Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ etta eru eins og óþæg lömb stundum,“ segir fangavörð- ur á verkstæðinu. Það er mikilvægt fyrir fanga að geta sótt vinnu innan fangelsa og þar sem framboð er takmarkað, þá eru alltaf einhverjir á biðlista. Mesta vinnu er að fá innan Litla- Hrauns, þar sem 29 eru í vinnu og þess utan eru tveir í vinnu utan fangelsisins. Í Kópavogsfangelsi eru að jafnaði sjö fangar í vinnu og tveir í Hegningarhúsinu. Þegar skólinn fer í frí koma nemendurnir í sumarvinnu, ekki síður en utan girðingar, og flytjast þá í ýmis störf innanhúss, s.s. vinnu við lóðina. Þegar ráðist verður í fyrirhug- aðar breytingar á Litla-Hrauni, stendur til að stækka trésmíðaverk- stæðið á Litla-Hrauni nokkuð og bílaþvottaaðstöðu þannig að hún rúmi minnst tvo bíla. Komið verður upp 350 til 400 fm vinnurými fyrir ný verkefni. Númeradeildin framleiðir öll númer á landinu, sem voru 70 þús- und í fyrra og eru komin í 50 þús- und á árinu. Einnig má panta núm- er, t.d. með uppáhaldsliðinu sínu. „Allir flutningabílstjórar eru komn- ir með það,“ segir Guðjón Stef- ánsson fangavörður. Gluggar Sex fangar setja saman glugga fyrir verksmiðju á Selfossi, sem koma á Litla-Hraun í frumeiningum. Rörbútar Á verkstæðinu eru sag- aðir niður rörbútar fyrir pípara. Bílaþvottur Vinir og kunningjar starfsfólks geta fengið bílaþvott á Litla-Hrauni. Skák Þegar ráðrúm gefst setjast menn að tafli. Númerin komin í 50 þúsund Þvottahús Fangar flísalögðu nýlega þvottahúsið með miklum myndarbrag. Númer Þrír fangar vinna í númeradeildinni við að setja saman númer af mikilli kostgæfni. bryggju, segir að mikill uggur sé í mönnum fyrir austan. „Margir velta því fyrir sér hvað gangi á og einn orð- aði það þannig að menn væru að hrynja niður eins og flugur.“ Engin sálfræðiþjónusta er veitt þeim sem bíða dóms, hvorki undir dómsmeðferð né eftir dómsupp- kvaðningu. Það er ekki fyrr en menn eru komnir í fangelsi, sem færi gefst á slíku. En aðstandendur og fangar geta óskað eftir sálfræðiaðstoð á reynslulausnartímabili og jafnvel eft- ir að því lýkur. Með skuldaklafa á bakinu Eitt af því sem Sigurbjörn bendir á, er að þegar einstaklingar losni úr fangelsi séu margir með miklar skuld- ir á bakinu. „Oft hvílir á þeim krafa frá bótanefnd um skaðabætur og frá innheimtustofnun ríkissjóðs út af sak- arkostnaði,“ segir hann. „Margir koma út með milljóna skuldir á bakinu og hafa engin laun til að greiða þær. Menn eru því oftast nær gjaldþrota eða komnir á lista hjá Lánstrausti og geta ekkert eignast þegar þeir koma út – ekki þak yfir höfuðið. Og lítið bíður þeirra, margir hafa skilið við maka sinn, og annað- hvort gefast menn upp eða koma aft- ur í fangelsin.“ Hann leggur til að fangelsiskerfið verði flutt frá dómsmálaráðuneytinu yfir í félagsmálaráðuneytið. „Fangar eru félagslegt mein og þurfa umönn- un og þjónustu, en þetta á ekki að vera geymslustaður. Í því felst engin betrun.“ Valtýr Sigurðsson tekur undir að fjárhagsstaða fanga þegar þeir losni úr fangelsi sé mjög stórt vandamál. „Þeir geta skuldað milljónir í sakar- kostnað og skaðabætur, fyrir utan aðrar skuldir, meðlag og allan pakk- ann,“ segir hann, „Þeir eru jafnvel búnir að vera kauplitlir í langtíma fangelsisvist. Fjárhagsáhyggjur eru erfiðar, ekki síður fyrir fanga en aðra einstaklinga. Markmiðið með því að ráða félagsráðgjafa til Fangelsis- málastofnunar er að reyna að vinna með mönnum á þessu sviði.“ Vinna sér ekki inn réttindi Undan því hefur verið kvartað að þótt fangar taki sig á inni á Litla- Hrauni og vinni á hverjum einasta degi, jafnvel árum saman, ávinni þeir sér engin réttindi. Greiðslur til þeirra, sem eru lægri en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði, flokkist undir þóknun og þeir greiða ekki í líf- eyrissjóð eða atvinnutryggingarsjóð. Þá hefur því verið talað um niður- greidda starfsemi í fangelsunum, sem kunni að brjóta gegn samkeppnislög- um, s.s. bílaþvott á Litla-Hrauni. Það skjóti skökku við að fangar, sem séu jafnvel útlærðir iðnaðarmenn, séu í fullri vinnu á Sólheimum og það gerist utan skattkerfisins. Ríkisskattstjóri hefur gert athuga- semd við að ekki sé greiddur skattur af þóknunum til fanga og Valtýr Sig- urðsson velkist ekki í neinum vafa: „Það er sama hvort þetta er kallað þóknun eða ekki í lögum. Þetta eru skattskyldar tekjur.