Morgunblaðið - 02.11.2007, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Geirfinna Guð-rún (Geira)
fæddist á Akranesi
8. júlí 1958. Hún
andaðist 29. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
hjónin Margrét Jó-
mundsdóttir hús-
móðir og bóndi, f.
27.7. 1935, og Óli
Ragnar Jóhannsson
fyrrverandi verk-
stjóri hjá Vegagerð-
inni, f. 12.9. 1926, í
Klettstíu í Borg-
arfirði. Bræður Geirfinnu eru: a)
Jómundur, f. 18.8. 1959, í sambúð
með Guðríði Áskelsdóttur, Jó-
mundur og Þórdís Reynisdóttir
eiga þrjú börn og tvö barnabörn;
b) Eiður, f. 25.2. 1963, kvæntur
Guðrúnu Sigurjónsdóttur, þau
eiga 3 börn; og c) Elvar, f. 26.4.
1969, kvæntur Þórhildi Þorsteins-
dóttur, þau eiga tvö börn.
Dætur Geirfinnu og Gunnlaugs
Ingvarssonar, f. 18.11. 1955, eru
Líf, f. 3.1. 1984 og Tinna, f. 21.1.
1985. Sonur Tinnu og Erlings
Jacks Guðmundssonar er Eiður
Jack Erlingsson, f. 28.4. 2005.
Að lokinni hefðbundinni skóla-
göngu lá leið Geiru til Danmerkur
þar sem hún stundaði nám við
lýðháskóla. Sumarvinnu stundaði
Geira á mörgum stöðum, m.a. við
ferðalögum og fór meðal annars í
heimsreisu með vinkonu sinni, en
Danmörk var það land sem var í
mestu uppáhaldi hjá henni.
Geira var einstaklega góður
starfskraftur, samviskusöm og
dugleg og eftirsótt af öllum þeim
sem til starfa hennar þekktu. Á ár-
unum 1994-1997 vann Geira á leik-
skólanum Árborg þar sem hún
hafði starfað áður. Þar hafði hún
umsjón með litlum dreng, Hilmari,
sem á við fötlun að stríða. Milli
þeirra tókst ákaflega góð vinátta
og Geira tók að sér liðveislu fyrir
drenginn og hitti hann mán-
aðarlega allt þar til hún veiktist.
Árið 2001 var Geira ráðin til Al-
þingis og gegndi þar starfi ritara
þingflokka þar sem reynir á trún-
að og þjónustulund. Hún naut sín í
því starfi og hvað eftir annað kom
fram einlæg væntumþykja hennar
til þess fólks sem hún starfaði þar
með og fyrir. Geira var stolt af sín-
um dætrum og lét sér mjög annt
um að búa þær sem best undir líf-
ið. Fyrir tæpum þremur árum
kenndi Geira fyrst þess meins sem
nú hefur lagt hana að velli. Hún
gerði sér fulla grein fyrir að
hverju stefndi og sýndi einstakan
dugnað og styrk allt þar til yfir
lauk.
Útför Geiru fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Sumarhótelið að Bif-
röst í Borgarfirði.
Hún var því öllum
hnútum kunnug á
þeim stað er hún hóf
nám við Samvinnu-
skólann á Bifröst
1979. Þaðan útskrif-
aðist hún 1981, en að
skóla loknum bauðst
henni að fara í starfs-
nám á vegum Sam-
bands íslenskra sam-
vinnufélaga, sem var
í senn fjölbreytt og
eftirsótt og aðeins
örfáum nemendum frá Bifröst
gafst kostur á að stunda. Geira hóf
sambúð með Gunnlaugi Ingv-
arssyni á Djúpavogi 1982 þar sem
þau eignuðust báðar dæturnar.
Þau slitu samvistum árið 1989.
Haustið 1988 hóf Geira nám í gull-
smíði hjá Dýrfinnu Torfadóttur á
Ísafirði og lauk sveinsprófi í Kaup-
mannahöfn 1992. Geira var afar
listfeng; teiknaði og málaði og
skrautritun hennar vakti aðdáun.
