Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið hús í dag milli kl. 14 og 15 Vallarbarð 4 – Hafnarfirði BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Glæsilegt og vel stað- sett ca 178 fm einbýlis- hús á tveim- ur hæðum ásamt ca 34 fm frístandandi bílskúr, samtals ca 212 fm. Neðri hæð skiptist í forstofu, hol, baðherbergi, þvottahús, geymslu, eldhús og þrjár stofur. Efri hæð skiptist í fjögur svefnherbergi, baðherbergi og stórar svalir. Parket og flís- ar á gólfum. Fallegur garður í rækt með stórum sólpalli og skjólveggjum. Hellulögð aðkoma með hita í stéttum. Verð 55 millj. Reynir Björnsson lögg. fasteignasali tekur á móti gestum milli kl. 14 og 15. Teikningar á staðnum. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Vel staðsett iðnaðarhúsnæði á jarðhæð á efri hæð hússins. Skráð 240 fm. Húsið er steinsteypt og eru góð bílastæði fyrir framan. Á framhlið hússins er stór innkeyrslu- hurð, góðir gluggar og gönguhurð inn í móttöku viðskiptavina. Á bakhliðinni eru góðir gluggar. Húsnæðið er opið rými með góðri lofthæð, einnig er ca. 20 fm milliloft, þar er kaffistofa starfsmanna. Húsnæðið er vel lagað og nýtist vel. Verð 46,6 millj. jöreign ehf TIL SÖLU SKEMMUVEGUR 18 - KÓP. Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 STAÐGREIÐSLA Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST Höfum verið beðin um að útvega sérhæð fyrir traustan kaupanda. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. HÆÐ Í VESTURBÆNUM EÐA Í NÁGRENNI MIKLATÚNS ÓSKAST. Hraungata 28 í Urriðaholti er 952 fm leigulóð fyrir allt að 552 fm einbýlishús með 244 fm. byggingarreit. Lóðin er ein- staklega vel staðsett neðan götu í þessu vel hannaða og eftirsótta íbúðarhverfi. Verð 21 millj. 6645 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Byggingarlóð í Urriðaholti SAMKYN- HNEIGÐ, vinaleið og aðskilnaður frá ríkinu eru meðal mála sem hafa verið mikið í samfélags- umræðunni um þjóð- kirkjuna undanfarna daga. Í henni hafa ýmis viðhorf til kirkj- unnar birst. Mér sýn- ist raddir úr sam- félaginu oftast harðar og fullar af gagnrýni í garð þjóðkirkj- unnar. Mig langar til að skjóta inn, í tíma, nokkrum línum um framtíðarsýn þjóð- kirkjunnar. Áður en ég tjái skoðun mína tel ég rétt að segja frá því hvernig ég tengist þjóðkirkjunni. Í fyrsta lagi er ég þjónandi prestur þjóðkirkjunnar, ég fæ laun fyrir störf mín þar og er því beinn hags- munaaðili. Hins vegar fékk ég köllun mína og hlaut menntun sem prestur í kirkju í Jap- an og er þess vegna ég ekki svo sterklega bundinn við hugtakið „þjóðkirkja“. Hvort kirkja er þjóðkirkja eða ekki er fyrir mér tæknilegt mál, en hvorki trúmál né hjartans mál. Það er stundum sagt að glöggt sé gests augað og fyrir mig var ,,þjóðkirkja“ ekki sjálfsögð eins og fyrir marga Íslend- inga þegar ég kom hingað til lands fyrir 15 árum en síðar lærði ég um það stóra hlut- verk sem hún lék í sögu Íslands. Mér skilst t.d. að þjóð- kirkjan hafi verið ein þeirra stofnana sem stóðu vörð um ís- lenska tungu þegar þjóðin var undir stjórn Danmerkur. Þá voru engar útvarps- eða sjónvarpsútsendingar eins og í dag og messur voru mik- ilvægir miðlar sem héldu við og varðveittu íslenska tungu á meðal Íslendinga. Margir prestar færðu einnig sögu Íslands í letur fyrir al- menning, ortu ljóð um landið og sáu um kennslu ungmenna. Þjóð- kirkjan hafði einnig frumkvæði þegar þurfti að bregðast við nátt- úruhamförum eða halda stór- viðburði eins og þjóðhátíðir. Þetta