Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MÁLEFNALEGUR SIGUR
Svandís Svavarsdóttir, borgar-fulltrúi Vinstri grænna og odd-viti stýrihóps um málefni
Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík
Energy Invest, hefur unnið mikinn
málefnalegan sigur með þeirri nið-
urstöðu borgarráðs í gærmorgun að
hafna samruna Reykjavík Energy
Invest og Geysir Green Energy og
þjónustusamningi Orkuveitunnar og
REI, eftir að í ljós var komið, hvern-
ig unnið hafði verið að þessum sam-
runa og samningum.
Þessi niðurstaða er líka mikill sig-
ur fyrir þá sex borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, sem neituðu að fall-
ast á þann málatilbúnað, sem hafður
hafði verið uppi í málinu.
Niðurstaðan er hins vegar mikill
ósigur fyrir Björn Inga Hrafnsson,
borgarfulltrúa Framsóknarflokks-
ins, sem rauf meirihlutasamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að
hann vildi ekki una niðurstöðu af því
tagi, sem nú er að verða að veruleika.
En auðvitað átti borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins engra kosta
völ. Hann verður að sitja og standa
eins og samstarfsaðilum hans hentar.
Jafnframt er athyglisvert, að Sam-
fylkingin og borgarstjóri hennar eru
engir gerendur í þessu máli. Þeir
fljóta með og fylgja forystu borgar-
fulltrúa Vinstri grænna.
Nú á eftir að koma í ljós hver
næstu skref verða en Svandís hefur
unnið fyrstu lotuna. Gera má ráð fyr-
ir því, að borgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins geri tilraun til að koma
málum í sama farveg og áður og ekki
er ólíklegt að borgarfulltrúar Sam-
fylkingar muni hafa uppi tilburði til
að styðja hann í þeirri viðleitni.
Það er hins vegar alveg ljóst, að
þeir hafa enga möguleika á að knýja
þá niðurstöðu fram, einfaldlega
vegna þess að ganga má út frá því
sem vísu, að bæði Svandís Svavars-
dóttir og Margrét Sverrisdóttir muni
standa gegn því.
Það fer ekki á milli mála, þegar
lesið er á milli lína, að stýrihópnum
og fleirum ofbýður það, sem þeir
hafa séð af vinnubrögðum forsvars-
manna Orkuveitunnar. Þess vegna
hefur verið ákveðið að stjórnsýsluút-
tekt verði gerð á Orkuveitu Reykja-
víkur. Slík ákvörðun hefði ekki verið
tekin nema vegna þess, að stýrihópn-
um hefur ekki litizt á blikuna, þegar
fulltrúar í honum fóru að kíkja undir
teppi og opna lokaðar skúffur.
Það þarf ekki að kafa djúpt ofan í
þetta mál til þess að sjá, að það er
kvennaveldið í öllum flokkum, sem
hefur tekið höndum saman um að
lofta út í húsakynnum Orkuveitunnar
og það rækilega.
Sennilega er þetta mál eitt skýr-
asta dæmið, sem upp hefur komið,
um að konur vinni öðruvísi í pólitík
en karlar og kannski tími til kominn
að það kæmi í ljós.
En um leið skiptir máli, að þær
standi sig alveg til loka í þessu máli
og láti ekki undan margvíslegum
þrýstingi, sem þær verða áreiðan-
lega fyrir þessa dagana. Kaupsýslu-
mennirnir gefast ekki upp baráttu-
laust.
SJÁLFSTÆÐUR SEÐLABANKI
Bankastjórn Seðlabanka Íslandskom öllum að óvörum með til-
kynningu um hækkun stýrivaxta um
0,45% í gærmorgun. Ljóst er að fáir,
ef nokkrir, bjuggust við slíkri ákvörð-
un. Viðbrögðin hafa ekki verið jafn
hörð og neikvæð og búast hefði mátt
við. Greiningardeildir bankanna sýn-
ast að einhverju leyti taka undir með
Seðlabankanum um að vaxandi hætta
sé á aukinni verðbólgu. Samtök at-
vinnulífsins eru hins vegar hörð í
gagnrýni sinni á aðgerðir Seðlabank-
ans.