Sérstaklega unni hún gullsmíðinni
og naut þess tíma sem hún vann
við þá atvinnugrein, fyrst hjá Dýr-
finnu á Ísafirði en seinna hjá Gull
og Silfur í Reykjavík. Geira var
söngelsk og hafði gaman af tón-
list, söng um tíma með hljóm-
sveitum og tók þátt í kórastarfi.
Hún hafði gaman af hvers konar
Elsku mamma. Núna ertu farin á
fallega staðinn sem við ræddum um
síðustu dagana áður en þú fórst og
ert frjáls úr líkamanum þínum sem
var farinn að kvelja þig svo mikið.
Ég á eftir að sakna þín svo virkilega
mikið, elsku mamma, því að þú varst
svo frábær. Ég er svo heppin að hafa
átt þig að og fengið að njóta þín í
tuttugu og þrjú ár, þó að við hefðum
svo gjarnan viljað hafa þau svo miklu
fleiri ef aðstæður hefðu verið aðrar.
Þú kenndir mér svo margt frá
fyrsta degi, mamma. Þú kenndir mér
að vera gagnrýnin á það sem öðrum
þótti sjálfsagt, þú kenndir mér að
tala fallegt mál, þú kenndir mér að
„hygge mig“, þú kenndir mér að
bera virðingu fyrir náttúrunni og
náunganum, þú kenndir mér að
standa með sjálfri mér og vera sjálfri
mér trú, þú kenndir mér á lífið. Ég
veit líka að þú átt eftir að kenna mér
heilmikið ennþá þrátt fyrir að þú
sért ekki hérna enn, ég veit að þú
fylgist með okkur og munt alltaf
verða ljósið sem lýsir fyrir mig í líf-
inu.
Þú varst svo góð í að búa til fal-
legar stundir sem ég á í hjartanu,
mamma, öll jólin og hátíðirnar voru
sveipuð svo hátíðlegum blæ hjá þér
og þú lagðir alltaf allt þitt í að gera
hvert augnablik ómetanlegt. Ég er
þakklát fyrir það, mamma mín.
Ég er svo ánægð að hafa fengið að
segja þér svo oft hvað mér þótti mik-
ið vænt um þig á hverjum einasta
degi síðasta árið og standa með í
gegnum þessi veikindi sem þú sigr-
aðir sjálf, mamma, þó að þau hafi á
endanum tekið líkamann þinn. Þú
hafðir svo mikinn styrk sem skein í
gegn í veikindunum í lokin, ég skil
ennþá ekki hvaðan þú fékkst þennan
styrk og þetta æðruleysi til að takast
á við aðstæðurnar á þann máta sem
þú gerðir að lokum þegar okkur
hafði verið gerð grein fyrir því hvert
stefndi.
Þegar þú fórst, mamma, þá byrj-
aði strax að snjóa. Það hafði verið
rok og rigning í marga daga en
þarna á þessari stundu kom fallegur
snjór niður til jarðar og lognið og allt
varð hljótt.
Ég sakna þín svo ótrúlega mikið,
mamma mín.
Þín dóttir,
Líf.
Geira hafði þann sérstaka eigin-
leika að laða að sér fólk, einfaldlega
vegna þess hvernig hún var. Hún var
vinsæl, hvort sem var í vinahópi eða
hjá starfsfélögum. Hún var sam-
viskusöm og það sem hún tók að sér
gerði hún vel. Við minnumst Geiru
aðeins að góðu einu.
Umhyggjusemi Geiru í garð barna
okkar, púkanna – eins og hún kallaði
þau gjarnan – var mikil og var hún
sífellt að gauka að þeim einhverju
sem hún vissi að myndi gleðja þau.
