Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 30

Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 30
lífshlaup 30 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þegar ég kynntist mínumágæta eiginmanni komst égað því að honum hafði boð-ist innganga í Frímúr- araregluna. Þó nokkrir karlar í ís- lenskri leikarastétt hafa þegið inngöngu enda eru leikarar ákaflega undirleit stétt og því eðlilegt að þiggja skjól og jafnvel upphefð í skot- heldu umhverfi kynbræðra sinna. Fordómar gagnvart hvers konar flokkadrætti og skortur á víðsýni kom hins vegar í veg fyrir það að maðurinn minn gæti þegið inngöngu því ég setti honum afarkostina mör- gæsadressið eða mig. Og síðast en ekki síst, ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá var kannski í mér dulin öfund í hans garð því mér hefur aldrei verið boðin þátttaka í hópastarfi af neinu tagi þótt ég sé af- ar félagslynd. Ég hef ekki einu sinni verið meðlimur í saumaklúbbi hvað þá annað. Það kom mér því ekki á óvart að það skyldi gjósa upp í mér af- brýðisemi á dögunum þegar ég sá fyrir tilviljun grein í blöðunum um að á Íslandi hefði um allnokkurt skeið verið starfrækt leynifélag áhrifamik- illa kynsystra minna sem kalla sig Exedra. Reyndar er hæpið að tala um leynifélag þar sem þetta er á allra vit- orði. Enda óhæft að halda slíku leyndu því það hlýtur að vera brýnt að upplýsa almenning um það hverj- ar séu í félagsskapnum svo að það fari ekki fram hjá neinum að hér er ekki um neinar venjulegar konur að ræða. Á heimasíðu Exedra kemur fram orðrétt: „Exedra er vettvangur umræðna fyrir valinn hóp áhrifamik- illa kvenna úr öllu atvinnulífinu.“ Það var þetta orðalag um „valinn hóp áhrifamikilla kvenna“ sem gerði út af við mig og öfundin náði heljartökum á mér. Hvernig stóð á því að ég vissi ekk- ert af þessu og svo ráðgátan: Hvers vegna hafði ég ekki verið valin? Ég hef alltaf álitið að ég væri áhrifakona í íslensku samfélagi. Ég hef ýmislegt afrekað um dagana. Það má segja að ég hafi öðrum þræði stuðlað að þjóðaröryggi því ég starf- aði sem garðyrkjumaður Alþingis Ís- lendinga þegar ég var unglingur og sá um að alþingisgarðurinn væri allt- af tipp topp til að koma ráðamönnum ekki úr jafnvægi. Ég sat um tíma í mötuneytisnefnd Þjóðleikhússins og hafði þar með um- talsverð áhrif á heilsufar og gott ef ekki líftíma ákveðinna ríkisstarfs- manna og ég veit ekki betur en ég hafi á tíunda áratugnum, sem ekki er svo löngu liðinn, verið valin kyn- þokkafyllsta kona landsins, sem sýn- ir að ég hlýt að hafa komið meirihluta þjóðarinnar til. Ég er augljóslega áhrifamikil kona. Samkvæmt skilgreiningum orða- bóka hefur orðið Exedra m.a. þá merkingu að vera upphækkaður pall- ur með hvelfdu þaki þar sem sæti eru í hálfhring og þar sem gott er að stunda heimspekilegar samræður en orðið Exedra getur líka þýtt einhvers konar hásæti. Konurnar hefðu því einnig getað skírt félagið Hliðskjálf eftir hásæti Óðins sem sat þar og sá um heima alla. En ég er þeim sam- mála að það er betra að hafa nafnið á útlensku til að forðast allan heimótt- arbrag. Það kom mér ekkert á óvart að fundur Exedra-kvenna fyrr á árinu hefði farið fram í Lundúnum. Enda þótt London sé í sjálfu sér afar óspennandi borg, ef frá eru talin nokkur glæsileg hótel, er hún óhjá- kvæmilega erlendis og þar um slóðir skilja innfæddir tafarlaust og án milligöngu dómtúlks hvað Exedra þýðir. Það kom á daginn að Exedra- konur höfðu farið til London til að hlusta á íslenska viðskiptajöfra mæra útrásina. Aldrei skyldi maður leita langt yfir skammt. Verst þótti mér þó að hafa ekki orðið fyrir þeirri vitr- un sem hópurinn ku hafa orðið fyrir er þær heilluðust allar sem ein af persónutöfrum Hannesar Smárason- ar. Ég mun sennilega aldrei fá að vita hversu sláandi sjarma Hannes er bú- inn. Oft þarf nefnilega að horfa á hluti í nýju umhverfi, helst