Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 23 AUSTURLAND PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Mjólkurþistill Styrkir og hreinsar lifrina Reykjanesbær | Fyrsta glerblást- ursverstæði á Íslandi sem starfar fyrir opnum dyrum verður opnað formlega við athöfn á morgun, laugardag, kl. 13 til 20. Verkstæðið er í Grófinni 2, við smá- bátahöfnina í Keflavík. Að Iceglass standa mæðg- inin Lárus Guðmundsson og Guðlaug Brynjars- dóttir en þau ráku verkstæði í Dan- mörku um langt árabil. Öll fram- leiðsla fer fram fyrir opnum dyrum og gestir og gangandi geta því fylgst með framleiðslunni. Í tilefni opnunarinnar verður boðið upp á léttar veitingar. Böðvar Gunnarsson sýnir eldsmíði og Þor- björn Einar Gunnarsson myndlist og hægt verður að fylgjast með glerblásurum að verki. Iceglass opnar verkstæði sitt SUÐURNES Grindavík | Menningar- og sögu- tengd ganga í boði Grindavíkur- bæjar, Saltfisksetursins og Björg- unarsveitarinnar Þorbjörns verður á morgun, laugardag, og hefst klukkan 13. Gangan byrjar við nýja sögu- skiltið af Þórkötlustaðanesinu, sögusviði sjósóknar og útgerðar. Skiltið er rétt fyrir ofan gömlu bryggjuna. Genginn verður stutt- ur hringur á Nesinu að rústum Þórshamars og fleiri húsa sem voru á Nesinu, ýmislegt skoðað þar og í nágrenninu. Leiðsögu- menn sjá um fræðsluna. Í lok göngu er boðið upp á afmæliskaffi hjá Björgunarsveitinni Þorbirni við Seljabót. Gengið um Þórkötlustaðanes Reykjanesbær | Einstaklingur hef- ur fært Heilbrigðisstofnun Suður- nesja gjafir að verðmæti um 2,4 milljónir króna á þessu ári. Hjúkr- unardeildarstjóri segir að þetta sé með stærri gjöfum sem einstakling- ur hefur fært stofnuninni. Sigurður Wíum Árnason kom á fund stjórnenda og starfsfólks Heil- brigðisstofnunarinnar 30. október og færði stofnuninni að gjöf tvær súrefnissíur og sjúklingalyftara. Verðmæti gjafarinnar er um 1,6 milljónir kr. Sigurður gefur tækin í minningu sonar síns, Sveins Wíum, sem hefði orðið þrítugur þennan dag. Fyrr á árinu gaf Sigurður Heil- brigðisstofnuninni tvær súrefnis- síur, að verðmæti um 800 þúsund krónur. Sú gjöf var til minningar um eiginkonu hans, Bertu Sveins- dóttur, og soninn Svein Wíum, sem bæði létust á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, langt fyrir aldur fram. Sigurður hefur því gefið stofnun- inni tæki að verðmæti samtals um 2,4 milljónir króna á þessu ári. Bryndís Sævarsdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri D-deildar, segir að það sé með verðmætustu gjöfum sem einstaklingar hafi fært stofn- uninni ef ekki sú stærsta. Súrefnissíurnar eru tæki sem vinna súrefni úr loftinu með raf- magni. Þetta eru mun léttari tæki og meðfærilegri en hinir hefð- bundnu súrefniskútar sem lungna-, hjarta- og krabbameinssjúklingar þurfa stundum að nota. Bryndís segir að þeir nýtist vel skjólstæð- ingum heimahjúkrunar og einnig inniliggjandi sjúklingum, létti þeim lífið og auki lífsgæði. Sjúklingalyft- an er sömuleiðis afar fullkomin og nýtist vel við umönnun sjúklinga. Ljósmynd/Víkurfréttir Tæki Sigurður Wíum ásamt framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar og starfsfólki við afhendingu gjafar. Fyrir framan þau sjást tvö súrefnistæki. Einstaklingur gefur verðmæt tæki Reykjanesbær | „Ég tek þessari skoðanakönnun fagnandi. Þetta get- ur orðið leiðarljós fyrir sveitar- stjórnarmenn að fara eftir,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti A- listans í Reykjanesbæ, um undir- skriftalista sem Hannes Friðriks- son, íbúi í Reykjanesbæ, stendur að. Skorað er á sveitarstjórnarmenn að tryggja að Hitaveita Suðurnesja verði áfram í meirihlutaeigu sveit- arfélaganna og annist áfram sölu og dreifingu á vatni og rafmagni. Hannes Friðriksson hefur verið að kynna undirskriftasöfnun sína og farið í þeim tilgangi um sveitar- félögin fimm til að koma listum í umferð. Kvöldin notar hann síðan til að ganga í hús. Um miðjan dag í gær höfðu um 4.500 undirskriftir borist, meirihlutinn á hefðbundnum undirskriftarlistum en tæplega 900 á vefsíðunni askorun2007.is. Hannes segir að söfnunin hafi gengið ótrúlega vel í byrjun en nú sé farið að hægjast á. Hann er að safna liði til að ganga í hús um helgina. Hannes segir að mikill áhugi sé í Hafnarfirði á þátttöku og vonast til að hægt verði að bæta því sveitarfélagi við. Tekur hann fram að Hafnfirðingar geti skráð sig á netinu og hafi einhverjir þegar gert það. Almenningur láti heyra í sér Guðbrandur Einarsson segir að hingað til hafi umræðan um HS nánast bara verið á borði sveitar- stjórnarmanna. Það sé kominn tími til að almenningur láti heyra í sér. „Mér sýnist að það muni verða ansi stór hópur sem skrifar undir. Það segir okkur að almenningur er sam- mála þeim málflutningi sem hefur verið haldið uppi af forsvarsmönn- um A-listans um að menn ættu að reyna að beita forkaupsrétti og ná hitaveitunni aftur til baka.