Morgunblaðið - 28.10.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.10.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 33 Eftir Jón Sigurðsson jonsig@vortex.is Sigurbjörg Þórunn Jónsdóttir,sauðfjár- og hrossabóndi íLitladal í A-Húnavatnssýslu, hefur til margra ára unnið að margs konar listiðnaði í hjáverk- um. Núna langar hana til að hrinda gömlum draumi í framkvæmd. Í því skyni hefur hún komið sér upp handverkshúsi þar sem megin- þættirnir lúta meðal annars að hönnun og vinnslu minjagripa, t.d. fyrir Húnavatnssýslur. Útskurður og hönnun stærri verka, svo sem gestabækur, kistl- ar, lágmyndir, styttur og fleira, verður innan veggja handverks- hússins. Sigurbjörg hefur einnig mikinn hug á að koma á fót nám- skeiðum í leirvinnu til undirbún- ings fyrir útskurð í tré og jafn- framt kenna útskurðinn. Hugur hennar stendur til að halda tveggja daga námskeið með 7-8 þátttak- endum hverju sinni og leggja höf- uðáherslu á að kenna höfðaletur og gömul mynstur til að viðhalda gömlum venjum. Einnig vill hún kenna leirstyttugerð sem síðan er skorið út eftir. Í stuttu máli stefnir Sigurbjörg að því að skapa ¼ til ½ ársverk við útskurð og kennslu. „Mín sérstaða er fólgin í því að eiga vel búið verk- stæði, svo hef ég yfir nokkurri þekkingu á handverki að ráða. Ég hef sótt nám í útskurði hjá Bjarna Þór Kristjánssyni, Halldóri Sig- urðssyni í Miðhúsum, Matthíasi Andréssyni í Kópavogi, Guiseppe Rumerio, ítölskum meistara, og fleirum,“ segir Sigurbjörg. Hún minnist sérstaklega á Matthías Andrésson sem skemmtilegan og fræðandi leiðbeinanda en núna hef- ur hún eignast öll hans verkfæri og mynstur. Sigurbjörg hefur verið beðin um að skera út gestabækur, lágmynd- ir, styttur (verðlaunagripi) og minjagripi. Henni finnst vanta sér- húnvetnska handverksmuni á markaðinn og segir fáa fást við út- skurð á myndum og smádýrum. Lítið sé einnig um heimagerða minjagripi frá svæðinu, þótt eft- irspurn sé fyrir hendi. Enginn sem býr á svæðinu kenn- ir útskurð en slíkt telur Sigurbjörg mjög mikilvægt. Hún segir að fólk með svipuð áhugamál ætti að hitt- ast reglulega og fjalla um hugð- arefni sín, svona svipað og gerist í saumaklúbbum og best væri að fleiri færu út í þetta handverk. Hún segir þörf á að vinna muni fyrir söfn og þá eftir gripum sem þar eru til sýnis. „Það hafa komið fram óskir um slíka vinnu.“ Spurð hversu lengi hún sé að vinna hvern hlut nefnir Sigurbjörg að það hafi verið samfelld hálfs- mánaðar vinna að skera út gesta- bók þar sem Páll Pétursson á Höllustöðum prýðir forsíðuna. „Og taktu eftir að þetta var einungis hægri hliðin á honum, “ segir Sig- urbjörg og skellihlær. Hún vill koma því á framfæri að það hafi verið afar gaman að vinna Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Handverkshús með minjagripi Í HNOTSKURN » Í handverkshúsi Sigur-bjargar veður framleiðsla og sala á gripum úr tré, sér- smíðuðum og útskornum. » Unnið er að undirbúninginámskeiða fyrir áhugafólk um tréskurð. » Fyrirtækið byggist á eldrigrunni. Starfsemin hefst væntanlega í ársbyrjun 2008. Dalalist Listagripir Sigurbjörg Þórunn Jónsdóttir við nokkra útskorna minjagripi. að þessu vaxtarsprotaverkefni. „Leiðbeinendurnir voru ein- staklega lagnir við að hvetja okkur áfram og eins að koma auga á nýja fleti á þeim verkefnum sem við vorum að kynna og vinna að.