Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 47

Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 47 STÖÐULSHOLT - 310 BORGARNES Glæsilegt einbýlishús í byggingu við Stöðulsholt 7 og 9. Húsin skiptast í anddyri, stofu og eldhús í alrými, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr með geymslu inn af. Húsin eru 138,7 fm að stærð og bílskúrinn 31,3 fm. Afhending samkvæmt samkomulagi. Skilalýsing og teikningar inn á domus.is. VERÐ 28,8 MILLJ. Elín Davíðsdóttir Sölufulltrúi elin@domus.is s. 664 6026 RAUÐILÆKUR - 105 REYKJAVÍK Halldór Jensson Viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Mjög góð, mikið endurnýjuð 5-6 herbergja 123,8 fm íbúð á 3ju hæð (efstu) í fallegu húsi. Íbúðin skiptist í fjögur góð svefnherbergi, stofu með útgengi á suðursvalir, borðstofu, eldhús með nýlegri eikarinnréttingu, baðherbergi með stórum sturtuklefa og þvottahús/geymslu auk sameiginlegrar útigeymslu. LAUFRIMI - 112 REYKJAVÍK Mjög snyrtileg og mjög vel staðsett 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli við Laufrima í Grafarvogi. Leikskóli, grunnskóli og öll almenn þjónusta m.a Spöngin er í göngufæri. Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, gang, eldhús, baðherbergi, stofu/borðstofu og þvottahús sem er í íbúð, geymsluloft er yfir allri íbúðinni. Falleg og snyrtileg eign. Laus við kaupsamning VERÐ 24,7 MILLJ. VERÐ 34,9 MILLJ. ÁLFTAHÓLAR 4 - 111 REYKJAVÍK Glæsileg 2ja herbergja 63,4 fm í búð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í eldhús með ljósri innréttingu, stofu með útgengi á suðursvalir, rúmgott herbergi og baðherbergi sem er flísalagt. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð. Hús og sameign nýlega viðgert. Halldór Jensson Viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Björgvin Víðir Guðmundsson Viðskiptastjóri vidir@domus.is s. 664 6024/440 6024 Domus er nútímaleg fasteignasala sem ber umhyggju fyrir þér. Hafðu samband við okkur í síma 440 6000 og fáðu nánari upplýsingar. Við verðmetum eignina þína, þér að kostnaðarlausu. RÁNARGATA - 101 REYKJAVÍK Mjög sjarmerandi og vel skipulögð 5-7 herbergja, 161,2fm íbúð með miklum karakter. Íbúðin var öll tekinn í gegn fyrir nokkrum árum og er mjög vel hönnuð. Eign sem vert er að skoða, sjón er sögu ríkari. Einstök eign á frábærum stað í miðbænum. Bókaðu skoðun VERÐ 50 MILLJ. Ágúst R. Pétursson Sölufulltrúi agust@domus.is s. 664 6025/440 6025 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. GLÆSILEGT HÚS Í GRÍMSNESI Höfum til sölu mjög fallegt 125 fm hús ásamt 25 fm aukahúsi/bílskúr við Freyjustíg 12 í landi Ásgarðs, ásamt tveimur samliggjandi lóð- um við Freyjustíg 8 og 10. Lóðirn- ar eru hver um sig ca 8.000 fm. Selst allt saman eða hvort í sínu lagi. Húsið er á steyptum sökkli með steyptri gólfplötu og gólfhita. Það er klætt með borðagklæðn- ingu og flísum. Ál-tré gluggar og hurðir. (Viðhaldslítið hús). Húsið er nú þegar tilbúið til innréttinga. Arkitektastofan TEKTON teiknaði hús- ið og við hönnun þess var tekið mið af að náttúran nyti sín sem best með stórum útsýnisgluggum. Skipulag húsins er þannig að í hvorri álmu eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í miðálmu eru svo eldhús, borðstofa og gengið er niður tvö þrep í stofu. Þetta er glæsilegt hús á góðum útsýnisstað, aðeins 50 mín. keyrsla frá Reykjavík. Stutt í sundlaugar, á golfvelli og í aðra þjónustu. Eign sem vert er að skoða. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, á milli kl. 15 og 17. Allar nánari upplýsingar veitir Heiðar í síma 693-3356. Sími 588 4477 Sumir eru alltaf að skrifa greinar og senda fjölmiðlum og er ég ekki einn þeirra. Ég er jafnvel ekki svo viss um að þessi grein verði birt þar sem hún fjallar ekki um lyfjaskandal, eiturlyf eða annað sem gæti hneykslað lesendur eða þá sem stýra því sem birtist í fjölmiðlum. Bróðir minn varð Bandaríkjameistari í samkvæmisdönsum í byrjun sept- ember og þar sem mér og mörgum öðrum fannst það fréttnæmt setti ég saman smápistil og sendi til þeirra fjölmiðla sem mér datt í hug að hefðu áhuga, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Blaðið, Sjónvarpið og Stöð 2. Samkvæmt því sem ég best veit hefur einungis Blaðið birt eitthvað, Fréttablaðið hafði samband við bróður minn en eins og ég sagði þá veit ég ekki til þess að neitt hafi verið birt. Hinir miðl- arnir höfðu ekki sam- band og hafa ekki birt neitt. Við erum að tala um að Íslendingur hafi orðið Bandaríkjameist- ari í samkvæm- isdönsum. Bandaríkin eru ein af stærstu ríkjum í heimi eins og flestir vita og ef það er ekki fréttnæmt að Íslendingur hafi orðið Bandaríkjameistari í sam- kvæmisdönsum hvað er þá frétt- næmt? Jú, ég skal segja ykkur það. Um leið og einhver misstígur sig, t.d. ef dansari fellur á lyfjaprófi þá er komin frétt. Þá birta allir fjöl- miðlar eitthvað um málið. Erum við virkilega þannig að það sem er já- kvætt er ekki frétt og það sem er neikvætt er frétt? Eða eru fjölmiðl- arnir bara þannig? Það eru þeir sem vinna á fjölmiðlunum sem stjórna því sem birtist þar. Ég vona að ég sé ekki sá eini sem vill sjá meira af jákvæðum fréttum í fjölmiðlum. Erum við virkilega svona? Ragnar Sverrisson telur það fréttnæmt að Íslendingur verði Bandaríkjameistari í sam- kvæmisdönsum Ragnar Sverrisson » Bróðir minn varðBandaríkjameistari samkvæmisdönsum og þar sem mér fannst það fréttnæmt setti ég sam- an smápistil og sendi til fjölmiðla. Höfundur er danskennari og dansskólaeigandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.