“ Björk Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og forseti bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar, segist hafa fundið það að fólk hafi velt hitaveitumálunum mikið fyrir sér. „Það er kannski ekki óeðlilegt að margir skrifi undir,“ segir Björk. Eins og staðan sé núna sé ekkert að gerast í málum Hitaveitunnar. Sér vitanlega hafi ekki komið nein tilkynning um breytingar á eignar- haldi. „Það þarf að skoða þetta mál allt í heild sinni þegar og ef það kemst hreyfing á það,“ segir Björk. Um 4.500 íbúar hafa skrifað undir áskorun Egilsstaðir | SS-búðin er heiti á nýrri verslun á Egilsstöðum. Sig- urlaug Gísladóttir er eigandi henn- ar og stendur jafnframt vaktina í búðinni. „Búðin er nefnd í höfuðið á okkur hjónum, Sigurlaugu og Sig- urði og var opnuð 6. október sl.,“ segir Sigurlaug. „Þetta hefur verið draumur minn í 20 ár og eiginmað- urinn sagðist ekki ætla með mér á elliheimili þegar þar að kæmi, tuð- andi yfir því að hafa aldrei látið drauminn rætast og lagði mér því lið.“ Silla höndlar með pottablóm, af- skorin blóm og flest sem viðkemur blómstrum yfir höfuð. Íslensk handunnin kerti eru áberandi og annað íslenskt handverk, glugga- tjöld, ljósakrónur, silkiblóm, vara frá Lisbeth Dahl og pólsku söfn- unarstellin og kristall, svo eitthvað sé nefnt. Hún selur einnig varning fyrir börn og gæludýr og allt mögu- legt sprell og fínirí fyrir afmælis- veislur og önnur boð. „Ég er að taka upp jólavörurnar og margt flott að koma inn þessa dagana“ segir Sigurlaug og hlakkar til komandi vikna, enda mikil jóla- manneskja. Húsnæði verslunarinn- ar, Kaupvangur 5, á sér langa og litríka sögu, því þar hefur gegnum árin verið höndlað með brauð, slát- ur og mjólk svo eitthvað sé nefnt og fyrir daga SS-búðarinnar höfðu vaskir píparar þar aðstöðu sína. Tveggja áratuga draumur rætist Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fínirí Sigurlaug Gísladóttir lét draum um að eiga verslun rætast. Neskaupstaður | Nemendur í leikfélaginu Djúpinu í Verkmenntaskóla Austurlands hófu nýverið vetrardag- skrá leikfélagsins með eldhressu götuleikhúsi í Nes- kaupstað. Þau undirbúa nú nýja leiksýningu með leik- stjóra sínum Snorra Emilssyni, sem og viðburði á degi íslenskrar tungu og á jólastund skólans á aðventunni. Ljósmynd/VA Leikurinn gerjast í Djúpinu ÞAU sveitarfélög á Austurlandi sem liggja utan Mið-Austurlands þar sem þenslan er að mestu leyti, hyggjast stofna sérstakan verkefnahóp sem skipaður verði fulltrúum sveitarfé- laganna, ríkisvaldsins og atvinnu- veganna. Slíkur verkefnahópur á að hafa að meginmarkmiði að gera til- lögur um hvernig stuðla megi að því að auka möguleika á atvinnuupp- byggingu á svæðunum utan Mið- Austurlands. Unnið er um þessar mundir að undirbúningi með viðræðum við ríki og atvinnulíf auk innbyrðis samræðu í héraði. Fólksfækkun og ónógar tekjur Sveitarfélögin sem vilja bindast samtökum um að efla atvinnulíf á sínum svæðum eru Vopnafjarðar- hreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Breiðdals- hreppur og Djúpavogshreppur. Forsvarsmenn sveitarfélaganna hafa rætt vandamál byggðarlaganna sameiginlega og segja þau m.a. til komin vegna fólksfækkunar, ónógra tekna og fyrirsjáanlegs samdráttar í kjölfar kvótaskerðingar í þorski. Grípa til sinna ráða Jaðarsveitarfélög á Austurlandi leita leiða í atvinnusköpun Djúpivogur | Djúpavogshreppur hyggst ekki endurnýja samning við eftirlitsstofnun með fjármálum sveitarfélaga. Á fundi sveitar- stjórnar 25. október sl. var bókað að í ljósi þess að ekki væri sjáanlegur fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélagið af samningnum yrði hann ekki framlengdur nema sveit- arstjórn yrði þvinguð til þess og/ eða fyrir lægi að félagsmálaráðu- neyti tryggði að gripið yrði til fjár- hagslegra aðgerða. „Í dag liggur fyrir að sveitarfélagið mun í bezta falli njóta jafnræðis við önnur sveitarfélög sbr. þó löngu úreltar og ósanngjarnar reiknireglur bæði hvað varðar úthlutun á svonefndum 1,4 milljörðum og fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga eins og honum er beitt í dag til að viðhalda sveltistefnu í garð ákveðinna sveitarfélaga, einkum ut- an vaxtarsvæða“ segir í bókuninni. Sveltistefna Jöfnunarsjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.