Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 31

Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 31 inum,“ segir hann, og aldurs- umræðan heldur áfram. „Birni fannst ég nú gamall þegar ég byrjaði í bandinu, og þá var ég hvað, 24 eða 25?“ segir Stefán og fer í kjölfarið að velta því fyrir sér hvenær Ný dönsk hafi nákvæmlega verið stofnuð - hvort hún sé jafnvel ekki nema 19 ára. Björn þvertekur hins vegar fyrir það enda muni hann eftir því að hafa ekki verið kominn með bílpróf á fyrstu æfing- unum, sem fóru fram árið 1987. Best of, ekki greatest hits Í lok þessarar viku koma allar hljóðversplötur Ný dönsk út í veg- legu „box-setti“, en með í kaup- unum fylgir plata með öllum „mun- aðarleysingjunum“, þ.e. lögum sem komið hafa út á hinum ýmsu safn- plötum, og víðar. Alls er því um átta plötur að ræða. Þá kemur einnig út safnplatan Ný dönsk 1987-2007 sem inniheldur mörg af bestu lögum sveitarinnar, auk nýju laganna sem áður voru nefnd. Þeg- ar sveitin varð tíu ára sendi hún einnig frá sér safnplötu sem naut mikilla vinsælda og sumir kunna því að spyrja hvers vegna önnur safnplata kemur út nú. „Þetta eru ekki alveg sömu lögin, það hafa náttúrlega bæst við lög. Og þarna eru líka lög sem við vit- um að eru í miklum metum hjá fólki, en voru ekki endilega vinsæl. Þannig að þetta er ekki „greatest hits“ – þetta er meira „best of“,“ segir Jón. Kveiktu í gítar Um er að ræða tvöfalda safn- plötu, eða í raun þrefalda, því DVD-diskur með öllum tónlistar- salnum, að hafa einhverja mynda- tökumenn út um allt,“ segir Jón. „Þessi DVD-útgáfa er orðin alveg rosaleg hérna, maður má ekki birt- ast uppi á sviði án þess að vera kominn á einhvern DVD-disk dag- inn eftir.“ Lifa kynslóðirnar Þegar þeir félagar eru spurðir hvort Ný dönsk muni fagna 30 ára afmæli sínu, eða jafnvel 40 ára, segja þeir það nokkuð líklegt, enda sé félagsskapurinn svo góður. „Pabbi er í svona bridgeklúbbi. Þeir hittast svona tvisvar í mánuði. Þetta er svipað hjá okkur, þetta er okkar bridgeklúbbur,“ segir Ólafur. „Ef menn geta fengið að gera það sem þeir eru að gera með þessu verður þetta alltaf skemmti- legt. Þetta má ekki verða kvöð þannig að menn verði að spila fyrir einhverjum skuldum af því að þeir eru búnir að fara svo oft til L.A. að reyna að meika það eða eitthvað slíkt. Á meðan það er ekki í gangi, á meðan við erum að gera eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt sé ég þessa hljómsveit ekki hætta í nánustu framtíð,“ segir Jón, og Stefán bætir því við að miklu máli skipti að hljómsveitin hafi alltaf notið mikilla vinsælda. „Við höfum spilað nánast árlega, nema kannski þegar Bjössi var úti í námi. Við spilum á skólaböllum á hverju ein- asta ári sem er svolítið merkilegt, því það þýðir að við lifum kynslóð- irnar.“ jbk@mbl.is Góðir Ný dönsk er ekki að hætta. „Þetta er okkar bridgeklúbbur,“ segir Ólafur. Í upphafi Ný dönsk frá vinstri: Stefán, Jón, Daníel Ágúst, Ólafur og Björn, líklega um 1988.  Ekki er á allt kosið (1989)  Regnbogaland (1990)  Deluxe (1991)  Himnasending (1992)  Hunang (1993)  Húsmæðragarðurinn (1998)  Pólfarir (2001)  „Munaðarleysingjar“ (safn, 2007) Aðrar plötur  Kirsuber (tónleikaplata, 1991)  Ný dönsk 1987-1997 (safn, 1997)  Freistingar (safn, 2002)  Skynjun (með Sinfó, 2004)  Ný dönsk 1987-2007 (safn, 2007) Plötur í öskju myndböndum sveitarinnar fylgir með í kaupunum. Ný dönsk hefur nefnilega alltaf lagt mikið upp úr skemmtilegum myndböndum og skemmst er að minnast mynd- bandsins við áðurnefnt „Landslag skýjanna“ sem hlýtur að teljast