Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 44

Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 44
44 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG ER þakklátur Stefáni Jóns- syni íbúa í Fossvogshverfi fyrir að gefa mér tilefni (með grein sinni um umferðarvandamálin í Mbl. sl. miðvikudag) til að skýra nánar fyrir lesendum Morg- unblaðsins hvað fyrir okkur vakir í stjórn Íbúasamtakanna Betra Breiðholt, með því að skora á borg- arstjórn Reykjavíkur nýlega að láta nú þegar bjóða út mis- lægu gatnamótin Reykjanesbraut/ Bústaðavegur. Eins og kom fram í grein minni í Morg- unblaðinu 23. sept- ember sl. eru bið- raðir og tafir kvölds og morgna við þessi umferðarljós sí- versnandi ár frá ári og eru þær orðnar gjörsamlega óviðunandi. Nú er svo komið að það getur tekið allt að 30 mínútur að aka frá Breiðholti niður í Kvos á morgnana og er það meira en nokkru sinni fyrr í hér um bil 40 ára sögu Breiðholthverfisins. Nú er ekki eins og Breiðhyltingar hafi staðið fyrir því að gert hafi ver- ið ráð fyrir mislægum gatnamótum á þessum margumtalaða stað, held- ur hafa þau verið inni í öllum áætl- unum borgarinnar um uppbyggingu stofnbrautakerfisins í borginni í marga áratugi. Sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu eru búin að segja A í uppbyggingu þess með gífurlega miklum lóðaúthlutunum áratugum saman í útjöðrum þess og þau vilja flest hver oftast segja B með því að styrkja stofnbrautakerfið til að mæta auknu umferðarálagi sem af lóðaúthlutunum leiðir en þá strand- ar oft á ríkinu að hafa nægt fé til framkvæmdanna á fjárlögum. Því er þó ekki til að dreifa í þessu til- felli. Fjárveiting liggur fyrir sam- þykkt í fjárlögum til notkunar á árinu 2008 og það væri ófyrirgef- anlegt að nýta hana ekki. Hvað varðar títtnefnd gatnamót þá mislíkaði mörgum borg- arfulltrúum þær mislægu lausnir á þeim sem hönnuðir gatnamótanna sýndu þeim fyrir 11 mánuðum, en það er óviðunandi slóðaskapur að vera þá ekki búnir að láta end- urhanna gatnamótin nú þegar og fá þannig fram viðunandi mislæg gatnamót. Við þig, Stefán Jónsson, og aðra sem hafa áhyggjur af þungri um- ferð á tengibrautum í gegnum hverfin ykkar vil ég segja þetta: „Það græða allir á góðum stofnbrautum, því þá leitar óviðkomandi um- ferð síður í gegnum hverfin!“ Allir íbúar höf- uðborgarsvæðisins, sér- staklega við, sem búum sunnan Fossvogsdals- ins og austan Elliðaár- ósa, búa við ófullnægj- andi og versnandi stofnbrautir og síversn- andi tafir á háannatím- um. Þegar björgunar- aðilar þurfa að komast um með forgangsakstri á þessum tíma sér hver maður að þeirra starf er ekki öf- undsvert, því það er alveg eins gott að slökkva á forgangsljósunum því þetta vinnuumhverfi fyrir þá er ekki bjóðandi. Við þurfum því að beita okkur í þessu stóra hags- munamáli okkar allra. Það gerum við í gegnum íbúasamtök, hverf- aráð, sveitarstjórnir og þingmenn svæðisins. Hér er um að tefla þjóðhagslega mjög arðsamar framkvæmdir og sá helmingur þjóðarinnar, sem býr á þessu svæði, á líka rétt á stór- framkvæmdum til endurbóta á „þjóðvegum“ sínum. Sá réttur er vonandi ekki einskorðaður við Sigl- firðinga, sbr. Héðinsfjarðargöng! Hér er ekki einungis um sjálf- sögð réttindi okkar íbúanna á fyrr- nefndu svæði að ræða, heldur einn- ig mjög mikið hagsmunamál, vegna þess að göturnar að og frá íbúða- hverfum okkar verða að vera greið- ar, annars dregst fasteignaverðið í þessum hverfum aftur úr fast- eignaverðinu í þeim hverfum þar sem göturnar eru greiðfarnari. Þetta er lögmál sem allir fast- eignasalar og starfsmenn grein- ingadeilda bankanna kannast við. Í íbúðum okkar liggur oft megnið af uppsöfnuðum sparnaði okkar og við þurfum því sjálf að berjast fyrir stórbættum stofnbrautum til að verðmæti þessa ævisparnaðar okk- ar rýrni ekki. Þessi barátta var í raun hafin fyr- ir allmörgum árum og má þar nefna baráttu Grafarvogsíbúa fyrir bætt- um stofnbrautum að og frá sínu hverfi og við Breiðhyltingarnir munum einmitt ræða við íbúa- samtök þeirra á næstunni um þessi sameiginlegu hagsmunamál okkar. Dagblaðið Blaðið var með prýði- lega umfjöllun um þessa baráttu okkar Breiðhyltinganna 27. sept- ember sl. Þar kom fram að hér um bil helmingur Reykvíkinga, sem býr austan Elliðaárósa og Reykjanes- brautar, væri einungis með 3 borg- arfulltrúa búsetta á því svæði sínu, en hinir 12 borgarfulltrúarnir byggju vestan við Elliðaárósa. Blaðið ýjaði að því þarna að búseta borgarfulltrúa hefði áhrif á skilning þeirra og baráttukraft