Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 65

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 65 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | 21. september. Haust- litaferð. Þingvellir, Uxahryggir, Lundarreykjadalur, Reykholt, Húsafellsskógur, Hvítársíða. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 892-3011. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjá- 20-21.30. Líttu inn í kaffi og kynntu þér dagskrána. S. 568-3132. Vesturgata 7 | Þeir sem eiga pantaðan miða í hálfsdagsferð þriðjudaginn 25. sept. vinsamlegast sæki farmiðana fyrir föstudaginn 21. sept. Nánari uppl. í síma 535-2740. Kirkjustarf Aglow | Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir talar hjá Aglow-konum mánudaginn 17. september kl. 20 í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22. Allar konur vel- komnar. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskólinn hefst í dag kl. 11 og öll börn eru velkomin. Almenn samkoma kl. 14, Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð og fyrirbænir og að henni lokinni kaffi og samfélag. Vinsamlegast athugið breyttan sam- komutíma. Laugarneskirkja | Kl. 13 TTT-hópurinn kemur sam- an undir handleiðslu sr. Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar (5.-6. bekkur). Kl. 16 Harðjaxlar halda sinn fyrsta fund undir handleiðslu Stellu Rúnar Steinþórsdóttur og Þorkels Sigurbjörnssonar. bakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Haustlitaferð 29. september. Þingvellir og Þrasta- skógur, kvöldverður og dans í Básnum uppl. s. 588- 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Nk. þriðjudagskvöld 18. sept. kl. 20 verður íþróttafélagið Glóð með fræðsluerindi í Gjábakka. Ragnheiður Davíðsdóttir flytur þá erindi um fyrstu hjálp og forvarnarstarf á vegum VÍS. Allir velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjöl- breytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, kórstarf o.fl. Á föstud. kl. 10 er „prjónakaffi“ (nýjung), allir velkomnir. Bókband hefst föstud. 5. okt. og dansæfingar í samstarfi við FÁÍA byrja miðvikud. 3. okt. kl. 10. Uppl. á staðnum, s. 575- 7720 og www.gerduberg.is. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Listasmiðjan op- in alla virka daga kl. 9-16. Skapandi skrif, skraut- skrift og magadans kl. 16 mánudaga. Mullersæfing- ar kl. 9 þriðjudag. Bókmenntahópur þriðjudag kl. 70ára afmæli og gullbrúðkaup | Edda Vilhelmsdóttir, Hásæti 7b áSauðárkróki, er sjötug í dag, 16. september. Einnig eiga þau hjónin Edda og Pálmi Jónsson gullbrúðkaup í dag. Þau eru að heiman. 70ára afmæli. Í dag, sunnu-daginn 16. september, er sjötugur Reynir Guðmundsson, Bæjargili 112 í Garðabæ. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Bréf skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er sunnudagur 16. september, 259. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Alþjóðaskrifstofa háskólastigs-ins og Fulbright-stofnunin áÍslandi efna næstkomandimiðvikudag til kynningar- fundar um nám í Bandaríkjunum. Lára Jónsdóttir er framkvæmda- stjóri Fulbright á Íslandi: „Í Bandaríkj- unum er að finna ógrynni af námstæki- færum fyrir íslenska námsmenn, og allir eiga þar að geta fundið vandað nám við sitt hæfi, en þó þarf að undirbúa námið vel, og er fundinum á miðvikudag ætlað að kynna undirbúnings- og umsóknarferlið.“ Á kynningarfundinum verða flutt stutt erindi: „Alþjóðaskrif- stofa háskólastigsins kynnir sitt starf, og þá skiptinámssamninga sem standa þeim íslenskum háskólanemendum til boða sem vilja spreyta sig á námi í hálf- an eða heilan vetur við bandarískan há- skóla,“ segir Lára. „Fulltrúar Fulbright-stofnunarinnar fjalla meðal annars um þá styrki sem stofnunin veit- ir, en Fulbright hefur í 50 ár veitt ráð- gjöf um nám í Bandaríkjunum.“ Á fundinum munu einnig taka til máls fulltrúi LÍN og fulltrúi SÍNE. „Loks munu tveir nemendur vera með stutta framsögu, annars vegar Ful- bright-styrkþegi og hins vegar skipti- nemi á vegum Alþjóðaskrifstofunnar.“ Að sögn Láru getur undirbúningur háskólanáms í Bandaríkjunum hæglega tekið hálft annað ár, enda þarf að huga vel að vali á háskóla, vinna umsóknir og önnur fylgigögn, í sumum tilvikum þreyta sérstök hæfnis- og inntökupróf og síðast en ekki síst afla styrkja og undirbúa fjármögnun námsins: „Nám við Bandaríska háskóla er nokkuð dýrt, en að sama skapi hafa skólarnir oft fjár- ráð til að bjóða góðum nemendum styrki bæði til lækkunar skólagjalda og til framfærslu,“ segir Lára. „Mikill fjöldi Íslendinga stundar nám við bestu háskóla Bandaríkjanna, en Fulbright- stofnunin leitast einnig við að vekja at- hygli á minna þekktum skólum sem standast samanburð við nafntoguðustu menntastofnanir en eru bæði ódýrari og aðgengilegri.