Ekki verður annað séð en Seðla-
banki Íslands beiti sömu aðferðum
við að ná markmiðum sínum varðandi
verðbólgu og seðlabankar í öðrum
löndum. Bankarnir hækka eða lækka
stýrivexti eftir því hver staðan er í
nánasta umhverfi þeirra.
Við Íslendingar erum ekki vanir
seðlabanka, sem tekur sjálfstæðar
ákvarðanir. Yfirleitt hefur Seðla-
banki Íslands tekið ákvarðanir í
meira samráði við ríkisstjórn en nú.
Og stundum hefur Seðlabankinn
fylgt í kjölfar ríkisstjórna.
Það er orðið nokkuð ljóst, að Seðla-
banki Íslands undir forystu Davíðs
Oddssonar, fyrrverandi forsætisráð-
herra, vinnur á annan veg en Seðla-
bankinn hefur áður gert. Menn getur
greint á um hversu heppilegt það er.
Á þeim árum þegar Seðlabankinn
fylgdi í kjölfar ríkisstjórna gætti
gagnrýni á það að bankinn væri ekki
sjálfstæðari í ákvörðunum. Nú þegar
bankinn er augljóslega orðinn sjálf-
stæður í ákvörðunum og fylgir ekki
línu frá ríkisstjórn í einu og öllu má
heyra gagnrýnisraddir á þá háttsemi.
Í Bandaríkjunum er hefð fyrir
mjög sjálfstæðum seðlabanka og þar
er það talið efnahagslífinu til fram-
dráttar að svo sé.
Það er áreiðanlega gagn að því fyr-
ir okkur Íslendinga að prófa það fyr-
irkomulag, að Seðlabankinn taki
sjálfstæðar ákvarðanir og fylgi sann-
færingu sinni. Það skapar ákveðið
jafnvægi í ákvörðunum um efnahags-
mál og tryggir að ríkisstjórnin hefur
hæfilegt aðhald frá aðila, sem hefur
mikla burði, eins og Seðlabankinn
hefur.
Þeir, sem eru ósammála Seðla-
bankanum, munu að sjálfsögðu beina
spjótum sínum að honum og formanni
bankastjórnar Seðlabankans. Slíkt
aðhald er líka gott fyrir Seðlabank-
ann, sem auðvitað má ekki verða ríki í
ríkinu, enda tæpast hætta á því vegna
þess að möguleikar hans til þess að
hafa áhrif á þróun efnahagslífsins eru
einfaldlega ekki svo margir.
Þetta verður spennandi tilraun
næstu misserin. Þá kemur í ljós,
hvort mjög ákveðin aðhaldsstefna
Seðlabankans í efnahagsmálum skil-
ar þeim árangri, sem að er stefnt.
Áhrif Seðlabankans til lengri fram-
tíðar markast mjög af því, hvort hann
nær þeim árangri, sem að er stefnt.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Rúnar Pálmason og
Silju Björk Huldudóttur
Stýrihópur borgarráðs um samrunaReykjavik Energy Invest (REI) ogGeysir Green Energy (GGE) hefur kom-ist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð
og ákvarðanataka í samningaferli um sameiningu
REI og GGE kunni að orka verulega tvímælis og
sé ekki hafin yfir vafa. Málsmeðferðin sé því
verulegt áfall fyrir stjórnsýslu Reykjavíkurborg-
ar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi
stýrihópsins sem lagt var fyrir borgarráð í gær.
Í bréfinu voru lagðar fram þrjár tillögur og
voru þær allar samþykktar í borgarráði. Í fyrsta
lagi fellst borgarráð ekki á samruna REI og GGE
og telur jafnframt að þjónustusamningur Orku-
veitu Reykjavíkur og REI sé óviðunandi. Í öðru
lagi telur borgarráð að eigendafundur OR 3.
október sl. og þær ákvarðanir sem þar voru tekn-
ar séu háð miklum annmörkum og mikill vafi leiki
á um lögmæti fundarins. Í þriðja lagi samþykkir
borgarráð að beina því til fulltrúa borgarinnar í
stjórn OR að ljúka málinu í samræmi við þessa
niðurstöðu borgarráðs.