Það leyndi sér aldrei frá hverjum
pakkarnir voru, handbragðið á inn-
pökkuninni og innihaldið sjálft var
alltaf svo „Geirulegt“ það er fínlegt
og flott. Geira lærði gullsmíði og
þegar hún var í skólanum í Kaup-
mannahöfn var eitt af verkefnunum
að skila tveimur teikningum. Kenn-
arinn hafði sett viðfangsefnið fyrir
og sagði nemendunum síðan hverj-
um og einum hverju væri ábótavant
hjá þeim. Lýsingarorðið sem hann
hafði um teikningar Geiru voru eftir
að hafa skoðað þær gaumgæfilega
var einfaldlega: óaðfinnanlegt. Það
er það orð sem við kjósum einnig að
gefa handverki Geiru, sama hvort
um var að ræða saumaskap, teikn-
ingar, skrautskrift, kortagerð, gull-
smíði eða annað sem hún tók sér fyr-
ir hendur.
Geira unni gömlum munum og
fann oft margvíslegt notagildi fyrir
hluti sem aðrir sáu ekki. Bruðl og só-
un var henni ekki að skapi en uppfull
af hugmyndum gengu til dæmis
steypustyrktarjárn, símakúlur og
rekaspýtur í endurnýjun lífdaga og
fengu nýtt hlutverk í höndum Geiru.
Inn í íbúð Geiru þvældist í haust
húsfluga sem Geira ákvað að friða.
Það var mikið gert grín að þessari
húsflugu sem enn flýgur friðuð um
íbúðina. Ástæða friðunarinnar var sú
að suðið í flugunni minnti Geiru á
ferðir í berjamó en að tína ber og
njóta náttúrunnar var eitt það
skemmtilegasta sem hún gerði. Við
vonum að blágresi og berjamór sé
allt í kringum Geiru á nýjum dval-
arstað og að náttúran skarti sínu
fegursta.
Okkar innilegustu þakkir til allra
sem hjálpuðu við að gera Geiru lífið
bærilegra í veikindum hennar.
Eiður bróðir og Guðrún.
Það er mynd á vegg í stofu okkar
hjóna sem okkur þykir vænt um. Við
höfum átt hana í tæp 30 ár og hún
minnir á þann tíma er við dvöldum á
Bifröst. Þetta er teikning og fyrir-
myndin er bókahilla Geiru eins og
hún sá hana við lestur úr stólnum í
herbergi sínu. Hverju atviki, bókum
sem öðrum hversdagslegum hlutum,
eru gerð skil í smáatriðum. Línurnar
eru fínlegar og þótt margar séu ald-
eilis örfínt dregnar eru þær samt svo
skýrar og skera sig örugglega úr á
hvítum bakgrunninum. Myndin ber
listfengi höfundarins vitni en minnir
í senn á höfundinn sjálfan, hana
Geiru.
Svo sannarlega var hún fínleg en
jafnframt skýr í skoðunum og hugs-
unum.
Hún var öllum hnútum kunnug á
Bifröst, þar sem hún hafði unnið þar
áður en hún hóf þar nám. Fyrir
kennarann virkaði hún hlédræg en
greinilega ákveðin og þroskaður per-
sónuleiki.
Eftir Bifrastardvöl lágu leiðir oft
saman og með okkur hjónunum og
Geiru þróaðist samband sem varð að
einlægri vináttu, og traust hennar til
okkar, ekki síst nú síðustu mánuðina
þegar ljóst var að hverju stefndi, var
langt umfram það sem við áttum von
á. Svo sannarlega munum við reyna
að standast hennar væntingar hvað
það allt varðar.
Já, Geira skar sig frá fjöldanum,
falleg og fíngerð en samt svo und-
ursterk. Af miklum dugnaði og út-
sjónarsemi tókst henni að búa sér og
dætrum sínum alla tíð fallegt heimili
og eigið húsnæði. Síðustu íbúðar-
kaupunum gekk hún frá fyrir fáein-
um vikum, – búin að líkama en með
fulla hugsun og framtíðarsýn. Hag
dætra sinna og litla dóttursonarins
bar hún fyrir brjósti, hún vildi gera
þeim sem best veganesti til lífsins
göngu. Já, stolt getur þessi litla fjöl-
skylda varðveitt minningu móður og
ömmu.