“ Kynningarfundur miðvikudagsins fer fram í stofu 132 í Öskju, frá 16 til 18. Vakin er athygli á að umsóknarfrest- ur vegna Fulbright-námsstyrkja er til 15. október. Sjá nánar á www.fulbright.is Menntun | Kynningarfundur um nám í Bandaríkjunum á miðvikudag Ógrynni af tækifærum  Lára Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1977, kenn- araprófi frá KHÍ 1984 og M.S.- gráðu í endurhæf- ingarráðgjöf frá San Diego State University í Kaliforníu 1993. Lára var grunnskólakennari við Hlíðskóla um 6 ára skeið, var síðar ráðgjafi í Rauða- krosshúsinu en tók árið 2001 við stöðu framkvæmdastjóra Fulbrightstofn- unarinnar. Lára á börnin Iðunni og Tryggva Jónsbörn. Fyrirlestrar og fundir Seðlabanki Íslands | Málstofa verður haldin á morg- un, mánudaginn 17. sept., kl. 11 í fundarsal Seðlabank- ans, Sölvhóli. Málshefjandi er Alena Munro frá BIS og Seðlabanka Nýja-Sjálands. Erindið ber heitið „What drives the Current account in commodity ex- porting countries? The case of Chile and New Zea- land“. KEPPNIN um heimsbikarinn í ruðningi stendur nú sem hæst í Frakklandi og leggja keppendur mikið á sig til að eiga möguleika á bikarnum. Hér sést liðsmaður enska landsliðsins, Shaun Perry, gefa knöttinn áfram í baráttu við lið Suður-Afríku. Ekki fylgdi sögunni hvort liðið hafði betur í baráttunni. Handagangur í öskjunni Reuters FRÉTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRN Ör- yrkjabandalags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá ákvörðun níu lífeyrissjóða að skerða eða afnema að fullu ör- orkulífeyri á annað þúsund ör- orkulífeyrisþega. „Gangi ákvörðun lífeyrissjóð- anna eftir fer í gang spírall sem á stuttum tíma mun hreinsa við- komandi sjóðsfélaga út úr lífeyr- issjóðakerfinu og yfir á almanna- tryggingakerfið með tilheyrandi óþægindum og skerðingu fyrir öryrkja. Um slíka tilfærslu rétt- inda frá lífeyrissjóðum yfir á rík- ið hefur engin samfélagsleg um- ræða átt sér stað“, segir í ályktuninni. „Það vekur furðu að umrædd- ir lífeyrissjóðir skuli fara fram með þessum hætti á sama tíma og verkefnahópur á vegum for- sætisráðuneytisins, með fulltrú- um stjórnvalda, aðila vinnu- markaðarins, ÖBÍ og lífeyris- sjóða, vinnur að tillögum sem m.a. lúta að stóraukinni endur- hæfingu og atvinnuþátttöku ör- yrkja. Eru aðgerðir umræddra lífeyrissjóða ekki til þess fallnar að skapa traust milli aðila sem er forsenda þess að hægt sé að vinna að sameiginlegum tillög- um með þátttöku öryrkja í sam- félaginu og á vinnumarkaðnum að leiðarljósi. Þá verður ekki séð að staða viðkomandi lífeyris- sjóða gefi tilefni til slíkra að- gerða sem einkum beinast að tekjulægsta fólkinu. Framkvæmdastjórn ÖBÍ mun fela lögmanni að kanna réttar- stöðu örorkulífeyrisþega sem hafa fengið tilkynningu um skerðingu eða afnám örorkulíf- eyris og hvetur þá sem hafa fengið tilkynningu þar um að senda afrit af henni til skrifstofu ÖBÍ, Hátúni 10, 105 Reykjavík,“ segir í ályktuninni. Lögmaður kanni réttarstöðu örorkulífeyrisþega ÞINGFLOKKUR Frjálslynda flokksins leggst gegn áformum um einkavæðingu orkustofnana að svo stöddu. Segir í yfirlýsingu frá flokknum að grundvöllurinn í orkunýtingarstefnu ríkisins og þjóð- arinnar sé að allar auðlindir verði nýttar í almannaþágu fyrir fólk- ið í landinu en ekki einvörðungu fyrir erlenda stórfjárfesta. Gegn einkavæðingu orkustofnana SAMBAND ungra framsóknar- manna hélt miðstjórnarfund sinn dagana 8. og 9. september sl. Á fundinum var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Miðstjórn SUF lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri ringulreið og stefnuleysi sem nú virðist ríkja innan ríkisstjórnar Ís- lands. Opinbert ósætti milli ráðherra stjórnarflokkanna hefur fært þjóð- inni heim sanninn um það að þjóð- arskútuna rekur stjórnlaust á meðan að ráðherrarnir hanga á stólum sín- um án allrar pólitískrar sannfæring- ar. Íslenska þjóðin þarf á betri stjórnarháttum að halda og SUF vill minna ráðherra ríkisstjórnarinnar á ábyrgð sína,“ segir í fréttatilkynn- ingu.“ Minna ráðherra á ábyrgð sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.