Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 83

Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 83 BANDARÍSKI rapparinn P. Diddy sýndi af sér mikla stjörnustæla í New York fyrir skömmu. Diddy, sem heitir réttu nafni Sean Combs, var á leið á skemmtistaðinn Gold Bar ásamt fjórum vinum sínum þeg- ar kvenkyns dyravörður á staðnum hleypti honum ekki inn um leið. „Hann gekk beint upp að stúlk- unni og þegar hún spurði hann hversu mörg þau væru hellti hann sér yfir hana og kallaði hana öllum illum nöfnum. Því næst tók hann flauelskaðalinn frá sjálfur og hleypti sér og gestum sínum inn,“ sagði vitni að atvikinu í samtali við dagblaðið New York Post. Fyrr í þessum mánuði stóð rapp- arinn hins vegar sjálfur fyrir sínu árlega „hvíta partíi“ og þar mun hann hafa vísað fólki sem klæddist ekki eingöngu hvítu úr veislunni. Þar á meðal var Katie, eiginkona söngvarans Billy Joel, en hún kom til veislunnar íklædd kremlituðum kjól. Henni var sagt að hún fengi aðeins inngöngu ef hún klæddist fullkomlega hvítum fötum, og þurfti því að hverfa á braut ásamt eiginmanni sínum. Rappari með stjörnustæla Reuters Umdeildur Rapparinn P. Diddy sýndi sínar verstu hliðar í New York. BRESKI leikarinn Daniel Radcliffe, sem er langþekktastur fyrir hlut- verk sitt sem galdrastrákurinn Harry Potter, hefur mikinn áhuga á að leika samkynhneigðan njósnara. Radcliffe, sem er 18 ára gamall, vill fara með aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Another Country sem gerð var árið 1984, en myndin fjallar um ungan dreng á fjórða ára- tug síðustu aldar sem verður ást- fanginn af besta vini sínum, en verð- ur síðar njósnari sem starfar fyrir stjórnvöld í Sovétríkjunum. Radcliffe, sem hefur vakið mikla athygli fyrir að koma nakinn fram í leikritinu Equus í Lundúnum, segist hafa mikinn áhuga á að leika persón- ur sem eru að uppgötva sjálfar sig kynferðislega. „Ég myndi aldrei leika homma bara til þess að leika homma. En ef handritið er gott og þetta er góður karakter er ég tilbú- inn,“ sagði leikarinn ungi á blaða- mannafundi fyrir stuttu. Í sinni nýj- ustu kvikmynd, December Boys, leikur Radcliffe í sinni fyrstu kyn- lífssenu, og því ljóst að leikarinn ungi þroskast hratt þessa dagana. Reuters Þroskaður Daniel Radcliffe. Vill leika homma ELTON John og Madonna hafa grafið stríðsöxina og munu jafnvel vinna saman í nánustu framtíð. Ekki er langt síðan Elton sakaði Madonnu um að „mæma“ á tón- leikaferðalagi sínu, en söngvarinn hefur nú beðið hana afsökunar á orðum sínum og hann vonar jafn- framt að þau geti unnið saman í hljóðveri í framtíðinni. „Madonna er frábær listamaður og ég er stundum aðeins of kjaftfor. Hver myndi ekki vilja vinna með henni?“ sagði söngvarinn í nýlegu viðtali. Ljóst er að samstarf þeirra tveggja myndi vekja mikla athygli, og gæti jafnvel slegið í gegn. Reuters Kjaftfor Söngvarinn Elton John. Gæsileg Söngkonan Madonna. Bað Madonnu afsökunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.