Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 55
,
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
HRÍSMÓAR – 3-4RA HERB.
GARÐABÆR
Falleg og rúmgóð, 3ja-4ra herb.
(á teikn 4ra) 110 fm lúxusíbúð á 4.
hæð í lyftuhúsi við Hrísmóa 1,
Garðabæ. Útsýni. Tvennar svalir.
V. 25,9 millj.
HRÍSMÓAR – 3-4RA HERB.
Nýkomin í einkasölu sérlega falleg,
3-4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu
fjölbýli, auk innbyggðs bílskúrs,
samtals 140 fm. Sérþvottaherbergi,
suðursvalir. Frábær staðsetning og
útsýni. Myndir á mbl.is.
Verð 34,9 millj.
LANGALÍNA – M. BÍLSKÝLI
Nýkomin sérlega falleg, fullbúin, 3ja
herb., 116 fm íbúð á fyrstu hæð í
glæsilegu nýlegu fjölb. Glæsilegar
innréttingar og gólfefni, allt fyrsta
flokks. Góð geymsla og sérstæði í
vönduðu bílskýli. Íbúðin er laus
til afhendingar.
FAXATÚN - EINBÝLI
Nýkomið sérlega fallegt, talsvert
endurnýjað einbýli á einni hæð með
bílskýli samtals ca 183 fm. Fallegar
innréttingar, parket, nýlegur skáli.
Gróinn garður.
Verð 41,5 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Vættaborgir
Glæsilegt 162 fm parhús á tveimur hæðum á frábærum útsýnisstað
í lokaðri götu. Rúmgóð og björt stofa/borðstofa með arni, vandað
eldhús með fallegri hvíti innréttingu, 3 góð herbergi, sjónvarpshol
með útg. á flísalagðar svalir og flísalagt baðherb. auk gesta w.c.
Gott útsýni er af báðum hæðum. Aukin lofthæð á efri hæð og út-
gangur á stórar svalir í suðvestur. Falleg ræktuð lóð með
timburverönd og skjólveggjum. Verð 57,0 millj.
Baughús
Fallegt og vel skipulagt, 174 fm
tvílyft parhús með innb. bílskúr á
góðum útsýnisstað auk sólskála
út af stigapalli. Eignin skiptist m.a.
í rúmgóða stofu með útgangi á út-
sýnissvalir til vesturs, eldhús, 4
herbergi og baðherbergi auk gest-
asnyrtingar. Parket og flísar á
gólfum. Falleg gróin ræktuð lóð
með timburverönd til suðurs.
Verð 55,0 millj.
Sörlaskjól
Glæsileg neðri sérhæð ásamt bílskúr
Glæsileg 109 fm, neðri sérhæð í
þríbýlishúsi ásamt 25 fm bílskúr á
þessum eftirsótta stað í vestur-
bænum. Hæðin er mikið endurnýj-
uð á vandaðan og smekklegan
hátt og skiptist m.a. í tvær rúm-
góðar stofur, 2 herbergi og vand-
að eldhús. Svalir til suðvesturs.
Fallegt útsýni til sjávar. Laus til
afh. við kaupsamning.
Verð 49,0 millj.
Keilufell - einbýlishús á útsýnisstað
Fallegt 203 fm einbýlishús, hæð
og ris á steyptum kjallara auk 29
fm opins bílskýlis. Nýlegar innrétt-
ingar eru í eldhúsi, tvær stofur og
5 herbergi auk fataherbergis.
Mögul. er að innrétta íbúð í kjall-
ara. Eignin stendur mjög
skemmtilega á hornlóð með
stórkostlegu útsýni yfir Elliða-
vatnið, Elliðaárdalinn og víðar.
Verð 52,5 millj.