Engin rök sem réttlæti málshraða
Borgarráð samþykkti einnig þær tillögur stýri-
hópsins að innri endurskoðun Reykjavíkur verði
falið að gera stjórnsýsluúttekt á OR. Úttektinni
er ætlað að ná til a.m.k. stjórnskipulags og
ábyrgðar verkefna, en fara á yfir hvort ábyrgð og
hlutverk stjórnar, stjórnenda og starfsmanna séu
skýr, endurspeglist í skipuriti og samræmist
rekstrarlegri umsýslu og ábyrgð. Jafnframt á að
fara yfir hvernig OR hafi staðið að stofnun félaga
og hvernig eftirliti með slíkum félögum sé háttað.
Loks á að leggja mat á fyrirkomulag innra eft-
irlits.
Í fyrrnefndu bréfi stýrihópsins segir, að engar
haldbærar skýringar eða rök hafi komið fram
sem réttlæti þann hraða sem viðhafður hafi verið
í málinu og leiddi til þess að reglur um boðun eig-
Áfall fyrir stj
Kalla eftir stjórnsýsluúttekt á OR Borgarráð fel
Borgarráð samþykkti
allar tillögur stýrihóps um
samruna REI og GGE
„ÞAÐ eru allir sam-
mála. Það eru allir
íslenskir stjórn-
málaflokkar sam-
mála um þessa nið-
urstöðu,“ sagði
Svandís Svav-
arsdóttir eftir að
borgarráð hafði ein-
róma samþykkt til-
lögur stýrihóps um að hafna samruna
Reykjavík Energy Invest og Geysir
Green Energy og að láta fara fram
stjórnsýsluúttekt á Orkuveitu Reykja-
víkur (OR). Með þessari þverpólitísku
sátt væri brotið blað í íslenskum
stjórnmálum.
Svandís sagði að forsendurnar fyrir
að hafna samrunanum væru fyrst og
fremst tvær. Í fyrsta lagi væri ljóst að
allar reglur hefðu verið þverbrotnar,
umboð farið fyrir ofan garð og neðan
auk þess sem kynningu og opinberri
umræðu hefði verið verulega ábóta-
vant. Þetta væri í raun eitt og sér til-
efni til að taka allan gjörninginn upp.
„Þetta verkefni kann að vera gott og
fela í sér sóknarfæri og góðar hug-
myndir. En við sem fulltrúar almenn-
ings getum aldrei sætt okkur við að
svona ákvarðanir séu teknar á grund-
velli nánast engra upplýsinga,“ sagði
hún. Hin meginröksemdin væri efn-
isleg og varðaði meiru en hún lyti að 20
ára þjónustusamningnum sem OR
gerði við REI.
Kann að verða óaðgengileg
Aðspurð um hugsanlega skaðabóta-
ábyrgð borgarinnar vegna þessarar
ákvörðunar sagði Svandís að þetta
væri besta niðurstaðan fyrir alla og
langbest væri ef sátt tækist um málið.
„Hins vegar er það þannig að þessi lína
sem við erum að draga hér með afstöðu
okkar í borgarráði kann að verða óað-
gengileg fyrir einhverja aðila og ef þeir
kjósa að leita réttar síns þá verða þeir
að gera það. En ég mundi vilja sjá það
að fjárfestar og aðrir aðilar sem koma
að þessu máli áttuðu sig á því að al-
menningur gerir þessa kröfu sem við
erum að reisa hér í borgarráði í dag.“
Borgarráð samþykkti að fela stjórn OR
að ljúka málinu í samræmi við þá nið-
urstöðu sem samþykkt var á fundinum
í gær og sagði Svandís að stjórnin
kynni að gera það með ýmsum hætti en
borgarráð tæki ekki afstöðu til þess
hvernig það yrði gert.