“ Eftir Óla Má Aronsson olimar@rang.is Bærinn Hrólfsstaðahellir erekki alveg í alfaraleið, hannstendur á bökkum Ytri- Rangár neðarlega í Landsveit, um 20 km akstursleið frá hringveg- inum. Á bænum búa hjónin Eiður Kristinsson og Anna Björg Stef- ánsdóttir ásamt börnum sínum og þar reka þau ýmiss konar starfsemi, gistihús, tjaldstæði, hrossa- og fjárbúskap. Eiður er með tamninga- próf og taka þau hjón hesta í þjálfun og Anna Björg sér um skólaakstur í sveitinni. Að auki taka þau um þess- ar mundir þátt í vaxtar- sprotaverkefninu í nýsköpun. Eiður og Anna Björg ætla sér að stofna nýtt fyrirtæki í Hrólfs- staðahelli, Hellisbúann, sem lýtur að verkun og sölu á kjöti sem framleitt er á búinu. Þar verður verkað sauða- og lambakjöt, reykt, saltað og hangið. Jafnframt verða seldar afurðir af hrossum, saltað og reykt folalda- og hrossakjöt, ásamt hrossabjúgum sem verða verkuð á gamla mátann. Ekki verður notuð svokölluð sprautusöltun við verk- unina. Einnig verða verkaðar steik- ur úr hrossakjöti. Eiður er ekki óvanur slíkri verkun, en hann hefur starfað í sláturhúsum og kjöt- vinnslum á Suðurlandi gegnum ár- in. „Það er ekki mín sterkasta hlið að vinna við tölvur og gera áætlanir í töflureikni eða vera með Power Point-kynningar, en Elín Aradóttir verkefnisstjóri Vaxtarsprota hefur hvatt mig áfram og veitt mér ómet- anlega hjálp við þann hluta verkefn- isins þegar ég var kominn að því að gefa það upp á bátinn,“ segir Eiður. Fyrirhugað er að fyrirtækið taki til starfa haustið 2008, miðað við að öll leyfi og heimildir til starfsem- innar liggi fyrir. Reiknað er með að breyta húsnæði sem fyrir er á staðn- um í kjötvinnslu, en ekki byggja nýtt. Öll slátrun fer fram í við- urkenndum sláturhúsum en mjög örðugt er að fá leyfi til heimaslátr- unar. Eiður og Anna Björg hafa verkað kjöt og gert tilraunir fyrir heimili sitt í nokkur ár og hefur gestum og gangandi líkað vel og hvatt þau til dáða í þessu sambandi. Nýlega gengu þau til liðs við verkefnið „Beint frá býli“ sem er á vegum Bændasamtakanna og fleiri aðila en markmiðið með verkefninu er að stuðla að framleiðslu matvæla á sveitabýlum og milliliðalausri sölu þeirra til neytenda. Einnig á að þróa vörumerki, útbúa leiðbeiningar fyrir bændur og framkvæma til- raunaverkefni með þeim. Hellisbúinn Kjötvinnsla á gamla mátann Bændurnir í Hrólfsstaðahelli Eiður Kristinsson og Anna Björg Stef- ánsdóttir voru að láta fitu- og vöðvamæla gimbrar. Þórey Bjarnadóttir frá Búnaðarsambandi Suðurlands annaðist mælingarnar. Í HNOTSKURN » Meginmarkmið starfsemi Hellisbúans verður að auka verðmætiþeirra afurða sem falla til á búinu í Hrólfsstaðahelli og að fram- leiða hágæða vöru sem byggist á áralangri reynslu. » Aukinn áhugi er á heimaunnum matvörum sem byggjast á ís-lenskri hefð. » Stöðug vaxandi hvatning er frá forsvarsmönnum landbúnaðar áÍslandi og meðal bænda. M.a. stendur yfir verkefnið „Beint frá býli“ sem styður við framleiðslu og sölu á matvælum heima fyrir og milliliðalausri sölu til neytenda. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson FL Group hf. (hér eftir „tilboðsgjafi”) er eigandi að samtals 97,92% hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni hf. (hér eftir „TM”). Tilboðsgjafi hefur tekið ákvörðun um að gera hluthöfum í TM tilboð um að selja hluti sína í félaginu til tilboðsgjafa. Um er að ræða valfrjálst yfirtökutilboð, á grundvelli ákvæða laga um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003. Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála sem fram koma í tilboðsyfirliti, dags. 29. október 2007, sem hluthafar eru hvattir til þess að kynna sér. Tilboðsyfirlitið er aðgengilegt á heimasíðu FL Group hf., www.flgroup.is, og fæst jafnframt afhent hjá umsjónar- aðila yfirtökutilboðsins, Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf., Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík. Tilboðsyfirlitið hefur að geyma samþykkiseyðublað, sem hluthafar skulu ganga frá og senda með þeim hætti sem þar greinir, ákveði þeir að taka tilboðinu. Tilboðsyfirlitið er jafnframt sent í pósti til nafnskráðra hluthafa í Tryggingamiðstöðinni hf. Tilboðið tekur gildi 31. október 2007 og gildir í fjórar vikur. Reykjavík, 27. október 2007 Yfirtökutilboð til hluthafa Tryggingamiðstöðvarinnar hf. FL GROUP Strengjahljóðfæ ri Við erumflutt í Síðumúla20 SÍÐUMÚLA 20 · REYKJAVÍK · WWW.HLJODFAERAHUSID.IS · SÍMI 591 5340 KONTRABASSAR · CELLO · FIÐLUR · VIOLUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.