Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 74
Þegar maður er 18 ára og í hljómsveit er eðlilegt að halda að maður sé í bestu hljómsveit í heimi … 79 » reykjavíkreykjavík STOFNMEÐLIMIR múm, þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes, eru orðnir þreyttir á vangaveltum fjölmiðla um það hvort múm sé hljómsveit, dúett eða eitthvað allt annað. „Þetta kem- ur bara upp í viðtölum,“ segir Örvar. „Stundum erum við fimm, stundum eitthvað annað, þetta flækir málin ekki neitt fyrir okkur. Það er bara þegar maður er krafinn um skil- greiningu sem þetta verður flókið,“ bætir Örvar við og réttir blaðamanni örvandi bolla af kaffi úr forláta, fag- urrauðri espressóvél. Í upphafi voru tvíburasysturnar Gyða og Kristín Anna Valtýsdóttir í múm en eru ekki lengur. Fjöldi tón- listarmanna hefur lagt sitt af mörk- um til sveitarinnar og sérstaklega margir á nýju plötunni, m.a. Ólöf Arnalds og Sigurlaug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla. Hausar fjúka Titill nýútkominnar breiðskífu múm, þeirrar fjórðu á níu ára starfs- ævi sveitarinnar, er allsérstakur og torskilinn: Go Go Smear The Poison Ivy, eða Áfram áfram berðu á brennimjólkina (þýðing blaða- manns). Hvaðan skyldi nafnið koma? „Þetta kemur fram í einum af textunum, ég lá ekki mikið yfir þeim,“ segir Örvar kíminn. „Þetta er eins og með nöfnin á lögunum hjá okkur, það er oft heilmikið að gerast en ekki skýr merking. Þetta er túlk- unaratriði,“ bætir Gunnar við. Plöt- ur múm hafi áður borið slíka titla og þeir séu opnir fyrir hvers konar túlk- un þeirra sem í þeim vilja pæla. Myndband við lagið „They made frogs smoke ’til they exploded“ hef- ur fengið gríðarmikið áhorf á mynd- bandavefsíðunni Youtube. Það er sköpunarverk myndlistarkonunnar Ingibjargar Birgisdóttur sem einnig hannaði umhverfisvænt umslag plöt- unnar. Í það er m.a. notaður kart- öflumassi og geri aðrir umhverf- isverndarsinnar betur! Í myndbandinu er ákveðinn kvikind- isskapur á ferð, hausar slitnir af dýr- um meðal annars. Ingibjörg fékk frjálsar hendur við myndbandsgerð- ina en hafði til hliðsjónar forláta landslagsmálverk á tréspjaldi með álímdri andlitsmynd af ungum dreng sem Örvar keypti á flóamarkaði í Prag. Það verk fellur líklega í „kitsch“-flokk. Ingibjörg hefur aug- ljóslega frjótt ímyndunarafl, ef marka má verk hennar fyrir múm. Skyldi einhver kvikindisskapur vera hlaupinn í hina krúttlegu hljóm- sveit múm? Eru Gunnar og Örvar að brjóta niður hina sætu ímynd? „Nei, alls ekki,“ segir Örvar og Gunnar hlær að vangaveltum blaða- manns. „Mikið af því sem við gerum er leikur og kvikindisskapur fylgir honum mjög eðlilega. Að stríða að- eins.“ Örvar segir merkilegt að myndbandið hafi stuðað einhverja sem horfðu á það á Youtube. Ein- hverjum hafi þótt illa farið með dýr sem sé skondið í ljósi þess að mynd- bandið er í heldur barnalegum klippi-teiknimyndastíl, alls ekki grófara en hver önnur teiknimynd með Tomma og Jenna. Tekið upp í Galtarvita Múm hefur alla tíð verið til- raunaglöð hljómsveit, spunnið lögin við tökur og valið óvenjulega upp- tökustaði. Go Go Smear The Poison Ivy var m.a. tekin upp í tónlistar- skólanum á Ísafirði, gömlum skóla á eynni Nötö milli Svíþjóðar og Finn- lands, í Galtarvita og sumarbústað foreldra Gunnars. Hefur tónlistin breyst mikið á þessum níu árum sem múm hefur verið starfandi? „Tónlistin hefur breyst rosalega mikið, við erum orðnir miklu opnari fyrir því hvað við getum gert í tónlistinni. Við get- um notað miklu fleiri hljóðfæri, ráð- um yfir miklu meiri tækni og eigum auðveldara með að gera það sem okkur dettur í hug. Á móti kemur að það hefur ekki breyst að við förum alltaf inn í þetta með einhverjum leik,“ segir Örvar. Tilviljun sé stór hluti af tónlistarsmíðinni, hljóðum hrúgað inn í tölvuna og svo detti hlutirnir saman einhvern veginn. Gunnar bætir því við að múm sé frá- brugðin öðrum hljómsveitum að því leyti að hún semji tónlistina um leið og hún er tekin upp. Þeir tónlist- armenn sem þeir fái í lið með sér hafi oft á tíðum ekki hugmynd um hver útkoman eigi að verða. „Ég vona að það sé spennandi, að fólk fái ekki magasár,“ segir Örvar. Múm-liðar hafa mikla reynslu af tónleikahaldi og hafa farið í langar tónleikaferðir um Bandaríkin, Evr- ópu og Asíu. Hvar finnst Gunnari og Örvari skemmtilegast að spila? „Í Póllandi,“ svarar Örvar. Gunnar tek- ur undir það og bætir við að Pólverj- ar séu snillingar. „Það er bara ein- hver æsingur sem við eigum sameiginlegan með þeim. Eins og að fara út á land hérna, svona „no bulls- hit“-viðhorf,“ segir Gunnar, aug- ljóslega mikill aðdáandi Pólverja. Taílendingar eru einnig ofarlega á lista og Suður-Evrópubúar. Enginn köttur Múm á sér stóran aðdáendahóp víða um heim og ljóst að hróður sveitarinnar hefur vaxið með ári hverju. Er múm orðið álíka nafn og Björk og Sigur Rós úti í hinum stóra tónlistarheimi? „Nei, en fólk sem er að pæla í tón- list kannast við nafnið,“ svarar Örv- ar. „Annaðhvort virkar þetta eða virkar ekki á fólk,“ bætir Gunnar við. Einhverra hluta vegna hafi múm ekki notið mikillar hylli á Íslandi. Sumar útvarpsstöðvar virðist eiga erfitt með að leika lög múm og ekki virðist þau heldur kaffihúsavæn. Það er nóg að gera hjá sveitinni en þó segjast Örvar og Gunnar rétt ná að lifa af listinni. „Ég á enga peninga, bara hljóðfæri og tölvu,“ segir Gunn- ar og hlær. Hann eigi ekki einu sinni kött. BRENNIMJÓLKIN BORIN Á Morgunblaðið/Golli Múm „Tónlistin hefur breyst rosalega mikið, við erum orðnir miklu opnari fyrir því hvað við getum gert í tónlistinni.“ Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes. HLJÓMSVEITIN MÚM FER ÓTROÐNAR SLÓÐIR Á NÝJUSTU PLÖTU SINNI, GO GO SMEAR THE POISON IVY, SEM ER FJÓRÐA BREIÐSKÍFA SVEITARINNAR. HELGI SNÆR SIGURÐSSON SPJALLAÐI VIÐ FORSPRAKKA MÚM UM NÝJU PLÖTUNA, OG ÓTRÚLEGAR VINSÆLDIR Á YOUTUBE. www.mumweb.net Áfram! Umslag nýju plötunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.