Allir eru
sammála
BJÖRN Ingi
Hrafnsson, borg-
arfulltrúi Fram-
sóknarflokksins,
sagði að alls ekki
væri hægt að líta
svo á að niðurstaða
borgarráðs þýddi að
stefna hans varð-
andi sameiningu
REI og GGE hefði beðið skipbrot.
Stefna hans hefði byggst á að Orku-
veita Reykjavíkur ætti að taka þátt í út-
rásinni en í ljósi þess að fram hefðu
komið upplýsingar um að ekki hefði
verið staðið rétt að samruna fyrirtækj-
anna hefði verið nauðsynlegt að byrja
með hreint borð. Hann hefði jafn mikla
trú og áður á því að OR ætti að taka
þátt í útrásinni.
Björn Ingi hefur m.a. sagt að
Reykjavíkurborg gæti hagnast um
marga milljarða á samruna REI og
GGE. Hann sagði aðspurður að ekki
væri sárt fyrir hann að sjá á eftir þeim
fjármunum, úr því formgallar hefðu
verið á málinu hefði verið nauðsynlegt
að taka málið upp á nýjan leik.
Innanhússvandamál
Sameining REI og GGE var skerið sem
samstarf Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks í borgarstjórn steytti á.
Aðspurður hvort hann hefði getað kom-
ist að þessari niðurstöðu, að hafna sam-
runanum, með Sjálfstæðisflokknum,
sagði hann að sjálfstæðismenn hefðu
komist að þeirri niðurstöðu að selja
ætti REI tafarlaust. Því hefði hann
ekki verið sammála. Spurður hvort
hægt hefði verið að ræða um þetta, að
reyna að ná samkomulagi, sagði Björn
Ingi: „Það hefur blasað við síðustu daga
og vikur það ósætti sem er innan borg-
arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
og það var ekki verkefni þessarar þver-
pólitísku nefndar að rannsaka hvers
vegna og hvenær meirihlutinn í
Reykjavík sprakk.“
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafa lýst því yfir að þeir hafi, áður en
meirihlutinn sprakk, ekki haft allar
þær upplýsingar sem síðar komu fram,
t.d. ekki um fyrrnefndan 20 ára samn-
ing. Björn Ingi sagði að þessar upplýs-
ingar hefðu legið fyrir og borgarstjóra
verið kunnugt um hann. Ef borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu
ekki vitað um hann væri það þeirra inn-
anhússvandamál.
Ekkert
skipbrot
D
e
a
m
b
a
á
v
a
REI og GGE hefði
þess. Þetta væri au
skref til að OR gæt
áfram en á nýjum f
Dagur sagði aðsp
hefðu verið í stýrih
og samstaða ríkt um
hlutans. „En ég ætl
úr því að auðvitað e
anfarinna vikna það
þetta er unnið við m
umstæður. Og ég te
Svandísi Svavarsdó
þessa breiða hóps, m
til sameiginlegrar n
að það komi í raun m
hvað þetta hefur ge
Dagur sagði að e
verið yfir málið hef
fella samruna REI
lagi hefði leikið svo
mæti eigendafunda
það hefði verið óhjá
af skarið og í öðru l
an af samrunanum
væri að halda áfram
um forsendum.
Dagur vildi ekki
ingar um hvernig O
rás framvegis. „Við
ur tíma til að finna
samstarfsform sem
árangri í þessari út
Samstarf við einkaa
lega til greina en ha
yrði gert á sömu for
fyrir í samruna RE
Spurður um hugs
skyldu borgarinnar
hefði verið yfir mál
legum lögfræðilegu
hvort fyrir lægi lög
efnis að borgin vær
skyld, sagði Dagur
tekin að mjög yfirv
tók fram að ákvörðu
beindist ekki gegn
hvorki stjórnenden
fjárfestum sem tók
REI og OR.
Endur
uð útrá