Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 70

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 70
70 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes GÓÐAN DAGINN, ÞETTA ER KALVIN. MIG LANGAR AÐ PANTA HJÁ YKKUR PIZZU HA, HVAÐ? ÞÁ HLÝTUR ÞÚ AÐ HAFA HRINGT Í SKAKKT NÚMER ÉG REYNI AÐ GERA DAGANA ÖGN SÚRREALÍSKARI FYRIR AÐRA Kalvin & Hobbes HVAÐ ERTU AÐ GERA? VERA SVALUR ÞÚ LÍTUR FREKAR ÚT FYRIR AÐ VERA AÐ DEYJA ÚR LEIÐINDUM HEIMURINN ER EKKERT SPENNANDI ÞEGAR MAÐUR ER SVALUR Kalvin & Hobbes ÉG ÞARF EKKERT FYLGI TIL ÞESS AÐ VERA PABBI ÞINN. PABBAR ERU EKKI KOSNIR ÞANNIG AÐ ÞÚ GETUR GERT HVAÐ SEM ÞÚ VILT ÁN ÞESS AÐ MISSA VÖLD? JÁ! ÞÁ VERÐ ÉG BARA AÐ GERA UPPREISN EÐA FARA Í ÚTLEGÐ MÉR LÍST EKKERT Á ÞESSAR SAM- RÆÐUR PABBI, FYLGI ÞITT ER AÐ MINNKA Risaeðlugrín © DARGAUD ERTU FARINN AÐ SKILJA ÞETTA NÚNA? NEI, EKKI ALVEG ÉG SÉ HANN KOMA... HANN NÆR SVAKALEGUM HRAÐA! SKILURÐU ÞETTA NÚNA? ÞAÐ ERU ALLIR HÆTTIR AÐ GERA GRÍN AÐ HONUM VEGNA ÞESS AÐ HANN ER HEIMSMEISTARI Í KEILU... ÞANNIG AÐ NÚNA ER HANN EKKI LENGUR LEIÐUR HANN TEKUR SÉR STÖÐU VIÐ ENDA BRAUTARINNAR MEÐ UPPRÚLLAÐA SKÍTINN dagbók|velvakandi Bloggað um fréttina Nú tíðkast sá siður á vefmiðlinum mbl.is að blogga um fréttir, og geta þá notendur sagt sína skoðun á frétt- um dagsins. Afar hvimleitt er að reka augun í ummælin áður en frétt er les- in því óhjákvæmlega hefur það áhrif á hvernig lesandi les viðkomandi frétt. Betra væri, eins og vefmiðillinn visir.is gerir, að taka hreinlega út slík ummæli eða þá að vísa eingöngu í heimasíðu bloggara sem vilja tjá sig um fréttina og þá án þeirra frumlegu fyrirsagna sem þeir eru duglegir við að semja. Á mbl.is í dag var t.d. frétt um að hugsanlegt væri að ferðamað- urinn Clara Torres hefði náð mynd af Madeleine McCann. Með fréttinni er vísun í blogg frá Jóni Arnari með fyr- irsögninni: „Æ hún Clara klára“. Trúverðugleiki og raunveru- leikatenging fréttanna tapast við slík ummæli, svo ekki sé talað um ánægj- una við að lesa fréttirnar á netinu. Hlín. Skert mannorð Viltu besta starf í heimi auglýsir ÍTR og óskar eftir fólki í eftirtalin störf með börnum: Tónlist, myndlist, smíði, textíl, úti- og innileiki, göngu- ferðir, náttúruskoðun, hópstarf, barnafundi, sögulestur, vináttu og samveru. Þegar maður lítur á þessa upptalningu sést vel hversu fáránlegt það var að segja öryrkjanum upp í byrjun skólaárs. Hægum hreyfingum gat konan ekki breytt vegna lyfja sem hún tekur eftir aðgerðina og valda hægari hreyfingum. Aðeins er hægt að minnka lyfjagjöfina um hálfa töflu á ári og tekur það því um tvö ár enn að minnka þau svo að fullur starfshraði náist. Athugum menntun konunnar: Hún hefur lokið sex ára námi frá söngskóla, sem hefði átt að nýtast til tónlistarkennslu barnanna, hún reyndi það að vísu síðastliðinn vetur, en fékk ekki að sinna því að neinu gagni, hún er einnig með raf- virkjapróf frá FB og tækniteiknun frá Iðnskólanum. Verst er þó að upp- sögnin hefur valdið þessari konu ákveðinni mannorðsskerðingu því þeir sem hún hefur leitað eftir vinnu hjá telja að eitthvað annað en hægar hreyfingar liggi að baki. Þetta ætti að sýna þeim sem að uppsögninni stóðu hversu ómannúðleg vinnubrögð þeirra voru og grunnt hugsuð. Verst tel ég þó að borgarfulltrúi skuli valda saklausum aðila mannorðsskerðingu og fjárhagslegu tjóni með illa grund- uðum vinnubrögðum. Tel ég því að hann ætti að biðja öryrkjann op- inberlega afsökunar, til að draga úr mannorðsskerðingunni. Guðvarður Jónsson Fjallahjól fannst Grænt, vel farið Trek-fjallahjól fannst í miðbæ Reykjavíkur. Nánari upplýsingar fást í síma 846-4863. Reiðhjól tapaðist Blátt og silfurlitað Trek 4300-ungl- ingareiðhjól hvarf frá Frið- rikskapellu við Valsheimilið 20. ágúst sl. Festing fyrir hraðamæli og ljós er á stýrinu. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 588-3338 eða 869- 8686. Fundarlaun. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Það hefur blásið hressilega á landsmenn síðustu dagana. Þessir drengir létu smávindgust þó ekki koma í veg fyrir íþróttaiðkun og sýndu efnilega takta þar sem þeir létu boltann ganga á milli sín. Morgunblaðið/Frikki Fótboltahetjur framtíðarinnar? Kr. 1450 fyrir fullorðna Kjötsúpa og ferjutollur Kr. 800 fyrir börn Heit samloka, safi og ferjutollur Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Kjötsúpa ogViðey Uppgötvaðu Viðey Veitingasala kl. 11:30 – 17:00 grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.