Enginn þarf að fara í grafgötur
um hve mikið áfall það var henni og
dætrunum er ljóst var að lífsgöng-
unni lyki senn. Þá sem aldrei fyrr
reis Geira upp og nú í öllu sínu veldi.
Hún kaus að undirbúa brottförina,
ganga frá hlutum á þann veg sem
hún vildi og taldi bestan. Hnarreist
mætti hún örlögum sínum og þrátt
fyrir að eitthvað væri óljóst í hennar
huga hvað biði hennar, óttaðist hún
ekkert. Við sem trúum á eilíft líf og
náð Jesú Krists, hins upprisna sonar
Guðs, vitum að hjá honum er henni
búinn staður.
Nú er leiðir skilja er okkur hjón-
um efst í huga innilegt þakklæti til
Geiru okkar fyrir tryggð hennar,
vináttu og allar góðar stundir. Um
leið og við biðjum henni blessunar
Guðs óskum við þess að dætur henn-
ar og dóttursonur megi erfa ríkulega
þá góðu eiginleika sem Geira hafði til
að bera.
Elsku Líf, Tinna og Eiður Jack.
Lífið heldur áfram og nú varðveitið
þið minningu um einstaka mömmu
og ömmu sem þið munið alltaf eiga.
Guð blessi ykkur og veiti ykkur
styrk jafnt á þessum erfiðu dögum
sem um alla framtíð.
Níels Árni og Kristjana.
Geira sagði við mig stuttu áður en
hún lést: „Ég er tilbúin að yfirgefa
partíið og þakka fyrir mig.“ Þessi
orð eiga vel við því Geira var við
stjórnvölinn í sínu lífi eins og hægt
var fram á síðasta dag. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að taka þátt í
sumum köflum lífs hennar því það
hefur gert mig ríkari.
Listakonan og handverkskonan
Geira var dugnaðarforkur. Hún var
lærður gullsmiður og það lék allt í
höndunum á henni. Eitt af uppá-
haldshálsmenunum mínum er henn-
ar verk, gjöf frá sameiginlegum
starfsfélögum. Geiru kynntist ég ár-
ið 1995 er ég hóf störf á leikskólanum
Árborg. Þar komu hæfileikar hennar
og áhugi að góðu gagni. Hún var
hrifin af franskri menningu og í til-
raunaverkefni í leikskólanum um
fjölmenningu, þar sem hin ýmsu
lönd og menning þeirra var kynnt, sá
Geira um að setja upp frönsku vik-
una. Þar æfðu börnin nokkur orð á
frönsku, lesin voru frönsk ævintýri,
sungin frönsk lög, franskur matur
var á borðum, myndband sýnt um
Frakkland og leikskólinn skreyttur í
frönskum stíl. Franska vikan í hönd-
um Geiru varð ótrúlega flott og bar
hugmyndaríki hennar og samvisku-
semi merki.
Geira hafði ekki bara áhuga á
franskri menningu heldur var Dan-
mörk og dönsk menning henni hug-
leikin enda talaði hún reiprennandi
dönsku eftir að hafa dvalið þar af og
til við nám. Það var yndislegt að
skreppa með henni og dætrum henn-
ar, Tinnu og Líf, til Kaupmannahafn-
ar í sumar sem leið. Hún var ótrú-
lega borubrött þrátt fyrir veikindin
og þvældumst við m.a. um Strikið og
á kaffihús borgarinnar og nutum
mannlífsins. Hér heima var það
sama uppi á teningnum. Hún var
„kaffihúsakúnstner“ í mínum aug-
um, hún naut þess að anda að sér
kaffihúsamenningunni í Reykjavík,
þekkti öll kaffihús bæjarins og ég
var svo heppin að fá að njóta þess
margoft með henni.