eru bara fáein dæmi sem sýna að þjóðkirkjan hefur að vissu leyti verið meira en bara trúfélag í hefðbundinni merkingu þess orðs. Þegar þjóðin hlaut sjálfstæði ár- ið 1944 hlaut það að vera eðlilegt framhald af sögunni að setja þar ákvæði um ,,þjóðkirkju“. Núna í dag starfar þjóðkirkja og þjónar samkvæmt þessu ákveðna stjórn- sýslukerfi og ég tel til þess að um- ræðan um framhaldið og framtíð- arsýnina verði markviss verðum við að viðurkenna þetta atriði. Þegar ég fylgist með umræðum sem varðar þjóðkirkjuna þessa dagana þykir mér leitt að í gagn- rýninni er oftast blandað saman ábendingum um kerfisgalla og ein- staklingsbundinni tilfinningalegri andúð. Mér finnst t.d. alveg rétt að benda á mál, eins og í hvaða málefni eigi að verja skatttekjum, ef viðkomandi finnst þar ríkja ein- hvers konar óréttlæti. Það er sjálfsagt mál að taka málið upp, kanna og ræða. Hins vegar finnst mér ekki réttlætanlegt að ræða málin eins og starfsmenn kirkj- unnar séu að svíkja fé af almenn- ingi og því glæpamenn. Það gæti verið gott tækifæri fyrir suma til þess að fá útrás fyrir andúð sína gagnvart kirkjunni en það er alls ekki réttmætt. Slík viðhorf eru ein af ástæðum þess að erfiðara er að halda upp málefnalegri umræðu fyrir alla. En hvað um framtíðarsýn þjóð- kirkjunnar? Ég held það sé alveg sjálfsagt að við endurskoðum gamla kerfið og gerum það að betra kerfi sem passar núverandi og verðandi aðstæðum samfélags- ins. Þjóðkirkjukerfið er ekki und- antekning frá því og það getur ekki gengið á sama hátt og áður aðeins vegna framlags síns í for- tíðinni. Persónulega sýnist mér skýrt í hvaða átt þjóðkirkjan verð- ur að fara í framtíðinni. Það stríð- ir að mörgu leyti gegn þróun mannréttindahugmynda að stjórnskráin skuli gefa einu ákveðnu trúfélagi sérstöðu sem ,,þjóðartrú“ (Ég er samt ekki sam- mála því áliti að aðskilnaður kirkj- unnar frá ríkinu yki beint trúfrelsi hérlendis og ég bíð eftir næsta tækifæri til að tjá mig um það at- riði). Eins og ég sagði hér að ofan tel ég að þjóðkirkjukerfið snúist ekki um trúmál heldur hvort hún sé hluti af samfélagskerfi. Að mínu mati þarf það ekki að vera nei- kvætt þótt þjóðkirkjan fari út úr þessu samfélagskerfi eða afsali sér sérstöðu sinni í stjórnarskránni en að sjálfsögðu munu því fylgja ýmis vandkvæði. Mér finnst löngu tíma- bært að setja sérnefnd hjá stjórn- völdum til þess að fjalla um ,,að- skilnað kirkjunnar frá ríkinu“ á málefnalegan hátt og kanna kosti þess og galla. Það er fordæmi fyrir því að þjóðkirkja hætti að vera þjóð- kirkja, eins og t.d. sænska kirkjan sem steig það skref árið 2000. Af hverju eigum við ekki að skoða þetta dæmi málefnislega og safna upplýsingum og álitum? Síðan mun verða hægt að setja áþreif- anlega tímaáætlun til þess að framkvæma aðskilnaðinn, ef það er vilji Íslendinga. Að lokum langar mig til að ítreka að mál um þjóðkirkjukerfið er ekki trúmál, heldur er það mál um samfélagskerfi sem varðar hagsmuni allra. Og því er þetta alls ekki mál eins og hvort kirkjan sé góð eða vond, eða hvort kirkjan sigri eða tapi. Ég óska þess inni- lega að málið komist á almenni- lega umræðubraut. Einlæg umræða um framtíð þjóð- kirkjunnar óskast Toshiki Toma skrifar um málefni þjóðkirkjunnar Toshiki Toma »Ég held þaðsé alveg sjálfsagt að við endurskoðum gamla kerfið og gerum það að betra kerfi sem passar núver- andi og verð- andi aðstæðum samfélagsins. Höfundur er prestur innflytjenda. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.