þegar kæmi að því að berjast fyrir baráttu- málum sem væru tengd öðru hvoru þessara svæða. Vonandi hafa þeir, sem ætla borgarfulltrúum slíkt, rangt fyrir sér – vonandi! Berjumst saman fyrir bættum stofnbrautum Helgi Kristófersson skrifar um samgöngur til og frá Breiðholti Tillaga að mislægum gatnamótum. »Hér er um aðtefla þjóð- hagslega mjög arðsamar fram- kvæmdir... Höfundur er formaður íbúasamtak- anna Betra Breiðholt. ibb.blog.is Horft til norðurs. Brúin er á stólpum og hreyfir ekki við árfarveginum. Helgi Kristófersson ALDAMÓTAÁR- IÐ 1900 sigldi Christian Emil Flensborg (1873- 1966) til Íslands. Tveimur árum áður hafði hann lokið skógfræðiprófi frá danska landbún- aðarháskólanum og réðist þá til einka- leyfastofu Danmerk- ur. Einkaleyfastofur fóstra stundum upp afburðamenn, m.a. Albert Einstein. Carl Prytz skógfræðiprófessor tók eftir þess- um unga manni. Hann réð hann til að sjá um skógræktarmál á Ís- landi, kanna ræktunarskilyrði, skoða og friða birki- skóga, hefja skógg- ræðslu og setja upp gróðrarstöðvar. Al- þingi kostaði verkið öll árin frá 1900. Árið 1902 réðist Flensborg til danska Heiða- félagsins en hélt þó áfram starfi sínu á Ís- landi öll sumur til 1906. Þetta framtak nefndist Islands Skov- sag og var forveri Skógræktar ríkisins. Jóannes Patursson (1866-1946) kóngsbóndi og lög- þingsmaður í Kirkjubæ í Fær- eyjum var áhugamaður um fram- faramál í Færeyjum og sjálfstjórnarsinni. Jóannes þekkti vel til íslenskra málefna og var giftur Guðnýju Eiríksdóttur frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Skóg- ræktarstarf Flensborgs fór ekki fram hjá honum. Jóannes hafði samband við Heiðafélagið og fékk Flensborg til að kanna skógrækt- armöguleika og hefja skógrækt í Færeyjum. Í júlímánuði 1902 sigldi Flensborg frá Íslandi til Færeyja. Það var upphafið að skipulegri skógrækt í Færeyjum. En í Færeyjum fann Flensborg fleira en frjóa jörð til skógræktar. Þar fann hann ástina í lífi sínu Evu Lützen. Flensborg, ásamt prófessor Prytz og Carl Ryder skipstjóra, vann ötullega að því að sett væru lög um skógrækt á Íslandi. Það tók nokkurn tíma að vinna því máli fylgi en árið 1907 samþykkti Al- þingi lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands. Þann 22. nóvember það sama ár staðfesti Friðrik VIII Danakonungur lögin. Árið áður þurfti Flensborg að velja milli áframhaldandi starfs fyrir Heiðafélagið á góðum laun- um eða óvissan starfsframa á Ís- landi. Flensborg valdi Heiða- félagið og varð síðar framkvæmdastjóri þess. Hann reyndist einn ötulasti skógrækt- arleiðtogi Danmerkur á fyrri hluta 20. aldar. Skógarnir sem hann barðist fyrir á jósku heiðunum gáfu af sér eldivið sem hélt hita á dönskum heimilum á árum seinni heimstyrjaldarinnar. Flensborg kvaddi Ísland með trega og sam- starfsmenn hans hjá Heiðafélag- inu sögðu að Hallormsstaður væri meitlaður í hjarta hans. En hann sleppti aldrei hendinni af skóg- ræktarmálum í Færeyjum. Skógrækt á Íslandi og í Fær- eyjum á sameiginlegt upphaf í starfi Flensborgs. Þann 15. mars 2007 samþykkti Alþingi þings- ályktunartillögu um stofnun Trjá- ræktarseturs sjávarbyggða í Vest- mannaeyjum. Tilgangur setursins er að rannsaka áhrif særoks og loftslagsbreytinga á trjágróður og trjárækt á eyjum í Norður- Atlantshafi, einkum Íslandi, Fær- eyjum, Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum og Grænlandi. Auk rannsókna á áhrifum storma- samrar úthafsveðráttu á trjá- gróður er setrinu ætlað að leita tegunda og þróa ræktunaraðferðir fyrir sjávarbyggðir og miðla þekk- ingu um trjá- og skógrækt á þessu svæði. Kjarninn í væntanlegu setri er nánara samstarf Íslands og Færeyja á sviði trjá- og skógrækt- ar. Samþykkt tillögunnar var afar viðeigandi á aldarafmæli laga um skógrækt á Íslandi og arfleifðar Christians E. Flensborgs. Vonir standa til þess að setrið taki til starfa á næsta ári og að bæði Rannsóknastöð skógræktar á Mó- gilsá og færeysk skógræktaryf- irvöld standi að setrinu. Með því móti gæti setrið orðið vegvísir fyr- ir nánara samstarf systkinaþjóða við Norður-Atlantshaf. Trjáræktarsetur og samstarf Íslands og Færeyja Þorbergur Hjalti Jónsson skrif- ar um tengsl skógræktar á Ís- landi og í Færeyjum Þorbergur Hjalti Jónsson » Tilgangur trjárækt-arsetursins er að rannsaka áhrif sæ- roks og loftslagsbreyt- inga á trjágróður og trjárækt á eyjum í Norður-Atlantshafi. Höfundur er skógfræðingur og sér- fræðingur á Rannsóknastöð skóg- ræktar, Mógilsá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.