Geira var traustur vinur og ég er
þakklát fyrir vinskap okkar. Ég
votta dætrum, foreldrum og öðrum
ástvinum innilega samúð.
Hjördís Fenger.
Geira vinkona mín og skólasystir
frá Bifröst er nú látin en mun lifa
áfram í börnum sínum og barna-
börnum eins og hún komst sjálf að
orði. Vinskapur deyr ekki og minn-
ingar mínar um Geiru verða dýr-
mætur og lærdómsríkur hluti af lífi
mínu um ókomna framtíð. Ég kynnt-
ist Geiru fyrir tuttugu og átta árum í
Samvinnuskólanum Bifröst en þar
vorum við herbergisfélagar tvo vet-
ur, við kynntumst vel og komumst að
því að við áttum mörg sameiginleg
áhugamál. Eftir að skólanum lauk
skildu leiðir og lífsbaráttan tók við
hjá okkur flestum.
Ég heimsótti Geiru á Ísafjörð þeg-
ar hún var í gullsmíðanámi hjá Dýr-
finnu Torfadóttur og það fór ekki
milli mála hve vel hún naut sín í því
fagi. Við töluðum um að við ættum að
hittast oftar en tíminn líður og við
grínuðumst seinna með að við mynd-
um verja eftirlaunaárunum í að
sinna sameiginlegum áhugamálum.
Fyrir ári síðan þegar ég heimsótti
Geiru var hún orðin mjög veik og
ljóst að engin lækning væri til. Hún
var þess fullviss að hún myndi aldrei
framar fara niður á Laugaveg né
gera nokkurn hlut framar að gagni.
Það má segja að það hafi verið
kraftaverk þegar Geira ákvað að lifa
þótt hún væri að deyja. Hún ákvað
að skipuleggja tvo daga fram í tím-
ann og einbeita sér að því að gera
eitthvað skapandi heima við, festa
silkiborða á stólasessur sem hafði
ekki verið komið í verk eða breyta
gamalli flík.
Ég bauðst til að koma á þriðjudög-
um sem heimilishjálp en þegar upp
var staðið þá fékk ég aldrei að taka
sóp í hönd því við höfðum um svo
margt að tala. Heimspeki, trúmál,
matargerð, hönnun og handverk var
helsta umræðuefnið og þá mánuði
sem best lét vorum við á ýmsum
kaffihúsum. Skemmtilegast fannst
Geiru að fara og fá sér kaffi í Salt-
félaginu og skoða hönnun í leiðinni
en Geira hafði augastað á mjög sér-
stökum sófa þar. Það var hin einstaki
hæfileiki Geiru til að finna sér ný og
ný áhugaverð verkefni og njóta
hverrar góðu mínútu sem hún fengi,
sem er svo fágætur og hvetjandi.
Geira stóð í þeim stórræðum að selja
íbúðina sína á Framnesvegi og flytja
aðra minni og hentugri í sömu götu.
Nýja íbúðin er einstaklega falleg og
ber vitni um einstæðan smekk henn-
ar sem endurspeglar persónuleika
hennar, áhugann fyrir framsækinni
hönnun í bland við nánast fagur-
fræðilega nægjusemi og nýtni. Síð-
ustu verkefni Geiru voru á sviði
kortagerðar þar sem skriftar-,
teikni- og hönnunarhæfileikar henn-
ar nutu sín. Geira hélt áfram að búa
til kort eftir að hún var lögð inn á
líknardeild þar sem hún kom sér upp
örlitlu vinnuborði. Í síðasta skipti
sem ég hitti Geiru hjálpuðumst við
að við að gera eitt kort sem varð það
síðasta og vísaði til litlu flugunnar
sem sem flutti inn til hennar í nýju
íbúðina og varð uppspretta margra
hugleiðinga um lífið og tilveruna.