utan land- steina vorra og með öðrum, til að verða fyrir sameiginlegri uppljómun. Mér finnst ég alveg svakalega út- undan að fá ekki að vera með í fyr- irhugaðri Frakklands- og Mónakó- ferð þar sem skoðaðir verða tæknigarðar sem ég veit ekkert hvað eru og mun sennilega aldrei fá að vita. Sárast finnst mér þó að fá ekki að drekka í mig menningu þessara landa í faðmi kynsystra minna. Fá ekki að ganga hönd í hönd með heimsborgaranum Valgerði Sverr- isdóttur um Cannes og Nice. Spreyja ilmvatnsprufum á Þorgerði Katrínu í Chanelbúðinni og fá innsýn í líf Grace Kelly, þeirrar stórbrotnu konu, undir leiðsögn Kristínar Ólafsdóttur. Reyndar finnst mér þær Exedra- konur hálfpartinn vera að sækja vatnið yfir lækinn því líf mitt er alls ekki svo ólíkt lífi Grace ef grannt er skoðað. Báðar höfum við vasast svo- lítið í leiklist og fórnuðum svo frama okkar og hjartfólgnu heimalandi fyr- ir eiginmann og börn. Þarna eru greinilegar hliðstæður. Mér hlýtur að bjóðast þátttaka innan tíðar. Utangarðskonan HUGSAÐ UPPHÁTT Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska „Eldurinn kom upp í Kántrýbæ um miðnættið og hann brann svo að segja til kaldra kola. Það var agalegt að horfa á þetta. Ég upplifði eldinn sem gífurlegt högg og kom satt að segja ekki annað til hugar, en að nú væri allt búið. Þá tók þjóðin við sér En ég man að tengdasonur minn, sem stóð hjá mér, þegar við horfðum á eldinn brenna, og hann sagði: Við byggjum þetta upp aftur. Ég trúði honum ekki þá. En næstu dagar voru alveg ótrú- legir. Það má segja að síminn hafi ekki þagnað; fólk var að tjá mér hlut- tekningu sína og stappa í mig stálinu, hvetja mig til að gefast ekki upp, heldur halda áfram. En hvar átti ég að taka peninga til þess?“ – Varstu illa tryggður? „Nei, alveg sæmilega. En það er alltaf helmingi dýrara að byggja nýtt. Ég vildi samt ekki gefast upp. Öll þessi hvatning herti á mér og á end- anum hugsaði ég sem svo: fyrst fólk hvetur mig svona eindregið til þess að halda áfram, ætla ég að láta á það reyna, hvaða meining er á bak við þau orð. Ég sendi gíróseðil inn á hvert einasta heimili í landinu með ósk um stuðning; ég held ég hafi beðið um þúsundkall. Og viðbrögðin voru alveg ótrúleg. Það voru margir sem höfðu meint það sem þeir sögðu. Fyrir framlög þeirra og trygginguna gat ég keypt nýjan Kántrýbæ frá Finnlandi og reist hann hér á Skagaströnd. Við opnuðum hann …?“ „Í júní ’98,“ segir Amy í eldhúsinu. „Fyrst á eftir komu gestir til mín og spurðu: hvar er fjölin mín? Ég sagði þeim bara að velja sér þá fjöl sem þeir vildu. Mér finnst ég aldrei fá fullþakkað því fólki, sem svaraði bón minni. Það er einstakt að upplifa slíkt vinarþel og finna að þjóðin fylgist með manni. Það hefur hjálpað mér oftar en í þetta skipti að hugsa um allan þennan fjölda sem stendur með mér. Og mér er það kappsmál að bregðast honum ekki frekar en sjálfum mér.“ Degi er tekið að halla. „Ég fer bara til hlés eins og aðrir menn á mínum aldri. Það er komið að öðrum að fitja upp á einhverju nýju. Eiginlega má segja að ég sé hættur. Dóttir mín og tengdasonur eru tekin við Kántrýbæ. Ég syng ekki lengur og ég hef ekki setzt við flygilinn í þrjú ár.“ Vill fá að njóta sannmælis – En þú sinnir ennþá Útvarpi Kántrýbæ. „Já, og útsendingin næst frá Holta- vörðuheiði og langleiðina til Akureyr- ar, nema hvað menn á Hvammstanga heyra ekki til mín. Útvarp Kántrý- bær er í loftinu allan sólarhringinn. Við gefum þessum stöðum fyrir sunn- an ekkert eftir. En sjálfur hef ég stytt mjög vaktina. Nú byrja ég yfirleitt um tvöleytið á sumrin, en fjögur á Kaupmaðurinn Hallbjörn rak eigin verzlun og starfaði hjá kaupfélaginu. Þrumustuð Kúrekinn hleypir fjöri í fólk í Óðali 1983. Skemmtikrafturinn Kúreki norðursins kom víða fram og skemmti fólki. Þessi mynd var tekin á Laugardalsvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.