólk sem komið er á eftirlaun er Jóhannesi í Bónus ævinlega þakklátt. Hann hefur með beinum hætti stuðlað að kaupmáttaraukningu hjá því.“ Hátt verðlag á Íslandi Tómas viðurkennir að hafa orðið fyrir áfalli þegar hann kynntist verðlaginu á Íslandi. Hér sé allt mun dýrara en í Þýskalandi. Á móti kem- ur að launin eru hærri. „Félagar mínir í Þýska- landi sjá sumir hverjir stjörnur yfir laununum sem ég hef hér á Íslandi. Þeir gera sér hins veg- ar ekki grein fyrir því hvað framfærslukostn- aðurinn er hár hérna. Þetta vegur því hvort upp á móti öðru.“ Neytendavitund hlýtur upp að vissu marki að hverfast um hagnýtingu. Tómas bendir á að ekkert sé óeðlilegt við það að menn festi kaup á hraðskreiðum bifreiðum í Þýskalandi, þar sem engin hraðatakmörk eru á hraðbrautunum. „Það er aftur á móti hálfbroslegt að sjá menn aka um á Porsche á Íslandi, þar sem hámarks- hraði á vegum úti er 90 km á klukkustund.“ Þegar Tómas er spurður hvort einhverjir þjóðfélagshópar hafi minni neytendavitund en aðrir er hann fljótur að nefna unglingana. Þeim sé mörgum hverjum tamt að líta ekki á verð- miðann. „Og ef þeir fara yfir strikið á kred- itkortinu kemur pabbi og skammar þá – en borgar reikninginn. Síðan fer allt í sama farið aftur.“ Í þessu sambandi segir hann það ótvíræðan kost hvað krakkar byrja ungir að vinna fyrir launum hér á landi. Fyrir vikið hafi þeir betri tilfinningu fyrir því hvað býr að baki seðlunum í vasanum en jafnaldrar þeirra víðast hvar í Evrópu. „Það er mikilvægt að kynnast hagkerf- inu sem fyrst á lífsleiðinni. Það ætti að leiða til aukinnar ábyrgðar.“ Símnotendur í sjokki Sumt er betur til þess fallið að bæla niður neytendavitund manna en annað. Kemur far- síminn þar fljótt upp í hugann. Mörgum hættir til að gleyma sér í símanum, jafnvel tímunum saman, og fá svo áfall þegar reikningurinn kemur. Í þessu sambandi mælir Tómas eindregið með því að fólk skrái sig úr reikningi og kaupi sér inneign á símann, einkum ef fólk hefur marg- brennt sig á þessu. Þannig megi koma böndum á vandann. Hann segir þetta síður en svo sér- íslenskt fyrirbæri, dæmi séu m.a.s. um að fólk hafi orðið gjaldþrota af þessum sökum í Þýska- landi. „Þarf ég á þessu að halda?“ er í huga Tóm- asar lykilspurning fyrir alla neytendur. Hann er ekki frá því að Þjóðverjar spyrji sig þessarar spurningar oftar en Íslendingar. „Það er ekkert skrýtið enda er félagsleg pressa mun minni í 80 milljóna samfélagi en þar sem íbúarnir eru ekki nema 300 þúsund. Það er auðvelt að fela sig í fjöldanum í Þýskalandi. Þar bendir enginn á þig þótt þú sért ekki í merkjafötum.“ Tómas segir þessa pressu mest áberandi hjá unga fólkinu og það þurfi mikið hugrekki til að skera sig úr fjöldanum. En lengi býr að fyrstu gerð. „Unga fólkið er í fötunum en eldra fólkið í hjólhýsunum,“ segir hann og hlær góðlátlega. Kostir og gallar smæðarinnar Tómas segir smæð samfélagsins helstu skýr- inguna á þessu undarlega æði sem rennur reglulega á Íslendinga. Nú brýst þetta fram í hjólhýsaeign. Í dag er enginn maður með mönn- um nema hann eigi hjólhýsi. „Er ekki sagt að ef maður nái að selja einum íbúa í einhverju plássi hjólhýsi þá eigi maður plássið?“ segir Tómas í léttum tón og bætir við að hér sé hann farinn að tala meira í gamni en alvöru. En smæðin hefur líka sína kosti og Tómas bendir á að þegar allt kemur til alls ætti mönn- um að vera það í lófa lagið að efla neytendavit- und á Íslandi. Nefnir hann í því sambandi verðkannanir í fjölmiðlum. Þær séu frábær að- ferð til þess arna. Gagnsæið sé gott og aðgengi að fjölmiðlum óvíða betra. „Í verðkönnunum fjölmiðla eru fólgnar afar góðar upplýsingar fyrir almenning sem ættu að efla neytendavit- und þeirra, sýnist þeim svo. Þetta væri aldrei hægt í Þýskalandi, þar sem markaðurinn er svo stór.“ GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ Morgunblaðið/G.Rúnar Tómas Bickel viðskiptafræðingur. „Það er mikilvægt að kynnast hag- kerfinu sem fyrst á lífsleiðinni. Það ætti að leiða til aukinnar ábyrgðar.“ » Fólk þekkir ekki reglur og veit ekki af úrræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.