Baughús - efri sérhæð
Vel skipulögð, 128 fm, efri sérhæð
ásamt 34 fm bílskúrá góðum út-
sýnisstað. Rúmgóð stofa/borð-
stofa, 3 góð herbergi og rúmgott
eldhús. Aukin lofthæð og innfelld
lýsing að hluta. Góð suðurverönd
með skjólveggjum. Glæsilegt út-
sýni er frá stofum og svölum til
norðurs og vesturs. Hiti í bílaplani
og að húsi. Verð 45,0 millj.
Dísarás - útsýni yfir Elliðaárdalinn
Fallegt 258 fm raðhús ásamt 40
fm bílskúr á þessum eftirsótta
stað í Seláshverfi. Eignin er tvær
hæðir og kjallari og skiptist m.a. í
rúmgóða og bjarta stofu/borð-
stofu, eldhús með góðri borðað-
stöðu, sjónvarpshol/stofu, 4-5
herbergi og baðherbergi, flísalagt í
gólf og veggi. Góð lofthæð á efri
hæð. Möguleiki á aukaíbúð í kjall-
ara. Falleg ræktuð lóð.
Verð 68,0 millj.
Haðarstígur - Þingholtin
Mikið endurnýjað 140 fm parhús í
Þingholtunum. Björt stofa, eldhús
með ljósri viðarinnréttingu, sjón-
varpshol, 3 herbergi og nýlega
endurnýjað baðherbergi. Eign sem
hefur nánast öll verið endurnýjuð
að innan sem utan síðustu 10 ár-
in. Fallegur bakgarður með timb-
urverönd, skjólveggjum og lýs-
ingu. Verð 46,5 millj.
LÍFSSKOÐANIR
okkar hafa djúp áhrif
á það hvernig okkur
reiðir af og hvernig
lífshlaup okkar verð-
ur í því samfélagi
sem við búum í. Upp-
gangur húmanískra
siðferðishugmynda
hefur orðið til þess
að miklar framfarir
hafa orðið í mann-
réttindamálum víða
um heim og þá sér-
staklega í hinum
„vestræna“ hluta
hans. Fólk hefur los-
að sig undan kreddu-
kenndum hug-
myndum
trúarbragða, afvega-
leiddrar þjóðern-
ishyggju og forræð-
ishyggju, sem lifði
góðu lífi á gullöldum
kirkjulegra valda í
Evrópu. Óskorað
vald karlmanna hefur
smám saman orðið að
víkja og stærsti sigurinn vannst
þegar konur fengu kosningarrétt
á fyrri hluta 20. aldarinnar þrátt
fyrir mikla andstöðu kirkjudeilda
og íhaldssamra stjórnmálaafla.
Mismunun vegna kynþáttar eða
kynhneigðar hefur víða mátt víkja
en helst eru það trúfélög sem
standa á móti rétti samkyn-
hneigðra til að njóta sömu þjóð-
félagsstöðu og aðrir í heiminum.
Í húmanismanum felst heims-
spekileg náttúruhyggja (að lífið
eigi sér náttúrlegar skýringar),
skynsemishyggja (treysta á vit-
ræna getu okkar) og efahyggja,
þ.e. að nýjar staðhæfingar eða til-
gátur séu ekki teknar trúanlegar
nema að þær standist rök-
fræðilega skoðun og prófanir, t.d.
með aðferðum vísindanna. Einn
stærsti sigur húmanískra hug-
sjóna var stofnun Sameinuðu
Þjóðanna (SÞ) og gerð mannrétt-
indayfirlýsingar þeirra. Alþjóða-
samtök húmanista, International
Humanist and Ethical Union
(IHEU) hafa alla tíð starfað náið
með SÞ og það var fyrsti forseti
alþjóðaþings IHEU, líffræðing-
urinn Julian Huxley sem var einn-
ig fyrsti forseti menningar-,
mennta- og vísindastofnunar SÞ,
UNESCO árið 1946. Einn þekkt-
asti trúleysingi og mannúðarsinni
síðustu aldar var Englendingurinn
Bertrand Russell (1872-1970) sem
hlaut Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum árið 1950 fyrir skrif í
þágu frálsrar hugsunar.