Það verða nú ekki fleiri þriðjudag-
ar með Geiru sem hafa nú verið fast-
ur liður hjá mér í heilt ár. Ég get
ekki verið annað en þakklát fyrir að
hafa haft tækifæri til þessara sam-
vista, tækifæri til að kynnast dætr-
um hennar, móður og ekki síst auga-
steininum hennar Geiru, litla
ömmubarninu Eiði Jack.
Elsku Margrét, Líf og Tinna og
aðrir vandamenn. Ég samhryggist
ykkur af heilu hjarta og þakka ykkur
ánægjuleg kynni á liðnu ári.
Þóra Þórisdóttir.
Á okkar lífsins leið fáum við stund-
um að njóta þess að kynnast fólki
sem er mjög ljúft að umgangast, ein-
staklingum sem gefa þeim sem það
velur sér að vinum umhyggju og ást.
Ég var svo lánsamur að elskan hún
Geira mín var ráðin ritari okkar
þingmanna í Vonarstræti 12. Við
urðum samstarfsmenn í mörg ár og
nánir vinir. Ávallt var hún tilbúin að
leysa þau verk sem beðið var um,
hvort sem um ritvinnslu eða upplýs-
ingaöflun sem á þurfti að halda
vegna starfsins væri að ræða, þó oft
væri óskað verka á hlaupum eins og
sagt er eða símleiðis utan af landi.
Það var góður starfsandi í Von 12
þar sem Frjálslyndir og Vinstri
grænir voru saman til húsa í átta ár.
Oft var glatt á hjalla, sungið og sagð-
ar sögur. Gleði og gamansemi á góðri
stund var henni Geiru minni í blóð
borin og þannig verður hún í mínum
huga ætíð. Mér brá illa og leið ekki
vel þegar hún sagði mér að hún hefði
greinst með krabbamein en vissu-
lega var hún vongóð um bata og þess
bað ég að Geira næði heilsu á ný.
Hugrekki hennar og vilji í baráttu
við sjúkdóminn var mikill, samt vissi
hún lengi að hverju dró. Ég dáðist
oft að henni Geiru minni á þessari
erfiðu vegferð og tár féllu á stein
þegar ég gekk burt úr heimsókn á
heimili hennar.
Geira naut stuðnings og um-
hyggju barna sinna og sólargeislinn
var dóttursonurinn. Ég færi þeim,
foreldrum og systkinum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og bið þeim
Guðs blessunar í sorginni við missi
Geiru, minnar elskulegu vinkonu.
Guðjón A. Kristjánsson.
Kynni okkar bar að án nokkurs
fyrirvara. Ég fékk hringingu að
sunnan, hvort möguleiki væri á að ég
tæki nema í gullsmíði, hún væri ein-
stæð móðir með tvær ungar dætur.
Mér fannst það svo sem ekki tiltöku-
mál en sagði að ég ætti nú erfitt með
þetta gegnum síma. Næstu helgi var
hún komin vestur á Ísafjörð í kynn-
isferð með fallegu dæturnar sínar
tvær, Líf og Tinnu. Þannig hófst
samstarf og vinátta okkar Geirfinnu
Óladóttur sem ég fylgi til grafar í
dag. Þetta stóra skref Geiru var ein-
kennandi fyrir hana, hún var stefnu-
föst, viljasterk en þó varfærin. Hún
var ókunnug á Ísafirði, fjarri vanda-
mönnum en var fljót að aðlaga sig og
eignaðist fáa en trausta vini. Í starfi
sínu og námi var Geirfinna traust og
samviskusöm. Hún var dul í daglegri
umgengni en þægileg, lagði gott til
mála og hnjóðsyrði í garð annarra
heyrði ég aldrei hrjóta af vörum
hennar, hvorki til samferðafólks eða
annarra sem ég gat ímyndað mér að
Geirfinna Guðrún Óladóttir