“ – En skattar eru ekki greiddir eða launatengd gjöld? „Nei.“ – Þannig að menn eru réttindalaus- ir þegar menn koma út? „Já.“ – Stendur það til bóta? „Það er búið að óska ítrekað eftir fjárveitingu til þess að unnt sé að fara með þóknun fanga lögum sam- kvæmt,“ svarar Valtýr. „Það er líka unnið að því að fá laun fanga und- anþegin skatti, eins og tíðkast á Norð- urlöndum. Þetta var síðast tekið fyrir af dómsmálaráðuneytinu og fjármála- ráðuneytinu og þá var niðurstaðan sú að lögunum yrði ekki breytt. Það hef- ur strandað á ýmsum tæknilegum at- riðum, m.a. á því að launakerfið þarf að vera lokað, til að nöfn sjáist ekki, og það þarf manneskju til að halda ut- an um þetta. Þá þarf fjármagn til þess að greiða launatengdu gjöldin. Ég reikna með að þetta séu alls 15 til 20 milljónir á ári. Á meðan njóta fangar þess að makinn getur nýtt sér skatt- kort fangans meðan á afplánun stend- ur.“ – Að því gefnu að fanginn eigi maka? „Já. En þetta kemur verst út fyrir langtímafanga. Þá fer réttindaþáttur- inn að vigta svo þungt, atvinnuleys- isbætur, lífeyrisréttindi og annað slíkt. Það væri langeinfaldast að laun- in væru ekki skattskyld, en þá þarf sérreglur um þau réttindi sem þarf engu að síður að tryggja, og það hefur staðið í mönnum.“ Og SMS er bara latína Alvarlegar athugasemdir eru gerð- ar við það af nokkrum viðmælendum blaðamanns að fangar séu réttinda- lausir þegar þeir losni úr fangelsi. Þeir þurfi jafnvel strax á fyrsta degi að leita á náðir Félagsmálastofnunar, sækja um styrk og húsnæði og fara fram á aðstoð til að fóta sig í lífinu. Sumir upplifa það sem lítillækkun, finnst það erfið reynsla, og þá er stundum þægilegri og einfaldari leið að finna sér húsaskjól hjá fyrrverandi félaga eða gengi, þar sem mikið er af dópi, setjast þar að og byrja gamla líf- ernið aftur. „Það ætti auðvitað að vera þannig að haldið sé utan um fangana og þeim fylgt eftir, þannig að þeir fái aðstoð fyrstu tvo mánuðina eftir að þeir losna,“ segir Margrét Frímannsdótt- ir. „Í staðinn eru þeir margir peninga- lausir, með sáralítið af fötum og eiga oft fáa að.“ Harður veruleiki málsins er sá að að jafnaði fjórðungur fanga á Litla- Hrauni fær engar heimsóknir. Og það getur verið erfitt að fóta sig í þeirri framandi tilveru sem bíður þeirra. Þess vegna segir Erlendur S. Bald- ursson, afbrotafræðingur hjá Fang- elsismálastofnun, mikilvægt að taka menn út úr fangelsunum og láta þá af- plána úti í samfélaginu. „Fangelsi er tími sem er tekinn af þér. Ef þú hefðir farið héðan úr Borg- artúninu fyrir fimm árum og væri lát- inn hérna út núna, þá myndi líða yfir þig! Breytingarnar eru svo örar. Í fangelsi má hvorki nota farsíma né Netið. Fangi sem fór í dagsleyfi fyrir skömmu fékk farsíma lánaðan til að láta vita af sér og lenti í vandræðum – hann þurfti að spyrja annan vegfar- anda hvernig ætti að hringja. Og SMS er bara latína.“ „Það þarf að koma á fót þjónustu, þar sem einstaklingum er hjálpað að fóta sig í tilverunni á nýjan leik,“ segir Sigurbjörn S. G.: „Ég tala nú ekki um ýmis uppbyggileg námskeið, s.s. ráð- gjöf í fjármálum.“ Hópmeðferðir of stopular Nokkur umræða hefur verið um að sálfræðiþjónusta í fangelsunum sé af skornum skammti. Hana veita tveir sálfræðingar, sem einnig sinna föng- um á Vernd og þeim sem eru í sam- félagsþjónustu ef þess er óskað, þeim sem eru á ákærufrestun, en það eru krakkar á aldrinum 15 til 18 ára, þeim sem eru á reynslulausn og reyna auk þess að sinna aðstandendum eftir því sem þörf er á. FANGELSI OG SAMFÉLAG 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.