Nú á tímum upplýsingaflæðis
og alþjóðavæðingar er á ný sótt
að skynsemishyggju og húm-
anískum gildum með lúmskri
trúarlegri innrætingu, „pólitískt
réttum“ yfirgangi bókstafs-
trúarfólks og uppgangi gervivís-
inda sem notfæra sér glundroða
þann sem ófullnægjandi raun-
greinakennsla og stundum óvand-
aður fréttaflutningur um vísindi
og læknisfræði hafa skapað í hug-
um fólks. Vegna þessa hafa fjöl-
margir fylgjendur manngildisins
og velferðar hins lýðræðislega
samfélags risið upp og komið sam-
an í æ meira mæli sem húm-
anistar víða um heim. Í kjölfar
hryðjuverkanna 11. september
2001 hafa æ fleiri gert
sér grein fyrir því að
það eru ekki aðeins
bókstafstrúarmenn
sem ógna húm-
anískum gildum eins
og mannréttindum
heldur einnig hin svo-
kölluðu hófsömu
trúarbrögð með því að
viðhalda grunninum
að hinum trúarlega og
forneskjulega hug-
myndaheimi þeirra.
Margt fólk er að
vakna til vitundar um
mikilvægi húmanism-
ans, t.d. sem sú lífs-
skoðun sem er öfl-
ugasta vopnið gegn
kúgun kvenna víða um
heim. Fyrirlestar bar-
áttukonunnar Maryam
Namazie á dögunum
báru því glöggt vitni.
Sómalski rithöfund-
urinn, femínistinn og
trúleysinginn Ayaan
Hirsi Ali benti einnig
á hættuna af trúarlega tengdu sið-
ferði í sjónvarpi og blöðum ný-
lega.
Á Íslandi hafa húmanistar átt
sitt lífsskoðunarfélag frá 1990 en
það heitir Siðmennt, félag sið-
rænna húmanista á Íslandi. Á
næsta ári á borgaraleg (veraldleg)
ferming 20 ára afmæli og er það
sérstakt ánægjuefni því nær 1000
ungmenni hafa hlotið húmaníska
lífssýn í gegnum fermingarfræðslu
félagsins á þessum árum. Það
stefnir nú í metþátttöku á afmæl-
isárinu. Siðmennt nýtur ekki
þeirra fríðinda að fá félagsgjöld í
formi „sóknargjalda“ innheimt og
afhent af ríkinu líkt og trúfélög á
Íslandi fá, þrátt fyrir að standa
fyrir þau gildi sem stuðla að hvað
mestri mannvirðingu, jafnrétti og
bestu menntun allra landsmanna.
Ég vil hvetja það fólk sem telur
sig vera húmanista að skrá sig
„utan trúfélaga“ á skrifstofu Þjóð-
skrár og ganga til liðs við Sið-
mennt. Vefsíða félagsins er
www.sidmennt.is. Þetta er mik-
ilvægt því húmanistar þurfa að
standa saman og verja og rækta
gildi sín. Siðmennt þarfnast þess
að fólk sem telur sig eiga samleið
með húmanískum lífsgildum gangi
til liðs við félagið til að stuðla að
uppbyggingu veraldlegra valkosta
við félagslegar athafnir eins og út-
farir, nefningar og giftingar. Það
er sérstaklega ánægjulegt að í
vetur mun Siðmennt bjóða uppá
þjálfaða athafnarstjóra fyrir ver-
aldlegar útfarir í fyrsta sinn. Tök-
um höndum saman.
Húmanismi –
lífsskoðun til
framtíðar
Svanur Sigurbjörnsson skrifar
um húmanískar siðferð-
ishugmyndir
Svanur Sigurbjörnsson
»Einn stærstisigur húm-
anískra hug-
sjóna var stofn-
un Sameinuðu
þjóðanna (SÞ)
og gerð mann-
réttindayfirlýs-
ingar þeirra. Höfundur er læknirog félagsmaður í Siðmennt.
Fréttir á SMS