eitt besta tónlistarmyndband sem gert hefur verið hér á landi. „Já það var alveg ferlega vel lukkað …“ segir Björn, „… enda var það valið næstbesta myndband ársins,“ bætir Jón við og uppsker gríðarlegan hlátur. Í kjölfarið rifja þeir upp að myndbandið við „Í tíg- ullaga dal“ með Todmobile hafi verið valið besta myndband ársins 1991. „Ég varð alveg vitlaus,“ segir Björn sem hefur greinilega ekki enn sætt sig við undarlega nið- urstöðu dómnefndar. Það var Sigurður Sverrir Pálsson sem skaut myndbandið en með einu hlutverkin fóru þeir Stefán Hjörleifsson og Hilmar Hólmgeirs- son, þáverandi rótari Sálarinnar hans Jóns míns. „Ég var rosalega ánægður með þetta myndband og þar sem það var ekkert „sink“ í því kom ég með þá hugmynd að gera annað lag við það,“ segir Jón við mikla kátínu félaga sinna. „Leikstjórinn gerði mér það að safna yfirvaraskeggi fyrir mynd- bandið, sem ég og gerði við mikið frost heimafyrir. Það var ekki mik- ið í gangi hjá frúnni þegar það var,“ segir Stefán og hinir veltast um af hlátri. Fleiri góð myndbönd hafa verið gerð við lög sveitarinnar, til dæmis við lagið „Alelda“ þar sem þeir fé- lagar dansa í kringum varðeld niðri við strönd. „Það voru 30 vindstig, það var ekki stætt úti þegar við gerðum það,“ rifjar Jón upp. „Svo má kannski upplýsa leyndarmál, að í þessu myndbandi kveiktum við í 25 ára afmælisgjöf Jóns, forláta kassa- gítar sem hann fékk frá fjölskyld- unni,“ segir Stefán. „Já, Stefán úrskurðaði að minn gítar væri ódýrastur,“ segir Jón súr í bragði. Ekki á DVD Þótt tvö ný lög með Ný dönsk líti nú dagsins ljós segja þeir fé- lagar að ekki hafi þótt tilefni til þess að gefa út nýja plötu. „Ekki núna, en hún kemur væntanlega á næsta ári,“ segir Björn. „Við vild- um prófa hvernig stemningin væri í tveimur nýjum lögum. Það var al- veg hrikalega gaman. Við hefðum líka verið að keppa svolítið við sjálfa okkur að vera með nýja plötu samhliða þessum safnplötum,“ seg- ir Jón. „Við ætlum að kíkja á plötugerð á næsta ári, við sjáum til hvenær hún kemur út, kannski á næsta ári, kannski á þarnæsta.“ Ný dönsk heldur tvenna tónleika í Borgarleikhúsinu annað kvöld, mánudagskvöld, og aðra tvenna í Samkomuhúsi Leikfélags Akureyr- ar þriðjudaginn 6. nóvember. Upp- selt er á báða tónleikana í Borg- arleikhúsinu og á þá fyrri fyrir norðan. Þeir félagar segja ekki stefnt að því að gefa tónleikana út á DVD líkt og flestir virðast gera þessa dagana. „Mér finnst það bara eyði- leggja upplifunina fyrir fólkinu í Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur W W W. I C E L A N DA I R . I S Ferðaávísun gildir HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Það er stutt til Manchester og jólanna SPENNANDI TILBOÐSVERÐ FRÁ 39.900* KR. Á MANN Í FJÓRAR NÆTUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 97 33 10 /0 7 * Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar og gisting í 4 nætur á Thistle Manchester Hotel með morgunverði. Prófaðu eitthvað nýtt fyrir jólin. Jólaskapið í Manchester gerir þessa líflegu borg ennþá skemmtilegri. Það er ensk hátíðarstemning á pöbbunum, fjör í tónlistinni, góður matur á fyrsta flokks veitingastöðum og hagstætt að líta inn í verslunarhúsin og búðirnar. Jólamarkaðir í Manchester eru á fjórum stöðum í miðborginni, á Albert Square og St Ann's Square og í Exchange Street, New Cathedral Street, Brazennose Street. Hugsaðu gott til Manchester og jólanna. Nýttu þér þetta einstaka tilboð sem gildir á tilteknum brottfarardögum í nóvember og desember. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.